DROPS Baby / 33 / 30

Baby Talk by DROPS Design

Prjónaður galli án ermasauma og húfa fyrir börn með perluprjóni, garðaprjóni og hekluðum kanti. Settið er prjónað úr DROPS BabyMerino. Stærð á galla: 1 mán til 2 ára. Stærð á húfu: fyrriburar til 4 ára.

DROPS Design: Mynstur bm-102-by
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------

GALLI:

Stærð: 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2-3/4) ára
Stærð jafngildir ca hæð á barni í cm:
48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92-98/104)

Efni:
DROPS BABYMERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
200-250-250-300 (300-300) g litur 37, ljós lavender
50-100-100-100 (100-100) g litur 23, ljós beige

PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 48 umferðir á hæð með perluprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS HEKLUNÁL NR 2,5: fyrir kanta og snúru.

----------------------------------------------------------

HÚFA:

STÆRÐ: (<0) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Höfuðmál:
(28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm

EFNI:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir Garnflokki A)
(50) 50-50-50-50 (50-50) g litur 37, ljós lavender

PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 48 umferðir á hæð með perluprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Ull
frá 524.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4192kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring – á við um húfu):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

PERLUPRJÓN:
UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur.
Endurtakið umferð 2.

ÚTAUKNING (á við um galla):
Aukið er út innan við 1 kantlykkju. Öll útaukning er gerð frá réttu.
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt.

ÚRTAKA (á við um galla):
Lykkjum er fækkað innan við 1 kantlykkju. Öll úrtaka er gerð frá réttu.
Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.
Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR – GALLI:

-------------------------------------------------------

GALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað neðan frá og upp. Fyrstu eru prjónaðar 2 skálmar, síðan eru skálmarnar prjónaðar saman og prjónað er áfram fram og til baka upp að ermi. Síðan eru fitjaðar upp lykkjur fyrir ermi í hvorri hlið á stykki, framstykki og bakstykki er síðan prjónað til loka hvort fyrir sig. Axla- og ermasaumar eru saumaðir og heklaður er kantur í kringum opið á gallanum í lokin. Allur gallinn er prjónaður í perluprjóni.

SKÁLM:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjur.
Fitjið upp 46-50-54-58 (66-70) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 3 með ljós lavender. Prjónið PERLUPRJÓN yfir allar lykkjurnar – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin á stykki innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 3.-4.-5.-5. (8.-8.) hverri umferð alls 11-11-12-14 (13-16) sinnum = 68-72-78-86 (92-102) lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-18-21-24 (29-34) cm fellið af 5 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir klofi (þ.e.a.s. fellið af lykkjur hvoru megin á stykki) = 58-62-68-76 (82-92) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið aðra skálm alveg eins.

GALLI:
Setjið báðar skálmarnar á sama hringprjón 3 með affellingarkant að hvorum öðrum = 116-124-136-152 (164-184) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Prjónið 6 umferðir perluprjón, fram og til baka, með byrjun við miðju að framan.
Prjónið síðan þannig: Fitjið upp 3 nýjar kantlykkjur að framan í lok 2 næstu umferða (fyrir kant) = 122-130-142-158 (170-190) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 32-34-37-41 (44-49) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þær merkja framstykki og bakstykki.
Nú eru auknar út lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. á hvorri hlið á stykki) þannig að framstykkin komi yfir hvert annað: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju að framan á hvorri hlið á stykki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið síðan út í 4. hverri umferð 3-2-0-3 (2-13) sinnum til viðbótar, síðan í 6. hverri umferð 8-11-16-17 (21-15) sinnum (= alls 12-14-17-21 (24-29) lykkjur fleiri á hvorri hlið á stykki) = 44-48-54-62 (68-78) lykkjur á hvoru framstykki = 146-158-176-200-218-248 lykkjur alls.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM OG LYKKJUM ER FÆKKAÐ AÐ FRAMAN FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN JAFNFRAMT ÞVÍ SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI.
FÆKKIÐ LYKKJUM VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN FYRIR HÁLSMÁLI ÞANNIG:
Prjónið yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 17-20-25-28 (32-34) cm frá prjónamerki. Fækkið síðan um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju að framan fyrir hálsmáli á hvorri hlið á stykki (= 2 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 20-24-27-31 (35-41) sinnum til viðbótar, síðan í 4. hverri umferð 2 sinnum (= alls 23-27-30-34 (38-44) lykkjur færri á hvorri hlið á stykki).
HÉÐAN SKIPTIST STYKKIÐ OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG:
HÆGRA FRAMSTYKKI:
Þegar stykkið mælist 21-26-30-35 (40-43) cm frá prjónamerki, skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur að fyrra prjónamerki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á band. Fitjið nú upp lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar frá réttu þannig (ATH: Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í byrjun á umferð eins og áður): Fitjið upp 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls 4-4-5-6 (7-8) sinnum, síðan 17-17-16-16 (18-20) lykkjur alls 1 sinni (= alls 33-41-46-52 (60-68) lykkjur fitjaðar upp fyrir ermi).
Þegar allar lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp og úrtökur hafa verið gerðar eru 54-62-70-80 (90-102) lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 45-53-62-70 (81-90) cm alls, mælt frá skálm að öxl. Fellið af.

