Moon Trail#moontrailponcho |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað poncho úr DROPS Bomull-Lin eða DROPS Paris. Stykkið er heklað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-18 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning A.6 sýnir hvernig flíkin lítur út þegar flíkin liggur flöt. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/tvíbrugðinn stuðull/þríbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR-1: Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (þessar 3 loftlykkjur jafngilda 1 stuðli, en kemur ekki í stað fyrsta stuðul) – endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á umferð. Þessi stuðull er auka lykkja til að byrja og enda umferðina með. HEKLLEIÐBEININGAR-2: Þessi tilfærsla veldur því að lykkjufjöldinn jafnast ekki út til yfir lykkjur frá byrjun fram að fyrsta horni, en ef óskað er eftir því að fækka lykkjum eða auka út yfir þessar lykkjur verður að stilla byrjun á umferð þannig að mynstureiningin gangi jafnt upp fram að fyrsta horni. ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju að neðan. Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 1 stuðul í fyrstu lykkju að neðan, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn, heklið næsta stuðul í næstu lykkju fyrir neðan, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá vinstri öxl við hálsmál og út. Mynsturteikning A.6 sýnir flíkina flata. PONCHO: Heklið 161-177-185 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4,5 með Bomull-Lin eða Paris og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju sem var hekluð. Heklið síðan fyrstu umferð þannig: Heklið 1 loftlykkju (þessi loftlykkja jafngildir 1 fastalykkju, en loftlykkjan kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, þ.e.a.s. þetta er auka lykkja til að byrja og enda umferð), heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun á umferð = 160-176-184 fastalykkjur + 1 loftlykkja. HEKLIÐ A.1 ÞANNIG: Sjá HEKLLEIÐBEININGAR-1 og byrjið með 3 loftlykkjur, heklið síðan A.1a yfir fyrstu 38-42-44 fastalykkjur (= 19-21-22 mynstureiningar með 2 lykkjum), A.1b yfir næstu fastalykkju (= horn), heklið A.1a yfir næstu 2 fastalykkjur, A.1b yfir næstu fastalykkju (= horn), heklið A.1a yfir næstu 76-84-88 fastalykkjur, A.1b yfir næstu fastalykkjur (= horn), A.1a yfir næstu 2 fastalykkjur, A.1b yfir næstu fastalykkju (= horn) og A.1a yfir þær 38-42-44 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka á hæðina, eru 4 horn með 100-108-112 stuðlum á milli hverra horna á langhliðum og 26 stuðlar á milli horna á skammhliðum. HEKLIÐ A.2 þannig: Heklið A.2a fram að fyrsta horni, A.2b um hornið, A.2a fram að næsta horni, A.2b um hornið, A.2a fram að næsta horni, A.2b um hornið, A.2a fram að næsta horni, A.2b um hornið og A.2a út umferðin – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-1! Þegar A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, hafa verið auknir út 4 stuðlar hvoru megin við 4 hornin, þ.e.a.s. það eru 4 horn með 108-116-120 stuðlum meðfram langhliðum og 34 stuðlar meðfram skammhliðum. Endurtakið A.2 alls 2-3-4 sinnum á hæðina – JAFNFRAMT í síðustu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út þannig að það verða 4 horn með 117-132-147 stuðlum meðfram hvorri langhlið og 42-52-57 stuðlar meðfram hvorri skammhlið = alls 318-368-408 stuðlar í umferð + 4 horn – þ.e.a.s. sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA og jafnið lykkjufjöldann út eins og útskýrt er að neðan: S/M: Aukið út 1 lykkju meðfram hvorri langhlið. L/XL: Aukið út 2 lykkjur meðfram hvorri skammhlið. XXL/XXXL: Aukið út 3 lykkjur meðfram hvorri langhlið og fækkið um 1 lykkju meðfram hvorri skammhlið. HEKLIÐ A.3 ÞANNIG: Færið nú byrjun á umferð um 3-1-2 lykkjur til vinstri til að mynstureiningarnar gangi jafnt upp, þ.e.a.s. heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af fyrstu 3-1-2 lykkjum og byrjið umferð með 3 loftlykkjur eins og áður – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-2. Heklið