Ferouz skrifaði:
Love this garment! Thanks for the pattern, it's perfectly written💜
16.08.2022 - 22:35
Annie skrifaði:
Kan de volgorde van het patroon niet volgen
17.06.2022 - 12:34
Tobey skrifaði:
I’m confused on the sleeve instructions. How many stitches should there be after the first round? Not sure what “ = row of chain stitches + 1 single crochet “ means.
15.06.2022 - 04:30DROPS Design svaraði:
Dear Tobey, on the first round on sleeve you first start with A.9, then work the diagram A.6 (= 5 chain stitches, skip 3 double crochets, 1 single crochet in next double crochet), work from (to) a total of 9-10-10-11 times along one side of body, then repeat from (to) 9-10-10-11 times along the other side of armhole = there will be 18-20-20-22 chain-spaces/single crochets in total on the round. Happy crocheting!
15.06.2022 - 09:25
Anonymous skrifaði:
With all the questions and people telling you the instructions are very confusing don't you think you should rewrite the pattern? I for one love the sweater but I'm confused about pattern too. It is a terrible terrible written pattern. Never known drops to have these wonderful patterns written so badly.
05.06.2022 - 00:34
Astrid Homma skrifaði:
Fiz uma pergunta mas não há necessidade de me responder. Já entendi o que perguntei. Obrigada!
02.05.2022 - 04:32
Astrid Homma skrifaði:
Olá! Estou tentando crochetar este modelo no tamanho XXL mas ao chegar na terceira carreira do diagrama A.5 não entendi como finalizar. Não estão faltando pontos neste diagrama? Obrigada desde já pelo retorno!
02.05.2022 - 00:42
Catharine skrifaði:
The pattern doesn’t seem to match the picture unfortunately. Can you confirm please that the back should end up with 3 large diamond shaped motifs with a half diamond either side, as per the pattern (rather than 3 diamond motifs, with a half diamond along the lower edge in the picture). The way the design plays out in the picture is MUCH more appealing than ending up with half-motifs around the neck and shoulders!
16.04.2022 - 11:23DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, you have a half diamond both in the neck and in the lower edge, you can see it in some of the pictures and in the front edge. So, you have 3 whole diamonds and 2 half-diamond motifs both in the picture and the pattern. Happy crochetting!
17.04.2022 - 12:23
Carola skrifaði:
Hej. Jag förstår inte mönstret, stl xxl. 183 lm och stolpar, lmb enligt mönster och text men när jag vänder och går vidare med diagram A2b och vidare A3b så får jag inte mönstret att stämma. Det står dst i luftmaskbågen men det finns inte någon lmb i närheten. Hur ska jag läsa mönstret? Ska något läggas till i diagrammet till stl xxl som det inte står i texten? Jag virkar bakifrån vid en vändning A5, A4, A3 osv och baklänges men det stämmer inte ändå.
12.04.2022 - 08:27DROPS Design svaraði:
Hei Carola Har du husket å minske maskeantallet til 155 masker (fra 183 masker)? mvh DROPS Design
19.04.2022 - 11:05
Petra Stuhldreier skrifaði:
Vielen lieben Dank für Ihre schnelle Antwort. War im glauben das ich das rechte Vorderteil seperat häkeln muss, aber dem ist ja nicht so. Lach. Habs kapiert. Ich wünsche Ihnen und Ihren Familien allen eine schöne Weihnachtszeit und einen guten rutsch ins Jahr 2022. Bleiben Sie alle gesund und rutschen gut ins neue Jahr. LG Petra Stuhldreier
17.12.2021 - 19:17
Petra Stuhldreier skrifaði:
Wieviel Luftmaschen muss ich für das rechte Teil, Armausschnitt und Vorderteil anschlagen?
16.12.2021 - 17:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Stuhldreier, siehe unter den nächsten Absatz Alle Größen, Sie werden für den Armausschnitt 36-40-40-44 Luftmaschen für den Armausschnitt häkeln und die nächsten 9-10-10-11 Rapporte A.6 überspringen. Viel Spaß beim häkeln!
