Inge Spille skrifaði:
Entschuldigung wenn ich noch einmal nach frage ... ist es egal, an welcher Stelle ich diese Masche zunehme? Herzlichen Dank für Ihre Geduld und Mühe!
25.03.2019 - 10:41DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Spille, siehe vorrige Antwort + die Zunahmen für Vorder- und Rückenteil werden nach dem Markierer am Anfang Vorder- und Rückenteil und vor dem Markierer am Ende Vorder- und Rückenteil gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
25.03.2019 - 12:21
Inge Spille skrifaði:
Liebes Dropsteam, danke für eure wunderbaren Anleitungen. Ich stricke zum ersten Mal Raglan von Oben.A1 ist zu Ende gestrickt. Die Ärmelzunahme habe ich verstanden. Aber wie ist das mit der Zunahme für Vorder- und Rückenteil? In jeder Reihe nur 1 Masche oder jeweils 1 Masche vorn und hinten? Oder jeweils an jeder Raglannaht also 4 Maschen? Danke für eure Hilfe!
23.03.2019 - 14:52DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Spille, für Vorder- und Rückenteil nehmen Sie je nach der Grösse 1 M in jeder Runde (nur in die 3 grösseren Größe) und 1 Masche in jeder 2. Runde in allen Größen (6-8-9-8-8-8 Mal). Viel Spaß beim stricken!
25.03.2019 - 10:10
Renate skrifaði:
Habe vergessen brauche in xxl. ich hoffe daß auch im frühjahr 2019 wieder etwas mit loch und rundpasse dabei ist.danke nochmal
25.09.2018 - 20:11DROPS Design svaraði:
Liebe Renate, wir können leider nicht jede unsere Anleitung nach jeder individuellen Anfrage anpassen - für individuelle Hilfe zu dieser Anleitung, nehmen Sie bitte Kontakt mit dem Laden auf, wo Sie Ihre Wolle gekauft haben. Viel Spaß beim stricken!
26.09.2018 - 07:48
Renate skrifaði:
Hallo liebes drops team. ich finde eure anleitungen super,nur habe ich ein problemmit dem umrechnen bei 178-15 Da ich dünneres garn lauflänge185m und 3,5stricknadel verwende,schaut es bei mir irgenwie immer anders aus und ich trenne sehr viel. wie rechne ich richtig um,so das es wie auf dem bild ausschaut.vielen dank
25.09.2018 - 17:12DROPS Design svaraði:
Liebe Renate, Diese Tunika wird mit einer Maschenprobe von 17 M x 22 Reihen glatt rechts = 10 x 10 cm. Wenn Sie diese Maschennprobe nicht haben, ist vielleicht der Garn nicht das richtige - Hier lesen Sie mehr über Garnalternativen. Viel Spaß beim stricken!
26.09.2018 - 07:30
Kasia skrifaði:
Dodawanie oczek - Reglan na przodzie/tyle. Rozmiar XXL Czy dobrze rozumiem, że na początku mam dodawać oczko w okrążeniu 1, 2, 3, 4, 5 , 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 przed oczkiem z markerem?
06.09.2018 - 09:11DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu! Dodajesz oczka na reglan na tyle/przodzie dokładnie w tych okrążeniach, które wskazujesz. Dodajesz je w 4 miejscach w okrążeniu, zależy gdzie jest początek okrążenia (przyjmijmy, że w miejscu 1-szego markera): wtedy dodajesz za 2-gim markerem, przed 3-cim markerem, za 4-tym markerem i przed 1-szym markerem (inaczej mówiąc na tyle i przodzie, ale nie na rękawach). Powodzenia!
06.09.2018 - 10:11
Ines skrifaði:
Bin gerade am Ärmel stricken, habe A 2 und A4 einmal gestrickt. Jetzt fällt mir auf das der Ärmel nicht so lang ist wie auf dem Foto abgebildet. Habe ich einen Fehler gemacht ?
31.05.2018 - 23:36DROPS Design svaraði:
Liebe Ines, in allen Größen messen die Ärmel 25 cm von der Passe - siehe auch Maßskizze. Viel Spaß beim stricken!
01.06.2018 - 08:36
Ines skrifaði:
Hallo, da ich zum ersten mail nach eine Strickschrift arbeite brauch ich etwas Hilfe. Ich habe die Passe gearbeitet und jetzt weiß ich nicht wo es weitergeht? Soll es wie oben beschrieben ist weiterstricken oder ab der Korrektur?? Ich bitte um Hilfe. Vielen Dank im Voraus
21.04.2018 - 16:27DROPS Design svaraði:
Liebe Ines, wenn Sie die Anleitung gedrückt haben, bevor die Korrektur geschrieben war, sollen Sie nach Korrektur weiter stricken, aber wenn Sie die Anleitung nach dem Korrektur gedrückt haben, enthalten die Anleittung alle Korrekturen. Viel Spaß beim stricken!
