Martine skrifaði:
Bonjour Mesdames. ce modèle peut-il être tricoté avec des aiguilles doubles pointes ou cela changerait la forme ? Merci pour votre réponse.
19.03.2025 - 19:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, on tricote le bonnet en allers et retours à cause du jacquard, il va falloir utiliser différentes couleurs sur un même rang avec trop de mailles pour tricoter en rond; il est donc plutôt recommandé de le tricoter en allers et retours pour un plus beau rendu. Bon tricot!
20.03.2025 - 09:47
Therese skrifaði:
Hej Det står att vanten ska sys ihop innanför 1 kantmaska rätstickning, är det från rät eller avigsidan den ska sys ihop? Om det är från rätsidan hur syr jag ihop den utan att det syns när det är två olika färger som ska sys ihop? Vilken av färgerna blir i så fall bäst att sy ihop med?
09.12.2023 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hei Therese. Sy fra rettsiden. Ta en titt på hjelpevideoene du finner under diagrammene hvordan man kan sy kantmaskene sammen. Siden det er mest av den orangemelerad fargen som skal sys sammen ville jeg nok ha gått for den, men du kan fint velge det du syns blir penest. mvh DROPS Design
11.12.2023 - 11:51
Therese skrifaði:
Stickar vantarna 6-9 månader. Det står hur lång resåren ska vara (4cm) och hur långt resår plus rätstickning ska vara (6,5 cm) innan man påbörjar mönstret A2. Men hur brett ska arbetet vara och hur långt totalt när det är klart? Skulle vara bra att veta om jag håller rätt storlek.
27.11.2023 - 18:32DROPS Design svaraði:
Hej Therese, det ser du på din strikkefasthed. Du skal have 26 masker i bredden på 10 cm og 34 pinde i højden i glatstrik :)
28.11.2023 - 10:47
Dehant Nicole skrifaði:
Bonjour Il n y a pas les explications pour les oreilles est ce une omission ? Par avance merci
27.09.2023 - 17:50DROPS Design svaraði:
Bonjour, Les oreilles se forment avec en cousant des trinagles lorsque l'on assemble le bonnet: ASSEMBLAGE: Coudre le bonnet à 1 maille lisière du bord de chaque côté. Assembler le haut du bonnet. Coudre un triangle en haut, dans chaque coin, en piquant dans les deux épaisseurs, à environ 3 cm du bas le long du côté et environ 3 cm le long du haut du bonnet (= oreilles du renard). Bon tricot!
28.09.2023 - 11:24
Dehant Nicole skrifaði:
Bonjour Il n y a pas les explications pour les oreilles est ce une omission ? Par avance merci
27.09.2023 - 17:48DROPS Design svaraði:
Bonjour, Voici les explications pour former les oreilees du bonet. ASSEMBLAGE: Coudre le bonnet à 1 maille lisière du bord de chaque côté. Assembler le haut du bonnet. Coudre un triangle en haut, dans chaque coin, en piquant dans les deux épaisseurs, à environ 3 cm du bas le long du côté et environ 3 cm le long du haut du bonnet (= oreilles du renard). Bon tricot!
28.09.2023 - 11:25
Lisa M Grenier skrifaði:
Hi thank you for your response, but what you sent me was already in the pattern . I was looking for more specific information ie... how many stitches do I cast on for the triangles, are they worked in the round so they are 3d? what are the decreases? 1 at each end every other row? Thank you
13.11.2022 - 01:13DROPS Design svaraði:
Dear Lisa, you don't need to work extra rows for a triangle. After finishing the uni-color part, in the upper side of the hat, you need to shape the edges to form triangles, with the dimensions indicated in the instructions (3 cm down and 3cm towards the middle). The second photo, with the whole set lying flat, may help you visualize the triangles better. Happy knitting!
13.11.2022 - 23:13
Emma skrifaði:
Hej, Finns det inte mönster för vantarna i större storlek än 9 månader? Håller på att sticka mössan för 2 år, så det känns ju tråkigt att inte kunna sticka matchande vantar?
09.11.2022 - 12:09DROPS Design svaraði:
Hei Emma. Disse vottene har ikke tommel, og en 2-åring vil nok bruke tommelene, men ta en titt på vottene i DROPS Extra 0-1217. Det er noen lignende reve votter med tommel. Evnt så kan du bruke diagrammet til 36-1 og prøve å tilpasse det til 0-1217. mvh DROPS Design
14.11.2022 - 10:07
Lisa M Grenier skrifaði:
Please advice on the triangles form the ears, I am not that advanced, thank you
08.11.2022 - 00:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Grenier, sew hat together and lay it flat to sew the top. Then sew a triangle on each corner at the top on each side, starting approx. 3 cm down the side and 3 cm towards middle. Happy finishing!
