Carina skrifaði:
Uy, es verdad, pues me he comido cuatro vueltas, eso me pasa por hacer antes de leer 🤭
20.12.2021 - 01:48
Carina skrifaði:
Hola. Cuando empiezas el cuerpo, al menos en la talla L, son 17 repeticiones de 12 puntos, no 18, no? O me estoy equivocando en algo? 🙄 Gracias
18.12.2021 - 15:23DROPS Design svaraði:
Hola Carina, las 18 repeticiones son para la talla L/XL. La talla L se explica algo más abajo, son 17 repeticiones de 12 puntos.
18.12.2021 - 21:01
Vibeke skrifaði:
Jeg købte garn inden jeg opdagde at jeg skal start med nakken hilsen Vibeke
24.11.2021 - 16:49
Vibeke skrifaði:
Jeg købte garn inden jeg opdagde at jeg skal start med nakken hilsen Vibeke
24.11.2021 - 16:48
Vibeke Wissing skrifaði:
Har i en opskrift som starter nedefra istedetfor halsen hilsen Vibeke wissing
23.11.2021 - 23:10DROPS Design svaraði:
Hej Vibeke, masser ;) du kan søge på nedefra og op - se her: bluser - nedefra og op
24.11.2021 - 08:23
Barbara skrifaði:
Ich finde die Anleitung super, ich habe andere Muster und anderes gerne verwendet, ging aber gut. Was mir fehlt, ist die Fertigstellung des Ärmels unter dem Arm! Was ist mit den anderen aufgenommenen Maschen? Wie wird das Loch beseitigt?
22.10.2021 - 17:42DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, bei diesem Modell entsteht kein Loch unter dem Arm, da Sie ja die stillgelegten Maschen wieder auf die Nadel nehmen und Maschen aus den neu angeschlagenen Maschen auffassen. Der Ärmel wird also komplett ohne Loch unter dem Arm angestrickt. Sie stricken beide Ärmel auf die gleiche Weise. Viel Spaß mit Ihrem Pullover!
25.10.2021 - 20:06
Patricia A skrifaði:
Bonjour Si j’ai bien compris, il n’y a pas de A2 pour les manches en taille L? Merci de votre réponse !
14.10.2021 - 14:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, effectivement, le motif de A.2 (taille L/XL et XL/XXL) est fait quand vous tricotez A.3 en taille L, donc le motif est fait, mais ne fait pas partie du même diagramme. Bon tricot!
14.10.2021 - 16:42
Elisabeth Hynne skrifaði:
Hei. Når jeg skal starte mønster på ermet, starter det da etter de 8 som er plukket opp eller ved første merketråden etter 4 masker midt under armen?
26.08.2021 - 18:37DROPS Design svaraði:
Hei Elisabeth, Merket på toppen av ermet skal være hvor du telle mønsteret fra, slik at du fortsetter mønsteret på samme måten som på bærestykket. Merket under ermet er bare brukt når du skal felle senere. Mønster under ermet kommer ikke til å gå helt opp. God fornøyelse!
27.08.2021 - 08:40
Siv Eriksen skrifaði:
Hei. Ser det står at det skal økes med kast. Hvorfor? Denne genseren har vel ikke hull i seg hver omgang det økes som det jo blir med den metoden å øke på?
10.05.2021 - 21:02DROPS Design svaraði:
Hei Siv, Når du øker med kast, strikker du kastene vridd på neste omgangen slik at det ikke blir hull. God fornøyelse!
11.05.2021 - 08:39
Ulla-Britt Berg skrifaði:
Hur föreslår ni att man bäst fäster garn , där många färgbyten förekommer. Med vänlig hälsning Ulla-Britt
07.05.2021 - 16:18DROPS Design svaraði:
Hei Ulla-Britt. En virkelig flott genser med mange farger, men da også mange tråder som skal festes. Prøv så godt det lar seg gjøre å ikke klippe tråden om den skal brukes noen omganger senere, heller tvinn tråden oppover. Når det må klippes og festes, kan du ta en titt på denne videoen Fästa trådar i slätstickat mvh DROPS design
10.05.2021 - 09:53
Winter Carnival#wintercarnivalsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Prjónuð húfa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri og röndum.
