Kathy skrifaði:
I do not like the tie front closure. Is it possible to knit 4-stitch (?) garter stitch front borders for add buttons and button holes? If not, what do you suggest?
02.05.2020 - 19:59DROPS Design svaraði:
Dear Kathy, we are unfortunately not able to adjust every pattern to every single request, please contact your DROPS store - even per mail or telephone - for any individual assistance. Thanks for your comprehension. Happy knitting!
04.05.2020 - 12:18
Anita skrifaði:
Liebes Drops Team, vielen Dank für die Antwort, jetzt verstehe ich. Ich dachte ich muss A7 und A10 zusammen stricken. :-) Jetzt ist es klar. Danke!
07.03.2020 - 21:19
Anita skrifaði:
Liebes Drops Design Team, ich bin jetzt an der Kapuze und weiss einfach nicht wie ich die beiden Mascnen der Zöpfe paarweise zusammenstricken kann und warum habe ich dann con 30 Maschen nur noch 12? Auch treffen die Zöpfe nicht gleich aufeinander, jetzt bin ich etwas überfordert. Vielen Dank für eure Hilfe.
06.03.2020 - 07:33DROPS Design svaraði:
Liebe Anita, bei der letzte Hinreihe stricken Sie alle Maschen von den Zöpfen (= die rechte Maschen) rechts 2 und 2 zusammen, dh A.7 stricken Sie: (2 M re zs)x3, 1 M li, (2 M re zs) x 3, 2 M li, (2 M re zs) x 3, 1 M li, (2 M re zs)x 3, 2 M li - und A.10 stricken Sie genauso = 12 Maschen werden in jedem Diagram abgennommen. Viel Spaß beim stricken!
06.03.2020 - 09:22
Elna skrifaði:
Hej Kan der evt. Være fejl i diagram A2? Jeg kan simpelthen ikke få det til at første række i A2 til at passe sammen med række 2 i A2.det ser ud til at der er strikket masker over dem som er taget ind.🤔
15.11.2019 - 22:53DROPS Design svaraði:
Hej Elna, på første række i A.2 tager du 8 masker ind ifølge opskriften. På næste række har du kun 38 masker tilbage og de strikkes ifølge 2.række i A.2. God fornøjelse!
19.11.2019 - 13:32
Karina Karoline Mikalsen Sjöblom skrifaði:
Hei, lurer på om det finnes noe alternativt garn istedenfor Meldoy garnet? Jeg vil veldig gjerne strikke denne, men er ikke noe glad i mohair lignende garn. Håper på noen gode tips på annet garn jeg kan bruke
17.07.2019 - 22:00DROPS Design svaraði:
Hei Karina Karoline, Du kan bruke andre garn fra gruppe D eller garn fra gruppe A; da må du strikke med 3 tråder samtidig. Det er en god ide å sjekke strikkefasthet på en prøvelapp før du begynner. God fornøyelse!
18.07.2019 - 07:31
Sine skrifaði:
.... Jeg har strikket begge ærmer, så de nu måler 57 cm, og de passer langt fra (ca. 12 cm) sammen med bag- og forstykker. Jeg håber, I forstår, hvad jeg mener og kan hjælpe. (Jeg har prøvet at få en veninde, der strikker meget, til at kigge på opskriften samt på mit strikketøj, og hun kan heller ikke få det til at gå op...) Mvh Sine
09.04.2019 - 18:07DROPS Design svaraði:
... Når du skal sy ermet fast i bolen er det lurt å feste det med knappenåler først slik at du er sikker på det blir sydd på riktig. Det vil ofte virke som at ermet er mindre enn åpningen, og avfellingsmaskene virker som de ikke passer med maskene på bolen, men det blir pent tilslutt. God fornøyelse
11.04.2019 - 11:30
Sine skrifaði:
Hej igen. Jeg henviser til mit spørgsmål af 1/4-19. Jeg forstår ikke, hvordan jeg skal få ærmestykkerne til at passe med for- og bagstykkerne, når der fra indtagningen på ærmerne til ærmekuplen (45 cm i str. XL) til slutningen på ærmekuplen (57 cm) er 12 cm, mens der på både bag- og forstykker fra starten af aflukning til ærmegab (når arb. måler 64 cm) til slutningen af aflukning af bag- og forstykker (88 cm) er 24 cm? Mere tekst følger...
