Frau Müller skrifaði:
In den Abschnitten 7, 10 und 12 der Schulterbeschreibung schreiben Sie die Diagramme A.0 und A.2, aber in den Zeichnungen gibt es keine solchen Diagramme. Bitte schreiben Sie, was Diagramm A.0 und Diagramm A.2 entsprechen, oder senden Sie eine Zeichnung davon. Danke
25.03.2025 - 21:29DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Müller, Verzeihung, ich finde aber leider keine Beschreibung für A.0 in die deutsche Anleitung, wo sind Sie genau? welche Reihe/Größe? Man häkelt die Diagramme A.2a dann A.2b je nach der Größe und die Reihe; das Muster und die Zunahmen in diesen beiden Diagramme sind verschieden (in A.2b häkelt man nur Stäbchen). Können Sie uns bitte mehr sagen? Danke im voraus für Ihr Verständnis!
26.03.2025 - 08:10
Susan Angelika Svendsen skrifaði:
Hvad betyder det når der i opskriften står eks. A2 ialt 2 gange i højden ? Dette fremgår flere gange i opskriften, men jeg forstår ikke det der " 2 gange i højden". MVH. Susan Angelika E Svendsen
12.03.2025 - 16:50DROPS Design svaraði:
Hej Susan, du gentager de 4 rækker i A.2a 2 gange i højden (ovenover hinanden) i de 2 største størrelser :)
14.03.2025 - 13:57
Müller Valéria skrifaði:
A vállrész leírásának 7., 10. és 12. bekezdésében ír A.0 és A.2 diagramot, azonban a rajzok között nem szerepel ilyen számú diagram. Kérem, írják meg, hogy az A.0 diagram és az A.2 diagram minek felel meg, vagy kérem küldjenek rajzot róla. Köszönöm
21.02.2025 - 20:25
Maria Helena Karlström skrifaði:
Hej, när tre varv är virkade står det: STORLEK S och M: När A.1 till A.3 har virkats 1 gång på höjden, det är 210-219 stolpar på varvet. Hur ska varv 4-6 virkas? Det är ju tre varv kvar med rapporter men i vilken ordning ska de virkas? Ska instruktionen under "ok" upprepas tre gånger?
06.10.2024 - 17:51DROPS Design svaraði:
Hej Maria, ja du gentager A.1 til du er klar med A.4 og du har 258-291 masker i de 2 mindste størrelser :)
16.10.2024 - 11:20
Annica Waalkes skrifaði:
Is there a video or explanation for how to follow the diagrams?
31.07.2024 - 17:33DROPS Design svaraði:
Sear Annica, not a video, but we have a tutorial on how to follow a diagramm, HERE. Happy Stitching!
31.07.2024 - 23:05
Anne skrifaði:
Ergänzung zu meiner Frage: Weiter oben steht für Größe M 2x A.4a in die Höhe häkeln: "... jedoch nun A.4a über die mittleren 2 Stäbchen jedes Rapports von A.2 insgesamt 2-2-1-1 x in der Höhe häkeln, die restlichen Maschen im Muster A.1 häkeln." Daher bin ich ein irritiert.
21.06.2024 - 15:37DROPS Design svaraði:
Liebe Anne, wenn A.2a in der Höhe fertig ist, sind es 14 Stäbchen insgesamt in jedem A.2a, so häkeln Sie diese: 7 Maschen wie A.1, 2 Maschen wie A.4a und 7 Maschen wie A.1 (die Maschenanzahl mit A.1 wird so vergrössert). Viel Spaß beim Häkeln!
21.06.2024 - 16:26
Anne skrifaði:
Ich bin gerade dabei diese wunderschöne Jacke in Größe M zu häkeln. Ich muss insgesamt 3x A4a oder A4b häkeln, damit ich auf 291 Stäbchen komme. Hierzu finde ich folgenden Hinweis: GRÖSSE M, L und XL: A.4b über die mittleren 2 Stäbchen jedes Rapports A.4a insgesamt 1-1-2 x in der Höhe häkeln, Stäbchen über die restlichen Maschen häkeln. Ist es korrekt, wenn ich dann 1x A4a und 2x A4b häkle? Vielen Dank für Ihre Hilfe!
