Trondheim#trondheimjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með sjalkraga úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað með gatamynstri og perluprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-12 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Á eftir 1. og 3. prjónamerki: Takið 1 lykkju óprjónað eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna sem var prjónuð. Á undan 2. og 4. prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman. MÆLING: Til að fá rétt hlutföll á peysuna er öll mál á lengdina tekin þegar stykkið liggur flatt. Vegna þyngdar á garninu og perluprjóns á berustykki, kemur stykkið til með að teygjast um ca 5 cm á alla lengdina miðað við mál í mynsturteikningu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni og 1 lykkju slétt með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 44 og 53 cm M: 46 og 55 cm L: 48 og 57 cm XL: 50 og 59 cm XXL: 52 og 61 cm XXXL: 54 og 63 cm ATH: Nú er eftir ca 1 cm eftir síðasta hnappagati áður en perluprjón er prjónað yfir allar lykkjur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju framan, neðan frá og upp að handveg. Síðan eru framstykkin og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 151-159-165-177-189-203 lykkjur (meðtaldar 18-18-18-20-20-20 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 7 með Snow. Fyrsta umferðin er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 18-18-18-20-20-20 lykkjur (= kantur að framan), prjónið 115-123-129-137-149-163 lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og endið með A.1 (= 2 lykkjur) yfir síðustu 18-18-18-20-20-20 lykkjur (= kantur að framan). Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 3-3-3-4-4-4 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á hringprjón 8 og setjið 4 prjónamerki (= fyrir úrtöku í hlið) jafnframt er prjónað þannig – frá réttu: A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 18-18-18-20-20-20 lykkjur eins og áður, A.2 (= 12-12-14-14-16-16 lykkjur), setjið 1. prjónamerki, prjónið sléttprjón yfir næstu 26-30-27-31-31-38 lykkjur, setjið 2. prjónamerki, A.4 (= 12-12-14-14-16-16 lykkjur), A.3 (= 15-15-19-19-23-23 lykkjur), A.2 (= 12-12-14-14-16-16 lykkjur), setjið 3. prjónamerki, prjónið sléttprjón yfir næstu 26-30-27-31-31-38 lykkjur, setjið 4. prjónamerki, A.4 (= 12-12-14-14-16-16 lykkjur) endið með A.1 (= 2 lykkjur) yfir síðustu 18-18-18-20-20-20 lykkjurnar eins og áður. Haldið áfram með þetta mynstur. Lykkjum er fækkað í hliðum, í mynstri og fellt er af fyrir hnappagötum þannig: HLIÐAR: Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju við hvert prjónamerki (= 4 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA og MÆLING. Fækkið lykkjum svona með 7-7½-8-10-10½-11 cm millibili alls 7-7-7-6-6-6 sinnum (= 28-28-28-24-24-24 lykkjur færri) – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Í MYNSTRI: Þegar stykkið mælist ca 28-29-30-31-32-33 cm er fækkað um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu í A.2/A.3/A.4, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman í hverri brugðinni einingu (= 9 lykkjur færri). Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka eru 114-122-128-144-156-170 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm – stillið af eftir umferð prjónaðri frá réttu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað A.1 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur til loka. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm prjónið næstu umferð þannig: Prjónið fyrstu 32-34-35-40-43-46 lykkjur, fellið af næstu 6 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 38-42-46-52-58-66 lykkjur, fellið af næstu 6 lykkjur fyrir handveg, prjónið síðustu 32-34-35-40-43-46 lykkjur. Prjónið síðan hvort stykki til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 38-42-46-52-58-66 lykkjur eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 0-0-1-2-3-4 sinnum og 1 lykkja 0-1-0-1-1-2 sinnum = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-89 cm fellið af miðju 8-8-10-10-10-12 lykkju fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 15-16-16-16-17-17 lykkjur. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 14-15-15-15-16-16 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 77-80-83-86-89-91 cm, fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 32-34-35-40-43-46 lykkjur. Haldið áfram með A.1 eins og áður og fellið af fyrir handveg eins og á bakstykki = 32-33-33-35-36-36 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 77-80-83-86-89-91 cm. Fellið af fyrstu 14-15-15-15-16-16 lykkjur fyrir öxl í næstu umferð frá röngu = 18-18-18-20-20-20 lykkjur fyrir sjalkraga. SJALKRAGI: Prjónið garðaprjón með byrjun frá miðju að framan: * Prjónið 2 umferðir yfir fyrstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur, 2 umferðir yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til stykkið mælist ca 7-7-8-8-8-9 cm þar sem stykkið er styst (mælt næst öxl). Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og á hægra framstykki, nema gagnstætt. Fellið af fyrir öxl frá réttu. ERMI: Fitjið upp 26-28-30-30-34-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 7 með Snow. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 7½-6-6-5-5-4 cm millibili alls 6-7-7-8-8-9 sinnum = 38-42-44-46-50-52 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-48-48-47-46-45 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-2-2-2-2-2 sinnum og 1 lykkju 2-2-3-3-3-3 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 56-56-57-58-58-58 cm, fellið síðan af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, stykkið mælist ca 57-57-58-59-59-59 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið saman sjalkragann við miðju að aftan og passið uppá að saumurinn snúi að röngu þegar kraginn er brotinn niður. Saumið sjalkragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið sauma undir ermum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #trondheimjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.