DROPS 196-6 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun aftan í peysu. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Byrjið frá réttu með litnum ljós eik og prjónið 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt frá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-38-40-42 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-57-60-63 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-76-80-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-95-100-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-114-120-126 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.5 og A.6. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. Mikilvægt er að prjónfestan haldist einnig á hæðina, annars kemur berustykkið til með að verða of stutt og handvegur of þröngur! ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-116-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð í stroffi með litnum sægrænn er skipt yfir í litinn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 3-3-3-4-4-4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-28-28-32 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 128-134-140-144-152-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2 umferðir sléttprjón með litnum ljós eik. Prjónið síðan A.1 hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING. Í umferð merktri með ör-1 er aukið út um 32-34-36-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-184-192-200 lykkjur (nú er pláss fyrir 20-21-22-23-24-25 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-2 er aukið út um 32-36-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 192-204-216-228-240-252 lykkjur (nú er pláss fyrir 32-34-36-38-40-42 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-3 er aukið út um 24-30-36-36-42-42 lykkjur jafnt yfir = 216-234-252-264-282-294 lykkjur (nú er pláss fyrir 36-39-42-44-47-49 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-4 er aukið út um 20-26-28-28-30-34 lykkjur jafnt yfir = 236-260-280-292-312-328 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-65-70-73-78-82 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-5 er aukið út um 16-20-20-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 252-280-300-316-336-356 lykkjur (nú er pláss fyrir 63-70-75-79-84-89 mynstureiningar með 4 lykkjum). Í umferð merktri með ör-6 er aukið út um 16-16-16-20-24-28 lykkjur jafnt yfir = 268-296-316-336-360-384 lykkjur (nú er pláss fyrir 67-74-79-28-30-32 mynstureiningar með 4-4-4-12-12-12 lykkjum). Þegar síðasta umferð í A.1 er eftir mælist stykkið ca 23-23-25-27-27-30 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Síðasta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-44-46-49-54-59 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 82-88-92-98-108-118 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-60-66-70-72-74 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-46-49-54-59 lykkjur sem eftir eru slétt (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 180-192-204-216-240-264 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og byrjið umferð við prjónamerki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ XS/S - S/M - L/XL - XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 15-16-18-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt undir ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ M/L - XXL/XXXL: Prjónið A.3 hringinn (= 17-22 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er að ofan, JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-7 er aukið út um 12-16-12-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 192-208-216-232-256-280 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-26-27-29-32-35 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör-8 er aukið út um 12-8-12-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 204-216-228-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 34-36-38-40-44-48 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör-9 er aukið út um 12-0-12-0-0-0 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 216-216-240-240-264-288 lykkjur (nú er pláss fyrir 54-54-60-60-66-72 lykkjur með 4 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4 hringinn í öllum stærðum (= 9-9-10-10-11-12 mynstureiningar með 24 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 59-59-61-63-63-66 cm frá öxl og niður (ca 33 cm frá skiptingu í öllum stærðum). Endurtakið A.4 eins langt og það nær þar til stykkið mælist ca 33-35-35-37-36 cm frá skiptingu (styttra mál í stærstu stærðum vegna lengra berustykkis): ATH: Endið eftir eina heila rönd eða mynsturbekk – ef ekki er óskað eftir að hafa mynstur alveg niður að stroffi þá er hægt að prjóna sléttprjón með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 56-56-60-60-64-72 lykkjur jafnt yfir = 272-272-300-300-328-360 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8 hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 52-60-66-70-72-74 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-68-76-80-84-88 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi, þ.e.a.s. setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 29-33-37-39-41-43 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= miðju lykkja). Nú eru 29-33-37-39-41-43 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónamerkið undir ermi á að nota síðar þegar lykkjum er fækkað og prjónamerkið mitt uppi á ermi á nú að nota til að telja hvar mynstrið á að byrja. LESIÐ ALLAN KAFLANN UM ERMI ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðustu umferð í A.1 þannig að A.1 endi á sama stað og á fram- og bakstykki. MYNSTUR: STÆRÐ S, M, L/XL and XL/XXL: Prjónið A.2 hringinn, en passið uppá að A.2 í L/XL og XL/XXL passi fallega yfir A.1 á berustykki (mynstrið kemur ekki til með að ganga upp í heila mynstureiningu mitt undir ermi). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í L/XL og XL/XXL verða 3 fyrstu umferðir í A.3 að stillast af þannig að að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! STÆRÐ L and XXL/XXXL: Þegar síðasta umferð í A.1 hefur verið prjónUð til loka er prjónað A.3, en teljið út frá miðju hvar mynstrið á að byrja – miðjulykkja í A.3 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi (í XXL/XXXL verur að stilla af 3 fyrstu umferðir í A.3 þannig að þær passi fallega yfir A.1/A.2). Haldið áfram eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4, síðan er prjónað sléttprjón með litnum ljós eik. ÚRTAKA: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 3-5-6-6-6-7 sinnum og síðan með 5-3½-3-2½-2-2 cm millibili alls 6-7-9-10-11-11 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Þegar ermin mælist ca 36-36-35-33-33-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) og prjónið 1 umferð slétt með litnum ljós eik þar sem aukið er út um 10-8-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-42-41-39-39-37 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-108-116 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum sægrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð með stroffi er skipt yfir í litninn ljós eik. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir = 104-104-112 lykkjur. Prjónið síðan A.5 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.6 hringinn. A.6 er endurtekið til loka. Þegar stykkið mælist 21-22-23 cm setjið 8 lykkjur í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerki er sett í byrjun á umferð. Næstu 7 prjónamerki eru sett með 13-13-14 lykkja millibili. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju af 8 prjónamerkjunum – lesið ÚRTAKA-2 = 8 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2-2-4 sinnum = 40 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 2 umferðir slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum stærðum = 10 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercarnivalsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.