Carmen-Gabriela skrifaði:
Hallo, wird A.4 für den Ärmel wiederholt bis zur gewünschten Länge? Leider misst meine Passe nach A.1 gedehnt nur 13 cm lang (S/M). Nun weiß ich noch nicht, ob ich gleich mit glatt re. VT/RT + Raglan weiterstricke od. ob ich die Lochmusterpasse verlängere (mit Zunahmen) und ggf. dementsprechend die Raglanzunahmen reduziere. Haben Sie einen Tipp? Maschenprobe hatte gestimmt.
21.01.2022 - 18:32DROPS Design svaraði:
Liebe Carmen-Gabriela, welche Größe stricken Sie? S oder M? Nach alle Raglanzunahmen soll die Passe ca 20-22 cm sein (15 cm nach A.1 + ca 6-7 cm Raglan). Kann das Ihnen helfen?
26.01.2022 - 10:00
Hannelore Meier skrifaði:
Guten Tag. Kann ich mir auch dieses tolle Muster auch ausdrucken?
14.10.2021 - 16:59DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Meier, ganz gerne, klicken Sie auf "Drucken", dann wählen Sie "Anleitung", ein neues Fenster öffnet sich dann, klicken Sie auf "Die Anleitung ausdrucken →" um das Dialogfenster von Ihrem Drucker wird angezeigt. Viel Spaß beim stricken!
15.10.2021 - 13:38
IRENE CAMBUS skrifaði:
J'ai commencé à tricoter le modèle 178-15 avec des aiguilles normales en commençant par le bas en prenant le diagramme à l'envers et c'est correct. Comment faire le raglan de cette façon? Merci pour vos conseils. Cordialement
24.05.2021 - 18:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cambus, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande; si vous tricotez ici la robe de bas en haut, il va vous falloir diminuer au lieu d'augmenter pour le raglan et diminuer au lieu d'augmenter dans les diagrammes après le raglan. Votre magasin saura vous aider, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
25.05.2021 - 08:52
Lidia skrifaði:
"When all increases are done and 5-3-3-1-1-1 round in diagram A.2 remains there are 232-244-272-284-316-320 stitches on needle" - Hi. I'm knitting the S size of this pattern and I have a question on the instruction above. Do these 232 stiches include the 4 stiches with the marker? My sums don't match if I include them in these 232. Can you please clarify? Thanks.
21.01.2021 - 17:57DROPS Design svaraði:
Dear Lidia, after A.1 there were 180 sts, you increase then 2 sts on each sleeve a total of 7 times (= 5 rows remain in A.2) = 28 sts in total + 2 sts on front/back piece a total of 6 times = 24 sts. When 5 rows in A.2 remain, there are: 180+28+24= 232 sts. Happy knitting!
22.01.2021 - 07:49
Mary Galvin skrifaði:
Hi, Is it possible to get the 178-15 Time for Tea pattern in smaller sizes? I would like to knit it for a young teenager. Thank you!
18.04.2020 - 19:34DROPS Design svaraði:
Dear Mary, unfortunately we cannot modify our patterns to each individual request. We hope you will understand. Happy Knitting!
19.04.2020 - 20:59
Heidi Jensen skrifaði:
Jeg har et spørgsmål vedr ærmerne (sidst i opskriften). Efter “læs INDTAGNINGSTIPS” står der, at man i str S efter 3 cm for hver 9 cm skal tage 2 masker ind i alt 6 gange. Det vil jo resultere i et ærme på ca 48 cm. Men umiddelbart efter står der, at man skal runde af med retstrik, når ærmet er 24 cm. Skal der være 9 pinde i stedet for 9 cm imellem indtagningerne?
23.05.2019 - 22:36DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Ja, det har du helt rett i, det skal stå hver 9 pinne. Vi skal få rettet dette i oppskriften. Takk for beskjed, og god fornøyelse
24.05.2019 - 08:09
Åse skrifaði:
Bolen: str M starter med 158 m. og øker 4 etter 3cm. da har en 162 m. Så skal en øke slik 7 ganger = 28m. og har da etter alle økninger 190 m. og ikke 186 som mønsteret sier.
21.04.2019 - 10:42
Heidi Jensen skrifaði:
Jeg har stillet et spørgsmål 30/3 og tør ikke fortsætte på arbejdet, før jeg har fået svar :-). Jeg spørger derfor igen: Er det korrekt som angivet i opskriften, at arbejdet i str M skal måle 66 cm fra nederst på ærmegabet, inden der tages ud igen og strikkes efter diagram A.3? Eller skal arbejdet i stedet måle 66 cm fra skulderen?
