Sabine Krohn skrifaði:
Hallo, ist es auch möglich, den mittleren Teil zu überspringen, und stattdessen einfach weiter feste Maschen zu häkeln? Muss ich da auf irgendwas achten? Ein Winterhut wäre so eine schöne Idee, nachdem ich schon einige Sommerhüte aus Baumwolle/Leinen/Bast gehäkelt habe. Danke und liebe Grüße Sabine
06.10.2021 - 16:50DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Krohn, wahrscheinlich können Sie weiter mit festen Maschen häkeln, bis die Arbeit 17-18 cm mist (= 15. bis 23. Runde im Muster), dann weiter mit der Krempe anfangen. Viel Spaß beim häkeln!
07.10.2021 - 07:51
Quercus Cloche#quercusclochehat |
|
![]() |
![]() |
Heklaður hattur úr DROPS Nepal. Stykkið er heklað ofan frá og niður með fastalykkjum og stuðlakrókum.
DROPS 214-24 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju. Hver umferð endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð. Í byrjun á hverri umferð með hálfum stuðum og tvíbrugðnum stuðlum, skiptið út fyrsta hálfa stuðli með 2 loftlykkjum. Hver umferð endar með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í umferð. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju. KRABBAHEKL: Heklið fastalykkjur, en lykkjurnar eru heklaðar aftur á bak í umferð þ.e.a.s. í öfugri átt frá vinstri til hægri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HATTUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hatturinn er heklaður í hring ofan frá og niður. HATTUR: Heklið 4. loftlykkjur með heklunál 4,5 með Nepal og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 1: Sjá HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn. UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 fastalykkjur. UMFERÐ 3: * 1 fastalykkja í fyrstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju * heklið *-* umferðina hringinn = 18 fastalykkjur. UMFERÐ 4: * 1 fastalykkja í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju * heklið *-* umferðina hringinn = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 5: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 3 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 30 fastalykkjur. UMFERÐ 6: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 4 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 36 fastalykkjur. UMFERÐ 7: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 5 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 42 fastalykkjur. UMFERÐ 8: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 6 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 48 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 9: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 7 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 54 fastalykkjur. UMFERÐ 10: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 8 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 60 fastalykkjur. UMFERÐ 11: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 9 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 66 fastalykkjur. UMFERÐ 12: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 10 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 72 fastalykkjur. UMFERÐ 13: * 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 11 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið *-* umferðina hringinn = 78 fastalykkjur. UMFERÐ 14: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og aukið út 6-10 fastalykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 84-88 fastalykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju umferðina hringinn þar til stykkið mælist 10-11 cm ofan frá. Nú eru eftir ca 7 cm að byrjun á barði. UMFERÐ 15: Heklið 1 hálfan stuðul í hverja fastalykkju umferðina hringinn. UMFERÐ 16: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í fyrsta hálfa stuðul, hoppið yfir 2 næstu hálfa stuðla frá fyrri umferð, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næsta hálfa stuðul (heklið frá réttu á stykki). Heklið áfram með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðna stuðli) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum, * heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama hálfa stuðul eins og heklað var um fyrri tvíbrugðna stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), hoppið yfir 3 næstu hálfa stuðla frá fyrri umferð og heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næsta hálfa stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni), dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. Heklið síðan með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfu stuðlum *. Heklið frá *-* þar til 2 hálfir stuðlar eru eftir. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama hálfa stuðul eins og heklað var um fyrri tvíbrugðna stuðul. Hoppið yfir næsta hálfa stuðul, heklið 1 hálfan stuðul í síðasta hálfa stuðul og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. Tvíbrugðnir stuðlar frá byrjun á umferð koma ekki til með að hanga saman með tvíbrugðnu stuðlum frá lok umferðar. UMFERÐ 17: Heklið 1 hálfan stuðul í hverja lykkju. UMFERÐ 18: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hvern af fyrstu 3 hálfum stuðlum, Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um fyrsta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næstu tvíbrugðna stuðla frá fyrri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. Heklið með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum. * Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðna stuðul eins og fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næsta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. Heklið síðan með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum *. Heklið frá *-* þar til 4 hálfir stuðlar eru eftir. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðinn stuðul eins og í fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um síðasta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni, hoppið yfir næstu hálfa stuðla og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af síðustu 3 hálfum stuðlum. Endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. UMFERÐ 19: Heklið 1 hálfan stuðul í hverja lykkju. UMFERÐ 20: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í fyrsta hálfa stuðul, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um fyrsta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, hoppið yfir næsta hálfa hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum. * Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðna stuðul og í fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni),heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næsta tvíbrugðna hálfa stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni), dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. Heklið síðan með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfu stuðlum *. Heklið frá *-* þar til 2 hálfir stuðlar eru eftir. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðna stuðul og í fyrri umferð, hoppið yfir 1 hálfan stuðul, heklið 1 hálfan stuðul í síðasta hálfa stuðul og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. UMFERÐ 21: Heklið 1 hálfan stuðul í hverja lykkju. UMFERÐ 22: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hvern af fyrstu 3 hálfum stuðlum, Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um fyrsta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næstu tvíbrugðna stuðla frá fyrri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. * Heklið síðan með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðna stuðul eins og fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um næsta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni *. Heklið frá *-* þar til 8 hálfir stuðlar eru eftir. Heklið síðan með hálfum stuðlum (á bakhlið á tvíbrugðnum stuðlum) þannig: Hoppið yfir næsta hálfa stuðul og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3 hálfum stuðlum Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um sama tvíbrugðinn stuðul eins og í fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um síðasta tvíbrugðna stuðul frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum í lokin um heklunálina og að draga þráðinn í gegn (= 3 lykkjur á heklunálinni) og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni, hoppið yfir næstu hálfa stuðla og heklið 1 hálfan stuðul í hvern af síðustu 3 hálfum stuðlum. Endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. UMFERÐ 23: Heklið 1 hálfan stuðul í hverja lykkju Stykkið mælist ca 17-18 cm ofan frá og barðið er heklað héðan. BARÐ: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 9-11 fastalykkjur jafnt yfir = 93-99 fastalykkjur. UMFERÐ 2 og 3: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og aukið út 8-9 fastalykkjur jafnt yfir = 101-108 fastalykkjur. UMFERÐ 5: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. UMFERÐ 6: Heklið eins og umferð 4 = 109-117 fastalykkjur. UMFERÐ 7-9: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. UMFERÐ 10: Notið 2 þræði Nepal og heklið 1 umferð með KRABBAHEKL – sjá útskýringu að ofan. Barðið mælist ca 6 cm. Klippið þráðinn frá og festið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #quercusclochehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.