Hauraix Jaklin skrifaði:
Bonjour très très beau modèle, est il possible de le réaliser en pull over? Merci beaucoup pour la richesse de votre site.😍🧡 Cordialement.
02.05.2025 - 10:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hauraix, tout à fait, il vous suffit juste d'ajuster les manches aussi bien que le dos/le devant à la longueur souhaitée - pensez également à vérifier que votre nombre de mailles soit multiple de 27 à la fin pour tricoter la bordure ajourée A.3 en bas du pull. Bon tricot!
02.05.2025 - 13:30
Pia Halvorsen skrifaði:
Undskyld. Strikker den i str. xl
28.05.2024 - 06:15DROPS Design svaraði:
Hej Pia, Du har 71 masker, strikker 7 masker glatstrik, fortsæt med mønster A.4 over de næste 57 masker og glatstrik over de sidste 7 masker på omgangen.
30.05.2024 - 14:43
Pia Halvorsen skrifaði:
Har problemer med at tyde opskriften ved ærmet. Strikker str xxl. Der står at man skal strikke 7 masker glatstrikning og fortsætte med mønster A2/A4 over de næste 57 masker. Hvordan skal dette forståes?
27.05.2024 - 05:03DROPS Design svaraði:
Hei Pia. I str. XXL skal det nå være 77 masker på pinnen. Strikk da 7 masker glattstrikk, fortsett med mønster A.4 (A.2 er kun i str. S, M og L) over de neste 63 maskene (ikke 57, som er str. XL) og strikk 7 masker over de resterende maskene = 7 + 63 +7 = 77 masker som det skal være på pinnen. mvh DROPS Design
27.05.2024 - 11:51
Cynthia Blanckaert skrifaði:
Ik twijfel bij de 4 markeringen plaatsen voor een M De eerste is vanaf de 1ste herhaling Bedoel je daarmee de 2de keer je het patroon breit of vanaf de start van het telpatroon Mvg
15.03.2023 - 02:49DROPS Design svaraði:
Dag Cynthia,
Je plaatst de markeerdraden of markeerders ter hoogte van waar je op dat moment bent (je hebt dan dus al een herhaling in de hoogte gemaakt) en je plaatst ze in de middelste steek van A.1 (dus waar je A.1 hebt gebreid en daar de middelste steek van.)
16.03.2023 - 20:42
Marian skrifaði:
Kan ik het patroon ook breien met 2 draden Drops Fabel?
07.11.2022 - 19:31DROPS Design svaraði:
Dag Marian,
Ja, dat kan! Fabel valt in garencategorie A en 2 draden van categorie A komt overeen met de dikte van categorie C.
08.11.2022 - 19:40
Alexandra skrifaði:
Hallo, liebes Drops-Team, ich habe eine Frage zum Diagramm. Ich habe noch nie ein richtiges Lochmuster gestrickt, deshalb kenne ich mich noch nicht aus. Laut Diagramm müssten alle Umschläge in der nächsten Reihe verschränkt gestrickt werden damit kein Loch entsteht (das Symbol mit dem hohlen Kreis) - aber dann entsteht doch auch kein Lochmuster, glaube ich. Oder müssten einige dieser Kreise doch normal rechts gestrickt werden - wenn ja, welche?
01.08.2022 - 01:54DROPS Design svaraði:
Liebe Alexandra, bei diesem Modell und den Diagrammen sind es 2 Sorten Umschläge: die für das Lochmuster sind mit 2., 3. und 4. Symbol erklärt und sollen Löcher bilden und die für die Zunahmen sind wie beim 5. Symbol gestrickt -diese sollen keine Löcher bilden. Viel Spaß beim stricken!
01.08.2022 - 12:05
Emanuela skrifaði:
Vorrei lavorare il maglione dal basso verso l'alto, è possibile? Devo fare le diminuzioni al posto degli aumenti sullo sprone? Come posso fare le diminuzioni dei raglan Grazie per la risposta
16.05.2022 - 15:24DROPS Design svaraði:
Buonasera Emanuela, questo modello è stato progettato per essere lavorato dall'alto in basso. Sul nostro sito può trovare tantissimi modelli lavorati dal basso verso l'alto. Buon lavoro!
17.05.2022 - 19:02
Christine Almond skrifaði:
Can it be converted to straight needles
25.04.2022 - 10:27DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Amond, this lesson might help you to adapt the pattern into straight needles - it might be sometimes easier to have a try on circular needle, look at our videos, they might help you to understand how to do; happy knitting!
25.04.2022 - 12:12
Agnes skrifaði:
Pleased, can i get this pattern time for tea in German?
24.02.2022 - 19:30DROPS Design svaraði:
Dear Agnes, sure you can, click on the scroll down menu below the picture to select language and then choose "deutsch". Happy knitting!
