Daniela skrifaði:
Molto bello!
11.01.2019 - 16:21
Mercedes Marzo Gracia skrifaði:
Está precioso tanto como el color como el diseño, me lo guardo para este verano 😍💞
11.01.2019 - 15:48
Campa skrifaði:
Ook ik zou deze willen haken, was mijn 1e keus, maar die hals is niet mooi.
01.01.2019 - 19:24
Eva skrifaði:
Würde ich gerne häkeln!
16.12.2018 - 19:45
Skir Flower Skir Blommning skrifaði:
Den fina hålmönstret med blom motiv inspirerar mig
15.12.2018 - 07:47
Laura Waterfield skrifaði:
Love love this yoke Please offer this one. Would you make a cardi to match?
14.12.2018 - 11:50
Erika skrifaði:
Geheel akkoord met Rosemary , met dieper halsuitsnijding zou ook ik deze maken . Er zijn teweinig gehaakte-trui-modellen .
13.12.2018 - 13:08
Gudbjorg skrifaði:
Sumar
12.12.2018 - 16:15
Rosemary skrifaði:
I would like this one with a scoop neckline instead of a slash neckline. would then make this one.
12.12.2018 - 02:04
Daisy Chain#daisychainsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-5 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir eru heklaðar fram og til baka og heklaðar saman í lok/byrjun á umferð þannig: Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul) og enda með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð, snúið stykkinu. Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju (koma ekki í stað fyrstu fastalykkju) og enda með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju, snúið stykkinu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka /fjölga eigi út lykkjum (t.d. 93 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 13,3. Í þessu dæmi er lykkjum fjölgað með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju í ca 13. hverja lykkju. Ef fækka á lykkjum jafnt yfir er heklað í þessu dæmi ca í 12. og 13. hver lykkja saman, þ.e.a.s. 2 stuðlar eru heklaðir saman þannig: * Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 og A.4). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er heklað fram og til baka (þ.e.a.s. til skiptis frá réttu og röngu) og heklað saman í lokin í hverri umferð, ofan frá og niður. Ermar eru heklaðar fram og til baka og eru heklaðar saman í lokin á hverri umferð, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Heklið 109-114-118-123-129-133 loftlykkjur með heklunál 4 með Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 3-1-5-3-2-6 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, heklið frá *-* = 93-97-101-105-110-114 fastalykkjur. Heklið næstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og aukið út um 7-15-23-23-30-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 100-112-124-128-140-144 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir 16-20-24-24-24-24 lykkjur (= 4-5-6-6-6-6 mynstureiningar með 4 lykkjum) (= hálft bakstykki), heklið A.2 yfir 2-2-2-3-3-4 lykkjur (= 2-2-2-3-3-4 mynstureiningar með 1 lykkju), heklið A.1 yfir 12 lykkjur (= 3 mynstureiningar), heklið A.2 yfir 2-2-2-3-3-4 lykkjur (= 2-2-2-3-3-4 mynstureiningar) (= ermi), heklið A.1 yfir 36-40-44-44-56-56 lykkjur (= 9-10-11-11-14-14 mynstureiningar) (= framstykki), heklið A.2 yfir 2-2-2-3-3-4 lykkjur (= 2-2-2-3-3-4 mynstureiningar), heklið A.1 yfir 12 lykkjur (= 3 mynstureiningar), heklið A.2 yfir 2-2-2-3-3-4 lykkjur (= 2-2-2-3-3-4 mynstureiningar) (= ermi) og heklið A.1 yfir 16-20-24-24-24-24 lykkjur (= 4-5-6-6-6-6 mynstureiningar = hálft bakstykki). Haldið áfram að hekla þar til A.1 og A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina (= 140-152-164-188-200-224 lykkjur) – JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er lykkjufjöldinn jafnaður til með því að auka/fækka lykkjum til 140-150-160-190-200-220 lykkjur. Stykkið mælist ca 6 cm. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 yfir allar lykkjur (= 14-15-16-19-20-22 mynstureiningar yfir 10 lykkjur). Haldið áfram að hekla þar til A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina = 196-210-224-247-260-286 lykkjur. Stykkið mælist ca 11 cm. Næsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið A.4 yfir allar lykkjur (= 18-19-20-22-24-26 mynstureiningar yfir 11 lykkjur) – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður til með því að auka/fækka til 198-209-220-242-264-286 lykkjur þannig að mynstureiningarnar gangi jafnt upp. Haldið áfram að hekla þar til A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina (= 234-247-260-286-312-338 lykkjur), en í síðustu umferð er aukið út um 0-11-19-8-6-10 lykkjur jafnt yfir = 234-258-279-294-318-348 lykkjur. Stykkið mælist ca 19 cm. STÆRÐ S: Ef ekki hefur verið náð réttu máli, heklið A.5 yfir allar lykkjur (= 78 mynstureiningar með 3 lykkjum) þar til stykkið mælist 19 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð einungis með stuðlum. STÆRÐ M-L-XL-XXL-XXXL: Heklið síðan A.5 yfir allar lykkjur (= 86-93-98-106-116 mynstureiningar með 3 lykkjum) þar til stykkið mælist 21-22-24-26-28 cm – JAFNFRAMT í 1.-2.-2.-4.-4. umferð er aukið út um 6-15-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 264-294-300-324-354 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 21-22-24-26-28 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð einungis með stuðlum. ALLAR STÆRÐIR: = 234-264-294-300-324-354 lykkjur. Nú skiptist fram- og bakstykki og ermar þannig (A.5 er endurtekið á hæðina til loka): Heklið eins og áður yfir fyrstu 35-38-42-44-50-54 lykkjur (= hálft bakstykki), hoppið yfir næstu 48-57-63-63-63-69 lykkjur (= ermi), heklið 6-6-6-12-12-12 loftlykkjur (= mitt undir ermi), heklið eins og áður yfir næstu 68-74-84-86-98-108 lykkjur (= framstykki), hoppið yfir næstu 48-57-63-63-63-69 lykkjur (= ermi), heklið 6-6-6-12-12-12 loftlykkjur (= mitt undir ermi) og heklið eins og áður yfir 35-38-42-44-50-54 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú heklað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-162-180-198-222-240 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur (= 50-54-60-66-74-80 mynstureiningar A.5 með 3 lykkjum). Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er fækkað um 3 stuðla jafnt yfir í næstu umferð (stillið af þannig að lykkjum er fækkað í umferð einungis með stuðlum). Fækkið lykkjum svona með 4 cm millibili alls 2 sinnum = 144-156-174-192-216-234 lykkjur. Í hvert skipti sem lykkjum er fækkað er hekluð 1 mynstureining færri af A.5 á breiddina. Þegar stykkið mælist 14 cm frá skiptingu er aukið út um 3 stuðla jafnt yfir (stillið af að aukið sé út í umferð einungis með stuðlum). Aukið svona út með 4 cm millibili alls 4 sinnum = 156-168-186-204-228-246 lykkjur. Í hvert skipti sem aukið er út er hekluð 1 mynstureining fleiri af A.5 á breiddina. Haldið áfram þar til stykkið mælist 31-31-32-32-32-32 cm frá skiptingu (= 50-52-54-56-58-60 cm frá hálsmáli mælt í miðju á framstykki), endið eftir 1 umferð með stuðlum. Klippið frá og festið enda. ERMI: Stykkið er heklað fram og til baka (þ.e.a.s. til skiptis frá réttu og frá röngu) og heklað er saman með 1 keðjulykkju í hverri umferð. Byrjið á að hekla í 4.-4.-4.-7.-7.-7. loftlykkju af 6-6-6-12-12-12 loftlykkjur sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hverja af 2-2-2-6-6-6 næstu loftlykkjum, A.5 yfir næstu 48-57-63-63-63-69 stuðlar (= 16-19-21-21-21-23 sinnum á breidd) og endið með 1 stuðli í hverja og eina af síðustu 3-3-3-6-6-6 loftlykkjum undir ermi = 54-63-69-75-75-81 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur (= 18-21-23-25-25-27 mynstureiningar með 3 lykkjum). Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 3 stuðla jafnt yfir í næstu umferð (stillið af að lykkjum sé fækkað í umferð einungis með stuðlum). Fækkið lykkjum svona með 5½-3½-3-2-2-2 cm millibili alls 5-8-9-11-10-11 sinnum = 39-39-42-42-45-48 lykkjur. Í hvert skipti sem lykkjum er fækkað er hekluð 1 mynstureining færri af A.5 á breiddina. Haldið áfram þar til stykkið mælist 37-35-35-33-31-29 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), endið eftir 1 umferð einungis með stuðlum. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið fram og til baka yfir loftlykkjuumferð í hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Byrjið við miðju að aftan, festið enda við stykkið með 1 keðjulykkju í fastalykkju, heklið 2 loftlykkjur (= 1 hálfur stuðull), heklið 1 hálfan stuðul í hverja fastalykkju út umferðina = 93-97-101-105-110-114 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Heklið 1 fastalykkju í hvern hálfan stuðul = 93-97-101-105-110-114 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #daisychainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.