Sylvie Chevalier-Levasseur skrifaði:
Bonjour est ce qu' il y a une explication du modèle en commençant par le bas
28.10.2024 - 15:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Chevalier-Levasseur, il n'existe qu'une version "de haut en bas" pour ce modèle, retrouvez ici tous les modèles de gilets et de vestes tricotés de bas en haut -n'hésitez pas à ajouter autant de filtres que souhaités pour affiner votre recherche. Bon tricot!
28.10.2024 - 16:34
Ylva skrifaði:
Hei! Hva betyr det når det står på høyre forstykke at de neste fem og de neste åtte og de neste tolv maskene skal strikkes? Er de de samme maskene lagt sammen, ellet er det fem, åtte og tolv nye masker etter hverandre?
26.08.2022 - 15:30DROPS Design svaraði:
Hei Ylva. Litt usikker på hva du mener med og hvor i oppskriften under HØYRE FORSTYKKE du henvender deg til når du skriver: "....neste fem og de neste åtte og de neste tolv maskene skal strikkes...." Om du mener der det står:" ...totalt 5-8-8-11-12-16 ganger..." Så skal du i str. S øke som forklart i oppskriften på hver 2. pinne (dvs på hver pinne fra retten) totalt 5 ganger. I str. M og L 8 ganger, i str. XL 11 ganger, i str. XXL 12 ganger og i str. XXL 16 ganger. Om det ble feil forklart, send oss gjerne et nytt spørsmål + hvilken str du strikker. mvh DROPS Design
29.08.2022 - 11:25
Josée skrifaði:
Bonjour,je fais la grandeur large. Au diagramme A2 lorsque nous avons fait les 4 premiers rang . Je ne comprends pas comment terminer le diagramme? J’espère que vous allez pouvoir m’aider. Merci.
04.07.2022 - 01:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Josée, dans A.2 (notamment) les motifs ne se répètent pas au même rythme, autrement dit, lorsque vous avez tricoté les 4 premiers rangs sur les 19 premières mailles, reprenez au 1er rang et répétez ainsi ces 4 rangs sur ces 19 mailles. En même temps, continuez les 8 dernières mailles jusqu'à ce que les 10 rangs soient terminés et répétez ces 10 rangs sur ces 8 mailles. Bon tricot!
04.07.2022 - 08:30
Pernille skrifaði:
Skøn trøje! Er det muligt at strikke ærmerne fra vrangen, så jeg undgår at skulle stikke alle de vrangmasker? I bekræftende fald har jeg brug for hjælp til, hvordan jeg strikker mønster masken fra forrige pind korrekt.
04.04.2022 - 16:57DROPS Design svaraði:
Hej Pernille, ja det kan du sikkert gøre - prøv at lave en lille strikkeprøve hvor du har mønsteret fra retsiden, så kan du sammenligne med en prøve fra vrangen og se om du får samme mønster :)
05.04.2022 - 08:19
Laetitia LAIR skrifaði:
Bonjour, Je vous remercie pour votre réponse. Pouvez-vous me préciser les différents diagrammes que l'on retrouve sur les 73 mailles du demi-devant droit après les augmentations des emmanchures. Je suis un peu perdue et que deviennent les 3 mailles au point mousse du côté emmanchure ? Merci d'avance.
16.10.2021 - 18:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lair, en XXL voustricotez ainsi les 73 m (vu sur l'endroit) du devant droit: 1 m lis au point mousse, 6 m jersey envers, A.12 (= 8 m), 5 m jersey envers (= 1+6+8+5= 20 soit 12 x 1 m augmentées + 8 m montées), A.2 (= 30 m), A.3 (= 18 m), 5 m de bordure devant = 1+6+8+5+30+18+5=73. Bon tricot!