21.06.2024 - 15:24DROPS Design svaraði:
Liebe Anne, A.4a wird 2 Mal in der Höhe (und je 4 Mal in der Breite) gehäkelt dann A.4b wird 1 Mal in der Höhe und auch 4 Mal in der Breite gehäkelt, so wird man in jedem A.4a 6 Maschen x 4 Rapporter in der Breite x 2 Mal in der Höhe = 48 Maschen in A.4a zunehmen und in A.4b wird man je 6 M x 4 Rapporter = 24 Maschen; es waren 219+48+24=291 Maschen. A.4a hâkeln Sie über die mittleren 2 Maschen von vorrigem A.2a und A.4a/A.4b über die mittleren 2 Maschen A.4a. Viel Spaß beim Häkeln!
21.06.2024 - 16:22
Perez Olga skrifaði:
Bonjour je voulais faire ce gilet mais voilà je bloque déjà au début je ne comprend pas comment faire le point A.1
20.05.2024 - 15:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Perez, A.1 se crochète sur 3 mailles, ainsi au 1er rang: *sautez 1 maille, dans la maille suivante, crochetez: 1 bride, 1 maille en l'air, 1 bride, sautez 1 maille*, répétez de *-*; au 2ème rang, crochetez: *1 maille en l'air, crochetez 4 brides écoulées ensemble autour de la maille en l'air entre les 2 brides du rang précédent, 1 maille en l'air*, répétez de *-*. Au 3ème rang, crochetez *1 bride autour de la maille en l'air, 1 bride dans les 4 brides écoulées ensemble, 1 bride autour de la maille en l'air*, répétez de *-*. Au 4ème rang, crochetez 1 bride dans chaque bride. Bon crochet!
21.05.2024 - 13:37
Rosa Christoffersen skrifaði:
Hej, I opskriften står der : hækl 5 st. I hver side og A1 som før, men der skal hækles således over A.2a og A.3 : Diagram A2a hækles over de to midterste stangmasker i hver rapport af A2a totalt 1-1-2-2 til i højden- hvordan finder jeg dem ? Og hvordan gøres det ? På forhånd tak🤞🏼
19.01.2024 - 16:26DROPS Design svaraði:
Hei Rosa. Du har nå heklet A.1, A.2A og A.3 1 gang i høyden. 1 rapport av A.2A består nå av 14 masker og du skal nå begynne på 1. rad av A.2A igjen, som består kun av 2 masker. Disse 2 maskene skal hekles over de 2 midterste maskene av de 14 maskene, men A.1 hekles på hver side. Over de 14 maskene hekles det da slik: A.1 + A.1 + A.2A + A.1 + A.1 = 14 masker (4 steder på raden). Over A.3 som består av 6 masker (etter å ha blitt heklet 1 gang i høyden), skal A.1 hekles 2 ganger. A.1 + A.1 = 6 masker. Se i oppskriften hvor mange ganger det skal hekles totalt i høyden i den str. du hekler etter. mvh DROPS Design
29.01.2024 - 09:14
Saskia Theeuwen skrifaði:
Ik ben aangekomen bij stuk dat ik A4a moet haken voor A2. Dat begrijp ik maar wat haak ik op het gedeelte waar ik A3 eerder gehaakt heb. Dat is niet duidelijk. Groetjes Saskia
09.11.2023 - 08:20DROPS Design svaraði:
Dag Saskia,
De overige steken haak je zoals hiervoor, dus je haakt A.4 over de middelste steken van A.2 en de rest in A.1
13.11.2023 - 06:25
Cracked Pepper Jacket#crackedpepperjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Fabel. Stykkið er heklað ofan frá og niður með gatamynstri og laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-45 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul) MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út/fækka lykkjum í umferð, teljið fjölda lykkja á prjóni (t.d. 24 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem á að auka út/fækka (t.d. 3) = 8. Ef auka á út jafnt yfir í þessu dæmi eru heklaðir 2 stuðlar í 8. hvern stuðul. Ef fækka á lykkjum jafnt yfir í þessu dæmi eru heklaðir 7. og 8. hver stuðull saman. Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í/um næsta stuðul/lykkju, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokinn, heklið 1 stuðul í/um næsta stuðul/lykkju, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokinn er hann dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA: Berustykkið og fram- og bakstykki er heklað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru heklaðar í hring, ofan frá og niður. Kantur í hálsmáli er heklaður fram og til baka. Að lokum er heklaður kantur í kringum allt opið á peysunni. BERUSTYKKI: Heklið 132-141-144-153-153-159 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Fabel (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) – sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan. SJÁ HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju út umferðina = 130-139-142-151-151-157 stuðlar. Heklið næstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 22-25-25-28-28-28 stuðlum, * heklið 2 stuðla í næsta stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul *, heklið frá *-* yfir næstu 22 stuðla (= alls 11 stuðlar fleiri), 1 stuðul í hvern af næstu 42-45-48-51-51-57 stuðlum, heklið frá *-* yfir næstu 22 stuðla (= 11 stuðlar fleiri), 1 stuðull í hvern af síðustu 22-25-25-28-28-28 stuðlum = 152-161-164-173-173-179 stuðlar. Í næstu umferð eru sett prjónamerki í stykkið jafnframt því sem heklað er, prjónamerkin eiga að fylgja með í stykkinu til að auðveldara sé að sjá hvar mynstureiningin byrjar og endar. Heklið frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir 5 fyrstu stuðlana (= kantur að framan), A.1 yfir næstu 21-24-24-27-27-27 stuðlana (= 7-8-8-9-9-9 einingar) (= vinstra framstykki). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.2a yfir næstu 2 stuðlana (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki. Heklið A.1 yfir næstu 12 stuðlana (= 4 einingar). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.3 yfir 1 stuðul (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki hér. Heklið A.1 yfir næstu 12 stuðlana (= 4 einingar). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.2a yfir næstu 2 stuðlana (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki (= vinstri ermi). Heklið A.1 yfir næstu 42-45-48-51-51-57 stuðlana (= 14-15-16-17-17-19 einingar) (= bakstykki). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.2a yfir næstu 2 stuðlana (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki. Heklið A.1 yfir næstu 12 stuðlana (= 4 einingar). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.3 yfir 1 stuðul (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki. Heklið A.1 yfir næstu 12 stuðlana (= 4 einingar). Setjið 1 prjónamerki og heklið A.2a yfir næstu 2 stuðlana (= 1 eining) og setjið 1 prjónamerki (= hægri ermi). Heklið A.1 yfir næstu 21-24-24-27-27-27 stuðlana (= 7-8-8-9-9-9 einingar) og 1 stuðul í hvern og einn af síðustu 5 stuðlum (= kantur að framan) (=hægra framstykki). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! STÆRÐ S og M: Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 210-219 stuðlar í umferð. STÆRÐ L, XL og XXL: Í síðustu umferð í A.1 til A.3 er aukið út um 3-3-3 stuðla jafnt yfir lykkjur í mynsturteikningu A.1 á framstykki – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA og 6-0-12 stuðlar jafnt yfir lykkjur í mynsturteikningu A.1 á bakstykki (= 12-6-18 stuðlar fleiri alls). Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 234-237-249 stuðlar í umferð. STÆRÐ XXXL: Í síðustu umferð í A.1 til A.3 er aukið út um 3 stuðla jafnt yfir lykkjur í mynsturteikningu A.1 á bakstykki – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA. Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 240 stuðlar í umferð. ALLAR STÆRÐIR: Það eru alls 210-219-234-237-249-240 stuðlar á eftir síðustu umferð í mynsturteikningu og stykkið mælist ca 5 cm í öllum stærðum. STÆRÐ L, XL, XXL og XXXL: Heklið 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið og A.1 eins og áður, en það á að hekla yfir A.2a og A.3 þannig: Mynsturteikning A.2a er hekluð yfir 2 miðju stuðlana í hverri eining af A.2a alls 1-1-2-2 sinnum til viðbótar á hæðina (þ.e.a.s. A.2a hefur verið heklað alls 2-2-3-3 sinnum á hæðina), yfir þær lykkjur sem eftir eru er heklað A.1 (þ.e.a.s. það eru heklaðar 2 einingar af A.1 yfir hverja A.3 á ermum og það eru heklaðar 2 einingar af A.1 hvoru megin við hvert A.2a). Þegar A.2a er lokið eru 282-285-345-336 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 8-8-12-12 cm. STÆRÐ XXXL: Heklið mynsturteikningu A.2b yfir 2 miðju stuðlana í hverri einingu af A.2a alls 1 sinni á hæðina, það eru heklaðir stuðlar yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar A.2b er lokið eru 384 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 15 cm. ALLAR STÆRÐIR: Það eru alls 210-219-282-285-345-384 stuðlar í umferð og stykkið mælist ca 5-5-8-8-12-15 cm. STÆRÐ S, M, L og XL: Heklið 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið og A.1 eins og áður, en nú á að hekla A.4a yfir miðju 2 stuðlana í hverri einingu af A.2 alls 2-2-1-1 sinnum á hæðina, þær lykkjur sem eftir eru, eru heklaðar í A.1. Þ.e.a.s. yfir hvert A.2 er heklað þannig: Heklið A.1 yfir 6 stuðla (= 2 einingar), A.4a yfir 2 stuðla (= 1 eining) og A.1 yfir 6 stuðla (= 2 einingar). Í hvert skipti sem A.4a er endurtekið á hæðina eru heklaðar 8 einingar fleiri af A.1 í umferð. STÆRÐ M, L og XL: Heklið mynsturteikningu A.4b yfir miðju 2 stuðlana í hverri einingu af A.4a alls 1-1-2 sinnum á hæðina, stuðlar eru heklaðir yfir þær lykkjur sem eftir eru. STÆRÐ XXL og XXXL: Heklið mynsturteikningu A.4b yfir miðju 2 stuðlana í hverri einingu af A.2 alls 2-2 sinnum á hæðina, stuðlar eru heklaðir yfir þær lykkjur sem eftir eru. ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.4 er lokið eru 258-291-330-357-393-432 stuðlar í umferð. Stykkið mælist ca 12-15-15-18-19-22 cm. Heklið mynsturteikningu A.5 yfir miðju 2 stuðlana í hverri einingu af A.4 alls 1 sinni á hæðina, stuðlar eru heklaðir yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þ.e.a.s. yfir hvert A.4 er heklað þannig: Heklið 3 stuðla, A.5 yfir næstu 2 stuðla (= 1 eining) og 3 stuðlar. Þegar A.5 er lokið eru 286-319-358-385-421-460 stuðlar í umferð. Stykkið mælist ca 15-18-18-21-22-25 cm. Haldið áfram með stuðla yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist alls 17-19-20-22-24-26 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 44-50-53-59-65-71 lykkjum (= framstykki), hoppið yfir næstu 57-66-75-81-84-90 stuðla (= ermi), heklið 12 loftlykkjur (= undir ermi), heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 84-87-102-105-121-138 lykkjur (= bakstykki), hoppið yfir næstu 57-66-75-81-84-90 stuðlana (= ermi), heklið 12 loftlykkjur (= undir ermi), heklið 1 stuðul í hverja og eina af síðustu 44-50-53-59-65-71 (= framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 196-211-232-247-277-304 lykkjur. Heklið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul/loftlykkju til loka. Þegar stykkið mælist 3,5 cm frá skiptingu er lykkjum fækkað í 4. hverri umferð þannig: Fækkið um 6 stuðla jafnt yfir alls 3-3-3-2-2-2 sinnum (ekki er lykkjum fækkað yfir kantlykkjur að framan) og síðan 3 stuðla alls 0-0-1-0-1-1 sinni = 178-193-211-235-262-289 lykkjur. Þegar stykkið