Kirsten skrifaði:
Jeg forstår ikke helt, hvordan man kan tag en maske ud på hver side af en mærketråd ved at slå om pinden.
07.02.2020 - 19:51DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, vi forstår dit spørgsmål, det skal vi lige få undersøgt og få skrevet tydeligere :)
10.02.2020 - 16:52
Manuela skrifaði:
Vorrei capire bene la taglia che la Modella indossa. Nella nota (uguale per tutti i maglioni che ho visto) dice che è una S o M ma mi pare che nelle foto il Maglione abbia un agio di almeno 20 cm. Quindi non credo possa essere davvero la misura M. Sarebbe molto comodo sapere con che agio / vestibilità è inteso un certo modello
03.02.2020 - 09:49DROPS Design svaraði:
Buongiorno Manuela. Alla fine delle spiegazioni, trova il grafico con le misure. Può esserle di aiuto per capire quanto abbondante risulterebbe il capo finito. Buon lavoro!
07.02.2020 - 09:35
Mercedes Cruz skrifaði:
Le modèle de pull que j'adore, très moderne et confortable
08.01.2020 - 08:45
Spring Fuzz#springfuzzsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð XS - XXL.
DROPS 213-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 2) = 27. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 27. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi 26. og 27. hver lykkja slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 4 prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Endurtakið við öll prjónamerkin. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 54-58-60-62-64-68 lykkjur á hringprjón 6 með Melody. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Þegar stroffið er tilbúið, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-10-14-14-16-18 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 56-68-74-76-80-86 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Setjið 1 prjónamerki eftir stroff í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið eftir 9-12-13-14-15-16 lykkjur (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), setjið næsta prjónamerki eftir 10 lykkjur (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis), setjið næsta prjónamerki eftir 18-24-27-28-30-33 lykkjur (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), setjið síðasta prjónamerki eftir 10 lykkjur (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis). Nú eru 9-12-14-14-15-17 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn, jafnframt í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-14-15-16-18-20 sinnum = 168-180-194-204-224-246 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka, haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 20-20-22-24-26-29 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Í næstu umferð færist skiptingin á milli fram- og bakstykkis og erma til þannig að 2-1-1-1-1-1 lykkjur hvoru megin við ermar koma á framstykki og bakstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 25-27-29-31-34-37 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 34-36-38-40-44-48 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 50-54-59-62-68-75 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 34-36-38-40-44-48 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 25-27-30-31-34-38 lykkjurnar (= 50-54-59-62-68-75 lykkjur fyrir bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 116-124-134-144-156-170 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn. Þegar stykkið mælist 24-26-26-26-26-25 cm, aukið út 20-20-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 136-144-154-166-180-196 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 34-36-38-40-44-48 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af nýjum 8-8-8-10-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 42-44-46-50-54-58 lykkjur. Prjónið mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð XS, S og M: Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 37-38-36 cm. Haldið síðan áfram eins og útskýrt er að neðan. Stærð L, XL og XXL: Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 10-10-10 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Þegar ermin mælist 5 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar ermin mælist 12 cm = 46-50-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til ermin mælist 35-33-31 cm. Haldið áfram eins og útskýrt er að neðan. Allar stærðir: Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14-14-14-14-14-16 lykkjur jafnt yfir = 28-30-32-32-36-38 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 6. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist 50-50-49-47-46-43 cm (styttri ermar í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springfuzzsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.