VINSTRA FRAMSTYKKI:
Prjónið yfir síðustu lykkjurnar sem settar voru á band, fram að prjónamerki.
Prjónið eins og hægra framstykki, nema gagnstætt – þ.e.a.s. fitjið upp lykkjur fyrir ermi í lok umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar eins og áður fyrir hálsmáli.

BAKSTYKKI:
= 58-62-68-76 (82-92) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar á hvorri hlið fyrir ermar þannig: Fitjið upp 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls 4-4-5-6 (7-8) sinnum, síðan 17-17-16-16 (18-20) lykkjur alls 1 sinni (= alls 33-41-46-52 (60-68) lykkjur fitjaðar upp fyrri ermi á hvorri hlið á stykki) = 124-144-160-180 (202-228) lykkjur.
Þegar stykkið mælist alls 44-52-61-69 (80-89) cm fellið af miðju 16-20-20-20 (22-24) lykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig (= 54-62-70-80 (90-102) lykkjur eftir á öxl). Prjónið þar til stykkið mælist alls 45-53-62-70 (81-90) cm, mælt frá skálm að öxl, stillið af við framstykkin. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið sauma ofan á ermi/axlasauma með lykkjuspori frá réttu.
Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana.
Saumið skálmar saman innan við 1 kantlykkju og saumið 5 lykkjur sem felldar voru af á milli skálma saman. Saumið klauf upp þar sem fitjaðar voru upp 3 nýjar lykkjur á hvorri hlið fyrir kantlykkjur að framan og saumið þær 3 kantlykkjur að framan á hvorri hlið á stykki á gallanum.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið með heklunál 2,5 með ljós beige í kringum allt opið við miðju framan á gallanum þannig:
UMFERÐ 1 (= frá röngu): Byrjið við miðju að framan neðst niðri á vinstra framstykki, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju þar sem fitjaðar voru upp 3 kantlykkjur að framan, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að kanturinn verði ekki stífur), haldið áfram að hekla kantinn í kringum gallann fram að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði á vinstra framstykki, heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í hornið, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju, heklið síðan 1 fastalykkju aftur í hornið á framstykki, heklið síðan í hring að næsta horni (þ.e.a.s. á hægra framstykki), heklið snúru, haldið áfram eins og áður í kringum afganginn af gallanum niður þar sem fitjaðar voru upp 3 kantlykkjur að framan, stillið af að endað sé með 1 fastalykkju.
UMFERÐ 2 (= frá réttu): Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að heklað sé yfir snúru þannig að snúran liggi undir kanti, þ.e.a.s. ekki hekla í lykkju í snúru), endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá fyrri umferð. Klippið frá og festið enda.

Heklið með heklunál 2,5 með ljós beige neðst í kringum báðar skálmar þannig:
UMFERÐ 1: Byrjið við saum. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, prjónið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð.
UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkjur í byrjun á umferð.

