Genevieve Cabrol skrifaði:
Dans le demi devant gauche "Tricoter 2 rangs comme avant sans augmenter " Ces deux rangs ne sont pas mentionnés sur l'autre demi devant => Décalage
25.11.2024 - 11:18Genevieve Cabrol skrifaði:
Dans le demi devant gauche "Tricoter 2 rangs comme avant sans augmenter " Ces deux rangs ne sont pas mentionnés sur l'autre demi devant => Décalage
25.11.2024 - 11:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cabrol, lorsque vous tricotez le devant gauche, vous tricotez 2 fois les rangs 1 et 2 au total, puis vous tricotez encore 2 rangs de la même façon mais sans augmenter sur l'endroit = vous n'avez pas de décalage mais vous avez tricoté 6 rangs au total. Bon tricot!
25.11.2024 - 14:58Genevieve Cabrol skrifaði:
Dans la partie AUGMENTATIONS POUR LES EMMANCHURES: RANG 1 (= sur l'endroit): Voir AUGMENTATIONS, tricoter 1 maille endroit et augmenter 1 maille inclinée à gauche, il me semble qu'il y a une erreur . C'est 3 mailles qu'il faut tricoter avant l'augmentation
25.11.2024 - 11:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cabrol, merci pour votre retour, correction faite. Bonne continuation!
25.11.2024 - 14:57Andrea skrifaði:
Hallo, in der Anleitung steht für Größe S beim Rückenteil 12 cm bis zu den Zunahmen für die Armausschnitte, beim Vorderteil aber 22 cm. Ist die Differenz von 10 cm richtig? Wenn nein, welches Maß stimmt? LG Andrea
18.11.2024 - 13:36DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, so stimmt es, die Schulterlinie wird etwas im Rücken sein - so haben Sie auch (10+22= 32/2 = 16 cm Armloch, wie in der Skizze). Siehe auch unter Tab Videos/Letkion wie man so einen Pullover mit europäsichen Schultern strickt. Viel Spaß beim Stricken!
18.11.2024 - 16:18Mona Robinson Webjørnsen skrifaði:
Genser Cable Heart: Har et spørsmål når jeg skal begynne på mønster A1. De 12 første m fra retten,strikkes mønster,resten av pinnen strikkes rett. Hvordan strikker jeg fra vrangsiden?
01.11.2024 - 17:22DROPS Design svaraði:
Hei Mona. Oppskriften er oversendt til design avd. slik at de kan dobbeltsjekke og evnt komme med en rettelse. Flettene bør / skal stikkes fra retten. mvh DROPS Design
04.11.2024 - 14:14Elisabeth Levin skrifaði:
Hej!\r\nStämmer flätmönstret? Om jag börjar på A1a från rätsidan så blir fjärde varvet från avigsidan. Då borde inte man sticka maskorna med flätstickan räta. För då blir det avigt i flätans första varv. Eller tänker jag fel?\r\n/Elisabeth
31.10.2024 - 21:01Ela skrifaði:
Dzień dobry Dlaczego w tym wzorze przy tym połączeniu włóczek użyte są druty nr 5,5? A w zakładce połączenia włóczek przy tych włóczkach zalecacie nr 7. Pozdrawiam
25.10.2024 - 22:32DROPS Design svaraði:
Witaj Elu, projektant mógł zaprojektować ten sweter na cieńszych drutach, ponieważ mogło mu zależeć na innym efekcie, sweter będzie bardziej zbity. Pamiętaj, że podany rozmiar drutów jest orientacyjny. Ważne, abyś otrzymała próbkę jaka jest we wzorze. Pozdrawiamy!
28.10.2024 - 09:06Soile skrifaði:
Hei, onko virhe olkapään neuleohjeessa? Langankierrot/lisäykset siirtävät erikohtaan palmikon? Kiitos vastauksesta.
24.10.2024 - 22:01DROPS Design svaraði:
Hei, palmikoiden kohdalla ei tehdä lisäyksiä. Mallineule jatkuu kuten aiemmin vaikka työhön luodaan uusia silmukoita pääntietä varten. Lisätyt silmukat neulotaan sileänä neuleena.
25.10.2024 - 17:53Andrews skrifaði:
Est il possible de tricoter ce modèle avec 2 Aiguilles et non avec une aiguille circulaire ? Et comment avoir le modèle ?
15.10.2024 - 07:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Andrews, vous trouverez sous les onglets Vidéos et Leçons comment ce pull se commence, pour les parties tricotées en rond, cette leçon pourra vous aider à faire les ajustements nécessaires (pensez par ex à ne pas faire la couture des côtés avant de relever les mailles des manches pour pouvoir les tricoter plus facilement. Bon tricot!
15.10.2024 - 10:30
Cable Heart |
|||||||||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og köðlum. Stærð S-XXXL.
