Sally skrifaði:
This is just what I've been looking for in a pattern for ages & ages & ages........ When will it be available?
07.07.2016 - 18:08
Rochelle Manel skrifaði:
Looks very comfortable and a very casual looking knit sweater...
24.06.2016 - 21:40
Marina Clé skrifaði:
Een zalige luilekkervest!
15.06.2016 - 19:26
Ellis skrifaði:
I ♡ this type of clothes but itnis a pity that I will have to xhange the sleevecap, I like setin-sleeves because that is nicer for a womans figure
08.06.2016 - 23:24
Ginny skrifaði:
I keep looking at this pattern and I keep loving it!!! Cannot wait it to cast on! I just hope it's jusy babyalpacasilk and not in combination with kid-silk! :P
06.06.2016 - 00:16
Lisette Van Raadshooven skrifaði:
When do patterns get chosen? I want to start this pattern as soon as possible. Love, love!!
05.06.2016 - 00:00
Ginny skrifaði:
I love this!! I hope it geta chosen! I would love to knit it!!!
04.06.2016 - 01:35
Lisette Van Raadshooven skrifaði:
Love this pattern! Looks like a top-down knit? Can't wait to access.....
03.06.2016 - 17:32
Weekend Walk#weekendwalkjacket |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk og DROPS Kid-Silk með klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 171-42 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚRTAKA-1: Fækkið l innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á undan 1 kantlykkju þannig: 2 l slétt saman. Fækkið l á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚRTAKA-2 (á við um hálsmál): Fækkið l innan við 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á eftir 5 kantlykkjum að framan: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á undan 5 kantlykkjum að framan þannig: 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig. Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 11, 19, 27, 35, 43 og 51 cm. STÆRÐ M: 11, 20, 28, 36, 44 og 52 cm. STÆRÐ L: 11, 20, 28, 37, 45 og 54 cm. STÆRÐ XL: 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm. STÆRÐ XXL: 10, 18, 26, 34, 42, 50 og 58 cm. STÆRÐ XXXL: 11, 19, 27, 35, 43, 51 og 59 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar lykkjur. BAKSTYKKI: Fitjið upp 90-98-104-112-124-134 l á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði BabyAlpaca silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið næstu umf þannig (= frá réttu): 4 l garðaprjón, sléttprjón þar til 4 l eru eftir, endið með 4 l garðaprjón. Haldið svona áfram – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm, fitjið upp 1 kantlykkju í hvorri hlið í lok 2 næstu umf = 92-100-106-114-126-136 l. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 19 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA 1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 38 cm = 88-96-102-110-122-132 l. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-65 cm fellið af fyrir handveg í hvorri hlið, í annarri hverri umf þannig: 3 l 1 sinni, 2 l 0-1-1-2-3-4 sinnum og 1 l 0-0-2-2-4-6 sinnum = 82-86-88-92-96-98 l. Þegar stykkið mælist 69-72-75-78-81-83 cm prjónið 6 umf garðaprjón yfir miðju 26-26-28-30-30-32 l (aðrar l eru prjónaðar eins og áður), fellið síðan af miðju 16-16-18-20-20-22 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l innan við 5 l garðaprjón í næstu umf við háls = 32-34-34-35-37-37 l. Fellið af þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-89 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 50-54-57-61-67-72 l (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið næstu umf (= frá réttu) þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón þar til 4 l eru eftir, endið með 4 l garðaprjón – MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 14 cm, fitjið upp 1 kantlykkju í lok næstu umf frá réttu = 51-55-58-62-68-73 l. Prjónið síðan sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hliði. Þegar stykkið mælist 19 cm er fækkað um 1 l í hlið. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 38 cm = 49-53-56-60-66-71 l. Þegar stykkið mælist 51-52-54-56-58-59 cm fækkið l fyrir hálsmáli þannig: Fækkið um 1 l innan við 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – LESIÐ ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku til skiptis í 4. hverri og í annarri hverri umf alls 14-14-15-16-16-17 sinnum – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-65 cm fellið af fyrir handvegi í byrjun hverrar umf frá röngu eins og á bakstykki. Þegar úrtaka fyrir handveg og hálsmáli er lokið eru 32-34-34-35-37-37 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Fellið af þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-89 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fellið af fyrir handveg í byrjun umf frá réttu. Fækkið l við hálsmál innan við kantlykkju að framan í lok umf frá réttu. Ekki er fellt af fyrir hnappagötum. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 35-36-37-39-42-42 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 síðan er prjónað sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8-7-10-8-8-11 cm aukið út um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 2-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 16-17-18-19-19-21 sinnum = 67-70-73-77-80-84 l. Þegar stykkið mælist 42-41-40-39-37-36 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla), fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 1 sinni, 2 l 0-0-1-4-8-9 sinnum, síðan eru felldar af 3 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 47 cm í öllum stærðum. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju niður að garðaprjóni í hliðum (= 14 cm klauf). Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #weekendwalkjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-42
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.