mælist 14 cm frá skiptingu er aukið út í 4. hverri umferð þannig: 15 stuðlar jafnt yfir alls 0-0-1-1-0-0 sinnum, 9 stuðlar jafnt yfir alls 3-3-3-2-4-3 sinnum og 6 stuðlar jafnt yfir alls 1-1-0-1-0-1 sinnum = 211-226-253-274-298-322 lykkjur. Haldið áfram að hekla stuðla þar til stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm frá skiptingu. Stykkið mælist ca 51-53-55-57-59-61 cm frá kanti í hálsmáli. Klippið frá og festið enda. ERMI: Ermin er hekluð í hring, ofan frá og niður. Byrjið á að hekla mitt undir ermi þannig: Byrjið umferð í 6. loftlykkju af 12 loftlykkjum sem heklaðar voru undir ermi á fram- og bakstykki, síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju/stuðul umferðina hringinn = 69-78-87-93-96-102 stuðlar. Haldið áfram að hekla stuðla hringinn. Þegar ermin mælist 3,5 cm fækkið lykkjum jafnt yfir í 4. hverri umferð þannig: Fækkið um 6 lykkjur alls 0-1-3-5-6-6 sinnum og 3 stuðla alls 5-6-4-2-0-0 sinnum = 54-54-57-57-60-66 stuðlar. Haldið áfram með stuðla þar til stykkið mælist 38-36-35-34-32-30 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Heklið síðan kant í kringum kant á ermum frá réttu þannig: Heklið 1 loftlykkju, * 1 fastalykkju í fyrsta/næsta stuðul, 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm * , heklið frá *-* hringinn alla ermina og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið hringinn, fram og til baka yfir loftlykkjuröðina í hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Byrjið yfir kant að framan, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í fyrstu kantlykkju að framan, heklið 1 hálfan stuðul á milli hverra stuðla yfir loftlykkjuröð í hálsi (fyrsti hálfa stuðul í umferð er skipt út fyrir 2 loftlykkjur) = ca 130-139-142-151-151-157 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í hvern hálfan stuðul (fyrstu fastalykkju í umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju) = ca 130-139-142-151-151-157 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. KANTUR: Það er heklaður kantur í kringum allt opið á peysunni þannig: Byrjið frá réttu og neðst á vinstri kant að framan (þegar flíkin er mátuð): Festið þráðinn með 1 keðjulykkju í hornið, * heklið 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm og heklið 1 fastalykkju í næsta stuðul *, heklið frá *-* meðfram öllum kantinum fram að hægri kanti að framan. Stillið af þannig að endað sé með 1 fastalykkju í síðasta kanti að framan. Nú eru heklað áfram upp yfir kant að framan á hægri hlið (þegar flíkin er mátuð) þannig: Heklið 3 loftlykkjur, hoppið fram að fyrstu umferð meðfram kanti að framan og heklið 1 fastalykkju um ysta stuðulinn. ** Heklið 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 umferð og heklið 1 fastalykkju um ysta stuðul í næstu umferð **, heklið frá **-** upp yfir allan kantinn að framan. Stillið af að endað sé með 1 fastalykkju í efstu umferð. Heklið frá *-* meðfram öllum kanti í hálsi fram að vinstri kanti í hálsi. Stillið af þannig að endað sé með 1 fastalykkju í síðasta stuðul. Heklið frá **-** niður meðfram vinstri kanti að framan og stillið af að umferðin endar í fyrstu lykkju í umferð. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki þannig: Saumið fyrstu töluna í ca 1½-2 cm niður frá kanti í hálsmáli, síðan eru 5-5-5-6-6-6 tölurnar sem eftir eru saumaðar með ca 8-9 cm millibili. Tölum er hneppt í gegnum stuðlana á hægri kanti að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crackedpepperjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-45
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.