08.04.2019 - 20:23DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Ja, dette er hel lengde på arbeidet. Vi skal få rettet oppskriften slik at målene er oppgitt fra ermhullet og ned. Tips til neste gang: om du stiller spørsmålet ditt som et "spørsmål" isteden for en "kommentar" vil vi se det raskere. God fornøyelse
09.04.2019 - 11:56
Åse skrifaði:
Raglan øking står det: øk på hver side av merketråder. Jeg har økt en m. på hver side av merketråder på de omg. det strikkes bare rett i mønster, tilsammen 8 m. på annenhver omg. I tillegg øker jeg det som viser i mønster. Blir dette for mye? Skulle økning i hver ende av mønster erstatte fire av disse ? Veldig usikker her nå?
02.04.2019 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hei Åse. Om du leser uner RAGLAN helt øverst i oppskriften står det at økningene på ermene er tegnet inn i diagram A.2. Du øker altså på hver side av hvert merke, men på ermene er disse økningene en del av diagrammet. Når alle økinger er ferdig har du 232-244-272-284-316-320 masker på pinnen. God fornøyelse
08.04.2019 - 14:18
Heidi Jensen skrifaði:
Umiddelbart før afsnittet “ryg- og forstykke” fremgår det, at der fremadrettet skal måles fra nederst på ærmegabet. I afsnittet “ryg- og forstykke” fremgår, at udtagning påbegyndes efter 3 cm. Efter de 7 udtagninger i str M vil længden fra skulder være ca 50 cm og længden fra nederst på ærmegabet vil være knap 30 cm. Er det virkelig korrekt, at arbejdet i str M skal måle 66 cm fra nederst på ærmegabet, inden der tages ud igen og strikkes efter diagram A.3?
30.03.2019 - 22:24
Time for Tea#timeforteatunic |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Tunika með gatamynstri, laskalínu og ¾ ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-15 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin. ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum! Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 86 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 21,5. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 21. hverja lykkju. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerkið er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 4 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 86-88-92-96-100-106 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-18-14-30-24 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90-90-110-110-130-130 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 10 mynstureiningar 9-9-11-11-13-13 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-180-200-200-220-220 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 15-15-16-16-17-17 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Hvert prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í mynstureiningu A.1 (sjá stjörnu í mynsturteikningu) þannig: 1. prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í 1. mynstureiningu með A.1, 2. prjónamerki er sett í 3. mynstureiningu með A.1, 3. prjónamerki er sett í 6. mynstureiningu með A.1 og 4. prjónamerki er sett í 8. mynstureiningu með A.1. Lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis = hægri ermi. Lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerkis = framstykki. Lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis = vinstri ermi. Lykkjur á milli 4. og 1. prjónamerkis = bakstykki. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og mynstur er prjónað þannig: Prjónið síðan mynstur A.2 (= 35-35-39-39-43-43 lykkjur) á ermum (= á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) og prjónið sléttprjón á framstykki (= milli 2. og 3. prjónamerkis), á bakstykki (= milli 4. og 1. prjónamerkis) og 4 lykkjur með prjónamerki eru prjónaðar með sléttprjóni! LASKALÍNA Á ERMUM: Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og 1 lykkju á undan 2. og 4. prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 7-8-9-10-11-11 sinnum, þ.e.a.s. þar til eftir eru 5-3-3-1-1-1 umferðir í A.2. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út um 1 lykkju í hverri umferð 0-0-0-3-5-6 sinnum og 1 lykkja í annarri hverri umferð 6-8-9-8-8-8 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð og 5-3-3-1-1-1 umferðir eru eftir í mynsturteikningu A.2 eru 232-244-272-284-316-320 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið fram að 1. prjónamerki, setjið lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 67-71-79-83-93-95 lykkjur, setjið lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Stykkið mælist ca 20-22-24-25-27-27 cm frá uppfitjunarkanti. Takið í burtu 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkist og erma og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 146-158-178-190-210-218 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8.-8.-5.-4.-5.-4. hverri umferð alls 9-7-15-18-14-19 sinnum = 182-186-238-262-266-294 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-40-40-41-41-43 cm er aukið út um 7-3-5-8-4-3 lykkjur jafnt yfir = 189-189-243-270-270-297 lykkjur. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 7-7-9-10-10-11 mynstureiningar 27 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.3 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið aftur til baka yfir á hringprjón 5 og fellið af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 49-51-57-59-65-65 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6-8-10-12-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-59-67-71-77-79 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi (þ.e.a.s. mitt á milli 6-8-10-12-12-14 nýrra lykkja). Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 3-5-5-7-7-8 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með mynstur A.2/A.4 yfir næstu 49-49-57-57-63-63 lykkjur – þ.e.a.s. í stærð S, M og L eru prjónaðar umferðir sem eftir eru í A.2 (án útaukninga í hvorri hlið á mynsturteikningu) áður en haldið er áfram með A.4 yfir A.2, prjónið sléttprjón yfir þær 3-5-5-7-7-8 lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 3 cm frá nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 9.-7.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 6-7-10-11-11-11 sinnum = 43-45-47-49-55-57 lykkjur (lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar með sléttprjóni). Þegar ermin mælist 24 cm er skipt yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 5 og fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timeforteatunic eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.