18.10.2021 - 08:54
Laetitia LAIR skrifaði:
Bonjour, Je tricote la taille XXL. J'ai fait les augmentations des emmanchures et monter les 8 mailles à la fin du rang envers. J'ai tricoté à l'envers sur l'endroit les 5 premières augmentations , en A12 les 8 augmentations suivantes et 6mailles à l'envers sur l'endroit et 1 maille lisière. Que devient les 3 mailles au point mousse ? On continue de continuer ces 3 mailles au point mousse jusqu'à la fin de l'ouvrage ? Merci d'avance pour votre réponse.
13.10.2021 - 16:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lair, quand toutes les mailles ont été montées, vous continuez comme avant (avec les différents diagrammes, les mailles endroit et les mailles envers comme avant) avec 5 mailles de bordure point mousse pour la bordure devant et 1 maille lisière au point mousse sur le côté. Bon tricot!
14.10.2021 - 09:16
Kattis skrifaði:
Jag ska öka till höger ärmhål och har lagt upp 8 nya maskor innanför de tre kantmaskorna. Jag ska nu lägga upp 4 till i slutet på nästa aviga varv. Dessa 12 nya maskorna ska stickas som 3 maskor slätstickning, 8 maskor mönster enl A12 och en kantmaska. Men var hamnar de 3 ursprungliga kantmaskorna? Känns som jag har 3 maskor för mycket?
05.03.2021 - 10:32DROPS Design svaraði:
Hej Kattis, när du ökar 1 maska innanför 3 kantmaskor på vartannat varv, stickas de 3 kantmaskorna fortfarande i rätstickning. Först när du är klar med ökningarna och skall lägga upp nya maskor i slutet av varvet från avigsidan, stickas alla maskorna i mönstret och 1 kanmaska i sidan i rätst. Lycka till :)
05.03.2021 - 13:10
Carmen skrifaði:
Hallo, ich bin noch ganz am Anfang dieser schönen Weste. Gibt es denn keine Randmaschen? Oder werden diese extra zum Muster noch hinzugestrickt? Es wäre nett, wenn mir jemand antworten könnte.
13.10.2020 - 21:26DROPS Design svaraði:
Liebe Carmen, bis alle Maschen für die Blende angeschlagen sind, gibt es keine Randmaschen, die Maschen werden wie im Diagram A.1 bzw A.4 gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
14.10.2020 - 07:55
Birgith skrifaði:
Hvad mener I med “når tøjet er på” Opskriften starter med det, allerede ved første forstykke
22.03.2020 - 09:32DROPS Design svaraði:
Hei Birgith. Det menes det gjelder høyre stykket når plagget er på deg, ikke når du strikker - ser på plagget. mvh DROPS design
23.03.2020 - 15:28
CELIA skrifaði:
Bonjour, Je peux me tromper mais il n'y aurait pas un problème sur vos diagrammes ? (en plus de la numérotation A5 / A6) En taille S, le A1 a 7 rangs en bas et 3 tout en haut mais le A4 a 8 rangs en bas et 2 tout en haut. Les devants droite et gauche sont sensés être symétrique, non ?
29.07.2019 - 13:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Celia! J'ai verifie cela encore une fois et sur le devant gauche tout est bien dans les explications du modele: "Tricoter le rang suivant sur l'endroit ainsi: 5 mailles de bordure devant au point mousse, A.5 (= 14-14-17-17-18-18 mailles) et A.6 (= 27-27-28-28-30-30 mailles)" > donc a partir de la bordure devant gauche, on a les diagrammes, respectivement A.5, A.6 et A.4. Bon tricot!
