Ocelau skrifaði:
Modèle sympa et facile à réaliser. Merci Drops pour vos modèles et explications.
05.11.2018 - 13:34
E.P.M. Thijssen skrifaði:
Ik wil een patroon gaan uitzoeken om te breien, maar krijg niet meer de vertrouwde beelden te zien. Ik zie alleen maar nummers zonder een foto van het patroon. Hoe kan dit ?
09.09.2018 - 20:21
Sonja skrifaði:
Hier wird laut Anleitung in Hin- u. Rückreihen gearbeitet. In der Häkelschrift sind immer nur die Hinreihen beschrieben. Was mache ich mit den Rückreihen? Bei den ganzen Stäbchen A1 und A3 mache ich die auch auf der Rückreihe nehme ich an. Was ist aber bei dem Muster A2?
15.07.2018 - 09:18DROPS Design svaraði:
Liebe Sonja, die Häkelscrhifte zeigen alle Reihen, dh die Hin- sowie die Rückreihen - So häkeln Sie die Hinreihen: mit A.1 anfangen (siehe HÄKELINFO), A.2 wiederholen und mit A.3 enden. Die Rückreihen lesen Sie links nach rechts: mit A.3 anfangen, A.2 wiederholen und mit A.1 enden. Viel Spaß beim häkeln!
16.07.2018 - 08:38
Astrid Van Amerongen skrifaði:
Een vraag moet ik bij de schouder nu 2 of 3 toeren stokjes haken? Is mij niet helemaal duidelijk
29.06.2018 - 15:56DROPS Design svaraði:
Dag Astrid, Je haakt tot de schouder een hoogte heeft aangegeven in de beschrijving en je past het zo aan dat de laatste toer op de schouder een toer van stokjes is op de verkeerde kant. Het aantal toeren is dus niet zo belangrijk, het gaat er om dat je eindigt met een toer van stokjes en de juiste hoogte hebt.
01.07.2018 - 20:01
Bicelli skrifaði:
Bonjour, Pourquoi les modèles ajoutés dans "mes favoris"expirent-ils au bout de 90jours? Il m'arrive de sélectionner d'avance des modèles qui me plaisent pour ne pas avoir à les rechercher lorsque je veux les réaliser et le délai de 90 jours est trop court . Merci pour votre réponse et votre site que j'aime beaucoup.
17.06.2018 - 00:55
Evelynelouaked skrifaði:
Bonsoir,qu'elle taille executer avec tour de poitrine 90 et tour de bassin 102 ?
27.05.2018 - 22:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Louaked, vous trouverez en bas de page un schéma avec toutes les mesures pour chaque taille, ces mesures sont prises à plat d'un côté à l'autre. Comparez un vêtement similaire dont vous aimez la forme pour trouver la taille idéale et/ou faire des ajustements si besoin. Bon crochet!
28.05.2018 - 09:39
Sonia B. skrifaði:
Bonjour, je suis gauchère et je me demande comment interpréter les diagrammes? Si je les fais à l'inverse, de gauche à droite, vais-je avoir le même résultat? Sinon, avez-vous des modèles au crochet pour les gauchères? À cause de cela, je préfère le tricot et pour le tricot, comment faire pour faire une recherche de modèles avec des aiguilles droites? J'ai bien du mal avec les aiguilles circulaires ou doubles pointes! Merci.
22.05.2018 - 08:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Sonia B., ajustez votre façon de crocheter considérant que sur l'endroit, vous commencez par A.1, répétez A.2 et terminez par A.3, et sur l'envers, vous commencez par A.3, répétez A.2 et terminez par A.1. Bon crochet!
22.05.2018 - 09:53
Twan skrifaði:
Ik snap het patroon niet bij het armsgat... wie helpt me?
20.05.2018 - 15:38DROPS Design svaraði:
Hallo Twan, Er stond een foutje bij de beschrijving van het achterpand, waar het armsgat begint. Je moet steken overslaan in plaats van opzetten. Het is aangepast. Hopelijk kom je er nu wel uit. Veel haakplezier!
21.05.2018 - 11:03
Twan skrifaði:
Ik snap het patroon niet bij het armsgat... wie helpt me?
20.05.2018 - 15:00
Ilona skrifaði:
Ich habe jetzt über die Hälfte vom Rückenteil gehäkelt und leider wird die eine Seite immer breiter (schräg) und ich finde den Fehler nicht. Unten waren es 53 cm und jetzt bin ich schon bei 54,5 cm ??
17.05.2018 - 19:24DROPS Design svaraði:
Liebe Ilona, beachten Sie, daß Ihre Maschenprobe immer stimmt, und daß Sie immer die gleichen Maschenanzahl haben: 80-86-92-104-110-122 Stäbchen bei der 2. und 4. Reihe in A.1-A.3. Viel Spaß beim häkeln!
18.05.2018 - 08:52
Miles Away#milesawaysweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð peysa með gatamynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Cotton Light.
