Rebekah skrifaði:
I am on the A.1 pattern and having problems with right side row 25. Can you clarify please.
29.01.2024 - 00:25DROPS Design svaraði:
Dear Rebekah, on row 25 work as follows for A.1: purl 2, place 1 stitch on cable needle behind piece, knit 1, purl 1 from cable needle, make 1 slightly tight yarn over, yarn over purled twisted, make 1 slightly tight yarn over, place 1 stitch on cable needle in front of piece, purl 1, knit 1 from cable needle, purl 1. Because the yarn overs are each worked differently and with the objective that they don't form holes, even if you work 3 yarn overs one after the other, you won't have a big hole. Happy knitting!
29.01.2024 - 00:44
Lesley Swan skrifaði:
Hi. I am up to the patterning on the wild mint pattern and I am confused. On row 3 do I work the light printed cable or the dark printed cable with 2?? after the cabling. I worked the dark one but now think it wrong. Thanks.
23.08.2023 - 14:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Swan, on 3rd row work 7th symbol in diagram text, the symbol will be edited asap, but these 5 stitches have to be worked as explained here: slip 1 in front of piece, P1, K1 from cable needle, slip 1 behind piece, k1, pass the innermost of the 3 sts over the 2 sts worked, and purl 1 from cable needle. (then make 1 yarn over = 9th symbol). Happy knitting!
23.08.2023 - 16:47
Jian skrifaði:
I have a difficult to work out the A.1 row 3 diagram. Would be able to provide a video. Many thanks.
20.05.2021 - 11:47DROPS Design svaraði:
Dear Jian, work the 3rd row in A.1 as follows: *purl 1, slip the next stitch on a cable needle in front of piece, purl the next stitch, knit the stitch on the cable needle; now slip the next stitch on the cable needle behind piece, knit the next stitch, slip the 3rd stitch from the tip on the right needle over the 2 outermost stitches (you decrease 1 stitch), and purl the stitch from cable needle. If working size XXL, XXXL, purl next stitch. Repeat from *. Hope this will help. Happy knitting!
20.05.2021 - 12:41
Jessica skrifaði:
Teckenförklaringen i det här mönstret är felaktig, de tre rutorna med diagonalt streck har samma förklaring som symbolen ovanför, i möster 215-16 verkar den korrekt.
01.11.2020 - 17:35DROPS Design svaraði:
Hej Jessica. Tack för info, detta är nu rättat! Mvh DROPS Design
03.11.2020 - 10:23
Arina skrifaði:
I am having difficulty visualizing the construction of the neck band and button band. Would it be possible to supply a diagram? Thank you.
25.10.2020 - 17:06DROPS Design svaraði:
Dear Arina, we have two videos showing how to work the neck band and button band: how to work a double neck and how to knit up stitches for a jacket band. Hope they will help you. Happy knitting!
26.10.2020 - 08:45
Ing-Marie Jungegård skrifaði:
Vill se hur man stickar fläta i A1
04.10.2020 - 10:38DROPS Design svaraði:
Hej Ing-Marie. Vi har dessvärre ingen video på det nu men vi noterar önskemålet. Är det något speciellt du har problem med som vi kanske kan försöka förklara tydligare? Mvh DROPS Design
06.10.2020 - 07:50
Wild Mint Cardigan#wildmintcardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsi, hringlaga berustykki og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-15 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT (á við um 2 hnappagöt í kanti í hálsmáli): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 95 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 2,9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kantlykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 í hvorri hlið á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. aukið út þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón, prjónið A.2 (= 9 lykkjur), prjónið 1 lykkju sléttprjón og sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri í hlið og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2 mitt undir ermi, þ.e.a.s. prjónið þannig: Prjónið A.2 eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjurnar, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.2, prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðu að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Kantar að framan eru prjónaðir í lokin. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 107-111-115-121-125-129 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Karisma. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar kantur í hálsi mælist 2 cm og 5 cm, fellið af fyrir 1 HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan (þessi hnappagöt eiga að passa yfir hvort annað þegar kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfalt). Prjónið áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 6½-7 cm, en endið eftir umferð frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Fellið af fyrstu 7 lykkjurnar, fitjið upp 1 nýja lykkju í byrjun á umferð (= 1 kantlykkja), prjónið stroff eins og áður út umferðina. Snúið stykkinu, fellið af fyrstu 7 lykkjur, fitjið upp 1 nýja lykkju á prjóninn (= kantlykkja), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 93-97-101-107-111-115 lykkjur og aukið JAFNFRAMT út 32-32-34-36-38-38 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚTAUKNING-1 = 127-131-137-145-151-155 lykkjur í umferð, meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið. Setjið 1 prjónamerki innan við kantlykkju í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykki mælist 4 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, aukið út 44-32-34-36-50-52 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1 = 171-163-171-181-201-207 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 4-5-6-7-7-8 cm frá prjónamerki – aukið jafnframt út 0-20-12-20-33-41 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 171-183-183-201-234-248 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð (= 28-30-30-33-33-35 mynstureiningar með 6-6-6-6-7-7 lykkjur), prjónið fyrstu lykkju í A.1 (= 1 lykkja brugðið frá réttu) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 283-303-333-366-399-423 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-16-18-19-21-22 cm frá prjónamerki við háls. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar prjónaðir hafa verið ca 1-2-2-3-3-3 cm eftir A.1, aukið út 10-14-8-15-6-14 lykkjur jafnt yfir = 293-317-341-381-405-437 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón. Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 44-48-51-56-62-68 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-64-70-80-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-11-11 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið 85-93-99-109-121-133 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 60-64-70-80-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-11-11 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 44-48-51-56-62-68 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig! HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 187-203-219-239-267-291 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – í miðju af 7-7-9-9-11-11 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og A.2 yfir miðju 9 lykkjur í hvorri hlið undir hvorri ermi (prjónamerki situr í miðju af þessum 9 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 í hvorri hlið á fram- og bakstykki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 199-215-231-251-279-303 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd, en endið eftir eina umferð frá réttu. Í næstu umferð (ranga) eru lykkjur auknar út jafnt yfir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 45-49-53-58-65-71 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 10-10-10-13-14-14 lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 89-97-105-115-129-141 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út um 18-20-22-24-26-28 lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur, prjónið A.2 eins og áður, prjónið 45-49-53-58-65-71 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 10-10-10-13-14-14 lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 237-255-273-301-333-359 lykkjur. ATH: Aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragið stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 55-59-63-71-79-85 lykkjur stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið), prjónið A.2 eins og áður yfir næstu 9 lykkjur, prjónið 107-117-127-139-155-169 lykkjur stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið), prjónið A.2 eins og áður yfir næstu 9 lykkjur, prjónið 55-59-63-71-79-85 lykkjur stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-70-80-80-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 7-7-9-9-11-11 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-71-79-89-91-95 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju af 7-7-9-9-11-11 lykkjum. Byrjið umferð 4 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið A.2 (= 9 lykkjur – prjónamerki situr í miðju af þessum 9 lykkjum), prjónið þær lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2 – sjá ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1½-1 cm millibili alls 10-11-14-18-18-18 sinnum = 47-49-51-53-55-59 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-35-34-32-30-29 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út jafnt yfir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 eins og áður, prjónið síðan 38-40-42-44-46-50 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 9-9-11-11-11-11 lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur = 56-58-62-64-66-70 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.2 eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjurnar, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2 og endið með 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Ermin mælist ca 45-43-42-40-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið frá réttu eftir kant í hálsmáli og prjónið upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni ca 123 til 149 lykkjur á hringprjóna 3 – lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2 + 1. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í ca 2½ til 3 cm (breiddin á kanti að framan á að passa við málin á 7 lykkjum sem felldar voru af í kanti í hálsi). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið kant að framan við kant í hálsmáli innan við 1 kantlykkju. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið frá réttu neðst á framstykki og prjónið upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni ca 123 til 149 lykkjur (upp að kanti í hálsmáli) á hringprjón 3 – lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2 + 1. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff, en eftir ca 1 til 1½ cm er fellt af fyrir 6-6-6-7-7-7 hnappagötum. 1 hnappagat = Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Efsta hnappagatið er staðsett ca 7 til 8 cm frá hnappagati í kanti í hálsmáli (þegar kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur) og neðsta hnappagatið er staðsett ca 3 cm frá neðri kanti. Haldið áfram með stroff þar til kantur að framan mælist ca 2½ til 3 cm (stillið lengdina af eftir vinstri kanti að framan). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið kant að framan við kant í hálsi innan við 1 kantlykkju. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumið fallega niður. Saumið tölur í vinstri kant að framan / kant í hálsmáli. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wildmintcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.