Ann Kristin Staberg skrifaði:
Lurer på om disse garnet Drops Brushed alpaca silk skal strikke i to tråder eller en tråd?
30.08.2021 - 10:18DROPS Design svaraði:
Hei Ann Kristin. Denne jakke med riller og rundfelling strikkes med 1 tråd DROPS Brushed Alpaca Silk, men kan f.eks strikkes med 2 tråder DROPS Alpaca. mvh DROPS design
30.08.2021 - 12:47
Beatrice Mikha skrifaði:
The photo makes the article look thick,is it really only one strand of alpaca silk used?
22.07.2021 - 09:14DROPS Design svaraði:
Hi Beatrice, Yes, the Brushed Alpaca Silk is a yarn from group C, which is a medium thick yarn. Happy crafting!
22.07.2021 - 09:46
Francine skrifaði:
Bonjour,j'ai une difficulté avec les augmentations de l'empiecement: je n'obtiens pas le même nombre de mailles entre les lignes. Faut-il augmenter avant et après la maille A1 sur le même rang? Merci de votre aide.
22.11.2019 - 20:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, on augmente dans 1 motif de A.1 sur 3 tous les 4 rangs, ainsi on va d'abord augmenter 1 m dans le 1er A.1, puis tricoter les 2 suivants comme avant; la 2ème fois, on augmente 1 m dans le 2ème A.1 (les 2 premiers A.1 ont le même nombre de mailles, le dernier se tricote comme avant). La 3ème fois, augmente dans le 3ème A.1, ainsi tous les A.1 ont le même nombre de mailles. On répète ces 3 types d'augmentations le nombre de fois requis pour la taille. En fonction de la taille, le nombre de mailles dans chaque A.1 sera différent à la fin de l'empiècement. Bon tricot!
25.11.2019 - 08:07
Kristina Skjemstad skrifaði:
Det står ulike størrelser, men jeg finner ingen steder det står hvor stor - altså mål på de ulike størrelsene. Så da er spørsmålet hvor stor er de ulike størrelsene?
02.10.2019 - 22:15DROPS Design svaraði:
Hej. Du finner målskiss längst ner på oppskriften, där ser du mål i alla storlekar. Lycka till!
03.10.2019 - 07:10
Ann Kristin skrifaði:
Når vi skifter til pinne 5, hvilken omgang skal vi begynne på i mønster; rettomgang eller xx0?
08.07.2019 - 19:20DROPS Design svaraði:
Hei Ann Kristin, Du begynner på første omgang; dvs, rett fra retten. God fornøyelse!
09.07.2019 - 07:32
Lyne skrifaði:
Je ne comprend pas bien les explications pour les augmentations. L'empiecement ne fait de belles lignes comme on voit sur le modèle. Pouvez vous m'aider ?
16.04.2019 - 00:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Lyne, vous devez augmenter d'abord avant la m endroit de A.1 puis après la m endroit de A.1, cette maille endroit doit continuer tout du long pour former les fameuses lignes. Les augmentations vont se faire dans les mailles point mousse entre les mailles endroit. Bon tricot!
23.04.2019 - 10:23
Monika Bourgat skrifaði:
Hi, möchte die Jacke 2 faedig mit Alpaca und Alpaca Kid silk stricken.....beides Gruppe A...Reichen 200g Alpaca wolle und wieviel gramm Alpaca kid silk benötige ich....?????
22.03.2019 - 11:56DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Bourgat, hier lesen Sie mehr über Garnalternativen sowie wie man die neue Garnmenge kalkuliert. Viel Spaß beim stricken!
22.03.2019 - 13:33
Anne Marie skrifaði:
Det står at det økes på hver 4. pinne (= fra retten). Vil ikke det si på retten og vrangen annenhver gang?
25.08.2018 - 15:26DROPS Design svaraði:
Hei Anne Marie, Du øker hver 4. pinne (eller 2. hver pinne fra retten). God fornøyelse!
28.08.2018 - 08:07
Anne Maroe skrifaði:
Det står at det økes på hver 4. pinne (= fra retten). Vil ikke det si på retten og vrangen annenhver gang?
25.08.2018 - 15:24
Lone Skov skrifaði:
Hvor finder jeg diagram A-1 nu har jeg prøvet flere gange men det er her ikke, i har ellers lavet rettelser. Hilsen Lone Skov
22.08.2018 - 12:53DROPS Design svaraði:
Hei Lone. Diagram A.1 ligger helt i bunnen av siden, til høyre for målskissen. Vi har nå sjekket, og det er synlig fra både pc og mobil når vi sjekker. Får du det ikke opp uansett hvaslags enhet du bruker?
23.08.2018 - 09:07
Francine#francinecardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa í garðaprjóni og hringlaga berustykki, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Brushed Alpaca Silk.
