Diana skrifaði:
Thank you, but this still isn’t clear, is the second part, after the centre stitch a mirror image of part one? Also, please can you put instructions for row 9 in writing. I’m sorry but I’m not having a “happy knitting” experience. 😒
05.04.2019 - 23:19DROPS Design svaraði:
Dear Diana, you work the same pattern on each side of the middle stitch = start with A.1, repeat A.2 and finish with A.3. On row 9 follow diagram symbols as on row 3 = YO, K1, YO, K2 tog, YO, K2 tog, YO (= A.1), repeat *K2 tog, YO* (= A.2) and finish with K2 tog, YO, K2 tog, YO, K1, YO (= A.3. Happy knitting!
08.04.2019 - 09:08
Diana skrifaði:
Please can you explain in writing row 3 and row 9 of A1, A2, A3. I can’t understand it. Also, why in row one you just make one yarnover, yet the graph says the graphic means two yarnovers? Very confusing. Thank you.
05.04.2019 - 00:08DROPS Design svaraði:
Dear Diana, you first work 2 sts in garter stitch, then work A.1, repeat A.2 and finish the first side of the shawl with A.3, work the middle stitch and repeat same pattern on the other side of shawl : A.1, repeat A.2 and finish with A.3 and 2 sts in garter stitch. On row 3 in A.1-2-3 work: YO, K1 (= A.1), *K2 tog, YO* (= A.2), repeat from *-* and work K2, YO (= A.3). Read more about diagrams here. Happy knitting!
05.04.2019 - 09:57
Jette Andreasen skrifaði:
Jeg har fundet ud af det, så i behøver ikke svare på mit tidligere spørgsmål. Jeg fik bare ikke læst opskriften korrekt.
24.02.2019 - 07:59DROPS Design svaraði:
Godt at høre Jette :)
28.02.2019 - 14:07
Jette Andreasen skrifaði:
Jeg kan ikke forstå hvordan jeg kan få diagram a4-a6 til at passe efter første gennemgang. Jeg har plads til to a5, men hvordan skal jeg strikke mellem de to.
24.02.2019 - 07:46DROPS Design svaraði:
Hej Jette, vi kan se at du har fundet ud af det :)
28.02.2019 - 14:07
Lucy in the Sky#lucyintheskyshawl |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri.
DROPS 199-27 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar. Prjónað er ofan frá og niður. SJAL: Fitjið upp 9 lykkjur á hringprjón 8. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkju í umferð (= miðjulykkja). Prjónið nú frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju í sléttprjóni (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjón = 13 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið eftir mynsturteikningu A.1-A.3 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1 yfir 1 lykkju, A.2 er endurtekið þar til 1 lykkja er eftir á undan miðjulykkju, prjónið A.3 yfir 1 lykkju, 1 lykkja slétt prjón (= miðjulykkja), prjónið A.1 yfir 1 lykkju, A.2 er endurtekið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.3 yfir 1 lykkju og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 35 lykkjur í umferð. Prjónið eftir mynsturteikningu A.4-A.6 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.4 yfir 1 lykkju, prjónið A.5 yfir 12 lykkjur, prjónið A.6 yfir 2 lykkjur, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðjulykkja), prjónið A.4 yfir 1 lykkju, prjónið A.5 yfir 12 lykkjur, prjónið A.6 yfir 2 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 59 lykkjur í umferð. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.4-A.6, en í hvert skipti sem mynsturteikningin er prjónuð á hæðina er pláss fyrir 1 mynstureiningu fleiri af A.5 á milli A.4 og A.6 hvoru megin við miðjulykkjuna. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 106 cm mælt meðfram miðjulykkju, stillið af eftir 1 heila einingu af mynsturteikningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með tvöföldum þræði. Klippið þráð ca 4-5 metra og notið hann saman við hinn þráðinn á meðan fellt er af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lucyintheskyshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.