29.07.2019 - 17:06
Victoria's Twirl#victoriastwirlcardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð síð, aðsniðin peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 200-8 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Hægra framstykki: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.12. Vinstra framstykki: Sjá mynsturteikningu A.4, A.5, A.6 og A.13. Bakstykki: Sjá mynsturteikningu A.7 til A.13. Ermi: Sjá mynsturteikningu A.14 til A.16. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR FYRIR MYNSTURTEIKNINGU: Þessi uppskrift er með margar mynsturteikningar. Það getur verið gott að setja hring utan um mynsturteikningu sem tilheyrir þinni stærð, þá næð þú að halda betur utan um mynstrið þegar þú prjónar. Annað gott ráð er að klippa út þá mynsturteikningu sem tilheyrir þinni stærð og safna þeim saman í flokka fyrir framstykki, vinstra framstykki, bakstykki o.s.frv. (sjá skiptingu í kaflanum MYNSTUR). LEIÐBEININGAR: Allur lykkjufjöldi sem gefinn er upp í framstykki og bakstykki er miðaður út frá því að það eru 3 lykkjur í litlu köðlunum, en passið uppá að lykkjufjöldinn í litlu köðlunum skiptist frá 3 og 2 lykkjum alla leið til loka á stykkinu og þetta kemur til með að hafa áhrif á lykkjufjölda í umferð. Á ermum er miðað við að það eru 2 lykkjur í kaðli þar sem A.15 byrjar með 2 lykkjum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar stykkið er mátað). Fellið af frá réttu þar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að síðustu lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp fyrir hálsmáli. Síðan er fellt af fyrir 6-7-7-7-8-8 næstu hnappagötum með ca 9-8-8½-8½-7½-8 cm millibili. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt eða snúinn brugðið (það eiga ekki að myndast göt). Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur þannig: Þær 3-3-3-4-5-5 fyrstu lykkjurnar eru prjónaðar brugðið frá réttu/slétt frá röngu, þær 4-8-8-8-8-8 næstu lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.12 (á hægra framstykki og í hægri hlið á stykki á bakstykki) eða A.13 (á vinstra framstykki og í vinstri hlið á stykki á bakstykki), þær 0-0-0-4-6-12 næstu lykkjur eru prjónaðar brugðið frá réttu/slétt frá röngu, síðan er endað með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. ÚRTAKA FRAMSTYKKI (á við um úrtöku í brugðnum einingum): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Þegar lykkjum er fækkað jafnt yfir í brugðnum einingum, fækkið þá lykkjum í annarri hverri brugðinni einingu, það á ekki að fækka lykkjum í öllum brugðnu einingum í umferð. Hoppið yfir brugðnu eininguna næst kanti, fellið af 1 lykkju í næstu einingu með brugðnu einingu. Í næsta skipti sem lykkjum er fækkað, hoppið yfir brugðnu eininguna næst kanti, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, fellið af 1 lykkju í næstu brugðnu einingu, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, fellið af 1 lykkju í næstu brugðnu einingu. Fækkið um 1 lykkju í brugðinni einingu með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman. ATH: Það er fallegast ef þú fækkar lykkjum til skiptis í byrjun og í lok á brugðinni einingu (ekki mitt í). ÚRTAKA BAKSTYKKI (á við um úrtöku í brugðnum einingum): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Þegar fækka á lykkjum jafnt yfir í brugðnum einingum, er lykkjum fækkað í annarri hverri brugðinni einingu, en lykkjum er ekki fækkað í öllum brugðnum einingum í umferð. Teljið frá miðju lykkju í umferð til að áætla hvar úrtakan eigi að byrja. Fækka á um 1 lykkju í brugðinni einingu hvoru megin við miðju lykkjuna, hoppið yfir næstu brugðnu einingu í hvorri hlið, fækkið um 1 lykkju í næstu brugðnu einingu í hvorri hlið. Í næsta skipti þegar fækka á lykkjum, hoppið yfir brugðnu eininguna hvoru megin við miðju lykkjuna, fækkið um 1 lykkju í næstu brugðnu einingu í hvorri hlið, hoppið yfir næstu brugðnu einingu í hvorri hlið og fækkið um 1 lykkju í næstu brugðnu einingu í hvorri hlið. Fækkið um 1 lykkju í brugðinni einingu með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman. ATH: Það er fallegast ef þú fækkar lykkjum til skiptis í byrjun og í lok á brugðinni einingu (ekki mitt í). ÚTAUKNING FRAMSTYKKI (á við um útaukningu í brugðnum einingum): Öll útaukning er gerð frá réttu! Þegar aukið er út jafnt yfir í brugðnum einingum, aukið út í annarri hverri brugðinni einingu, en ekki er aukið út í öllum brugðnum einingum í umferð: Aukið því fyrst út í brugðinni