17.12.2021 - 08:02
Blossoming Beauty#blossomingbeautyjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð ferningspeysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er heklað með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 200-16 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.11. (A.5 á við um stærð XL/XXL og XXXL). HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipti út fyrir 3 loftlykkjur. Þessar 3 loftlykkjur teljast sem einn af stuðlum í lykkjufjölda. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í einn stuðul. ÚRTAKA-1: Fækkið um 1 stuðul þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= stuðull færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 48 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 16. Í þessu dæmi þá eru heklaðir ca 15. og 16. hver stuðull saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Fyrst er bakstykkið heklað, síðan er hekluð hægri hlið, handvegur og framstykki. Síðan er vinstri hlið hekluð, handvegur og framstykki. Ermar eru heklaðar í hring ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Heklið 163-163-183-183 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Cotton Merino. Snúið og heklið mynstur fram og til baka í mismunandi stærðum þannig: Stærð S/M og L: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjurnar – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, A.2a yfir næstu 24 loftlykkjur, A.3a yfir næstu 108 loftlykkjur (= 3 mynstureiningar), A.4a yfir næstu 19 loftlykkjur, A.1 yfir þær 6 loftlykkjur sem eftir eru í umferð = 138-138 lykkjur. Stærð XL/XXL og XXXL: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, A.2a yfir næstu 24 loftlykkjur, A.3a yfir næstu 108 loftlykkjur (= 3 mynstureiningar), A.4a yfir næstu 19 loftlykkjur, A.5 yfir næstu 20 lykkjur, A.1 yfir þær 6 loftlykkjur sem eftir eru í umferð = 155-155 lykkjur. Allar stærðir: ATH: A.1 er heklað í hvora hlið þar til stykkið hefur verið heklað til loka. Fyrsta umferðir sem er hekluð, er hekluð frá réttu, setjið prjónamerki til að merkja hvað sé réttan í stykkinu. Haldið síðan áfram með A.2b, A.3b, A.4b og A.5b (á við um stærð XL/XXL og XXXL) á hæðina alls 3 sinnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga (A.1 er heklað eins og áður í hvorri hlið), jafnframt er aukið út um 1-1-0-0 stuðla í umferð – sjá ÚTAUKNINGU = 139-139-155-155. Stykkið mælist ca 32 cm í öllum stærðum. Klippið frá. Setjið eitt prjónamerki í síðustu umferð sem var hekluð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! HÆGRI HLIÐ, HANDVEGUR OG FRAMSTYKKI: Heklið nú áfram frá röngu, þ.e.a.s. það verða 2 umferðir frá röngu á eftir hverri annarri: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 lykkjur, A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan/loftlykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið) = 32-32-36-36 mynstureiningar A.6, A.1. Heklið næstu umferð í mynsturteikningu til baka frá réttu. Nú er stærð S/M lokið. Í stærð L, XL/XXL og XXXL eru þessar 2 lykkjur endurteknar þar til heklaðar hafa verið 4-4-6 umferðir í mynstri. ALLAR STÆRÐIR: Heklið nú handveg þannig (frá röngu): A.1, heklið 8 mynstureiningar A.6, heklið 36-40-40-44 loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 9-10-10-11 mynstureiningar A.6, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju og haldið síðan áfram með A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan/loftlykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að stykkið verði samhverft innan við A.1 í hvorri hlið), A.1. Haldið síðan áfram fram og til baka með A.6 og A.1 í hvorri hlið á stykki, yfir lausar 36-40-40-44 loftlykkjur sem voru heklaðar fyrir handveg eru heklaðar 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 = alls 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Endurtakið síðustu 2 umferðir í A.6 þar til stykkið mælist ca 6-8-8-10 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferðin sem er hekluð er hekluð eins og síðasta umferð í mynsturteikningu. Heklið nú 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju (A.1 er heklað í hvora hlið á stykki eins og áður), jafnframt er aukið út um 1-1-0-0 stuðul = 140-140-155-155 lykkjur. Heklið síðan mynstur þannig: A.1, A.7 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.7 er heklað hoppar síðasti stuðullinn í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1. Þegar A.7 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 2 síðustu umferðir endurteknar í A.7 þar til stykkið mælist 26-28-32-34 cm frá prjónamerki, stillið af að síðasta umferðin sem er hekluð sé frá röngu. Heklið nú 1 umferð með 1 stuðli í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju (A.1 er