DROPS 255-15 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. I-CORD AFFELLING: Í lok umferðar og eftir að síðasta lykkjan í umferð hefur verið prjónuð: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu. Lyftir þessum 3 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 28-28-28-30-30-30 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt, endið með að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið brugðið, endið með að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 11-12-13-14-15-17 sinnum (= 22-24-26-28-30-34 prjónaðar umferðir), eftir síðustu útaukningu eru = 72-76-80-86-90-98 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan í sléttprjóni þar til stykkið mælist 12-13-13-13-13-14 cm mælt frá merki yst meðfram handveg. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-3-4-4-4 sinnum = 76-80-86-94-98-106 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm, mælt frá merki yst meðfram handveg, endið með eina umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja lykkju innan við ystu lykkju = 22-24-26-28-30-34 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 14-16-18-20-22-26 lykkjur brugðið, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, endið með 1 lykkju slétt = 26-28-30-32-34-38 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1a yfir fyrstu 12 lykkjur, prjónið sléttprjón út umferðina. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og A.1a. Þegar stykkið mælist 8-8-9-10-11-12 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið út umferðina eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið út umferðina eins og áður, endið með að gera 2 nýjar lykkjur í lok umferðar – síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2 sinnum (= 4 prjónaðar umferðir) = 30-32-34-36-38-42 lykkjur. Prjónið 2 umferðir eins og áður án útaukninga (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og athugið vel hvaða umferð var síðasta prjónaða umferðin í A.1. Nú er hægra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 22-24-26-28-30-34 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, endið með 14-16-18-20-22-26 lykkjur brugðið = 26-28-30-32-34-38 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 14-16-18-20-22-26 lykkjur, prjónið A.2a út umferðina. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og A.2a. Þegar stykkið mælist 8-8-9-10-11-12 cm og það eru eftir 4 umferðir þar til mynstrið passar við vinstra framstykki, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið út umferðina eins og áður, endið með að gera 2 nýjar lykkjur í lok umferðar – síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið út umferðina eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2 sinnum (= 4 prjónaðar umferðir) = 30-32-34-36-38-42 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Síðan eru framstykkin sett saman eins og útskýrt er að neðan – það er mikilvægt að mynstrið sé prjónað jafn langt á báðum framstykkjum þannig að snúningu í kaðli haldi áfram samhverft niður á fram- og bakstykki. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 30-32-34-36-38-42 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 24-24-24-26-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 30-32-34-36-38-42 lykkjur frá vinstra framstykki = 84-88-92-98-102-110 lykkjur í umferð. Mynstrið frá framstykki, þ.e.a.s. A.1a og A.2a heldur núna áfram yfir A.1b og A.2b þannig að snúningu í kaðli sé alltaf í 4. hverri umferð. Næsta umferð er prjónuð frá röngu: Prjónið 14-16-18-20-22-26 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1b yfir næstu 17 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar, prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið frá *-* 7 sinnum, prjónið 3-3-3-4-4-4 lykkjur slétt, prjónið frá *-* 2 sinnum, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.2b yfir næstu 17 lykkjur, prjónið sléttprjón út umferðina = 95-99-103-109-113-121 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Nú er prjónað sléttprjón og mynstur. Öll mynsturteikningin er prjónuð þannig að það komi snúningur í litlu köðlunum í sömu umferð (þ.e.a.s. í 4. hverri umferð) – til að koma í veg fyrir að hálsmálið dragist saman þá er ekki snúningur í köðlum í fyrstu 3 umferðum sem prjónaðar er í A.3. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 14-16-18-20-22-26 lykkjur sléttprjón, A.2b, A.3, A.1b, prjónið sléttprjón út umferðina. Prjónið sléttprjón og mynstur fram og til baka svona þar til stykkið mælist 22-23-23-23-25-26 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og mynstur frá röngu eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-3-4-4-4 sinnum = 99-103-109-117-121-129 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, endið með umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 99-103-109-117-121-129 lykkjur frá framstykki eins og áður, fitjið upp 2-4-6-4-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 76-80-86-94-98-106 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-4-6-4-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) = 179-191-207-221-235-251 lykkjur í umferð. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni og mynstur eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist ca 33-34-35-35-36-37 cm frá handveg – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð annað hvort frá 3. eða 11. umferð í A.3. Prjónið 1 umferð með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, JAFNFRAMT sem yfir einingu með köðlum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman yfir allar sléttar lykkjur (= 23 lykkjur færri) = 156-168-184-198-212-228 lykkjur. Lesið I-CORD AFFELLING og fellið af með i-cord. Framstykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm mælt frá uppfitjunarkanti, framstykkið er ca 2 cm lengra en loka mál þar sem uppfitjunarkanturinn er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist 56-58-60-62-64-66 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við á hringprjón 5,5. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5 til 6 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 5,5 og byrjið í mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi - prjónið upp 60-64-68-70-76-80 lykkjur – stillið af að prjónaðar sé upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin pass betur og fái fallegra form – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 6-7-6-7-6-5 lykkjur fram hjá lykkju með merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 6-7-6-7-6-5 lykkjur fram hjá lykkju með merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 6-7-6-7-6-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 6-7-6-7-6-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 þar til snúið hefur verið við alls 6-6-8-8-10-12 sinnum (= 3-3-4-4-5-6 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin sé frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með að snúa stykkinu, prjónið síðan frá réttu að byrjun umferðar (miðja undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, það á að nota hann þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT sem lykkjum er fækkað undir ermi, lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 1-2-3-2-4-4 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 4-3½-3½-3-2½-2 cm alls 9-9-9-11-11-13 sinnum = 40-42-44-44-46-46 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 48-47-47-46-46-44 cm frá miðju ofan á öxl. Fellið af með i-cord. Ermin mælist ca 49-48-48-47-47-45 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu við annan kantinn þar sem lykkjur voru prjónaðar upp og prjónið upp ca 74-74-76-80-82-84 lykkjur innan við 1 lykkju, prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er e.t.v. jafnaður út – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið sléttprjón hringinn í 6 cm. Prjónið 2 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið 4 umferðir slétt. Fellið af með sléttum lykkjum JAFNFRAMT sem slegið er 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverri lykkju – uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.