Jessica skrifaði:
Ser ut til at mønster A.3 muligens er opp ned på siden deres. kan det stemme? Begynte å strikke og merket noe ble veldig rart undeveis.. fikk det ikke til å stemme helt med mønsteret på bildene..
11.04.2023 - 21:06DROPS Design svaraði:
Hei Jessica. Diagrammet er riktig vei. Kjolen strikkes ovenfra og ned, og husk at man leser et strikkediagram motsatt av slik man normalt leser: Fra høyre mot venstre, nedenfra og opp. Du begynner altså nederst i det høyre hjørnet, og jobber deg mot venstre og oppover. Les evnt under Tips&Hjelp - DROPS Leksjoner - Les en oppskrift - Hvordan lese strikkediagrammer. mvh DROPS Design
17.04.2023 - 13:00
Oddny Bjerkset skrifaði:
Hei!\\r\\nHar dere oppskrift på lue som er avbildet sammen med skjørtet DROPS Children 32-2?
22.07.2022 - 10:33
Joanna Kraśko skrifaði:
Kiedy używam drutów 40cm a Kiedy 80cm?
01.09.2021 - 21:31DROPS Design svaraði:
Witaj Joanno, jak masz mniej oczek to używasz krótszych, jak więcej to dłuższych. Pozdrawiamy!
01.09.2021 - 21:58
Yajaira Rivas Ibarguen skrifaði:
Como hago para adquirir los moldes de los patrones que ustedes manejan
15.07.2021 - 07:55DROPS Design svaraði:
Hola Yajaira, los patrones se pueden imprimir gratuitamente desde la página web, clickando al botón imprimir bajo la foto. También puedes guardarlo en pdf desde la ventana de configuración de impresión de tu ordenador.
19.07.2021 - 20:11
Karin Lund Madsen skrifaði:
Hej Jeg vil gerne spørge, hvor jeg finder opskriften på nissehuen til børne julekjolen model bn-012-bn? Jeg har opskriften på kjolen. På forhånd tak for hjælpen. Venlig hilsen Karin Lund Madsen
18.01.2021 - 08:46DROPS Design svaraði:
Hei Karin. Oppskrift til nisseluen finner du under DROPS Children 32-1. God Fornøyelse!
18.01.2021 - 15:20
Julie skrifaði:
When stitching the belt down do you do it above or below the holes, I’m not sure which looks best?
06.01.2021 - 20:19DROPS Design svaraði:
Dear Julie, this video shows how to fold along such a eyelet row - the folding row is the row worked with K2 tog, YO and will make a picot edge when folded. Happy knitting!
07.01.2021 - 10:09
Jeannette Van Velzen skrifaði:
Maar watvoor soort steekjes? Ik neem aan dat een stiksteek niet werkt. Kun je eenzelfde soort steek gebruiken als wanneer je twee delen van een breiwerk aan elkaar zet? En een halve draad gebruiken om het geheel niet te bol te laten worden?
06.12.2020 - 15:39DROPS Design svaraði:
Dag Jeannette,
Je zet het aan de binnenkant vast met naald en draad (dus niet met de naaimachine) zodat je geen steken van de naad aan de goede kant ziet. Je neemt steeds kleine lusjes op van de binnenkant van het werk en van de rand van de tailleband en naait ze met kleine steekjes vast.
11.12.2020 - 14:06
Jeannette Van Velzen skrifaði:
Hebben jullie een voorbeeld/video hoe ik de “voering” netjes kan vastzetten? En is het handig om het werk eerst te blokken voor dat doe?
05.12.2020 - 13:01DROPS Design svaraði:
Dag Jeannette,
De 'voering' (of tailleband) zet je met kleine, onzichtbare steekjes vast aan de binnenkant van het werk. Zorg ervoor dat de naad rekbaar blijft. Je kunt naderhand het werk blocken.
