Jeannette skrifaði:
Hej, jeg strikker dette i den største størrelse. Jeg er lige startet. Ved 118 masker på pinden, og efter indsættelse af markører, har jeg ikke 8 masker på pinden til sidst, men 14 (ærmet). Hvordan kan det passe? Mvh
02.03.2019 - 10:42DROPS Design svaraði:
Hei Jeanette. Du skal sette merkene I maskene, og ikke mellom 2 masker. Altså du setter 1. merke i den første masken på omgangen, strikker de neste 24 maskene (= totalt 25 masker strikket). Så setter du et merke i den neste masken, og strikker de neste 24 (= 50 masker strikket). osv. Det strikkes altså slik: 1 + 24 + 1 + 24 + 1 + 8 + 1 + 24 + 1 + 24 + 1 = 110, og du har da 8 masker igjen på pinnene (til erme). God fornøyelse
04.03.2019 - 13:16
Dirma Silva skrifaði:
Lindo!!!
01.02.2019 - 13:09
Sylvie skrifaði:
Vraiment très beau et les couleurs parfaites.
29.01.2019 - 14:47
Marion skrifaði:
Wat een prachtig model, niet doorsnee en heel draagbaar ook voor grote maten.
28.01.2019 - 20:16
Tina skrifaði:
Bitte in die Kollektion aufnehmen! So ein tolles Modell - gemütlich, verspielt aber nicht zu sehr. Werde ich auf jeden Fall stricken
11.01.2019 - 00:32
Uschi skrifaði:
Würde ich sofort stricken, hoffe auf die Anleitung.
06.01.2019 - 12:20
Sarda skrifaði:
Beau et original
19.12.2018 - 21:18
Heidi Pedersen skrifaði:
Oh yes pls
16.12.2018 - 17:54
Anne Lise skrifaði:
Deze gaat mijn eerste trui van 2019 worden.
16.12.2018 - 09:29
Sabine skrifaði:
Diesen Pulli würde ich sofort stricken. Ich liebe diesen Schnitt.
12.12.2018 - 17:02
Blue Pagoda#bluepagodasweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð poncho peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-25 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. RENDUR: Þegar stykkið mælist 3 cm, prjónið stykkið í röndum þannig: RÖND 1: Prjónið 11 cm sléttprjón með litnum þoka. RÖND 2: Prjónið 11 cm sléttprjón með litnum hveiti. Endurtakið rönd 1 og 2 til loka. LASKALÍNA – LEIÐBEININGAR: Þegar aukið er út í hverri umferð, á önnur hver umferð með uppslætti að vera með gati og önnur hver umferð með uppslætti á ekki að vera með gati – þetta er gert þannig: Þegar aukið er út í annarri hverri umferð er uppslátturinn í 1. umferð prjónaður slétt (= það verðu gat) og uppslátturinn í 2. umferð er prjónaður snúinn slétt (= það verður ekki gat). Þegar aukið er út í annarri hverri umferð eru allir uppslættirnir prjónaðir slétt (það eiga að myndast göt). LASKALÍNA – FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við 2. og 5. prjónamerki þannig – SJÁ LASKALÍNA-LEIÐBEININGAR: Aukið út í hverri umferð alls 16-18-20-24-28-32 sinnum. Aukið út í annarri hverri umferð alls 11-12-12-12-12-12 sinnum (= alls 27-30-32-36-40-44 sinnum). LASKALÍNA – ERMI: Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn Á EFTIR 3. og 6. prjónamerki og á UNDAN 4. og 1. prjónamerki þannig – SJÁ LASKALÍNA – LEIÐBEININGAR: Aukið út í hverri umferð alls 0-0-2-2-0-0 sinnum. Aukið út í annarri hverri umferð alls 17-21-21-23-24-26 sinnum. Aukið út í 4. hverri umferð alls 1-0-0-0-1-1 sinnum (= alls 18-21-23-25-25-27 sinnum). ÚRTAKA: Fækkið lykkjum þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 2 lykkjurnar slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður í vinkil, í hring á hringprjón. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram hringinn á hringprjón, ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Stykkið er prjónað í hring í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Fitjið upp 62-66-70-74-78-82 lykkjur á hringprjón 5,5 með litnum hveiti. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og aukið út um 24-24-28-32-32-36 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð með sléttum lykkjum = 86-90-98-106-110-118 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Í næstu umferð eru 6 prjónamerki sett í stykkið þannig: Setjið 1. prjónamerki í fyrstu lykkjuna, prjónið 16-17-19-21-22-24 lykkjur, setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju (= mitt að aftan), prjónið 16-17-19-21-22-24 lykkjur (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið 8 lykkjur, setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju (= ermi), prjónið 16-17-19-21-22-24 lykkjur, setjið 5. prjónamerki í næstu lykkju (= mitt að framan), prjónið 16-17-19-21-22-24 lykkjur (= framstykki), setjið 6. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið síðustu 8 lykkjur (= ermi). Aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir útaukningu fyrir laskalínu eru 44-50-54-58-58-62 lykkjur á hvorri ermi og 89-97-105-117-127-139 lykkjur á framstykki og 89-97-105-117-127-139 lykkjur á bakstykki (þ.e.a.s. 44-48-52-58-63-69 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki) = alls 266-294-318-350-370-402 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 44-48-52-58-63-69 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með 2. prjónamerki (= mitt að aftan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 44-48-52-58-63-69 lykkjur, setjið næstu 44-50-54-58-58-62 lykkjurnar á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi (setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja), prjónið 44-48-52-58-63-69 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með 5. prjónamerki (= mitt að framan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 44-48-52-58-63-69 lykkjur, setjið næstu 44-50-54-58-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi (setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja) = 194-210-230-254-278-302 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fram- og bakstykki heldur áfram í sléttprjóni með röndum eins og áður. Setjið 1 prjónamerki í stykkið og HÉÐAN ER NÚ MÆLT! UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (umferð með uppslætti og úrtöku): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki í mitt að framan og mitt að aftan (= 4 lykkjur fleiri) og fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir hvorri ermi – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri, þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verðu sá sami). UMFERÐ 3: Prjónið slétt. UMFERÐ 4 (umferð með uppslætti og úrtöku): Prjónið eins og 2. umferð. UMFERÐ 5: Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (umferð með uppslætti): Aukið út með 1 uppslætti hvoru megin við lykkju með prjónamerki í mitt að framan og mitt að aftan (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 7: Prjónið slétt. UMFEÐR 8 (umferð með uppslætti): Prjónið eins og umferð 6 = 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 7: Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (umferð með uppslætti): Prjónið eins og umferð 6 = 4 lykkjur fleiri. Endurtakið umferð 1 til 8 þar til stykkið mælist 35 cm frá prjónamerki (eða að óskaðir lengd) = ca 64-68-73-79-85-91 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki = ca 258-274-294-318-342-366 lykkjur alls. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. ERMI: = 44-50-54-58-58-62 lykkjur. Ermin heldur áfram í sléttprjóni með röndum eins og áður og er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Setjið lykkjur af þræði á sokkaprjón 6 og takið upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi á fram- og bakstykki = 50-56-62-66-68-72 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja undir ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3½-2½-2-2-2 cm millibili alls 9-11-14-15-15-16 sinnum = 32-34-34-36-38-40 lykkjur. Þegar ermin mælist 44-43-42-41-40-38 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), skiptið yfir á sokkaprjón 5,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluepagodasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.