Penelope B Colby skrifaði:
I am unable to understand where the instructions for the textured patterns are. I see the diagrams, and have the ribbing done, but completely fail to see where your instructions are for which stitches go where. I understand the garter stitch and the front bands, but where are the directions for the patterned boxes? The videos do not address this problem.
10.01.2020 - 21:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Colby, you will find some explanations to the diagrams here. Happy knitting!
13.01.2020 - 08:23
Mary Belz skrifaði:
Is the USA worsted weight yarn comparable to the Air yarn? If not, what weight of USA yarn would you suggest? Thanks! Eager to make this sweater for my daughter!
01.01.2020 - 03:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Belz, we are happy to inform you that our yarns are available in the USA thanks to some of our DROPS stores. Happy knitting!
02.01.2020 - 14:50
Sam skrifaði:
Hi, I would like to knit the fronts and back together, can you see this being a problem for this pattern. Thanks
03.12.2019 - 20:39DROPS Design svaraði:
Dear Sam, this might probably work; just remember that working pieces separately adds some stability through the seams on the sides. Happy knitting!
04.12.2019 - 08:33
Eva skrifaði:
Jättefin kofta, väntar på svensk beskrivning
26.10.2019 - 23:50
Elin N skrifaði:
När kommer det här möstret? Väntar med spänning!!
16.10.2019 - 13:15
Jannie skrifaði:
Ontzettend leuk vest. Heb zin om het te breien. Wanneer is het patroon beschikbaar?
14.10.2019 - 12:09
Nynke skrifaði:
Mooi vest! Wanneer komt de beschrijving van het patroon
03.09.2019 - 17:03
ELENA skrifaði:
Me encanta!!!
11.08.2019 - 11:33
Ingerd Borgen Karlsen skrifaði:
Kjempelekker jakke. Venter spent på oppskriften.Når kommer den?
06.08.2019 - 00:12
Ingrid skrifaði:
Héél mooi , maar zou ook een andere mouwinzet breien.
03.08.2019 - 15:58
Weaving Memories Jacket#weavingmemoriesjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-36 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÁFERÐAMYNSTUR: Það eru prjónaðar rendur með áferðamynstri. Á bakstykki er kantlykkjan prjónuð í garðaprjóni í hvorri hlið til loka. Á framstykki er kantlykkjan í hlið prjónuð í garðaprjóni og 8 kantlykkjur að framan við miðju að framan eru prjónaðar í A.4/A.5 til loka. Prjónið þannig: RÖND 1: Prjónið A.1. RÖND 2: Prjónið A.2 í 7-8-8-9-9-9 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. RÖND 3: Prjónið A.1. RÖND 4: Prjónið A.3 í 8-8-8-8-10-10 cm – stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynsturteikningu. RÖND 5: Prjónið A.1. RÖND 6: Prjónið A.2 í 7-8-8-9-9-9 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. RÖND 7: Prjónið A.1. RÖND 8: Prjónið A.3 í 6-6-8-8-8-10 cm – stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynstri. RÖND 9: Prjónið 2 umferðir sléttprjón. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 95 lykkjur), mínus 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið (= 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 15) = 6,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kantlykkjur í garðaprjóni. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 32 lykkjur) mínus kantlykkjur í hvorri hlið (= 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 3,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: ATH: Fellið af fyrir síðasta hnappagatinu í kanti í hálsmáli. S: 4, 11, 18, 25, 32, 39 og 46 cm M: 3, 11, 18, 26, 33, 41 og 48 cm L: 3, 11, 18, 26, 33, 41 og 48 cm XL: 2, 10, 18, 26, 34, 42 og 50 cm XXL: 4, 12, 20, 28, 36, 44 og 52 cm XXXL: 4, 12, 20, 28, 36, 44 og 52 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 95-103-117-123-131-143 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú ÁFERÐAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 15-17-19-19-21-23 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 80-86-98-104-110-120 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 80-86-92-98-98-108 lykkjur. Í stærð S og M eru lykkjur ekki felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. Þegar 8. röndin hefur verið prjónuð til loka mælist stykkið ca 48-50-52-54-56-58 cm. Fellið af miðju 24-24-24-26-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 27-30-33-35-35-40 lykkjur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 55-59-67-71-75-81 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. Umferð = rétta): Prjónið A.4 yfir fyrstu 8 lykkjur (= kantur að framan), prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT á kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú áferðamynstur á sama hátt og á bakstykki, en prjónið A.4 yfir fyrstu 8 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð og prjónið 1 kantlykkju garðaprjón að hlið, þ.e.a.s. í lok umferðar séð frá réttu. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 7-8-10-11-12-12 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir 8 kantlykkjur að framan og kantlykkju í garðaprjóni) = 48-51-57-60-63-69 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur. Í byrjun á næstu umferð frá röngu (þ.e.a.s. frá hlið á stykki) = 48-51-54-57-57-63 lykkjur. Í stærð S og M eru ekki lykkjur felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 44-46-46-48-50-50 cm, prjónið áfram frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 15-15-15-16-16-17 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli og prjónið áferðamynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur, 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 27-30-33-35-35-40 lykkjur fyrir öxl. Þegar allar rendur með áferðamynstri hafa verið prjónaðar til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 55-59-67-71-75-81 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. umferð = rétta): 1 kantlykkja garðaprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, A.5 yfir síðustu 8 lykkjur 8 (= kantur að framan). Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú áferðamynstur á sama hátt og á bakstykki og hægra framstykki, en prjónið 1 kantlykkju garðaprjón í byrjun á umferð (séð frá réttu) og prjónið A.5 yfir síðustu 8 kantlykkjur að framan í lok umferðar (séð frá réttu (en ekki yfir 8 kantlykkjur að framan og kantlykkju í garðaprjóni) = 48-51-57-60-63-69 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu (þ.e.a.s. frá hlið á stykki) = 48-51-54-57-57-63 lykkjur. Í stærð S og M eru ekki lykkjur felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 44-46-46-48-50-50 cm, prjónið áfram frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 15-15-15-16-16-17 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli og prjónið áferðamynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur, 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 27-30-33-35-35-40 lykkjur fyrir öxl. Þegar allar rendur með áferðamynstri hafa verið prjónaðar til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 32-34-36-36-38-40 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, jafnframt er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – sjá ÚTAUKNING-1 = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið með A.2 og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 9-11-11-11-11-7 cm aukið út 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 3-2½-2½-2-2-2 cm millibili alls 13-14-14-16-16-17 sinnum = 66-70-72-76-78-82 lykkjur. Þegar stykkið mælist 50-49-48-47-48-46 cm fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón mitt uppi á öxl – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og saumið innan við affellingarkantinn á ermum. Í stærð S og M merkja prjónamerki sem sett voru í hvora hlið hvar handvegurinn byrjar. Í stærð L, XL, XXL og XXXL eru lykkjur felldar af fyrir handveg í hvorri hlið. Saumið saum undir ermum og síðan niður meðfram hliðarsaum. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu með Air og stuttum hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 91-105 lykkjur í kringum hálsmál meðtaldar lykkjur af þræði. ATH: Það verður að prjóna upp lykkjufjölda með oddatölu til að stroffið gangi jafnt upp alla leiðina. UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið A.5 yfir fyrstu 8 lykkjur í umferð, prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið A.4 yfir síðustu 8 lykkjur. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið A.4 yfir fyrstu 8 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 yfir síðustu 8 lykkjur. Prjónið nú stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með A.4 og A.5 í hvorri hlið. Stillið af að stroffið gangi jafnt upp alla leiðina (með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir kanta að framan). Munið að fella af fyrir síðasta hnappagatinu á hægri kanti að framan. Þegar stroffið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu, prjónið nú 1 umferð slétt yfir þessar lykkjur. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #weavingmemoriesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.