23.04.2018 - 09:12
Mercedes skrifaði:
Estoy tejiendo este patrón con Paris denim recycled. He comprado 700 gramos para la talla L, y sin embargo, he consumido casi todo el hilo en el cuerpo, no tengo suficiente para las mangas con las cantidades que indica el patrón.
20.08.2017 - 20:15DROPS Design svaraði:
Hola Mercedes, puede ser que tu tensión del tejido era más floja que la recomendada, por lo que has tenido que utilizar más hilo. En general, 700 gramos es suficiente para realizar esta prenda en la talla L.
23.08.2017 - 17:29
Annelies skrifaði:
Volgens mij staat er een fout in het patroon bij het gedeelte over de mouw. iedere 6 centimeter moet er in maat M geminderd worden. In totaal 7 keer. Dan is de mouw 39 cm in plaats van 24 cm. Moeten de minderingen dan ook niet om de 6 naalden.
23.05.2017 - 19:18DROPS Design svaraði:
Hoi Annelies, Ik denk dat je gelijk hebt en dat het aantal minderingen niet klopt bij de mouw. Ik heb het doorgegeven aan design en zodra ik meer weet kom ik er op terug.
24.05.2017 - 16:03
Annelies skrifaði:
Het lijf moet gebreid worden tot een lengte van 66 cm (maat M). is dit gemeten vanaf de opzet (hals) of vanaf de extra opgezette steken onder de mouw?
23.05.2017 - 18:19DROPS Design svaraði:
Hallo Annelies, Dat is vanaf onder de mouw gemeten. (Boven de paragraaf over het LIJF staat ook 'Meet het werk nu vanaf hier')
24.05.2017 - 15:43
Time for Tea#timeforteatunic |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Tunika með gatamynstri, laskalínu og ¾ ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-15 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin. ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum! Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 86 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 21,5. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 21. hverja lykkju. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerkið er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 4 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 86-88-92-96-100-106 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-18-14-30-24 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90-90-110-110-130-130 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 10 mynstureiningar 9-9-11-11-13-13 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-180-200-200-220-220 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 15-15-16-16-17-17 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Hvert prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í mynstureiningu A.1 (sjá stjörnu í mynsturteikningu) þannig: 1. prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í 1. mynstureiningu með A.1, 2. prjónamerki er sett í 3. mynstureiningu með A.1, 3. prjónamerki er sett í 6. mynstureiningu með A.1 og 4. prjónamerki er sett í 8. mynstureiningu með A.1. Lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis = hægri ermi. Lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerkis = framstykki. Lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis = vinstri ermi. Lykkjur á milli 4. og 1. prjónamerkis = bakstykki. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og mynstur er prjónað þannig: Prjónið síðan mynstur A.2 (= 35-35-39-39-43-43 lykkjur) á ermum (= á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) og prjónið sléttprjón á framstykki (= milli 2. og 3. prjónamerkis), á bakstykki (= milli 4. og 1. prjónamerkis) og 4 lykkjur með prjónamerki eru prjónaðar með sléttprjóni! LASKALÍNA Á ERMUM: Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og 1 lykkju á undan 2. og 4. prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 7-8-9-10-11-11 sinnum, þ.e.a.s. þar til eftir eru 5-3-3-1-1-1 umferðir í A.2. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út um 1 lykkju í hverri umferð 0-0-0-3-5-6 sinnum og 1 lykkja í annarri hverri umferð 6-8-9-8-8-8 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð og 5-3-3-1-1-1 umferðir eru eftir í mynsturteikningu A.2 eru 232-244-272-284-316-320 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið fram að 1. prjónamerki, setjið lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 67-71-79-83-93-95 lykkjur, setjið lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Stykkið mælist ca 20-22-24-25-27-27 cm frá uppfitjunarkanti. Takið í burtu 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkist og erma og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 146-158-178-190-210-218 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8.-8.-5.-4.-5.-4. hverri umferð alls 9-7-15-18-14-19 sinnum = 182-186-238-262-266-294 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-40-40-41-41-43 cm er aukið út um 7-3-5-8-4-3 lykkjur jafnt yfir = 189-189-243-270-270-297 lykkjur. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 7-7-9-10-10-11 mynstureiningar 27 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.3 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið aftur til baka yfir á hringprjón 5 og fellið af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 49-51-57-59-65-65 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6-8-10-12-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-59-67-71-77-79 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi (þ.e.a.s. mitt á milli 6-8-10-12-12-14 nýrra lykkja). Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 3-5-5-7-7-8 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með mynstur A.2/A.4 yfir næstu 49-49-57-57-63-63 lykkjur – þ.e.a.s. í stærð S, M og L eru prjónaðar umferðir sem eftir eru í A.2 (án útaukninga í hvorri hlið á mynsturteikningu) áður en haldið er áfram með A.4 yfir A.2, prjónið sléttprjón yfir þær 3-5-5-7-7-8 lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 3 cm frá nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 9.-7.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 6-7-10-11-11-11 sinnum = 43-45-47-49-55-57 lykkjur (lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar með sléttprjóni). Þegar ermin mælist 24 cm er skipt yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 5 og fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timeforteatunic eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.