Eva Powers skrifaði:
I am interested in the raglan sleeve and the measurements that go with it.
18.05.2022 - 04:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Powers, you will find all measurements for each size in the measurement chart - read more here. Happy knitting!
18.05.2022 - 08:25
Elżbieta skrifaði:
W polskim tłumaczeniu jest błąd. Formując reglan oczka zamykamy w czwartym i drugim okrążeniu, a nie co 4 i co 2 okrążenia, bo w ten sposób zamykamy je w piątym i trzecim okrążeniu
05.06.2020 - 12:25DROPS Design svaraði:
Witaj Elu, jak zamykać/dodawać oczka co X okrążeń/rzędów znajdziesz w kursie TUTAJ. Pozdrawiamy!
05.06.2020 - 16:43
Latricoteuse24 skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas le diagramme A.1. J’ai fini le 3 eme rang et pour le moment tout va bien. Mais je ne comprends pas le 4 eme rang, faut-il tricoter les jetes que nous avons fait dans le rang d’avant ? Merci
29.11.2018 - 22:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Latricoteuse24, après le rang 3, vous avez 32 mailles dans A.1 (les diminutions et les jetés se compensent), au rang suivant, tricotez toutes les mailles et les jetés, vous devez toujours avoir 32 m dans A.1. Bon tricot!
30.11.2018 - 08:19
Lhuillery skrifaði:
Bonjour, J’essaye de réaliser ce modèle mais je ne comprends pas le diagramme A.1. Je ne comprends pas quand est-ce qu’il faut tricoter 4 mailles ensembles à l’endroit. Pouvez-vous m’expliquer ? Merci de votre réponse
26.11.2018 - 23:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lhuillery, au 3ème rang de A.1, vous tricotez: *2 m env, 4 m ens à l'end, (1 jeté, 1 m end) x 5, 1 m end, 4 m ens torse à l'end*, répétez encore 1 fois de *à* et terminez par 2 m env. Bon tricot!
27.11.2018 - 08:52
Jose S. skrifaði:
Reading this pattern. I am confused after the bottom 2 ridges of the Body. Why is the 32 st lace pattern split by 90 stitches? Is there a 32 st Lace panel on the back, too??? Thank you!
13.05.2018 - 10:26DROPS Design svaraði:
Dear Jose S., that's right you will have a lace panel in mid back too. Happy knitting!
14.05.2018 - 10:42
Doris skrifaði:
Schönes Muster, schöne Farbe! Der Pullover steht dem Model ganz ausgezeichnet.
19.12.2017 - 08:27
Teresa Sweater#teresasweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri og laskalínu. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.
DROPS 188-26 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, prjónamerki. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Prjónamerki, 1 lykkja slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast þá kemur laskaúrtakan til með að verða of stutt og handvegurinn of lítill. Þetta er hægt að jafna út með því að prjóna 1 auka umferð án úrtöku með jöfnu millibili á milli úrtöku. ÚTAUKNING: Aukið mitt undir ermi þannig – byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjón, skiptið yfir á hringprjón eftir þörf. Stykkin eru sett saman og berustykkið er prjónað í hring með úrtöku fyrir laskalínu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 160-172-188-200-224-244 lykkjur á hringprjón 5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan þannig: 24-27-31-34-40-45 lykkjur slétt, A.1 (= 32 lykkjur), 48-54-62-68-80-90 lykkjur, A.1, 24-27-31-34-40-45 lykkjur slétt. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 1 í byrjun á umferð og 1 á eftir 80-86-94-100-112-122 lykkjur (= hliðar). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki (= 4 lykkjur færri), fækkið lykkjum svona með 6 cm millibili alls 6 sinnum = 136-148-164-176-200-220 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-40-41-41-41-41 cm fellið af 6-6-8-8-10-12 lykkjur á hvorri hlið (= 3-3-4-4-5-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Nú eru 62-68-74-80-90-98 lykkjur á bakstykki og 62-68-74-80-90-98 lykkjur á framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf. Fitjið upp 38-38-40-42-44-46 lykkjur á sokkaprjón 5 með Paris. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, síðan er prjónað sléttprjón. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Þegar stykkið mælist 6-6-6-6-4-6 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið út með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 8-12-14-15-15-16 sinnum = 54-62-68-72-74-78 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-31-31-29-28-26 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af miðju 6-6-8-8-10-12 lykkjurnar undir ermi = 48-56-60-64-64-66 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 220-248-268-288-308-328 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður og fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Lykkjum er fækkað mismunandi á fram- og bakstykki og ermum. Fækkið lykkjum þannig: LASKALÍNA ERMI: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvora ermi (= 2 lykkjur færri á hvorri ermi í hvert skipti sem lykkjum er fækkað). Fækkið lykkjum í 4. hverri umferð 4-2-2-2-4-5 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 13-19-21-23-21-21 sinnum = alls 17-21-23-25-25-26 sinnum. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Fækkið um 1 lykkju á hvorri hlið á bakstykki og 1 lykkju í hvorri hlið á framstykki (= 2 lykkjur færri á framstykki og 2 lykkjur færri á bakstykki í hvert skipti sem lykkjum er fækkað). Fækkið lykkjum í 4. hverri umferð 8-9-9-8-8-7 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 5-5-7-11-13-17 sinnum = alls 13-14-16-19-21-24 sinnum. Eftir allar úrtöku eru 100-108-112-112-124-128 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, í fyrstu umferð er fækkað um 12-16-16-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 88-92-96-96-106-108 lykkjur. Fellið af. Peysan mælist alls 62-64-66-68-70-72 cm upp að öxl. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #teresasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.