08.11.2022 - 09:04
Alisa skrifaði:
Hallo, wie berechne ich denn den Wollbedarf für die Mütze für ein 3-jähriges Kind? Vielen Dank im Vorraus für die Hilfe
21.10.2022 - 23:29DROPS Design svaraði:
Liebe Alisa, benötige Garnmenge für die Mütze finden Sie oben bei dem Kopfzeil; 3/4 Jahre ist die letzte Größe, so brauchen Sie insgesamt 2 Knäuel DROPS Alpaca, 1 x Farbe 2925 + 1 x Farbe 9020 + ein Rest Farbe 506 für die Nase und die Augen. Viel Spaß beim stricken!
24.10.2022 - 07:48
Silvia skrifaði:
Chiedo scusa. Ho capito il mio errore
10.10.2022 - 17:53
Baby Fox#babyfoxhat |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð húfa og vettlingar fyrir börn með refamynstri úr DROPS Alpaca. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 36-1 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.2 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning er prjónuð í sléttprjóni. ATH: Til að koma í veg fyrir að það myndist gat við litaskipti, verður að tvinna þræðina um hvorn annan þegar skipt er um lit. Stóra rúðan utan um lykkjurnar merkir hvar sauma á lykkjuspor fyrir nef á ref. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um húfu). Fækkið lykkjum jafnt frá röngu með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Fyrra stykkið er prjónað með refamynstri og seinna stykkið er prjónað í einum lit. STYKKI 1 (með refamynstri): Fitjið upp (40) 44-48-52-52 (56-60) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 2,5 með litnum appelsína Alpaca. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist (2) 2-2-2-3 (3-3) cm, skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fækkið um (3) 1-0-2-0 (0-2) lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = (37) 43-48-50-52 (56-58) lykkjur. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón (kantlykkjan er prjónuð í sama lit og fyrsta lykkjan í A.1), A.1 (= (35) 41-46-48-50 (54-56) lykkjur) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón (kantlykkjan er prjónuð í sama lit og síðasta lykkjan í A.1). Þegar prjónað er með 2 litum er fyrri einingin með litnum ljós perlugrár prjónuð með þræðinum utan með dokkunni, einingin með litnum appelsína er prjónuð með 1 þræði í litnum appelsína og seinni einingin í litnum ljós perlugrár er prjónuð með þræðinum innan úr dokkunni (þ.e.a.s. prjónið alls með 3 þráðum, 2 þráðum í litnum ljós grár og 1 þræði í litnum appelsína í sömu umferð). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allar lykkjurnar eru prjónaðar í litnum appelsína (stykkið mælist ca (10) 11-12-13-15 (15-16) cm), prjónið fram og til baka í sléttprjóni í litnum appelsína þar til stykkið mælist (16) 16-17-18-19 (20-21) cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. STYKKI 2 (einlitt): Fitjið upp (40) 44-48-52-52 (56-60) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 2,5 með litnum appelsína. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist (2) 2-2-2-3 (3-3) cm, skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fækkið um (3) 1-0-2-0 (0-2) lykkjur jafnt yfir = (37) 43-48-50-52 (56-58) lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, með appelsína þar til stykkið mælist (16) 16-17-18-19 (20-21) cm, stillið hæðina af eftir stykki 1. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið húfuna saman innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Toppurinn á húfunni er saumaður fallega saman. Saumið þríhyrning í hvert horn efst, saumað er í gegnum bæði lögin, frá ca 3 cm niður í hlið til ca 3 cm lengst meðfram toppi á húfunni (= refaeyru). Saumið nef og augu með lykkjuspori með litnum dökk grár – sjá merkingar í mynsturteikningu. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. VETTLINGUR: Fitjið upp 42-46 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 2,5 með litnum appelsína Alpaca. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með byrjun frá réttu, með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 4 cm, prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki þar til stykkið mælist 5-6½ cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.2 (= 40-44 lykkjur) og 1 kantlykkju garðaprjón. Þ.e.a.s. þegar prjónað er með 2 litum er fyrri einingin í litnum ljós perlugrár prjónuð með þræðinum utan með dokkunni, fyrri einingin í litnum appelsína er prjónuð með þræðinum utan með dokkunni, seinni einingin í litnum ljós perlugrár er prjónuð með þræðinum innan úr dokkunni og seinni einingin í litnum appelsína er prjónuð með þræðinum innan úr dokkunni (þ.e.a.s. prjónið alls með 4 þráðum, 2 þráðum í litnum ljós grár og 2 þráðum í litnum appelsína í sömu umferð). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 10 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 12-14 cm. Prjónið hinn vettlinginn á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið nef og augu með lykkjuspori með litnum dökk grár – sjá merkingar í mynsturteikningu. Saumið vettlinginn saman innan við 1 kantlykkju garðaprjón. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #babyfoxhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 36-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.