heklað í hvorri hlið eins og áður). Heklið nú mynstur þannig: A.1, A.8 fram að næstu mynstureiningu A.1, en í síðasta skipti sem A.8 er heklað hoppar síðasti stuðullinn í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1. Í síðustu umferð í A.8 er fækkað um 2-2-0-0 stuðla jafnt yfir = 138-138-155-155 stuðlar. Heklið nú mynstur í mismunandi stærðum þannig: Stærð S/M og L: Heklið A.1, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 20 stuðlum (= A.2a), * heklið 1 stuðul í hvern af næstu 12 stuðlum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.3a) *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.4a), endið með A.1. Heklið nú A.2b-A.4b eins og áður innan við A.1 í hvorri hlið. Þegar A.2b-A.4b hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið síðustu umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju innan við A.1 í hvorri hlið á stykki. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 42-44 cm frá prjónamerki (40-40 cm frá handveg): Stærð XL/XXL og XXXL: Heklið A.1, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 20 stuðlum (= A.2a), * heklið 1 stuðul í hvern af næstu 12 stuðlum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.3a) *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.4a), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 17 stuðlum (= A.5), endið með A.1. heklið nú A.2b-A.5b eins og áður innan við A.1 í hvorri hlið. Þegar A.2b-A.5b hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið síðustu umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju innan við A.1 í hvorri hlið á stykki. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 48-50 cm frá prjónamerki (44-44 cm frá handveg). VINSTRI HLIÐ, HANDVEGUR OG FRAMSTYKKI: Heklið út yfir hina hliðina frá loftlykkjuumferð sem var hekluð í byrjun á stykki með byrjun frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjur, heklið 2-2-1-1 stuðla í næstu loftlykkju, haldið síðan áfram með 1 stuðul í hverja loftlykkju, þar til 6 lykkjur eru eftir, en hoppið yfir sömu loftlykkjur sem hoppað var yfir í fyrstu umferð á fyrra hlutanum sem var heklaður, heklið A.1 yfir næstu 6 loftlykkjur = 139-139-155-155 stuðlar. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið nú áfram frá röngu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 lykkjur, A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), A.1. Heklið næstu umferð í mynsturteikningu til baka frá réttu. Nú er stærð S/M lokið. Í stærð L, XL/XXL og XXXL er mynstrið endurtekið á hæðina þar til heklaðar hafa verið alls 4-4-6 umferðir í mynstri. Allar stærðir: Heklið nú handveg þannig (frá röngu): A.1, heklið 15-14-18-17 mynstureiningar A.6, heklið 36-40-40-44 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 9-10-10-11 mynstureiningar A.6, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju, heklið síðan 8 mynstureiningar A.6, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1 = 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Haldið síðan áfram fram og til baka með A.6 og A.1 í hvorri hlið á stykki, yfir lausar 36-40-40-44 loftlykkjur sem voru heklaðar fyrir handveg eru heklaðar 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 = alls 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Haldið síðan áfram með mynstur alveg eins og á hægra framstykki. ERMI: Ermar eru heklaðar í hring frá handveg og niður. Byrjið mitt undir handveg með A.9 (= byrjun á umferð), heklið A.6 (= umferð með loftlykkjubogum + 1 fastalykkju) upp að topp á handveg (= 9-10-10-11 mynstureiningar), heklið 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 um loftlykkjuumferð sem var hekluð fyrir handveg = alls 18-20-20-22 mynstureiningar A.6 fyrir ermi. Haldið áfram hringinn svona. Þegar stykkið mælist 4 cm er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Heklið A.9, A.10, heklið A.6 þar til 2 mynstureiningar eru eftir í A.6 í umferð, heklið A.11. Þegar A.10 og A.11 hefur verið heklað til loka á hæðina hefur fækkað um 2 mynstureiningar A.6 í umferð og nú er pláss fyrir 16-18-18-20 mynstureiningar A.6 í umferð. Haldið áfram hringinn með mynstur og endurtakið úrtöku þegar ermin mælist 12 cm og 20 cm = 12-14-14-16 mynstureiningar. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 52 cm – stillið af að endað sé eftir umferð sem er eins og síðasta umferð í A.6. Heklið nú 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju, jafnframt er fækkað um 3-5-5-4 stuðla jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 45-51-51-60 stuðlar eftir í umferð. Heklið A.8 hringinn í umferð. Ermin mælist ca 56 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blossomingbeautyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.