Beach Rite#beachritetop |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Muskat. Stærð S-XL.
DROPS 211-17 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út lykkjur meðfram umferð með stuðlum með því að hekla 2 lykkjur í sömu lykkju. 2 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 2 stuðla saman í sömu lykkju þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni). Heklið 1 stuðul til viðbótar í sömu lykkju alveg eins (= 3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Toppurinn er heklaður neðan frá, heklað er upp og út í hvorri hlið eins og þríhyrningur. Síðan skiptist stykkið við miðju og heklað er áfram upp og út í hvorri hlið fyrir sig. Kantur er heklaður meðfram efri hlið á stykki og snúra er gerð í lokin. TOPPUR: Notið heklunál 3 með litnum ljós gallabuxnablár. Heklið eftir mynsturteikningu A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka er heklað og aukið út alveg eins þar til stykkið mælist ca 14-16-18-20 cm mælt frá loftlykkjuhring í miðju á A.1 og upp. Nú á að hekla fram og til baka yfir aðra hlið á stykki, byrjið frá réttu í loftlykkjuboga á miðju á stykki (við miðju á mynsturteikningu A.1). Heklið stuða og aukið út í ystu hlið eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2. Haldið áfram að hekla og auka út svona þar til stykkið mælist 11-11-12-13 cm mælt í heklstefnu frá þar sem stykkið skiptist, stykkið mælist alls ca 20-21-24-27 cm í heklstefnu frá loftlykkjuhring í byrun á A.1 og upp að síðustu umferð. Endurtakið alveg eins meðfram hinni hliðinni á A.1, en byrjið frá röngu. KANTUR: Heklið nú kant meðfram 4 efstu hliðum á stykki. Í fyrstu umferð sem er hekluð er mikilvægt að jafna lykkjufjöldann út (jafna úr frekar upp en niður) þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 3 lykkjur í hverri og einni af 3 fyrstu hliðunum, meðfram síðustu hliðinni á lykkjufjöldinn að vera deilanlegur með 3 + 1 lykkju til að mynstrið verði alveg eins í báðum hliðum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. UMFERÐ 1: Notið litinn ljós grár, festið enda með 1 keðjulykkju yst í hlið á A.2 (punktur E á teikningu). Heklið fastalykkjur meðfram öllum 4 hliðum og passið uppá að lykkjuföldinn verði deilanlegur eins og útskýrt er að ofan meðfram hverri hlið. Klippið frá og festið enda. Snúið ekki stykkinu, næsta umferð er hekluð frá sömu hlið. UMFERÐ 2: Notið litinn ljós gallabuxnablár, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, heklið 3 loftlykkjur og 1 stuðul í fyrstu lykkju, * heklið 2 loftlykkjur og hoppið yfir 2 fastalykkjur, í næstu lykkjur eru heklaðir 2 STUÐLAR SAMAN – sjá útskýringu að ofan *, heklið frá *-* yfir 2 fyrstu hliðarnar (síðasta lykkjan sem er hekluð meðfram 2. hlið er 2 stuðlar sem heklaðir eru saman). Heklið 1 loftlykkju (= punktur B á teikningu) og hoppið yfir 4 fastalykkjur. Í næstu lykkjur eru heklaðir 2 stuðlar saman, heklið síðan frá *-* meðfram 2 síðustu hliðunum (síðasta lykkjan sem er hekluð meðfram 4. hlið er 2 stuðlar sem eru heklaðir saman). Klippið frá og festið enda. Snúið ekki stykkinu, næsta umferð er hekluð frá sömu hlið. UMFERÐ 3: Notið litinn natur, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul sem heklaður var saman og heklið 2 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga fram að loftlykkjuboga við punkt A. Heklið 3 fastalykkjur um þennan loftlykkjuboga. Heklið eins og áður fram að loftlykkju við punkt B. Heklið 1 fastalykkju um þessa loftlykkju. Heklið eins og áður fram að punkt C. Heklið 3 fastalykkjur um þennan loftlykkjuboga. Heklið eins og áður út umferðina. Klippið frá og festið enda. BAND: Gerið 4 bönd með litnum ljós gallabuxnablár. Á teikningu er merkt hvar festa á böndin. Bönd við punkt D og E eru bönd sem eru hnýtt á baki. Bönd við punkt A og C eru bönd sem eru hnýtt um hnakka. Band við punkt A og C er gert þannig: Klippið 9 þræði sem eru ca 140-150-160-170 cm langir. Dragið þræðina í gegnum loftlykkjuboga við punkt A og leggið þá saman þannig að þeir liggi tvöfaldir = 18 þræðir. Skiptið þráðunum niður í 3 hluta með 6 þráðum í hverjum. Fléttið, en skiljið eftir ca 16-18 cm neðst niðri. Hnýtið þráð utan um þræðina þannig að fléttan haldist saman. Skiptið þráðunum aftur í 3 jafn marga hluta, ef óskað er eftir þá er hægt að þræða perlu uppá hvern og einn hlutann og gera e.t.v. hnút neðan við perluna til að festa hana. Gerið 3 fléttur og hnýtið þráð utan um hverja fléttu. Endurtakið alveg eins við punkt C. Band við punkt D og E er gert þannig: Klippið 3 þræði sem eru ca 120-130-140-150 cm langir. Dragið þræðina í gegnum stykkið við punkt D og leggið þá saman þannig að þeir liggi tvöfaldir = 6 þræðir. Skiptið þráðunum niður í 3 hluta með 2 þráðum í hverjum hluta. Fléttið, en skiljið eftir ca 16 cm neðst niðri. Hnýtið þráð utan um þræðina þannig að fléttan haldist saman. Ef óskað er eftir þá er hægt að þræða perlu uppá hvern og einn hlutann og gera e.t.v. hnút neðan við perluna til að festa hana. Endurtakið alveg eins við punkt E. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beachritetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 211-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.