DROPS 187-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðul með 3 loftlykkjum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Fyrst er bakstykkið og framstykki heklað, hvort fyrir sig, síðan eru ermar heklaðar. Öll stykkin eru síðan saumuð saman í lokin. Kantur í kringum hálsmál er heklaðuð í lokin. BAKSTYKKI: Heklið 94-101-108-122-129-143 loftlykkjur með heklunál 4,5 með Cotton Light. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja af næstu 5 loftlykkjum, * 1 stuðull í hverja af næstu 6 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju *, heklið frá *-* þar til 1 loftlykkja er eftir, 1 stuðull í síðustu loftlykkju = 80-86-92-104-110-122 stuðlar. Heklið síðan frá réttu þannig: Heklið A.1 – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, A.2 (= 6 lykkjur) alls 13-14-15-17-18-20 sinnum á breidd og endið með A.3 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með mynstrið. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! A.1 til A.3 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, er gerður handvegur þannig: Klippið þráðinn frá, hoppið yfir 6-6-6-12-12-12 lykkjur (= fyrir handveg), heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, A.2 yfir næstu 66-72-78-78-84-96 lykkjur og endið með A.3 yfir næstu lykkju (nú eru eftir 6-6-6-12-12-12 lykkjur í umferð fyrir handveg) = alls 68-74-80-80-86-98 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er A.1 heklað í síðasta stuðul. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, stillið af að síðasta umferð sé hekluð frá röngu, heklið hvora öxl til loka fyrir sig. Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 20-23-24-24-25-31 stuðlum (= öxl). Heklið 2 umferðir til viðbótar með 1 stuðul í hvern stuðul. Klippið þráðinn frá og festið enda. Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Hoppið yfir 28-28-32-32-36-36 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju og 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 19-22-23-23-24-30 lykkjum. Heklið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Heklið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 42-44-44-46-46-48 cm, stillið af þannig að síðasta umferðin sem er hekluð sé fyrsta umferðin í A.2 (síðasta umferðin er hekluð frá réttu). Nú skiptist stykkið og hvor öxl er hekluð til loka fyrir sig þannig: HÆGRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Fyrsta umferðin er hekluð frá röngu. Heklið A.3 yfir fyrstu 1-1-2-2-3-3 lykkjur (heklað er um loftlykkjur og í stuðla), heklið A.2 yfir næstu 15-18-18-18-18-24 lykkjur, heklið A.4 yfir næstu 12 lykkjur, snúið stykkinu. Haldið áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli eftir mynsturteikningu A.4. Þegar A.4 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 20-23-24-24-25-31 stuðlar í síðustu umferð. Heklið mynstur þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, stillið af að endað sé með 1 umferð með stuðlum frá röngu. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Klippið frá og festið enda. VINSTRI ÖXL (séð þegar flíkin er mátuð): Heklið nú vinstri öxl þannig (fyrsta umferð = ranga): Hoppið yfir 12-12-16-16-20-20 stuðlar frá þar sem A.4 var heklað (= fyrir hálsmál), heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, heklið síðan A.5 yfir sömu lykkju og næstu 11 lykkjur (= alls 12 lykkjur), heklið A.2 yfir næstu 15-18-18-18-18-24 lykkjur og endið með A.1 yfir síðustu 1-1-2-2-3-3 lykkjur (heklað er um loftlykkjur og í stuðla). Haldið áfram með mynstur og úrtöku fyrir hálsmáli eftir mynsturteikningu A.5. Þegar A.5 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 20-23-24-24-25-31 stuðlar í síðustu umferð. Heklið mynstur þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, stillið málið af við hægri öxl. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Klippið frá og festið enda. ERMI: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið 45-45-49-49-52-52 loftlykkjur með hekluál 4,5 með Cotton Light. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja af næstu 5-5-7-7-5-5 loftlykkjum, * 1 stuðull í hverja af næstu 6 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju *, heklið frá *-* þar til eftir eru 1-1-3-3-1-1 loftlykkjur, 1 stuðull í hverja af síðustu 1-1-3-3-1-1 loftlykkjum = 38-38-42-42-44-44 stuðlar. Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-3-1-1 stuðla, A.2 þar til eftir eru 1-1-3-3-1-1 stuðlar (= 6-6-6-6-7-7 sinnum á breidd), A.3 yfir síðustu 1-1-3-3-1-1 stuðla. Heklið A.1 til A.3 á hæðina til loka. Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 stuðla í fyrsta og síðasta stuðul í umferð (= 2 stuðlar fleiri). Aukið svona út með 4-3½-3½-2½-2½-2 cm millibili alls 10-11-11-13-13-15 sinnum = 58-60-64-68-70-74 lykkjur. Útauknar lykkjur eru heklaðar jafnóðum inn í A.2. ATH: Það er alltaf 1 stuðull (eða 3 loftlykkjur = 1 stuðull) í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 48-48-47-44-44-41 cm, setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, sauma á ermasaum síðar upp að prjónamerki og sauma á þær umferðir sem eftir eru saman með 6-6-6-12-12-12 stuðlum á bakstykki/framstykki sem hoppað var yfir fyrir handveg á hvorri hlið á stykki (= mitt undir ermi). Haldið síðan áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 52-52-51-51-51-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í ystu lykkjubogana. Saumið ermar í, prjónamerki á ermi merkir hliðarsauma á framstykki og bakstykki og umferðin sem er hekluð á eftir prjónamerki er saumuð að 6-6-6-12-12-12 lykkjum sem hoppað var yfir fyrir handveg á framstykki/bakstykki. Byrjið neðst á ermi og saumið ermasaum í ysta lykkjubogann, haldið áfram að sauma hliðarsaum á framstykki og á bakstykki. Klippið frá og festið alla enda. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant í kringum hálsmál frá mitt ofan á öxl þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið og stillið af að endað sé með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð, passið uppá að kanturinn verði ekki stífur. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #milesawaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.