Marlen skrifaði:
Hello, I am planning on knitting this cardigan and have one question: Given that it is knit out of alpaca and that alpaca will stretch, will this cardigan hold its shape over a long period of time? And are the measures given before or after blocking? Thank you very much and happy new year
31.12.2017 - 01:10DROPS Design svaraði:
Dear Marlen, you can first make a swatch, then wash and block your swatch and check your tension as well as the measurment in chart. For any further individual assistance you are welcome to contact your DROPS store, even per mail or telephone. Happy knitting!
02.01.2018 - 11:03
Kadri skrifaði:
Juhendis on väga eksitav viga. /kui töö pikkus on 22-...-23cm, kasvata enne ..../ ja juba järgmises lauses /Kahanda nii igal 6... /. Jutt käib ikka kasvatamisest mitte kahandamisest. Tegin ka proovilapi, et leida sobivad vardad saavutamaks õige koetihedus. Kampsun sai ikkagi väga suur. Kannan S suurust, aga kampsun on kindlasti M suurus.
16.10.2017 - 20:42
Stephanie skrifaði:
Bonjour, je suis coincé avec le le diagramme A.3C, je suis en train de faire le rang envers n°12 et au lieu d'avoir 15 mailles, j'en ai 16! pourtant mon rang endroit est correcte. pareille pour A.3A sauf que la il me manque une maille!????? merci pour tous ces modèles gratuit!
30.09.2017 - 15:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Stéphanie, au rang 12 on fait 1 jeté entre 2 mailles pour la petite torsade ajourée, on a ainsi 1 m en plus. La vidéo ci-dessous montre comment réaliser cette torsade. Bon tricot!
02.10.2017 - 09:41
Doris skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zum Muster A5 (Größe M). In der Anleitung steht: Wenn Muster A4 fertig ist, eine Hinreihe rechts stricken (mit Abnahmen) und eine Rückreihe links. Dann in der Hinreihe mit Muster A5 beginnen. A5 beginnt mit einer Reihe links, in den Rückreihen erfolgen dann sämtliche Abnahmen und auch die Lochreihe. Das sieht für mich so aus, als ob ich das Muster A5 besser mit einer Rückreihe beginnen sollte? Vielen Dank und Grüße von Doris
02.12.2016 - 21:05DROPS Design svaraði:
Liebe Doris, 1. Reihe in A.5 wird von der Rückseite gestrickt: "Die nächste Rück-R wie folgt str: 12 Blenden-M, im Muster A.5 bis noch 13 M auf der Nadel sind... ". Viel Spaß beim stricken!
01.02.2017 - 11:38
Ewy Sikström skrifaði:
Det är fel, omkastad text i mönstret för ärmen. Tacksam om ni rättar.
20.11.2016 - 09:46
GROS skrifaði:
Adorable petit pull à mettre tout le long de l'année...
24.06.2016 - 15:06Estela skrifaði:
Muy práctico y fácil de convinar. Es del estilo de otros pero muy original el canesú .
20.06.2016 - 17:02
Marina Clé skrifaði:
Prachtig patroon! mooi model! een topper!
15.06.2016 - 19:27
Catherine Menez skrifaði:
Très élégant, je le vois bien sur une petite robe pour un mariage...
04.06.2016 - 09:00
Karin skrifaði:
Nice to see a different hem edge to the garter ridges.
03.06.2016 - 18:09
Crystal Bright Cardigan#crystalbrightcardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 171-52 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 2 fyrstu l í umf slétt (kanturinn á að rúllast aðeins inn), 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br = 12 kantlykkjur að framan. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið frá réttu: 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br og 2 l sl síðustu l við miðju að framan (kanturinn á að rúllast aðeins inn) = 12 kantlykkjur að framan. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1: Til þess að reikna út hversu oft eigi að fækka l í umf, teljið fjölda l í umf (t.d. 277 l), mínus kanta að framan (t.d. 24 l) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 41) = 6,2. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis ca 5. og 6. hver l saman. Ekki er l fækkað yfir kanta að framan. ÚRTAKA-2: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á undan prjónamerki A og C þannig: Prjónið 2 l slétt saman á undan prjónamerki (= 1 l færri). Fækkið l á eftir prjónamerki B og D þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 1 l færri). ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá1 sini uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = Byrjið frá réttu, prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 l br saman og prjónið þær kantlykkjur sem eftir eru eins og áður. Í næstu umf (= ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð S: 3, 10, 17, 24, 31, 38, 45 og 50 cm. Stærð M: 3, 10, 17, 24, 31, 38, 45 og 52 cm. Stærð L: 4, 11, 18, 25, 32, 39, 46 og 54 cm. Stærð XL: 4, 11, 19, 26, 34, 41, 49 og 56 cm. Stærð XXL: 3, 11, 19, 27, 35, 43, 51 og 58 cm. Stærð XXXL: 4, 12, 20, 28, 36, 44, 52 og 60 cm. LEIÐBEININGAR-1: Þær 12 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar eins og útskýrt er frá að ofan til loka. Þegar stendur í leiðbeiningu, t.d. prjónið 1 umf slétt frá réttu eða 1 umf brugðið frá röngu á það við um hinar l í umferðinni (kantlykkjur að framan halda áfram eins og áður). LEIÐBEININGAR-2: Ef óskað er eftir að hafa peysuna þéttari í hálsmáli er hægt að halda áfram með stroff í A.5 að óskuðu máli, en til að koma í veg fyrir að hálsmálið verði of vítt þá er l fækkað jafnt yfir í br einingunum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 277-301-325-355-391-421 l (meðtaldar 12 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 12 l HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 13 l eru eftir á prjóni og endið með 1 l sl og 12 l VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með stroff í 3-3-3-4-4-4 cm (passið