25.02.2022 - 09:00
Carmen-Gabriela skrifaði:
Danke für ihre Antwort:) Ich möchte "M" stricken. Start S+M ist gleich. Meine Passe ehe ich Raglan und glatt VT/RT stricke ist mit 13cm nach A.1 zu kurz. Verfahre ich nach Anleitung + 7cm (M) komme ich auf S. Daher meine Überlegung, ob ich gegen Ende A.2 nur in jed. 4.Rd. Raglan zunehme und später teile. A.4 müsste wiederholt werden? Soo ein hübsches Design:)!
26.01.2022 - 18:20DROPS Design svaraði:
Liebe Carmen-Gabriela, wenn Ihre Maschenprobe in der Höhe nicht gerade stimmt, dann können Sie z.B. mehr Reihen zwischen den Raglan-Zunahmen stricken, oder nach den Raglan-Zunahmen einfach im Muster (ohne weitere Zunahmen) stricken, dann je nach Ihrer Maschenprobe in der Höhe beginnen Sie A.4 früher als in der Anleitung, und vielleicht haben Sie dann mehr A.4 in der Höhe aber am besten die Höhe der Passe so anpasse, damit die Verteilung richtig nach ca 22 cm verteilt wird. Viel Spaß beim stricken!
27.01.2022 - 08:28
Time for Tea#timeforteatunic |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Tunika með gatamynstri, laskalínu og ¾ ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-15 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin. ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum! Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 86 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 21,5. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 21. hverja lykkju. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerkið er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 4 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 86-88-92-96-100-106 lykkjur á hringprjóna 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-18-14-30-24 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90-90-110-110-130-130 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 10 mynstureiningar 9-9-11-11-13-13 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-180-200-200-220-220 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 15-15-16-16-17-17 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Hvert prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í mynstureiningu A.1 (sjá stjörnu í mynsturteikningu) þannig: 1. prjónamerki er sett í miðju lykkjuna í 1. mynstureiningu með A.1, 2. prjónamerki er sett í 3. mynstureiningu með A.1, 3. prjónamerki er sett í 6. mynstureiningu með A.1 og 4. prjónamerki er sett í 8. mynstureiningu með A.1. Lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis = hægri ermi. Lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerkis = framstykki. Lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis = vinstri ermi. Lykkjur á milli 4. og 1. prjónamerkis = bakstykki. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan og mynstur er prjónað þannig: Prjónið síðan mynstur A.2 (= 35-35-39-39-43-43 lykkjur) á ermum (= á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) og prjónið sléttprjón á framstykki (= milli 2. og 3. prjónamerkis), á bakstykki (= milli 4. og 1. prjónamerkis) og 4 lykkjur með prjónamerki eru prjónaðar með sléttprjóni! LASKALÍNA Á ERMUM: Útaukningar á ermum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu A.2. Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og 1 lykkju á undan 2. og 4. prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 7-8-9-10-11-11 sinnum, þ.e.a.s. þar til eftir eru 5-3-3-1-1-1 umferðir í A.2. LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út um 1 lykkju í hverri umferð 0-0-0-3-5-6 sinnum og 1 lykkja í annarri hverri umferð 6-8-9-8-8-8 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð og 5-3-3-1-1-1 umferðir eru eftir í mynsturteikningu A.2 eru 232-244-272-284-316-320 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið fram að 1. prjónamerki, setjið lykkjur á milli 1. og 2. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 67-71-79-83-93-95 lykkjur, setjið lykkjur á milli 3. og 4. prjónamerkis á þráð (= 49-51-57-59-65-65 lykkjur fyrir ermi), fitjið upp 6-8-10-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Stykkið mælist ca 20-22-24-25-27-27 cm frá uppfitjunarkanti. Takið í burtu 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkist og erma og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið mitt á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 146-158-178-190-210-218 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8.-8.-5.-4.-5.-4. hverri umferð alls 9-7-15-18-14-19 sinnum = 182-186-238-262-266-294 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-40-40-41-41-43 cm er aukið út um 7-3-5-8-4-3 lykkjur jafnt yfir = 189-189-243-270-270-297 lykkjur. Prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 7-7-9-10-10-11 mynstureiningar 27 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.3 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið aftur til baka yfir á hringprjón 5 og fellið af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! ERMI: Ermarnar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 49-51-57-59-65-65 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6-8-10-12-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-59-67-71-77-79 lykkjur á prjóni. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi (þ.e.a.s. mitt á milli 6-8-10-12-12-14 nýrra lykkja). Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 3-5-5-7-7-8 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með mynstur A.2/A.4 yfir næstu 49-49-57-57-63-63 lykkjur – þ.e.a.s. í stærð S, M og L eru prjónaðar umferðir sem eftir eru í A.2 (án útaukninga í hvorri hlið á mynsturteikningu) áður en haldið er áfram með A.4 yfir A.2, prjónið sléttprjón yfir þær 3-5-5-7-7-8 lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 3 cm frá nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 9.-7.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 6-7-10-11-11-11 sinnum = 43-45-47-49-55-57 lykkjur (lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar með sléttprjóni). Þegar ermin mælist 24 cm er skipt yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 5 og fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timeforteatunic eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.