Thea Emilie skrifaði:
Hei! Når en skal øke antall masker i rad 6 i diagrammet skjønar eg ikkje korleis eg skal auke, ettersom aukinga skal skje i A.3. A.2 har stavmasker i maska under i rad 6, men A.3 har ingen rad 6 og eg byrjer då på botnen av diagrammet, der rad ein er fastmasker, luftmasker og stavar, skal eg auke i denne rada? Eller hekle stavmasker slik som ein har i rad 6 i A.2?
11.05.2023 - 12:43DROPS Design svaraði:
Hei Thea. Jo, 6. rad i A.3 består bare av staver, samme som 6. rad i A.2. mvh DROPS Design
15.05.2023 - 11:31
Christine Rivière skrifaði:
Bonjour au rang 4 dans A 2 commence par 2 bride s espacée d’une maille en l’air puis un arceau de 4mailles en l’air ,une maille serrés et 4 mailles en l’air alors que dans A3 c’est 1 bride et les arceaux ont 3 mailles en l’air..est ce une erreur ou dois je bien repérer ou ce situe la section A2sur tous le rang pour faire le nombre exact de brides.merci
01.04.2023 - 22:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rivière, le diagramme A.2 permet les augmentations, il est donc normal qu'il soit différent de A.3. Pensez à bien suivre les diagrammes tels qu'ils sont, n'hésitez pas à ajouter des marqueurs pour bien les délimiter si besoin. Bon crochet!
11.04.2023 - 10:22
Tina skrifaði:
Thank you for your response, Through a few trials and errors, I managed to figure it out. Your response to Larraine confirmed my final trial. I find your original instructions not detailed enough and are very hard to follow. I love the photo of the finished project, so I am persevering.
07.11.2022 - 04:17
Larraine skrifaði:
Hi! I am making Drops crochet top for my first time.....DROPS 223-28. So far so good! I have finished the increase round 6 and am making size M. It says to work until A.2 has been worked vertically....does that mean for this section I am not doing A.3 at all until after round 14?? Hope this question makes sense ? Thank you so much!
05.11.2022 - 14:41DROPS Design svaraði:
Dear Larraine, you continue with the pattern established with A.2 and A.3 as before, until you have worked the last row of A.2 (the top row in the diagram). Then, continue as explained later. Happy crocheting!
07.11.2022 - 00:03
Tina skrifaði:
I am having lots of trouble! Everything is good until row 7 and beyond. I have the correct number of stitches at the end of row 6. If I then continue A.2 vertically, when I get to row 15 I have way too many stitches— a few hundred too many. What am I doing wrong? I have read all the tutorials. They are informative, but do not help me solve my problem.
05.11.2022 - 02:12DROPS Design svaraði:
Dear Tina, please check the number of stitches on each row after the 6th one, so that we may know which row is giving you trouble (since there are increases in each row after row 6). Happy crocheting!
07.11.2022 - 00:30
Darlene Huber skrifaði:
I am an experienced crocheted (51 years to be exact). I don’t understand why you have 2 different charts for the same rounds, causing the maker to flip between charts. Why not just create one chart that diagrams all the stitches in each row ??? It would simplify the work, and be more intelligible for the maker. As is, this pattern is very difficult to follow and inefficient, as one spends more time reading the charts and figuring them out than actual crocheting!
24.10.2022 - 20:36
Helen Marshall skrifaði:
Hiya! I know in the crochet information it says the 3 chains don't count as a treble, but are they included in the stitch count? Only I've got to the first stitch count in the body section and am 5 stitches short. Either way, will this matter too much? Thanks!
06.10.2022 - 14:23DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Marshall, the first 3 chains do not count as a stitch, they are just worked to get the required height to work the treble crochets. So that you crochet 95-103-103-109-109-115, crochet 1 slip stitch in the first of these chains, then crochet 1 treble in each of the remaining chains = 94-102-102-108-108-114 trebles increasing at the same time 18-22-22-28-40-46 trebles evenly = 112-124-124-136-148-160 treble crochets. Happy crocheting!
06.10.2022 - 15:21
Fia Älander skrifaði:
Jag bara undrar hur jag ska virka varv 7-9 när jag virkar stl. L Är det (A2,A3x2,A2,A3x8)x2?
02.09.2022 - 19:37DROPS Design svaraði:
Hei Fia. I str. L har du heklet slik: A.2 (over 4 masker) + A.3 (over 12 masker/2 ganger) + A.2 (over 4 masker) + A.3 (over 48 masker/ 8 ganger) + A.2 (over 4 masker) + A.3 (over 12 masker/2 ganger) + A.2 (over 4 masker) + A.3 (over 48 masker/8 ganger) = 136 masker. På 6. omgang skal det økes slik det står i oppskriften og når du da skal hekle 7. - 9.omgang blir det slik: A.2 (18 masker) + A.3 (over 18 masker/3 ganger) + A.2 (18 masker) + A.3 (over 60 masker/10 ganger) + A.2 (18 masker) + A.3 (over 18 masker/3 ganger) + A.2 (18 masker) + A.3 (over 60 masker/10 ganger) = 228 masker. mvh DROPS Design
05.09.2022 - 11:32
Helen Marshall skrifaði:
Hi, thanks for getting back to me before. Now I have another query! I have worked row 14. Do I now continue to work just A3 (no A2), and do I continue on with row 15 to 19? And then begin again with row 1 until the right length is achieved (counting row 1 as the row DC, ch3, tr, ch3)? Also please could you tell me what A3a is? Many thanks!
