Annie Holm Jørgensen skrifaði:
Er Garnet Uld eller ???? vh. Annie holm Jørgensen
10.07.2025 - 18:58DROPS Design svaraði:
Hej Annie. DROPS Air består av 65% Alpaca, 28% Polyamid, 7% Uld. Mvh DROPS Design
11.07.2025 - 09:16
Pauline Hustings skrifaði:
What size would a 22/24 bust be please?
08.07.2025 - 17:23
Stine skrifaði:
Er det ikke rart at ermet skal måle 42 cm fra delingen i størrelse S?
04.07.2025 - 15:54
Monica skrifaði:
Kann es sein, dass bei der Grösse XL die Maschenzahl nicht stimmt? Siehe Passe nur 100 Maschen und Unterteilung für Ärmel, Vorder- und Hinterteil.
27.06.2025 - 19:56DROPS Design svaraði:
Liebe Monica, beachten Sie, daß die Markierungen werden je in einer Masche (und nicht zwischen Maschen) eingesetzt, so haben Sie: 17+1+14+1+34+1+14+1+17=100 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
30.06.2025 - 07:54
Anna Fagerström skrifaði:
Hej! Tänkte sticka denna tröja och undrar vad som händer om man stickar hela tröjan i patentstickning. Funkar det eller blir det krångligt?
22.06.2025 - 22:49DROPS Design svaraði:
Hej Anna, det bliver lettere for dig at vælge en tröja i patent i DROPS Air: Se här: raglan - patent - dam
24.06.2025 - 15:08
Moa skrifaði:
Jag har köpt Kid-Silk i färg 03 Krita och trodde den skulle vara kallt vit. När jag fick hem garnet upplever jag en tydlig rosa eller lavendelton. Jag jämförde med er färgkarta och tycker att färgen avviker från vad som visas på hemsidan.Min fråga är: ska färg 03 Krita ha en sådan (rosa) underton, eller kan det röra sig om ett avvikande färgbad (F4117328)?Jag planerar att kombinera den med DROPS Air i färg 03 - jag vill ha en kall ton, vilken Kid-silk färg rekommenderar ni?
16.06.2025 - 12:04
Suzy skrifaði:
Hallo Ik ben bezig met de pas, de raglan meerderingen zijn klaar. Ik moet nog 10cm breien om de pas af te hebben tot 27cm. Dan stopt dus de schuine rij van de raglan midden in de trui? Dat lijkt me er een beetje raar uit zien. Hoe doe ik dit? Ik brei XXL
10.06.2025 - 17:55DROPS Design svaraði:
Dag Suzy,
Je breit inderdaad door tot de gewenste lengte zonder te meerderen voor de raglan. Maar als je 26 keer gemeerderd hebt om de naald en je stekenverhouding klopt, dan zou je met 52 naalden al op ongeveer 26 cm moeten zitten.
11.06.2025 - 20:33
Maria Angeles Lopez De La Rosa skrifaði:
Como como podría yo ponerme en con alguien que me supiera explicar bien como poder hacer un jerseys de cuello alto con vueltas acortadas porque sé no sé en Madrid hay muchos talleres pero no me acaban de gustar porque no te lo explican bien y y bueno lo paso a faltar si me puede contestar muchas gracias
02.05.2025 - 14:29
Sasha skrifaði:
Bonjour, Merci pour le modèle ! J'ai bien effectué toutes les augmentations et j'ai maintenant 228 mailles mais elles se répartissent de la manière suivante : 32+1+48+1+64+1+48+1+32 (les 1 correspondent aux mailles où il y a un marqueur dedans ) Cependant, en suivant le modèle, il semble que ce soit plutôt 34-46- etc et donc ça décale un peu par rapport au raglan Est ce que c'est normal ? merci d'avance
28.04.2025 - 22:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Sasha, tout à fait, les mailles des raglans ainsi que la 1ère et la dernière mailles de chacune des manches va désormais appartenir au dos/devant pour avoir ainsi les bonnes dimensions/largeurs. Bon tricot!
29.04.2025 - 08:59
Chloé skrifaði:
Bonjour, Je viens de terminer les augmentations raglan de l'empiècement en taille L sauf que je n'ai pas 24cm de longueur. Est ce que je dois continuer en jersey jusqu'à 24 cm avant de séparer les manches ou je dois faire de nouvelles augmentations ?
22.04.2025 - 10:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Chloé, continuez à tricoter -mais sans augmenter si toutes les augmentations sont faites, jusqu'à ce que l'empiècement mesure 24 cm puis divisez l'ouvrage comme indiqué. Bon tricot!
22.04.2025 - 17:13
Foggy Autumn#foggyautumnsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-34 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig: Prjónið að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN lykkju með prjónamerki: Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið vinstri prjóni í lykkjuna og setjið til baka yfir á vinstri prjón (þ.e.a.s. uppslátturinn er snúinn), prjónið uppsláttinn slétt (þ.e.a.s. uppslátturinn verður snúinn frá lykkju með prjónamerki). Á EFTIR lykkju með prjónamerki: Prjónið uppsláttinn snúinn slétt (þ.e.a.s. uppslátturinn frá lykkju með prjónamerki). ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-81-87-90-93-96 lykkjur með DROPS Air yfir stuttan hringprjón 4 og hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjón 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 9 cm er það brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í sléttprjóni jafnframt sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 14-15-17-10-11-14 lykkjur jafnt yfir = 92-96-104-100-104-100 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið 15-16-18-17-18-19 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 30-32-36-34-36-39 lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 15-16-18-17-18-20 lykkjur í umferð (hálft bakstykki). Prjónið nú sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 17-19-20-24-26-27 sinnum = 228-248-264-292-312-326 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið 34-37-39-43-47-49 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 68-74-78-86-94-99 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og prjónið síðustu 34-37-39-43-47-50 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-176-192-212-222 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu, aukið út um 13-13-16-18-19-21 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 165-177-192-210-231-243 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-3-2-2-1½ cm millibili alls 7-8-10-13-14-14 sinnum = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar ermin mælist 34-33-31-31-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 5-6-7-7-5-6 lykkjur jafnt yfir = 45-48-51-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 8 cm. Ermin mælist ca 42-41-39-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foggyautumnsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.