einingu næst kanti að framan, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, aukið út 1 lykkju í næstu brugðnu einingu. Í næsta skipti þegar auka á út, hoppið yfir brugðnu eininguna næst kanti að framan, aukið út 1 lykkju í næstu brugðnu einingu, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, aukið út 1 lykkju í næstu brugðnu einingu. Aukið út 1 lykkju í brugðinni einingu (séð frá réttu) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðnar frá réttu/slétt frá röngu. ATH: Það er fallegast ef þú eykur út lykkjur til skiptis í byrjun og í lok á brugðinni einingu (ekki mitt í). ÚTAUKNING BAKSTYKKI (á við um útaukningu í brugðnum einingum): Öll útaukning er gerð frá réttu! Þegar auka á út jafnt yfir í brugðnum einingum, aukið út í annarri hverri brugðinni einingu yfir miðju 14 brugðnum einingum í umferð. Teljið miðju 14 brugðnu einingarnar og setjið 1 prjónamerki í hvora hlið til að merkja hvar útaukningin á að byrja og enda. Í fyrsta skipti er aukið út um 7 lykkjur jafnt yfir, aukið er út um 1 lykkju í fyrstu brugðnu eininguna, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, aukið út 1 lykkju í næsta brugðnu einingu o.s.frv. þar til aukið hefur verið út um 7 lykkjur. Í næsta skipti sem auka á út, hoppið yfir fyrstu brugðnu eininguna, aukið út 1 lykkju í næstu brugðnu einingu, hoppið yfir næstu brugðnu einingu, aukið út 1 lykkju í næstu brugðnu einingu o.s.frv. þar til aukið hefur verið út um 7 lykkjur. Aukið út um 1 lykkju í brugðinni einingu (séð frá réttu) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðnar frá réttu/slétt frá röngu. ATH: Það er fallegast ef þú eykur út til skiptis í byrjun og í lok á brugðinni einingu (ekki mitt í). ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.15 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.15, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið A.15 (= 2/3 lykkjur), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum, ofan frá og niður. Byrjið með hægra framstykki, þ.e.a.s. prjónið hægir öxl, fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli og aukið út fyrir handveg. Fækkið síðan lykkjum og aukið út í brugðnu einingunum til að fá aðsniðið form. Vinstra framstykki er prjónað alveg eins, nema spegilmynd. Bakstykki er prjónað alveg eins, þ.e.a.s. prjónið hægri öxl, prjónið vinstri öxl, fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli, aukið út fyrir handveg í hvorri hlið og fækkið lykkjum og aukið í brugðnu einingunum til að fá aðsniðið form. Ermakúpan á ermum er prjónuð fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður, síðan eru ermarnar prjónaðar í hring á sokkaprjón/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Stykkið er saumað saman í lokin og prjónaður er kantur í hálsi. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 21-21-22-22-24-24 lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 (1. umferð = rétta). JAFNFRAMT er aukið út fyrir hálsmáli þannig: Í 7.-7.-5.-5.-5.-5. hverri umferð í A.1 byrjar útaukning fyrir hálsmáli, þ.e.a.s. fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju alls 3-3-4-4-4-4 sinnum og 2 lykkjur alls 3 sinnum = 31-31-33-33-35-35 lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR! Nýjar lykkjur eru prjónaðar eins og mynsturteikning sýnir. Síðan: Í 19. umferð í A.1 eru fitjaðar upp 15-15-17-17-18-18 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu = 46-46-50-50-53-53 lykkjur. Þessar 15-15-17-17-18-18 lykkjur eru prjónaðar brugðnar í næstu umferð, þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar eins og síðasta umferð í A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.2 (= 27-27-28-28-30-30 lykkjur), prjónið A.3 (= 14-14-17-17-18-18 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 15-14-15-13-14-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 1 lykkju fyrir handveg innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg – sjá ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG (útaukningar lykkjur eru prjónaðar eins og útskýrt er í ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-8-8-11-12-16 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 3-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu = 54-58-62-67-73-79 lykkjur. Þegar síðustu lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp fyrir handveg, mælist stykkið ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð í hlið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið síðan áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA FRAMSTYKKI. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 7 cm frá prjónamerki = 50-54-58-63-69-75 lykkjur. Þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING FRAMSTYKKI. Þegar stykkið mælist 14½ cm frá prjónamerki, er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir. Haldið svona áfram með útaukningu til skipist 3 og 4 lykkjur með 4½ cm millibili alls 10 sinnum (aukið út til skiptis 3 lykkjur 5 sinnum og 4 lykkjur 5 sinnum) = 85-89-93-98-104-110 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm frá prjónamerki (eða að óskaðri lengd, þar til 1 cm er til loka). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu! Framstykki mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 21-21-22-22-24-24 lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.4 (1. Umferð = rétta). JAFNFRAMT er aukið út fyrir hálsmáli þannig: Í 8.-8.-6.-6.-6.-6. hverri umferð í A.4 byrjar útaukning fyrir hálsmáli og fitjaðar eru upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju alls 3-3-4-4-4-4 sinnum og 2 lykkjur alls 3 sinnum. Nýjar lykkjur eru prjónaðar upp eins og mynsturteikning sýnir. Síðan: Í síðustu umferð í A.4 (ranga), fitjið upp 15-15-17-17-18-18 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar = 46-46-50-50-53-53 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.5 (= 14-14-17-17-18-18 lykkjur) og prjónið síðan A.6 (= 27-27-28-28-30-30 lykkjur). Sjá LEIÐBEININGAR og haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 15-14-15-13-14-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 1 lykkju fyrir handveg innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni að handveg – sjá ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG (útauknar lykkjur eru prjónaðar eins og útskýrt er í ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-8-8-11-12-16 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 3-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 54-58-62-67-73-79 lykkjur. Þegar síðustu lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp fyrir handveg, mælist stykkið ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í lok umferðar í hlið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið síðan áfram með mynstur eins og áður með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan og 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA FRAMSTYKKI! Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 7 cm frá prjónamerki = 50-54-58-63-69-75 lykkjur. Þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING FRAMSTYKKI. Þegar stykkið mælist 14½ cm frá prjónamerki, aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir. Haldið svona áfram með útaukningu til skiptis með 3 og 4 lykkjur með 4½ cm millibili alls 10 sinnum (aukið út til skiptis 3 lykkjur 5 sinnum og 4 lykkjur 5 sinnum) = 85-89-93-98-104-110 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm frá prjónamerki (eða að óskaðri lengd, þar til 1 cm er til loka). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu! Framstykki mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm frá öxl og niður. HÆGRI ÖXL AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 21-21-22-22-24-24 lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.7 (1. umferð = rétta). JAFNFRAMT í lok 2. umferðar í A.7 (ranga), fitjið upp 2 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli. Prjónið A.7 til loka. JAFNFRAMT í lok síðustu umferðar í A.7 eru fitjaðar upp 33-33-39-39-41-41 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli (mitt aftan í hnakka) = 57-57-64-64-68-68 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl aftan eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI ÖXL AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 21-21-22-22-24-24 lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.8 (1. umferð = rétta). JAFNFRAMT í lok 3. umferðar í A.8 (rétta), fitjið upp 2 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli. Prjónið A.8 til loka = 24-24-25-25-27-27 lykkjur. Nú á að setja stykkin saman við bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið inn lykkjur frá hægri og vinstri öxl á sama hringprjón 4 = 81-81-89-89-95-95 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (byrjið á að prjóna yfir lykkjurnar frá vinstri öxl): Prjónið A.9 (= 27-27-28-28-30-30 lykkjur), prjónið A.10 (= 27-27-33-33-35-35 lykkjur), prjónið