×
December Carnival by DROPS Design
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 245-5
DROPS Design: Mynstur u-962
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------
STÆRÐ:
XS - S - M - L - XL - XXL
GARN:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150-150-150-200-200-200 g litur 50, sægrænn
50-50-50-50-100-100 g litur 80, bleikur
50-50-50-50-100-100 g litur 84, eyðimerkurrós
50-50-50-50-100-100 g litur 55, ljós brúnn
50-50-50-50-50-50 g litur 04, súkkulaðibrúnn
50-50-50-50-50-50 g litur 11, appelsína
50-50-50-50-50-50 g litur 21, milligrár
50-50-50-50-50-50 g litur 37, dökk blágrænn
50-50-50-50-50-50 litur 39, dökk antikbleikur
50-50-50-50-50-50 g litur 45, ljós ólífa
50-50-50-50-50-50 g litur 48, vínrauður
50-50-50-50-50-50 g litur 52, sinnepsgulur
50-50-50-50-50-50 g litur 69, ljós grágrænn
50-50-50-50-50-50 g litur 73, bensín
50-50-50-50-50-50 g litur 76, dökk fjólublár
50-50-50-50-50-50 g litur 82, rauðbrúnn
PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 80 cm.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm og 80 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
Hægt er að nota MAGIC LOOP aðferðina – þá þarf einungis hringprjón 80 cm í hverju prjónanúmeri.
PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni og norrænu mynstri= 10 x 10 cm.
ATH: Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.
-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.
LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.
ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum):
Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 96-100-104-108-112-116 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Karisma í litnum sægrænn. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 umferð slétt.
Síðan er prjónað stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. (Stroffið er síðan brotið saman tvöfalt og þá verðu kantur í hálsmáli ca 5 cm).
Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-28-32-36-36-36 lykkjur jafnt yfir = 120-128-136-144-148-152 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt.
Setjið 1 prjónamerki í umferð – mitt aftan á peysu, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki.
BERUSTYKKI:
Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn (30-32-34-36-37-38 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan:
Ör-1: Aukið út 44-44-44-52-52-56 lykkjur jafnt yfir = 164-172-180-196-200-208 lykkjur.
Ör-2: Aukið út 40-40-44-48-52-52 lykkjur jafnt yfir = 204-212-224-244-252-260 lykkjur.
Ör-3: Aukið út 336-36-40-44-48-48 lykkjur jafnt yfir = 240-248-264-288-300-308 lykkjur.
Ör-4: Aukið út 0-8-8-16-20-28 lykkjur jafnt yfir = 240-256-272-304-320-336 lykkjur.
Ör-5: Aukið út 24-28-28-24-28-32 lykkjur jafnt yfir = 264-284-300-328-348-368 lykkjur.
Ör-6: Aukið út 16-16-20-20-20-24 lykkjur jafnt yfir = 280-300-320-348-368-392 lykkjur.
Ör-7: Aukið út 12-12-12-16-16-20 lykkjur jafnt yfir = 292-312-332-364-384-412 lykkjur
Ör-8: Aukið út 8-12-8-12-12-16 lykkjur jafnt yfir = 300-324-340-376-396-428 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan, JAFNFRAMT er prjónað mynstur. Þegar A.1 er lokið, prjónið A.2.
Skiptið berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig:
Prjónið 45-49-51-56-61-67 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 90-98-102-112-122-134 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-51-56-61-67 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt!
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 196-212-228-248-276-300 lykkjur.
Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur undir ermi í annarri hlið á stykki. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið A.2 eins og áður (passið uppá að byrja í réttri umferð miðað við hvar berustykkið endaði). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er A.3 prjónað þar til stykkið mælist 27 cm frá skiptingu (það eru eftir ca 4 cm að loka máli) – endið umferð eftir heila rönd. Ef réttu máli hefur ekki verið náð, er hægt að endurtaka A.X að óskaðri lengd.