Heklið með heklunál 2,5 með ljós beige neðst í kringum báðar ermar þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju neðst niðri á ermi, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að kanturinn verði ekki stífur) og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð.
UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð.
Heklið síðan 1 snúru alveg eins og í horni á hægra og vinstra framstykki, að utan verðu á vinstra framstykki, undir ermi (þ.e.a.s. í hlið) og á innan verðu á hægra framstykki – passið uppá að bandið komi í sömu hæð og horn á framstykki.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR - HÚFA:

-------------------------------------------------------

HÚFA:

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið laust upp (68) 80-92-96-104 (112-116) lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með ljós lavender.
Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í (2) 2-3-3-3 (4-4) cm.
Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT því sem fækkað er um 8 lykkjur jafnt yfir = (60) 72-84-88-96 (104-108) lykkjur.
Prjónið síðan PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist (9) 10-11-11-13 (13-14) cm – prjónið stykkið í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð, fækkið um (6) 8-7-8-8 (8-9) lykkjur jafnt yfir. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð með sléttum lykkjum), (5) 5-5-5-5 (6-6) sinnum til viðbótar (= alls (6) 6-6-6-6 (7-7) úrtöku umferðir) = (24) 24-42-40-48 (48-45) lykkjur.
Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar slétt saman 2 og 2. Prjónið 1 umferð brugðið og endurtakið úrtöku í næstu umferð í 6/9, 12/18 mán og (2 - 3/4) ára (ekki er fleiri lykkjum fækkað í hinum stærðunum) = (12) 12-11-10-12 (12-12) lykkjur.
Þræðið tvöfaldan þráð í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 25.03.2019
Leiðrétting: GALLI:.. Prjónið 6 umferðir perluprjón, fram og til baka, með byrjun mitt að framan.
Yfirfarið á vefsvæði: 15.05.2019
Leiðrétting: það þarf einungis (50) 50-50-50-50 (50-50) g litur 37, ljós lavender í húfu
Yfirfarið á vefsvæði: 15.08.2019
Efnismagni fyrir stærð 0/1 og 3/4 hefur verið bætt við

Mynstur

= prjónstefna

Pol 23.09.2019 - 01:01:

Je ne comprends pas les explications pour le rang 2 de la bordure. Pourriez-vous m'aider?

DROPS Design 23.09.2019 kl. 09:58:

Bonjour Mme Pol, cette vidéo montre comment réaliser ces grands picots, attention à bien crocheter le même nombre de mailles en l'air (4 dans le modèle; 3 dans la vidéo) et à sauter le nombre de mailles indiqué entre chaque picot. Bon crochet!

Olga 13.09.2019 - 18:28:

Aunque veo que se han corregido los materiales sigo sin entender: hay 4 tallas + los paréntesis y en materiales hay 3 cantidades + los paréntesis.

DROPS Design 15.09.2019 kl. 21:14:

Hola Olga. Ha sido un fallo al publicar el patrón. Ya están los materiales actualizados. Disculpe las molestias.

Alice De Roo 11.09.2019 - 12:38:

Hallo, Heb na de twee de pijpjes gebreid te hebben, alle steken op de rondbreinaald gezet. Hierna moet ik elke 6e naald 1 st meerderen aan elke kant. In de maat die ik brei, 16 keer. Als dit aanhoudt zijn deze meerderingen ongeveer 25 cm in lengte. Als ik de tekening bekijk is de overlap in verhouding korter dan de pijpjes die een hoogte hebben van 21 cm. Klopt dit wel??

Margith Sofie Jakobsen 26.08.2019 - 16:31:

Jeg har strikket dragten færdig og skal sy sammen øverst ved ben og slids. Kan I forklarer det bedre end i opskriften. Da jeg ikke forstår hvordan det skal gøres??? VH Margith

Marlene Vogel 23.08.2019 - 17:32:

Hilfe....ich komme durch einander beim Einteiler letzte Satz in jeder 6 Reihe uns so weiter. Heisst das 16 Maschen x 17 mal zunehmen. Ich stricke den 3 Grosse und habe jetzt noch mehr Maschen und haben nur zweimal zugenommen. Bitte baldige Erklärung. Danke

