Sandra skrifaði:
Hallo. Ich habe gerade mit dem Pullover angefangen und möchte die Erhöhung im Nacken stricken. In eurem Video wird nach dem Wenden die erste Masche abgehoben und dann erst links gestrickt. Ich denke das gibt ein schöneres Strickbild wenn die erste Masche in der Rückreihe nur abgehoben anstatt gestrickt wird. Stimmt das so? Vielen Dank.
08.01.2021 - 12:26DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, die Erhöhung am Nacken besteht aus verkürzten Reihen, gerne können Sie diese verkürzten Reihen, wie Sie am besten haben - hier sehen Sie Videos für diese Technik, mit Umschlag oder Grundlagen. Viel Spaß beim stricken!
08.01.2021 - 14:46
A Buchwald skrifaði:
Hejsa, tak for en fin opskrift. Jeg har dog problemer med strikkefastheden, og nu maaler A1 et par cm for meget i str small. Jeg strikkker paa pinde 4, da det passede med strikkefastheden paa min proeve. Nu synes jeg dog det bliver for langt. GIver det mening at fortsaette? Jeg er paa 25 cm efter A1 i str small?
26.11.2020 - 19:59DROPS Design svaraði:
Hei A Buchwald. Om ikke strikkefastheten stemmer i høyden/blir for lang vil du få problemer med at resten av målene i oppskriften ikke vil stemme. Etter A.1 burde målet være under 20 cm, ikke 25 cm. mvh DROPS design
30.11.2020 - 11:54
Elisabeth skrifaði:
Jeg er enig med Preben.
25.11.2020 - 15:45
Preben Bach skrifaði:
Det ville være dejligt hvis man kunne udprinte opskriften i en fornuftig sideopdeling!
15.10.2020 - 09:47
Marica skrifaði:
Salve, gli schemi si leggono dall’alto verso il basso?
04.10.2020 - 10:45DROPS Design svaraði:
Buongiorno Marica. Gli schemi si leggono dal basso verso l'alto e da destra verso sinistra. A questa pagina trova indicazioni utili per la lettura corretta degli schemi. Buon lavoro!
04.10.2020 - 18:46
Thomas skrifaði:
Hello dear DROPS team, I love this fair isle pattern! I tried to adapt it for a DROPS mens sweater, but gave up because it was too complicated. do you plan to develop a mens sweater in full fair isle pattern in the future? hoping & wishing... stay healthy! xxx thomas
24.08.2020 - 20:01DROPS Design svaraði:
Dear Thomas, could this tip help you? You will find our nordic patterns here and coloured patterns here - this could help you to adjust. Happy knitting!
25.08.2020 - 09:16
Sarah skrifaði:
Hi, I would like to use my leftovers (Karisma and Lima) to knit this jumper. Can I safely mix Karisma and Lima or is it better to use only one of the wools ? Thank you for your advice!
03.08.2020 - 10:05DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, Karisma and Lima are both yarn group B - you should have same tension with same needles, but to be sure you will love the result, do not hesitate to work a swatch with both yarns first. Happy knitting!
03.08.2020 - 13:20
Hanne Kidmose skrifaði:
Jeg er muligvis fatsvag.. Men hvad gør når jeg har fulgt ALLE udtagninger, antal masker ud... At jeg ender med i str L... At jeg har 399 masker istedet for 300 ved pil 5??? Fatter ikke noget..
24.06.2020 - 21:50DROPS Design svaraði:
Hej Efter halskanten är stickad har du 140 m. Vid pil 1 ökas 36 m, vid pil 2 ökas 40 m, vid pil 3 ökas 36 m, vid pil 4 ökas 28 m och vid pil 5 ökas 20 m. 140+36+40+36+28+20= 300 m. Mvh DROPS Design
25.06.2020 - 08:23
Ingebjørg Aggvin skrifaði:
Kan eg kjøpe garn berre til genser her? Ikkje lue. Prisi
21.05.2020 - 21:44DROPS Design svaraði:
Hej Ingebjørg, ja du kan se garnforbruget hvor det står GARN TIL GENSER så det bestemmer du selv. Klik på varekurven i opskriften :)
22.05.2020 - 14:36
Cathie Palmer skrifaði:
There is a mistake with the sleeve, size M, 68 st so should be 34 st each side of counters not 33, if you have the correct 68 st and Dec every 1cm 5 times (10 st) and then every 3 1/2 cm 8 times (16 st) you have dec 26 st (26 from 68 =42) not 44 st ( if you only have 66 st to start with then you would have 40 st.) Plus it decreases too quickly and you end up with a very tight sleeve. I have Dec once every 3 cm all the way down to 44 St and this seams a much nicer fit.
30.04.2020 - 19:08DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Palmer, you insert a marker in the first stitch after middle (= 5th of the 8 sts cast on mid under sleeve), count 33 sts, add a marker in next stitch, count 33 = 1+33+1+33= 68 sts. The decreases will be check and corrected, thanks for your feedback. Happy knitting!
04.05.2020 - 14:29
Winter Carnival#wintercarnivalsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Prjónuð húfa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri og röndum.