Skiptið yfir á hringprjón 3 og litinn sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-40-44-52-56-60 lykkjur jafnt yfir = 236-252-272-300-332-360 lykkjur.
Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður.
ERMI:
Setjið 60-64-68-76-76-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-12-12-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur.
Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur undir ermi og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónað er í hring, byrjið umferð við merkiþráðinn. Haldið áfram með A.2 (passið uppá að byrja í réttri umferð miðað við hvar berustykkið endaði).
Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram!
Eftir A.2 er A.4 prjónað að loka máli. JAFNFRAMT þegar ermin mælist ca 4-4-4-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA.
Fækkið lykkjum svona með 3-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 12-12-16-18-20-20 sinnum = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 40-39-37-36-34-33 cm, en stillið af að endað sé eftir heila rönd (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli).
Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-60-60-64 lykkjur. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-41-40-38-37 cm frá skiptingu.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur.
Mynstur
|
= bleikur |
|
= eyðimerkurrós |
|
= appelsína |
|
= sægrænn |
|
= dökk fjólublár |
|
= dökk antikbleikur |
|
= ljós brúnn |
|
= ljós ólífa |
|
= sinnepsgulur |
|
= ljós grágrænn |
|
= súkkulaðibrúnn |
|
= milligrár |
|
= vínrauður |
|
= dökk blágrænn |
|
= bensín |
|
= rauðbrúnn |
|
= útauknings umferð |
|
= örin á við um ermi. Þegar prjónað hefur verið til og með umferð merkt með ör á að prjóna eftir mynsturteikningu A.4 að loka máli |


Hello. After the 8th increase, the smallest size should have 300 stitches. But at the start of the ribbing at the bottom of the body, the pattern states 'Knit 1 round and increase 40 stitches evenly spaced = 236 stitches.' Should this read increase 40 to 340 stitches, please? P.S. This has been a good yarn stash buster jumper for me!
27.11.2023 - 12:15DROPS Design answered:
Dear Helen, after you have increased to 300 sts on the yoke, you will divide piece for body and sleeves so that there are 196 sts for body (including 8 sts cast on under each sleeve), then before ribbing edge at the bottom you increase 40 sts evenly (to avoid ribbing to tighten piece) = 196+40= 236 sts. Happy knitting!
27.11.2023 - 15:52Spændende bluse er vild mef den Hvor meget garn i væg er der brugt, mere fordi jeg vil bruge mine rester samt købe noget nyt
09.11.2023 - 14:02DROPS Design answered:
Hej Hanne, det har vi desværre ingen oversigt over, men prøv at finde en anden bluse i DROPS Karisma i den størrelse du er ude efter - du finder målene i måleskitsen nederst i alle opskrifter - så kan du bedre sammenligne :)
10.11.2023 - 15:13Waarom verschilt de kleur op de foto met de benodigde kleur wol. Op de foto is de kraag blauw en de kleur wol zeegroen?
20.10.2023 - 15:35DROPS Design answered:
Dag Karien,
De kleuren die je op het beeldscherm ziet kunnen altijd afwijken van de werkelijke kleuren omdat de licht per keer anders invalt en vooral bij dit soort 'moeilijke' (voor de een is het groen, de ander zegt blauw), dus bekijk altijd de daadwerkelijke kleuren van de bollen bij daglicht.
21.10.2023 - 10:32Waarom zijn de kleuren anders op de foto dan de beschreven benodigde wol. Bv. Op de foto is de kraag meer blauw en ik moet zeegroen gebruiken volgens de beschrijving.
20.10.2023 - 15:33Mardi Gras
07.08.2023 - 06:33Rigtig fin trøje, hvor man kan få brugt alle resterne
06.08.2023 - 10:55Kulør på tilværelsen
05.08.2023 - 19:24It can be " Happy stripes"
04.08.2023 - 19:17Norwegian woods
04.08.2023 - 08:20Song of colours
03.08.2023 - 23:03