síðan A.3a fram að fyrsta horni (= 11-13-14 mynstureiningar með 5 lykkjum), A.3b um hornið (og 2 næstu lykkjur), A.3a fram að næsta horni (= 8-10-11 mynstureiningar með 5 lykkjum), A.3b um hornið (og 2 næstu lykkjur), A.3a fram að næsta horni (= 23-26-29 mynstureiningar með 5 lykkjum), A.3b um hornið (og 2 næstu lykkjur), A.3a fram að næsta horni (= 8-10-11 mynstureiningar með 5 lykkjum), A.3b um hornið (og 2 næstu lykkjur) og A.3a út umferðina (= 12-13-15 mynstureiningar með 5 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT í síðustu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út þannig að það verða 4 horn með 156-174-186 stuðlum meðfram hvorri langhlið og 84-90-96 stuðlum meðfram hvorri skammhlið = alls 480-528-564 stuðlar í umferð + 4 horn – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA og jafnið lykkjufjöldann út eins og útskýrt er að neðan: S/M: Fækkið um 2 lykkjur meðfram hvorri langhlið og aukið út 1 lykkju meðfram hvorri skammhlið. L/XL: Aukið út um 1 lykkju meðfram hvorri langhlið og fækkið um 3 lykkjur meðfram hvorri skammhlið. XXL/XXXL: Fækkið um 2 lykkjur meðfram hvorri langhlið og fækkið um 2 lykkjur meðfram hvorri skammhlið. HEKLIÐ A.4 ÞANNIG: Færið nú byrjun á umferð um 3-1-0 lykkjur til vinstri til að mynstureiningarnar gangi jafnt upp, þ.e.a.s. heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af fyrstu 3-1-0 lykkjum og byrjið umferð með 3 loftlykkjur eins og áður – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-2. Heklið síðan A.4a fram að fyrsta horni (= 12-14-15 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.4b um hornið, A.4a fram að næsta horni (= 26-29-31 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.4b um hornið, A.4a út umferðina (= 14-15-16 mynstureiningar með 6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT í síðustu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út þannig að það verða 4 horn með 168-192-204 stuðlum meðfram hvorri langhlið og 96-108-108 stuðlum meðfram hvorri skammhlið – þ.e.a.s. aukið út um 0-6-6 lykkjur meðfram hvorri langhlið og 0-6-0 lykkjur meðfram hvorri skammhlið – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = alls 528-600-624 stuðlar í umferð + 4 horn. HEKLIÐ A.5 ÞANNIG: Færið nú byrjun á umferð til vinstri, heklið alveg eins og í byrjun á A.3 og A.4, það eiga að vera 78-90-90 lykkjur á undan fyrsta horni + byrjunarlykkja. Byrjið umferð með 3 loftlykkjum eins og áður, heklið A.5a yfir fyrstu 6 lykkjur, A.5b fram að horni (= 6-7-7 mynstureiningar með 12 lykkjum), A.5c um hornið, A.5b fram að næsta horni (= 8-9-9 mynstureiningar með 12 lykkjum), A.5c um horið, A.5b fram að næsta horni (= 14-16-17 mynstureiningar með 12 lykkjum, A.5c um hornið, A.5b fram að næsta horni (= 8-9-9 mynstureiningar með 12 lykkjum), A.5c um hornið, A.5b yfir næstu 84-96-108 lykkjur (= 7-8-9 mynstureiningar með 12 lykkjum) og endið með A.5d. Klippið þræðina frá og festið. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant í lokin í kringum hálsmál þannig: Byrjið í lykkjunni á öxl þar sem umferðina byrjaði áður, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 loftlykkju og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. TVINNUÐ SNÚRA MEÐ SKÚFUM: Klippið 2 þræði Bomull-Lin eða Paris ca 3,5 til 4 metra. Tvinnið þræðina saman þangað til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur. Þræðið tréperlu inn á snúruna í hvorn enda og hnýtið síðan hnút í hvorn enda þannig að perlan haldist stöðug. Byrjið mitt framan á poncho og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferð næst kanti í hálsi. Stillið e.t.v. lengdina á snúrunni. Klippið 24 þræði Bomull-Lin eða Paris ca 18 cm. Þræðið þá í gegnum annan endann á tvinnuðu snúrunni og skiptið þráðunum upp þannig að þeir liggi jafnir. Vefjið þræði utan um skúfinn og herðið að og hnýtið hnút. Endurtakið í hinum endanum á snúrunni. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #moontrailponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.