04.08.2022 - 16:48DROPS Design svaraði:
Deear Mrs Marshall, when A.2 is done in height, work A.3 over all stitches in the round, ie work row 15 to 19 in A.3 over all stitches (you can work now 6 repeats of A.3 over the stitches of each A.2), then repeat A.3a (see brackets on the left side). Happy crocheting!
05.08.2022 - 08:25
Helen Marshall skrifaði:
Help! I am doing size M. I have correct amount of stitches after row 6 (increase row), but when I work row 7, after working A2 and A3 twice, I still have stitches left before I get to get to the marker. What am I doing wrong please? I have 36 sts to work into from round 6, but according to charts should only have 30. Confused . . . Should I now be working A3 till I get to the marker?
22.07.2022 - 19:38DROPS Design svaraði:
Dear Helen, in the 6th round, you work A.2 as before (twice) but you work A.3 thrice (because you are increasing 1 repeat of A.3 = 6 stitches). You add this repeat of A.3 in all of the A.3 sections. Happy crocheting!
24.07.2022 - 18:56
Red River Cave#redrivercavetop |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er heklað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-28 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma ekki í veg fyrir 1. stuðul, heldur eru heklaðar sem viðbót við lykkjur í umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til að reikna út hvernig auka á út jafnt yfir, teljið lykkjufjöldann sem auka á út yfir (t.d. 94 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 5,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 stuðla í ca 5. hverja lykkju. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla næstu 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næsta stuðul, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Kantur á ermum er heklaður í hring ofan frá og niður. ATH: Það er mikilvægt að heklfestan haldist á hæðina til að mál á lengd á berustykki passi. BERUSTYKKI: Heklið 95-103-103-109-109-115 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA með heklunál 4 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 3 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið síðan 1 stuðul í hverja af 94-102-102-108-108-114 loftlykkjum og aukið jafnframt út 18-22-22-28-40-46 stuðla jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 112-124-124-136-148-160 stuðlar. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerki: Setjið 1. prjónamerki í byrjun á umferð. Annað prjónamerki: Hoppið yfir næstu 16 lykkjur, setjið 2. prjónamerki hér. Þriðja prjónamerki: Hoppið yfir næstu 40-46-46-52-58-64 lykkjur, setjið 3. prjónamerki hér. Fjórða prjónamerki: Hoppið yfir næstu 16 lykkjur, setjið 4. prjónamerki hér. Nú eru 40-46-46-52-58-64 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónamerkin eiga að fylgja með í stykkinu. Þau eiga að vera á undan hverri mynstureiningu A.2 í umferð og eru notuð þegar auka á út jafnt yfir. Heklið nú mynstur og aukið út þannig: A.1 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. Heklið A.2 yfir fyrstu 4 stuðla, A.3 yfir næstu 12 stuðla (= 2 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.2 yfir næstu 4 stuðla, heklið A.3 yfir næstu 36-42-42-48-54-60 stuðla (= 6-7-7-8-9-10 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.2 yfir næstu 4 stuðla, A.3 yfir næstu 12 stuðla, A.2 yfir næstu 4 stuðla, A.3 yfir síðustu 36-42-42-48-54-60 stuðla. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur, jafnframt er aukið út jafnt yfir: Í 6. umferð í mynstri er aukið út þannig: Heklið * A.2 eins og áður, heklið A.3 fram að næsta prjónamerki og aukið jafnframt út 0-6-6-6-6-6 stuðla jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING (= 12-18-18-18-18-18 lykkjur), heklið A.2 eins og áður, heklið A.3 fram að næsta prjónamerki og aukið jafnframt út 6-6-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir (= 42-48-54-60-66-72 lykkjur) *, heklið *-* 1 sinni til viðbótar í umferð (= 12-24-36-36-36-36 lykkjur fleiri) = 180-204-216-228-240-252 lykkjur í umferð. Í stærð XS, S og M er heklað áfram frá ALLAR STÆRÐIR að neðan. Í stærð L, XL og XXL er aukið út þannig: Í 10. umferð í mynstri er aukið út þannig: Heklið * A.2 eins og áður, heklið A.3 fram að næsta prjónamerki og aukið jafnframt út 6-6-6 lykkjur jafnt yfir (= 24-24-24 lykkjur), A.2, heklið A.3 eins og áður fram að næsta prjónamerki og aukið jafnframt út 6-6-6 lykkjur jafnt yfir (= 66-72-78 lykkjur) *, heklið *-* 1 sinni til viðbótar í umferð (= 24-24-24 lykkjur fleiri) = 288-300-312 lykkjur í