Helen skrifaði:
Have now finished the tunic & love it. However you still have not corrected the errors.
04.04.2017 - 17:34Helen skrifaði:
Drops 178-15 Now working sleeve (L). Instructions say decrease every 3 cm, 10 times. I f I do this the length will be 30 cm, yet instructions say when the sleeve measures 24 cm switch needles and work the 2 ridge then cast offs. Something doesn't compute.
25.03.2017 - 20:30Helen skrifaði:
Error in Drops 178-15. For L (large): When removing stitches for sleeves, should work the next 79 stitches, not 75. With the additional 20 cast on stitches and the 158 (2x79) body stitches you get the 178 total for the body as indicated in the pattern.
18.03.2017 - 22:03Helen skrifaði:
Drops178-15 L(large)When all 9 increases done, 3 rounds of A.2 left, there are 272 stitches on the needle. Then 57 stitches each for sleeves (=114) and 75 stitches for front and back to work (=150). That totals 264 stitches. What happened to the other 8 stitches? What do I do next?
18.03.2017 - 19:31DROPS Design svaraði:
Dear Helen, thanks for your feedback, our Designteam will have a look on this. Thank you in advance for your patience.
20.03.2017 - 09:14
Rieke skrifaði:
Seit Jahren profitiere ich von den vielen kostenlosen Anleitungen und der saisonalen Aktualität. Vielen Dank. Aber leider ist - wie so oft - auch in den aktuellen Anleitungen - das wunderschöne Strickstück nicht im Detail zu sehen, da die langen Zottelhaare des Models die Sicht verhindern. Einfach mal die Haare hochstecken oder zusammenbinden :-) Ob das künftig zu ändern ist???
22.02.2017 - 09:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Riecke, wir haben gerade ein neues Foto mit der Passe hochgeladen. Viel Spaß beim stricken!
22.02.2017 - 10:18
Time for Tea#timeforteatunic |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Tunika með gatamynstri, laskalínu og ¾ ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-15 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin. ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum! Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 86 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 21,5. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 21. hverja lykkju. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerkið er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 4 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 86-88-92-96-100-106 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-18-14-30-24 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90-90-110-110-130-130 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 10 mynstureiningar 9-9-11-11-13-13 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-180-200-200-220-220 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 15-15-16-16-17-17 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Hvert prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í mynstureiningu A.1 (sjá stjörnu í mynsturteikningu) þannig: 1. prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í 1. mynstureiningu með A.1, 2. prjónamerki er sett í 3. mynstureiningu með A.1, 3. prjónamerki er sett í 6. mynstureiningu með A.1 og 4. prjónamerki er sett í 8. mynstureiningu með A.1. Lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis = hægri ermi. Lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerkis = framstykki. Lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis = vinstri ermi. Lykkjur á milli 4. og 1. prjónamerkis = bakstykki. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og mynstur er prjónað þannig: Prjónið síðan mynstur A.2 (= 35-35-39-39-43-43 lykkjur) á ermum (= á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) og prjónið sléttprjón á framstykki (= milli 2. og 3. prjónamerkis), á bakstykki (= milli 4. og 1. prjónamerkis) og 4 lykkjur með prjónamerki eru prjónaðar með sléttprjóni! LASKALÍNA Á ERMUM: Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og 1 lykkju á undan 2. og 4. prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 7-8-9-10-11-11 sinnum, þ.e.a.s. þar til eftir eru 5-3-3-1-1-1 umferðir í A.2. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út um 1 lykkju í hverri umferð 0-0-0-3-5-6 sinnum og 1 lykkja í annarri hverri umferð 6-8-9-8-8-8 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð og 5-3-3-1-1-1 umferðir eru eftir í mynsturteikningu A.2 eru 232-244-272-284-316-320 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið fram að 1. prjónamerki, setjið lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 67-71-79-83-93-95 lykkjur, setjið lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Stykkið mælist ca 20-22-24-25-27-27 cm frá uppfitjunarkanti. Takið í burtu 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkist og erma og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 146-158-178-190-210-218 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8.-8.-5.-4.-5.-4. hverri umferð alls 9-7-15-18-14-19 sinnum = 182-186-238-262-266-294 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-40-40-41-41-43 cm er aukið út um 7-3-5-8-4-3 lykkjur jafnt yfir = 189-189-243-270-270-297 lykkjur. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 7-7-9-10-10-11 mynstureiningar 27 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.3 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið aftur til baka yfir á hringprjón 5 og fellið af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 49-51-57-59-65-65 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6-8-10-12-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-59-67-71-77-79 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi (þ.e.a.s. mitt á milli 6-8-10-12-12-14 nýrra lykkja). Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 3-5-5-7-7-8 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með mynstur A.2/A.4 yfir næstu 49-49-57-57-63-63 lykkjur – þ.e.a.s. í stærð S, M og L eru prjónaðar umferðir sem eftir eru í A.2 (án útaukninga í hvorri hlið á mynsturteikningu) áður en haldið er áfram með A.4 yfir A.2, prjónið sléttprjón yfir þær 3-5-5-7-7-8 lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 3 cm frá nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 9.-7.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 6-7-10-11-11-11 sinnum = 43-45-47-49-55-57 lykkjur (lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar með sléttprjóni). Þegar ermin mælist 24 cm er skipt yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 5 og fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timeforteatunic eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.