að næsta umf sé prjónuð frá réttu og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 12 kantlykkjum að framan í hvorri hlið eins og áður – JAFNFRAMT í 1. umf (= rétta) er fækkað um 41-45-53-59-63-65 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-1 = 236-256-272-296-328-356 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er haldið áfram í sléttprjóni og 12 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 34-35-36-36-38-39 l í umf (= prjónamerki A), annað prjónamerki er sett á eftir næstu 62-70-76-88-100-112 l (= prjónamerki B), þriðja prjónamerki er sett á eftir næstu 44-46-48-48-52-54 l (= prjónamerki C) og fjórða prjónamerkið er sett á eftir næstu 62-70-76-88-100-112 l (= prjónamerki D), nú eru 34-35-36-36-38-39 l á prjóni á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Í næstu umf frá réttu er l fækkað á undan prjónamerki A og C og á eftir prjónamerki B og D – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 l færri). Fækkið l svona í 8. hverri umf alls 5-5-5-4-4-4 sinnum = 216-236-252-280-312-340 l. Þegar stykkið mælist 22-22-23-23-23-23 cm aukið út á undan prjónamerki A og C og á eftir prjónamerki B og D – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Aukið svona út í 6.-6.-6.-8.-8.-8. hverri umf alls 5-5-5-4-4-4 sinnum = 236-256-272-296-328-356 l. Þegar stykkið mælist 32-34-35-35-35-35 cm er næsta umf prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 60-65-68-74-81-87 l eins og áður (= vinstra framstykki), fellið af 10-10-12-12-14-16 l fyrir handveg, prjónið næstu 96-106-112-124-138-150 l eins og áður (= bakstykki), fellið af 10-10-12-12-14-16 l fyrir handveg og prjónið þær 60-65-68-74-81-87 l sem eftir eru eins og áður. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna neðan frá og upp, skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 46-48-50-52-56-58 l á sokkaprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5 og prjónið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er aftur skipt yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið 1 umf slétt. Næsta umf er prjónuð þannig: 1 l sl, 2 l br, prjónið sléttprjón þar til 3 l eru eftir í umf, prjónið 2 l br og 1 l sl. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við miðju 8 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2 l fleiri). Aukið svona út alls 15-19-23-24-25-26 sinnum í stærð S: Í 8. hverri umf, í stærð M: Í 6. hverri umf, í stærð L: Í 5. hverri umf, í stærð XL: Til skiptis í 4. og 5. hverri umf, í stærð XXL: Í 4. hverri umf og í stærð XXXL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umf = 76-86-96-100-106-110 l. Þegar stykkið mælist 43-43-42-41-39-37 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af miðju 10-10-12-12-14-16 l undir ermi = 66-76-84-88-92-94 l á prjóni. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermarnar á sama hringprjón nr 3 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 348-388-416-448-484-512 l. Prjónið 2 umf slétt frá réttu – LESIÐ LEIÐBEININGAR-1 og fækkið JAFNFRAMT um 1-13-13-3-11-11 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-1 = 347-375-403-445-473-501 l. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur að framan, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 þar til eftir eru 13 l á prjóni (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð), prjónið fyrstu l í A.2 (þessi l fylgir mynstrinu þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins í hvorri hlið, en ekki er l fækkað í þessari l) og endið með 12 kantlykkjur að framan. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 301-325-349-385-409-433 l í umf. Prjónið 1 umf slétt frá réttu og fækkið JAFNFRAMT um 24-20-16-24-20-16 l jafnt yfir = 277-305-333-361-389-417 l í umf. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur að framan, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.3A 1 sinni (= 14 l), endurtakið A.3B yfir næstu 224-252-280-308-336-364 l (= 8-9-10-11-12-13 mynstureiningar 28 l), prjónið A.3C 1 sinni (= 15 l) og endið með 12 kantlykkjum að framan. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið l eins og útskýrt er í mynstri. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (fylgið mynstri fyrir rétta stærð) eru 240-264-288-312-336-360 l í umf. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 12 kantlykkjur að framan, A.4A 1 sinni (= 13 l), endurtakið A.4B yfir næstu 192-216-240-264-288-312 l (= 8-9-10-11-12-13 mynstureiningar 24 l), prjónið A.4C 1 sinni (= 11 l) og endið með 12 kantlykkjur að framan. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 205-225-245-265-285-305 l í umf. Prjónið 1 umf slétt frá réttu og fækkið JAFNFRAMT um 0-8-4-12-8-16 l jafnt yfir = 205-217-241-253-277-289 l í umf. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: 12 kantlykkjur að framan, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.5 þar til 13 l eru eftir á prjóni (veljið mynstur fyrir rétta stærð = 15-16-18-19-21-22 mynstureiningar 12 l), prjónið fyrstu l í A.5 (þessi l fylgir mynstri, en ekki er l fækkað yfir þessa l) og endið með 12 kantlykkjur að framan. Haldið svona áfram með mynstur, en í umf merktri með ör í mynstri er skipt yfir á hringprjóna nr 2,5 áður en mynstrið heldur áfram. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka eru 115-121-133-139-151-157 l í umf – LESIÐ LEIÐBEININGAR-2 og fellið af með sl frá réttu. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crystalbrightcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-52
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.