umferð. ALLAR STÆRÐIR: Heklið þar til A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina. Í síðustu umferð í A.2 er sett 1 nýtt prjónamerki mitt í umferð A.2 (þ.e.a.s. 18 stuðlar hvoru megin við prjónamerki í hverri og einni af 4 mynstureiningum með A.2). Takið frá öll eldri prjónamerki (= 4 prjónamerki eftir í stykki). Lykkjur á milli prjónamerkja merkja skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 48-54-54-60-60-60 stuðlar á hvorri ermi). Nú eru 252-276-288-324-336-348 stuðlar í umferð. Heklið nú mynstur þannig: A.4 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. Haldið áfram með A.3 hringinn í umferð og yfir 36 stuðla í A.2 eru heklaðar 6 mynstureiningar með A.3. Þegar A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina 1 sinni, endurtakið mynstur A.3a á hæðina. Heklið svona þar til stykkið mælist 20-20-22-24-26-28 cm frá byrjun á berustykki – stillið af að endað sé eftir 1., 3., 7., 12. eða 13. umferð í A.3a! Þetta er gert svo það verði einfaldara að hekla mynstur á fram- og bakstykki og ermum. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.3a fram að fyrsta prjónamerki (= 3 mynstureiningar fyrir bakstykki), heklið 8-8-8-10-10-10 loftlykkjur, hoppið yfir lykkjur á milli 2 prjónamerkja (= 8-9-9-10-10-10 mynstureiningar fyrir ermi), heklið A.3a fram að næsta prjónamerki (= 13-14-15-17-18-19 mynstureiningar fyrir framstykki), heklið 8-8-8-10-10-10 loftlykkjur, hoppið yfir lykkjur á milli 2 prjónamerkja (= 8-9-9-10-10-10 mynstureiningar fyrir ermi), heklið A.3a út umferðina (= 10-11-12-14-15-16 mynstureiningar – Nú eru alls 13-14-15-17-18-19 mynstureiningar fyrir bakstykki). Klippið þráðinn og festið. FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið í 5. loftlykkju af 8-8-8-10-10-10 loftlykkjum undir ermi í annarri hlið. Heklið 3 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í sömu loftlykkju. Heklið síðan 1 stuðul í hverja og eina af næstu 3-3-3-5-5-5 loftlykkjur, heklið A.3a eins og áður fram að loftlykkjum undir hinni erminn, 1 stuðull í hverja af 8-8-8-10-10-10 loftlykkjum undir ermi. Heklið A.3a eins og áður fram að loftlykkjum undir ermi, heklið 1 stuðul í hverja og eina af síðustu 4-4-4-4-4-4 loftlykkjum undir ermi = 172-184-196-224-236-248 lykkjur. Þær 8-8-8-10-10-10 loftlykkjur undir ermi eru heklaðar í stuðlum. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Í fyrstu umferð í A.3a sem er hekluð með stuðlum er fækkað um 4-4-4-2-2-2 stuðla jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 168-180-192-222-234-246 lykkjur. Heklið síðan A.3a umferðina hringinn (= 28-30-32-37-39-41 mynstureiningar í umferð). Endurtakið A.3a á hæðina. Þegar stykkið mælist 12 cm, stillið af að næsta umferð sé með stuðlum, fækkið um 6 stuðla jafnt yfir = 162-174-186-216-228-240 stuðlar. A.3a er nú endurtekið 27-29-31-36-38-40 sinnum í umferð. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá prjónamerki, stillið af að næsta umferð sé með stuðlum, aukið út 6 stuðla jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu í hverri og einni af næstu 3 umferðum með stuðlum (= 24 lykkjur fleiri) = 186-198-210-240-252-264 stuðlar. A.3a er endurtekið 1 sinni fleiri á breiddina í hvert skipti sem aukið er út. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka endurtakið A.3a 31-33-35-40-42-44 sinnum á breiddina. Heklið þar til stykkið mælist 34-36-36-36-36-36 cm frá skiptingu – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum. Klippið þráðinn frá og festið. Toppurinn mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. KANTUR ERMI: Byrjið í 4. loftlykkju af 8-8-8-10-10-10 loftlykkjum undir ermi. Heklið 3 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í sömu loftlykkju. Heklið síðan 1 stuðul í hverja af næstu 4-4-4-6-6-6 loftlykkju, heklið næstu umferð í A.3a (þ.e.a.s. í umferð með stuðlum) þar til 3 loftlykkjur eru eftir í umferð, heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 3 loftlykkjum. Nú er eftir 1 umferð með stuðlum og 1 umferð með fastalykkjum/loftlykkjum – heklið e.t.v. áfram með 1 stuðul í hvern stuðul að óskaðri lengd. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og fækkið jafnframt um 10-10-8-10-6-4 stuðla jafnt yfir = 46-52-54-60-64-66 stuðla. Heklið * 1 fastalykkju í fyrsta/næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* í kringum alla ermina. Klippið þráðinn frá og festið. Heklið hinn kant á ermi á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #redrivercavetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.