DROPS 188-12 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING-1 (á við um berustykki): Lykkjur eru auknar út til skiptis á undan og á eftir síðust lykkju slétt í A.1 – sjá ör í mynsturteikningu. Þ.e.a.s. í fyrsta skipti sem aukið er út, er aukið út á eftir síðustu lykkju slétt og í seinna skipti sem aukið er út, er aukið út á undan síðustu lykkju slétt. Aukið út þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í garðaprjóni. Þ.e.a.s. í hvert skipti sem aukið er út verður 1 lykkju fleiri í garðaprjóni í A.1 sem aukið er út í. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu í hlið á fram- og bakstykki og á ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út við bæði prjónamerkin á fram- og bakstykki. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í kraga mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af 6 næstu með ca 7-7½-7½-8-8-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Berustykki er prjónað, síðan skiptist stykkið og ermar og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 94-98-104-108-112-114 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næst umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt og aukið út um 4-5-4-5-4-6 lykkjur jafnt yfir (= vinstra framstykki), prjónið * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, prjónið *-* yfir næstu 10 lykkjur (= vinstri ermi = 10 lykkjur fleiri), 32-34-37-39-41-42 lykkjur slétt og aukið út um 6-9-6-8-6-10 lykkjur jafnt yfir (= bakstykki), prjónið * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* yfir næstu 10 lykkjur (= hægri ermi = 10 lykkjur fleiri), 16-17-19-20-21-21 lykkjur slétt og aukið út um 4-5-3-5-4-5 lykkjur jafnt yfir og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= hægra framstykki) = 128-137-137-146-146-155 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, uppslátturinn er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.1 (= 3 lykkjur) þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni (= 39-42-42-45-45-48 sinnum á breidd), endið með 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur JAFNFRAMT er aukið út þannig: BERUSTYKKI: Aukið er út til skiptis í 3. hverri mynstureiningu af A.1 á breidd í 4. hverri umferð (= frá réttu) þannig: ÚTAUKNING 1: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, * aukið út um 1 lykkju – lesið ÚTAUKNING-1, í fyrstu A.1, prjónið síðan 2 næstu mynstureiningar af A.1 á breidd eins og áður *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 13-14-14-15-15-16 lykkjur fleiri. Prjónið 3 umferðir mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚTAUKNING 2: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, * prjónið 1 mynstureiningu af A.1 eins og áður, aukið út um 1 lykkju í næsta A.1, prjónið næstu mynstureiningu af A.1 eins og áður *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 13-14-14-15-15-16 lykkjur fleiri. Prjónið 3 umferðir mynstur. ÚTAUKNING 3: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, * prjónið 2 mynstureiningar af A.1 eins og áður, aukið út um 1 lykkju í næsta A.1 *, prjónið *-* þar til eftir eru 5 lykkjur, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 13-14-14-15-15-16 lykkjur fleiri. Prjónið 3 umferðir mynstur. Endurtakið útaukningu 1-3 alls 3-3-3-3-4-4 sinnum (= alls 9-9-9-9-12-12 útaukningsumferðir), endurtakið síðan 1. útaukningu 0-1-1-1-1-1 sinni til viðbótar (= alls 9-10-10-10-13-13 útaukningsumferðir), endurtakið síðan 2. útaukningu 0-0-1-1-0-1 sinnum til viðbótar (= alls 9-10-11-11-13-14 útaukningsumferðir) = 245-277-291-311-341-379 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 32-37-39-43-48-56 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 54-60-64-66-70-74 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn, setjið 1 prjónamerki mitt á milli þessa lykkja (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 63-73-76-84-95-110 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 54-60-64-66-70-74 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn, setjið 1 prjónamerki mitt á milli þessa lykkja (= í hlið undir ermi), prjónið 32-37-38-42-48-55 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað áfram hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 153-173-183-199-225-255 lykkjur. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem ermar voru settar á þráð, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út með 2½-3-3-2½-3-5 cm millibili alls 10-9-9-10-9-6 sinnum = 193-209-219-239-261-279 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-31-32-32-32-32 cm frá þar sem ermar voru settar á þráð, prjónið næstu umferð frá röngu eins og áður JAFNFRAMT er aukið út um 3-3-1-1-3-1 lykkjur jafnt yfir = 196-212-220-240-264-280 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið síðan stroff í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, stroff (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið svona í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist ca 36-36-37-37-37-37 cm frá þar sem ermar skiptust frá fram- og bakstykki og alls 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Setjið til baka 54-60-64-66-70-74 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli þessa nýju lykkja = 62-68-74-76-82-86 lykkjur. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 4-4-5-5-6-6 sinnum = 54-60-64-66-70-74 lykkjur. Aukið síðan út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 3-3-3-3-2-2 cm millibili alls 7-6-6-7-7-7 sinnum = 68-72-76-80-84-88 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón eftir þörf. Þegar stykkið mælist 37-37-36-36-34-33 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið 1 umferð þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 34-36-38-40-42-44 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) JAFNFRAMT er aukið út um 2-0-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir = 36-36-40-40-44-44 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stykkið mælist 42-42-41-41-39-38 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki og alls 63-65-65-67-67-68 cm frá kanti í hálsi. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #francinecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.