DROPS Design 26.08.2019 kl. 08:21:

Siehe Antwort unten :)

Marlene Vogel 23.08.2019 - 17:23:

Bitte der Einteiler Absatz am ende bringt mir ganz durcheinander......in jeder 6 Reihe 8-11-16-17(21-15) X insgesamt 12-14-17-21(24-29)Maschen zugenommen beidseitig =44-48-54-62(68-78)ich habe jetzt schon mehr als 176 da ich das dritte grosse nehem. Heisst das 17x16 maschen zunehemen. Hilfe ich weiss nicht weiter, Danke für die schnelle Hilfe

DROPS Design 26.08.2019 kl. 08:21:

Liebe Frau Vogel, in der 3. Größe haben Sie 142 M am Anfang, dann nehmen Sie 1 M auf beiden Seite zu (= 2 M bei jeder Zunahmen Reihe) 1 Mal dann 16 Mal in jeder 6. Reihe = 34 M werden zugenommen = 142+34= 176 Maschen. Viel Spaß beim stricken!

Franci 04.08.2019 - 21:18:

Wie genau sollen die Beinteile auf eine Rundnadel genommen werden und dann 6 Reihen über eine Lücke von 10 abgeketten Maschen gestrickt werden? Überlappen sich die abgeketten Maschen? Liebe Grüße

DROPS Design 07.08.2019 kl. 10:20:

Liebe Franci, stricken Sie die Maschen vom 1. Bein, dann stricken Sie die Maschen vom 2. Bein = 116-184 M (siehe Größe), dann stricken Sie 6 Reihen über diese Maschen. Am Anfang der Arbeit haben Sie jetzt die 5 abgekettetene Maschen und zwischen Beinen sind es insgesamt 10 abgekettenen Maschen. Diese 10 Maschen werden dann später mit den je 5 M zusammengenäht. siehe unter FERTIGSTELLEN. Viel Spaß beim stricken!

Denise 03.07.2019 - 12:34:

Ich verstehe die Anleitung bei Punkt 1 Bein nicht ganz und es schaut jetzt nach den Runden richtig komisch aus: "je 5 Maschen am Anfang der nächsten zwei Reihen, beidseitig für den Schritt abketten". Ich hab jetzt weitergestrickt nach Anleitung und es entsteht dort eine "Lücke", bevor dann wieder für die Vorderteile Maschen aufgenommen werden. Wie soll das dort im Schritt vernäht werden? ich schicke euch gerne ein Foto von meiner Arbeit .

DROPS Design 03.07.2019 kl. 13:31:

Liebe Denise, Sie müssen 5 M am Anfang der nächsten Hinreihe und dann 5 M am Anfang der nächsten Rückreihe abketten (= 5 M auf beiden Seiten), dann werden diese 5 Maschen zusammen genäht - siehe unter FERTIGSTELLEN. Viel Spaß beim stricken!

Guðrún 11.06.2019 - 14:28:

Gallinn er gefinn upp í 6 stærðum en garnmagn eingöngu fyrir 4

DROPS Design 02.07.2019 kl. 12:12:

Búið er að gera athugasemd við þetta og mynstrið verður leiðrétt. Takkið fyrir

Birgit Andrén 06.06.2019 - 20:12:

Hur får jag mossstickningen att stämma när jag stickar ihop benen? Vad är mitt fram?

DROPS Design 07.06.2019 kl. 08:00:

Hei Birigit. Begge bena er identiske. Du la opp partall antall masker, og den første perlestrikkede masken på omagngen strikket du rett. dvs at den siste masken på omgangen var vrang. Du har økt like mange masker i hver side, slik at du alltid har motsatte masker på starten og slutten av omgangen. Det felles av 5 masker i hver side (de ytterste maskene forblir motsatt på starten og slutten av omgangen). Så settes de 2 bena sammen, med de avfelte kantene mot hverandre. dvs: slutten av omgangen på det ene benet strikkes sammen med begynnelsen av omgangen på det andre benet. Siden slutten og begynnelsen møter hverandre vil perlestrikken gå opp i overgangene. God fornøyelse

Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-30

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.