| City Sweetheart#citysweetheartset | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  |  | |||||||||||||||||||||||||||||||||
| Prjónuð húfa, vettlingar og hálsskjól úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað með köðlum, klukkuprjóni og útaukningu fyrir axlarsæti.
							DROPS 214-29 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.6 og A.7. Hálssskjól: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.8 ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 11 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 2,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um vettling): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ÚTAUKNING-3: Aukið út hvoru megin við 21 lykkjur fyrir axlarsæti. Lykkjufjöldinn er alltaf 21 lykkja og lykkjur, lykkjur eru auknar út á framstykki og bakstykki. Aukið út 4 lykkjur í hverri umferð, aukið út 1 lykkju hvoru megin við hvert A.8 þannig: Á UNDAN A.8: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR A.8: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120 lykkjur á hringprjón 3 með Nord. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn í umferð í 15 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Snúið stykkinu þannig að réttan á stykki komi að innanverðu á húfunni og prjónað er síðan í gagnstæða átt (þannig að réttan á uppábroti snúi út þegar brotið er uppá húfuna þegar húfan hefur verið prjónuð til loka). Næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 11 lykkjurnar og aukið út 4 lykkjur jafnt yfir – sjá útaukning-1, prjónið A.2 (= 19 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 136 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: * A.3 (= 15 lykkjur), A.2 *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum. Haldið svona áfram hringinn með A.2 þar til stykkið mælist ca 26 cm, endið eftir heila mynstureiningu af A.3. Prjónið A.4 yfir A.3 og prjónið A.5 yfir A.2. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 32 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið 1 umferð þar sem allar lykkjur eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 16 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 34 cm (= 26 cm með 7 cm uppábroti neðst niðri). ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 42-46 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með Nord. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan mynstur A.6 umferðina hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið áfram mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 5-6 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð sem er eins og 1. umferð í A.6, prjónið A.7 yfir fyrstu lykkju í umferð, þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður. Þegar A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 54-58 lykkjur í umferð og 13 lykkjur fyrir þumalop (lykkjur frá A.7). Prjónið síðan án útaukningar þar til stykkið mælist 10-12 cm. Í næstu umferð eru 13 þumallykkjur á þráð, haldið áfram hringinn með mynstur eins og áður og fitjið jafnframt upp 1 nýja lykkju á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 42-46 lykkjur. Prjónið áfram þar til vettlingurinn mælist 22-25 cm (nú eru eftir ca 2 cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Næst umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir, prjónið síðustu lykkjuna í umferð og fyrstu lykkju í næstu umferð slétt saman = 21-23 lykkjur. Prjónið 2 umferðir slétt. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir, 1 lykkja slétt = 6-6 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 24-27 cm ofan frá og niður. ÞUMALL: Setjið til baka 13-13 þumallykkjur af þræði á sokkaprjón 3, prjónið að auki upp 2 lykkjur aftan við þumal = 15-15 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til sjálfur þumallinn mælist ca 5½-6½ cm (nú eru eftir ca ½ cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægri vettlingur. ------------------------------------------------------ HÁLSSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón þar til útaukning hefur verið gerð til loka. Fellið síðan lykkjur af fyrir öxl og framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 108-116-124 lykkjur á hringprjón 3,5 með Nord. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan mynstur þannig: * Prjónið A.8 (= 21 lykkjur), A.1 yfir næstu 32-36-40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Haldið svona áfram hringinn þar til stykkið mælist 8 cm, setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.8 – sjá ÚTAUKNING-3. Aukið svona út í hverri umferð alls 28-32-36 sinnum = 220-244-268 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka er næsta umferð prjónuð eins og næst síðasta umferð í A.1 þannig: Fellið af fyrstu 21 lykkjur fyrir öxl, prjónið næstu 89-101-113 lykkjur (= bakstykki), fellið af næstu 21 lykkjur fyrir öxl, prjónið síðustu 89-101-113 lykkjur (= framstykki). FRAMSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka með mynstri eins og áður, en ysta lykkjan í hvorri hlið er prjónuð í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 23-25-27 cm frá prjónamerki er fellt af með sléttum lykkjum yfir lykkjur í klukkuprjóni/sléttum lykkjum og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Klippið þráðinn frá og festið. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 
 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #citysweetheartset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.