06.12.2020 - 13:44
Emma skrifaði:
Bonjour, je suis en train de faire la robe et je m’interroge sur l’ourlet bas de la jupe. Si j’ai bien compris après avoir fait le picot il faut faire le diagramme A4. Pourquoi faut-il faire le motif A4 si après on fait l’ourlet au niveau des picots (= les picots font le motif du bas de la jupe comme pour le haut) le motif va se retrouver à l’envers ??? Merci pour votre retour. Emma
27.11.2020 - 19:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Emma, c'est une petite "coquetterie", ainsi le jacquard sera visible aussi sur le bas de la jupe ,sur l'envers. Bon tricot!
30.11.2020 - 10:50
Ellinor Mæland skrifaði:
Hvordan øker man fra belte til skjørt?
24.09.2020 - 20:31DROPS Design svaraði:
Hei Ellinor. Når beltet er ferdigstrikket, strikker du 1 omgang der du øker med kast. Slik står det i oppskriften: Strikk med rød slik: * 1 rett, 1 kast *, strikk fra *-* over alle maskene = 216-240 (264-288-312) masker. Kastene strikkes vridd på neste omgang, det skal ikke bli hull. Du har da økt til dobbelt så mange masker som beltet. God Fornøyelse!
28.09.2020 - 10:38
Miss Cookie#misscookiedress |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 6 mán – 6 ára.
DROPS Children 32-2 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er prjónað belti með líningu og mynstri, síðan er pilsið prjónað niður á við. Prjónuð er líning neðst niðri á pilsi með mynstri. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka (frá hlið) og saumuð á í lokin. LÍNING (á belti): Fitjið upp 108-120 (132-144-156) lykkjur á hringprjón 3 með litnum rauður. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (uppábrot). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BELTI: Prjónið síðan A.1 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 9-10 (11-12-13) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist beltið ca 11 cm og stykkið mælist ca 22 cm (meðtalin líning). PILS: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið með litnum rauður þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 216-240 (264-288-312) lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.2 (= 8 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 27-30 (33-36-39) sinnum á breidd). Þegar pilsið mælist 14-17 (20-23-27) cm og stykkið mælist alls ca 36-39 (42-45-49) cm (meðtalin kantur fyrir saum) – eru eftir ca 8 cm (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd) – prjónið A.3 yfir allar lykkjur (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist pilsið ca 22-25 (28-31-35) cm og stykkið mælist alls ca 44-47 (50-53-57) cm (meðtalin kantur fyrir saum). LÍNING (neðri kantur): Prjónið með litnum natur þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt. Prjónið A.4 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið áfram með litnum rauður. Prjónið þar til líningin mælist 8 cm frá uppábroti, fellið síðan af. Stykkið mælist alls ca 52-55 (58-61-65) cm (meðtalin líning). FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant fyrir saum efst á pilsi að röngu að belti og saumið við pilsið með litnum rauður. Gerið það sama í neðri kanti. AXLABÖND: Axlaböndin mælast ca 27-28 (30-32-35) cm á lengdina þegar þau hafa verið prjónuð til loka, það eru reiknaðir auka ca 5 cm í hvorri hlið, þannig að hægt er að jafna axlaböndin til eftir því sem barnið vex. Fitjaðu e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur ef þú vilt hafa böndin lengri eða styttri (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2). Fitjið upp 66-70 (74-78-86) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með litnum rauður. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka í sléttprjóni. Prjónið 6 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er prjónuð 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni (= uppábrot). Prjónið síðan A.5 (= 4 lykkjur) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (kantlykkjur eru prjónaðar í sama lit og fyrsta/síðasta lykkja í A.5, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið uppábrot frá réttu með litnum grár þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið ca 7 umferðir með litnum rauður (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn), brjótið niður kantinn og passið uppá að líningin herði ekki á axlaböndum, prjónið e.t.v. fleiri umferðir. Fellið af. Saumið uppfitjunarkantinn saman við affellingarkantinn í ystu lykkjubogana. Prjónið annað axlaband til viðbótar. FRÁGANGUR: Saumið axlaböndin í líninguna efst (þ.e.a.s. frá röngu við belti) með fínu spori ca 5 cm niður í hvorri hlið, með ca 8-8 (9-10-10) cm bil á milli banda við miðju að framan og við miðju að aftan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misscookiedress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.