A.11 (= 27-27-28-28-30-30 lykkjur). Haldið áfram með mynstur fram og til baka svona, en þegar A.X hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina endurtakið mynstureiningar merktar með stjörnu á hæðina. Þegar stykkið mælist 15-14-15-13-14-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið nú út fyrir handveg í hvorri hlið. Aukið út um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG (útauknu lykkjurnar eru prjónaðar eins og útskýrt er í ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-8-8-11-12-16 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 3-4-4-6-8-10 nýjar lykkjur í lok tveggja næstu umferða = 97-105-113-123-135-147 lykkjur. Þegar síðustu lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp fyrir hálsmáli í hvorri hlið, mælist stykkið ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í lok á umferð í hlið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið síðan áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA BAKSTYKKI. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 7 cm frá prjónamerki = 89-97-105-115-127-139 lykkjur. Þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, aukið út um 7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING BAKSTYKKI. Aukið svona út með 4½ cm millibili alls 10 sinnum = 159-167-175-185-197-209 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm frá prjónamerki (eða að óskaðri lengd, þar til 1 cm er til loka). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu! Bakstykki mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm frá öxl og niður. ERMI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjón, síðan er ermin prjónuð í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón til loka. Fitjið upp 23-27-31-25-31-29 lykkjur á hringprjón 4 með Cotton Merino. Prjónið A.14 fram og til baka, en teljið út frá miðju – miðjulykkja í A.14 á að passa við miðjulykkju í stykki. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir ermakúpu í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.14, þannig að það verður ein lykkja í klukkuprjóni með 5 lykkjur brugðið á milli hverra lykkja í klukkuprjóni): Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-4-4-4 lykkjur í hvorri hlið, 1 lykkja 5-6-6-7-7-9 sinnum í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið og að lokum 3 lykkjur 1-1-1-2-2-2 sinnum í hvorri hlið = 69-75-79-85-91-97 lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp, setjið lykkjur á sama sokkaprjón eða stuttan hringprjón 4 og prjónað er í hring til loka. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki (steypið yfir lykkju á undan prjónamerki á vinstri prjón), prjónið A.15 yfir miðju 2 lykkjurnar undir ermi, prjónið 9-12-14-11-14-17 lykkjur brugðið, prjónið A.16A yfir næstu 48-48-48-60-60-60 lykkjur (= 8-8-8-10-10-10 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.16B (= 1 lykkja) og endið með 9-12-14-11-14-17 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið var prjónað saman, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 8-9-9-10-10-11 sinnum = 53-57-61-65-71-75 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 45-45-45-43-43-42 cm frá þar sem prjónað var saman (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm til loka. ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu). Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn þannig: Haldið áfram A.15 mitt undir ermi, prjónið 1-3-2-1-1-3 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 2-4-3-2-2-4 lykkjur á undan A.15, prjónið 1 lykkju slétt og 1-3-2-1-1-3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með stroff í ca 1½ til 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 56-57-57-57-57-58 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við uppfitjunarkantinn. Saumið hliðarsauma á peysu frá handveg og niður – saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur. Saumið ermar í (ermin er lögð undir kant með garðaprjóni meðfram handveg þannig að kantur í garðaprjóni sjáist og saumað er í ystu lykkjuna meðfram kanti í garðaprjóni). Saumið tölur í vinstri kant að framan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 104 til 119 lykkjur í kringum hálsmál á hringprjón 3 (lykkjufjöldi á að vera deilanlegur með 3 + 2). Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 1½ til 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #victoriastwirlcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.