DROPS 196-6 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun aftan í peysu. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Byrjið frá réttu með litnum ljós eik og prjónið 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt frá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-38-40-42 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-57-60-63 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-76-80-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-95-100-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-114-120-126 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.5 og A.6. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. Mikilvægt er að prjónfestan haldist einnig á hæðina, annars kemur berustykkið til með að verða of stutt og handvegur of þröngur! ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-116-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð í stroffi með litnum sægrænn er skipt yfir í litinn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 3-3-3-4-4-4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-28-28-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 128-134-140-144-152-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2 umferðir sléttprjón með litnum ljós eik. Prjónið síðan A.1 hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING. Í umferð merktri með ör-1 er aukið út um 32-34-36-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-184-192-200 lykkjur (nú er pláss fyrir 20-21-22-23-24-25 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-2 er aukið út um 32-36-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 192-204-216-228-240-252 lykkjur (nú er pláss fyrir 32-34-36-38-40-42 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-3 er aukið út um 24-30-36-36-42-42 lykkjur jafnt yfir = 216-234-252-264-282-294 lykkjur (nú er pláss fyrir 36-39-42-44-47-49 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-4 er aukið út um 20-26-28-28-30-34 lykkjur jafnt yfir = 236-260-280-292-312-328 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-65-70-73-78-82 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-5 er aukið út um 16-20-20-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 252-280-300-316-336-356 lykkjur (nú er pláss fyrir 63-70-75-79-84-89 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-6 er aukið út um 16-16-16-20-24-28 lykkjur jafnt yfir = 268-296-316-336-360-384 lykkjur (nú er pláss fyrir 67-74-79-28-30-32 mynstureiningar með 4-4-4-12-12-12 lykkjum). Þegar síðasta umferð í A.1 er eftir mælist stykkið ca 23-23-25-27-27-30 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Síðasta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-44-46-49-54-59 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 82-88-92-98-108-118 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-46-49-54-59 lykkjur sem eftir eru slétt (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 180-192-204-216-240-264 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og byrjið umferð við prjónamerki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ XS/S - S/M - L/XL - XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt undir ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ M/L - XXL/XXXL: Prjónið A.3 hringinn (= 17-22 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er að ofan, JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-7 er aukið út um 12-16-12-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 192-208-216-232-256-280 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-26-27-29-32-35 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-8 er aukið út um 12-8-12-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 204-216-228-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 34-36-38-40-44-48 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-9 er aukið út um 12-0-12-0-0-0 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 216-216-240-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 54-54-60-60-66-72 lykkjur með 4 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4 hringinn í öllum stærðum (= 9-9-10-10-11-12 mynstureiningar með 24 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 59-59-61-63-63-66 cm frá öxl og niður (ca 33 cm frá skiptingu í öllum stærðum). Endurtakið A.4 eins langt og það nær þar til stykkið mælist ca 33-35-35-37-36 cm frá skiptingu (styttra mál í stærstu stærðum vegna lengra berustykkis): ATH: Endið eftir eina heila rönd eða mynsturbekk – ef ekki er óskað eftir að hafa mynstur alveg niður að stroffi þá er hægt að prjóna sléttprjón með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 56-56-60-60-64-72 lykkjur jafnt yfir = 272-272-300-300-328-360 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8 hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 52-60-66-70-72-74 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-68-76-80-84-88 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi, þ.e.a.s. setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 29-33-37-39-41-43 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= miðju lykkja). Nú eru 29-33-37-39-41-43 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónamerkið undir ermi á að nota síðar þegar lykkjum er fækkað og prjónamerkið mitt uppi á ermi á nú að nota til að telja hvar mynstrið á að byrja. LESIÐ ALLAN KAFLANN UM ERMI ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðustu umferð í A.1 þannig að A.1 endi á sama stað og á fram- og bakstykki. MYNSTUR: STÆRÐ S, M, L/XL and XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn, en passið uppá að A.2 í L/XL og XL/XXL passi fallega yfir A.1 á berustykki (mynstrið kemur ekki til með að ganga upp í heila mynstureiningu mitt undir ermi). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í L/XL og XL/XXL verða 3 fyrstu umferðir í A.3 að stillast af þannig að að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! STÆRÐ L and XXL/XXXL: Þegar síðasta umferð í A.1 hefur verið prjónUð til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í XXL/XXXL verur að stilla af 3 fyrstu umferðir í A.3 þannig að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4, síðan er prjónað sléttprjón með litnum ljós eik. ÚRTAKA: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 3-5-6-6-6-7 sinnum og síðan með 5-3½-3-2½-2-2 cm millibili alls 6-7-9-10-11-11 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Þegar ermin mælist ca 36-36-35-33-33-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) og prjónið 1 umferð slétt með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 10-8-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-42-41-39-39-37 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-108-116 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð með stroffi er skipt yfir í litninn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir = 104-104-112 lykkjur. Prjónið síðan A.5 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.6 hringinn. A.6 er endurtekið til loka. Þegar stykkið mælist 21-22-23 cm setjið 8 lykkjur í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerki er sett í byrjun á umferð. Næstu 7 prjónamerki eru sett með 13-13-14 lykkja millibili. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju af 8 prjónamerkjunum – lesið ÚRTAKA-2 = 8 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2-2-4 sinnum = 40 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 2 umferðir slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum stærðum = 10 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercarnivalsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.