Carmen-Gabriela skrifaði:
Hallo liebes Team, wie kann ich am besten/unsichtbarsten bei diesen feinen Garnen (im Glattgestrickten) einen neuen Faden ansetzen? - Bei Ihren Videos (Knoten oder Fäden teilen) bin ich für dieses Modell etwas skeptisch. Es ist so schön hauchfein und hat keine Seitennähte zum Verstecken; ggf. mache ich den Fadenwechsel bei den zusammengestrickten Maschen - jedoch, haben Sie eine Alternative bei glatt rechts gestrickt in Runden? - Danke jetzt schon, sonst alles Top wie immer:)
14.04.2021 - 18:28DROPS Design svaraði:
Liebe Carmen-Gabriela, Faden wird meistens an der Seite gewechselt, die beide Fäden sollen aber nicht beide auf einmal gewechselt werden. Diese Technik ergibt einen unsichtbaren, stabilen Fadenwechsel. Viel Spaß beim stricken!
15.04.2021 - 07:43
Christine skrifaði:
Bonjour, où puis-je trouver les corrections mentionnées de ce modèle?
15.01.2021 - 15:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, si vous avez imprimé le modèle après la date des corrections, le modèle est déjà corrigé, mais si vous aviez déjà imprimé les explications avant la date de la correction, il peut être plus sage de les imprimer à nouveau. Bon tricot!
15.01.2021 - 16:05
Heather Whitehead skrifaði:
Hi, I'd like to knit your Pastel Elegance pattern but I live in Australia and am finding it hard to know where to buy the wool it is knitted in. Are you able to help? Thanks Heather
03.10.2020 - 12:11DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Whitehead, you will find the list of DROPS stores shipping worldwide here. Feel free to check their website/contact them by mail for any further information. Happy knitting!
05.10.2020 - 09:12
Jokima skrifaði:
Ne tenez pas compte de ma demande , j’ai compris mon erreur ! Bon Noël et bonne année 2020 🎄
24.12.2019 - 14:12
Jokima skrifaði:
Pouvez-vous m’expliquer comment diminuer pour le raglan : 8 m. Au 1er tour puis 13 fois ts les 2 tours ? afin d’obtenir 162 m. sachant qu’au départ j’en ai 266 Merci pour votre réponse
24.12.2019 - 05:20DROPS Design svaraði:
Bonjour! Vous diminuez pour le raglan 8 mailles par tour 13 fois (1ere diminution/1er tour inclus): 266-(13x8)=266-104=162. Bon tricot!
30.12.2019 - 11:47
Marita K Leth skrifaði:
If I knit it in a different yarn, group C, how many yards would I need?
22.02.2019 - 01:38DROPS Design svaraði:
Hi Marita! Please try our yarn converter. We recommend you to always work a test swatch. Happy knitting!
22.02.2019 - 08:10
Di skrifaði:
In Pastel Elegance how much yarn is needed in group C? Thank you
04.11.2017 - 22:32DROPS Design svaraði:
HI Di. You can check this link to see how much yarn you would need: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=14&cid=17
05.11.2017 - 11:32
Annelies skrifaði:
Klopt het dat bij de uitleg van de tekens van het telpatroon de uitleg van de tekens voor twee recht samenbreien en een steek afhaken, een recht en de afgehaalde steek over de gebreide steek, zijn verwisseld. Gelet op het ajourpatroon, is dit volgens mij het geval
20.06.2017 - 21:21DROPS Design svaraði:
Hoi Annelies, Ik geloof dat je gelijk hebt! Bedankt voor het doorgeven, ik heb de fout gemaild naar de design afdeling en alvast in de Nederlandse versie aangepast.
25.06.2017 - 17:43
Elinor skrifaði:
Skuffelsen ble stor da ermene viste seg å være 3/4 lange. Det er de ikke modellen 😟
29.03.2017 - 11:02Helen skrifaði:
Just finished this lovely soft sweater in Kid Silk #11 and Alpaca mix 4434. Only disappointment is the sleeve length. The slim model on the illustration must be wearing a large! I recommend you knit the sleeves longer than elbow length.
02.03.2017 - 01:30
Pastel Elegance#pastelelegancesweater |
|||||||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||||||
Peysa með gatamynstri og laskalínu úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, prjónuð neðan frá og upp Stærð S - XXXL.
DROPS 178-4 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 158 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 8,7. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 8. og 9. hver lykkja slétt saman. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum á undan merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki þannig. Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 218-230-242-262-282-302 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Byrjun á umferð er við miðju aftan á peysu, setjið eitt merki hér. Prjónið mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er skipt yfir á hringprjóna 5. Prjónið mynstur þannig: Prjónið 28-31-34-39-44-49 lykkjur slétt, prjónið A.2 (= 53 lykkjur), prjónið 56-62-68-78-88-98 lykkjur slétt, prjónið A.2, prjónið 28-31-34-39-44-49 lykkjur slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka eru 150-162-174-194-214-234 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 44-44-44-45-45-45 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 34-37-39-44-48-53 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), fellið af næstu 7-7-9-9-11-11 lykkjur (= undir ermi), prjónið næstu 68-74-78-88-96-106 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af næstu 7-7-9-9-11-11 lykkjur (= undir ermi), prjónið 34-37-39-44-48-53 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMAR Fitjið upp 40-42-48-48-50-54 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir garðaprjón hringinn. Prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er skipt yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið mynstur þannig: Prjónið A.3 (= 19 lykkjur), 21-23-29-29-31-35 lykkjur slétt. (A.3 er endurtekið á hæðina til loka) JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-9-6-5-5-4 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.3 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í 7.-6.-5.-5.-4.-4. hverri umferð 11-12-15-15-18-18 sinnum alls = 62-66-78-78-86-90 lykkjur. Þegar stykkið mælist 44-43-42-41-40-39 cm frá uppfitjunarkanti (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af miðju 7-7-9-9-11-11 lykkjur yfir A.3 (= miðja undir ermi) = 55-59-69-69-75-79 lykkjur á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 5 og fram- og bakstykki þar sem felldar voru af lykkjur fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 246-266-294-314-342-370 lykkjur. Setjið 1 merki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 merki. Prjónið sléttar lykkjur hringinn, JAFNFRAMT í fyrstu umferð lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 11-13-14-15-16-18 sinnum = 158-162-182-194-214-226 lykkjur. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 18-12-22-24-34-36 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (jafnt yfir) = 140-150-160-170-180-190 lykkjur. Prjónið A.4 (= 10 lykkjur) 14-15-16-17-18-19 sinnum í umferð. Þegar allt A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 112-120-128-136-144-152 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-28-30-34-36-44 lykkjur jafnt yfir = 88-92-98-102-108-108 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 4. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið A.1 hringinn. Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónuð 1 umferð slétt. Fellið af með brugðnum lykkjum og passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Klippið frá og festið þræði. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pastelelegancesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.