Annick skrifaði:
Bonjour Si j'utilise des aiguilles circulaires ,les explications données sont elles les mêmes ? Merci
30.01.2023 - 15:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Annick, tout à fait, vous pouvez tricoter sur aiguille circulaire, en magic loop, les explications seront exactement les mêmes. Bon tricot!
30.01.2023 - 16:04
Claudine skrifaði:
Bonjour, je fais ma première chaussette, grâce à vous. Cependant, j’aurais aimé trouver un modèle avec des diminutions du talon avec la maille enveloppée, afin d’éviter le trou au niveau de la diminution. Merci de ce que vous pourrez faire. Cordialement
27.01.2022 - 17:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Claudine, cette technique est rarement employée par nos stylistes, mais vous pouvez la retrouver en vidéo pour les rangs raccourcis: sur l'endroit et sur l'envers (si j'ai bien compris la question). Bon tricot!
27.01.2022 - 17:48
Sandra skrifaði:
Je viens de me rendre compte qu'il s'agissait du nom de la couleur! Désolée 😅
09.12.2020 - 16:39
Sandra skrifaði:
"Monter 60-64-68 mailles avec les aiguilles doubles pointes 2.5 en pique-nique et..." En pique-nique ? 😆 Zut alors! 🤣
09.12.2020 - 15:22
Mimi skrifaði:
For the toe decrease it says to ‘knit 2 together, knit 2 (the marker sits in the middle of these two stitches), slip 1 stitch as if to knit, knit 1, pass the slipped stitch over the knitted stitch’ and that equals 2 stitches decreased. However, this appears to me to be 3 stitches decreased? Could you please explain? Thanks!
07.10.2020 - 02:24DROPS Design svaraði:
Hi Mimi, Knit 2 together decreases 1 stitch, you then knit 2 (no decrease), slip 1 stitch onto the left needle, knit 1 and pass the slipped stitch over the knitted stitch on the left needle (another stitch decreased). Hope this helps. Happy knitting!
07.10.2020 - 07:11
Melissa skrifaði:
Come proseguire una volta terminato il tallone? Riprendendo semplicemente le maglie in sospeso e continuando a lavorare in tondo resterebbero dei buchi (dovuti ai 6 cm a maglia rasata lavorati prima delle diminuzioni del tallone)! Non dovrei riprendere in qualche modo i lati del tallone? Dalla foto sembra che sia stato fatto proprio questo...nel caso come dovrei procedere?
25.08.2020 - 13:18DROPS Design svaraði:
Buonasera Melissa, dopo aver lavorato il tallone deve proseguire come indicato: terminate le diminuzioni per il tallone, riprendere 13-15-16 maglie da ciascun lato del tallone e riportare sui ferri di lavoro le 28-28-32 maglie messe in attesa sul ferma maglie. Provi a vedere se questo video l'aiuta: . Buon lavoro!
25.08.2020 - 22:13
Christine MacLeod skrifaði:
I don't see how this pattern works. If I start with 60 stitches, then decrease to 56, how can the pattern A1 work, as it has a 6 stitch repeat? 6 does not divide into 56. It's the same problem for all the sizes.
12.04.2019 - 19:22DROPS Design svaraði:
Hello Christine. Pattern A1 is actually a 2 sts based pattern, so it will fit correctly on any even number of stitches. Happy knitting!
12.04.2019 - 22:20
Britt Svaneblom skrifaði:
Hej. Varför får man inte bilden med när man skriver ut.
27.10.2018 - 10:52
Melanie skrifaði:
Wirklich sehr schöne Socken .... leider hat bei mir ein Knäuel der Farbe picknick Nr. 911 (was im übrigen fun lila heißt) nicht ausgereicht und ich musste ein Knäuel nachbestellen ... also vielleicht besser gleich 2 Knäuel kaufen um Versandkosten zu sparen ;)
28.09.2017 - 12:11
Birgitte Oerskov skrifaði:
Tror ikke, det er det korrekte billede ..... ??
10.09.2017 - 17:07
Rock Socks#rocksocks |
|||||||
|
|||||||
Prjónaðir sokkar með marglitum röndum úr DROPS Fabel. Stærð 35-43.
DROPS 179-21 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 15. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna 14 og 15. hverja lykkju saman. Ef auka á út þá er í þessu dæmi slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 15. hverri lykkju. Í næstu umferð er upplsátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR: Til að styrkja hælinn er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtöku með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-14-16 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um tá): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 60-64-68 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum lautarferð. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-8-4 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 56-56-64 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón og í hring eftir mynsturteikningu A.1, endurtakið A.1 á hæðina – lesið MYNSTUR að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með A.1 þar til stykkið mælist 16-18-20 cm – endið eftir 2. umferð í A.1. Prjónið umferð 3 í A.1 og jafnið lykkjufjöldann til 54-58-62 lykkjur í þessari umferð. Haldið nú eftir fyrstu 13-15-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 28-28-32 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13-15-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl. Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið sléttprjón með litnum lautarferð fram og til baka yfir 26-30-30 hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp 13-15-16 lykkjur hvoru megin við hæl og 28-28-32 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 68-72-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28-28-32 lykkjur ofan á fæti. Prjónið A.1 hringinn (haldið áfram með næstu umferð í mynstri svo að mynstrið passi mitt ofan á fæti) og fækkið lykkjum hvoru megin við 28-28-32 lykkjur ofan á fæti þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á UNDAN fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á EFTIR seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-8-10 sinnum = 52-56-60 lykkjur. Haldið áfram með A.1 þar til stykkið mælist ca 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (endið eftir umferð 3 í A.1 og prjónið e.t.v. áfram með litnum lautarferð að réttu máli) nú eru eftir ca 4-5-6 cm að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á sokk þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Fækkið nú lykkjum fyrir tá hvoru megin við þessi tvö prjónamerki og haldið áfram með litninn lautarferð til loka – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-8-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið þráðinn vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rocksocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 179-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.