09.04.2019 - 18:06DROPS Design svaraði:
Hei Sine. Er det åpningen i ermet ditt som måler 12 cm øverst, altså er omkretsen på ermet 24 cm rundt hele? Da har du i så fall enten for få masker, eller for stram strikkefasthet. Før du feller av 6 masker under ermet har du 52 masker på pinnen. Dvs at med en strikkefasthet på 12 masker i bredden = 10 cm, måler ermet 43 cm rundt, eller 21 cm tvers over når det ligger flatt. Når du feller av med ermtopp blir denne åpningen noe større enn om du hadde felt av alle masker på samme omgang, så du vil få ytterligere noen cm større åpning. Forklaring fortsetter over...
11.04.2019 - 11:29
Sine skrifaði:
Hvordan syr man jakken sammen? Der mangler forklaring... Og hvor mange masker skal man have tilbage på pinden, når man lukker de sidste masker af på ærmerne (når ærmerne måler 57 cm)? Jeg strikker i str. XXL. På forhånd tak for hjælpen. Mvh. Sine
01.04.2019 - 16:31DROPS Design svaraði:
Hej Sine, det kommer an på hvor mange pinde du har strikket imellem de 45 cm og indtagningerne til du når de 56 cm. Når man tager ind på beg af hver pind, bliver ærmekuplen pæn afrundet. Du monterer ved at sy skuldersøm, ærmesøm og sidesømmen sammen. God fornøjelse!
05.04.2019 - 14:27
Ensikertalainen skrifaði:
Miten kädenteiden päättely käytännössä tehdään? (koko xs/s)
15.03.2019 - 16:38DROPS Design svaraði:
Hei, koossa XS/S päätetään kädenteitä varten seuraavasti: Aluksi päätät kummastakin reunasta 2 silmukkaa kerran ja sitten päätät kummastakin reunasta 1 silmukan kerran.
11.04.2019 - 17:17
Yvonne Broholm skrifaði:
Der står ikke, at sidesømmene skal syes sammen. Det må være en forglemmelse.
22.02.2019 - 20:29
Melody of Snow#melodyofsnowcardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody með köðlum og hettu. Stærð XS/S - XXXL.
DROPS 172-4 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 l innan við 3 kantlykkjur í garðarpjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á undan 3 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 l á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum. Ermarr eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stutta hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 86-96-96-106-116-126 l á hringprjóna nr 7 með Melody. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 3-4-4-5-6-7 sinnum, 2 l sl, prjónið stroff eftir mynstri A.1 (= 46 l), * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 3-4-4-5-6-7 sinnum og endið með 2 l sl og 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l JAFNFRAMT er fækkað um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l, prjónið og fækkið l eftir mynstri A.2 (= 46 l sem fækkar til 38 l), prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l JAFNFRAMT er fækkað um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 68-74-78-86-94-100 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.2 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.2. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón, prjónið og aukið út eftir mynstri A.3 (= 38 l sem eru auknar út til 46 l), 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón og 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 76-82-86-94-102-108 l. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.3 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.3. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sléttprjóni, A.4 (= 46 l), 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10-10-10-11-11-11 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið l svona með 6-6-6-5-5-5 cm millibili alls 7-7-7-8-8-8 sinnum í hvorri hlið = 62-68-72-78-86-92 l. Þegar stykkið mælist 60-61-62-63-64-65 cm fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-0-1-1-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-1-2-2 sinnum og 1 l 1-3-1-4-2-4 sinnum = 56-58-60-60-62-64 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til 1 umf er eftir þar til stykkið mælist 78-80-82-84-86-88 cm. Í næstu umf eru prjónaðar l í hverjum kaðli slétt saman 2 og 2 (frá réttu = 12 l færri) = 44-46-48-48-50-52 l eftir á prjóni. Fellið síðan af miðju 12-12-14-14-16-16 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur og fellið af 1 l í næstu umf frá hálsi = 15-16-16-16-16-17 l eftir á öxl. Prjónið síða með sl yfir sl, br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm og fellið af (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 72-77-77-82-87-92 l á hringprjóna nr 7 og prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið stroff eftir mynstri A.5 (= 32 l), * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* þar til 5 l eru eftir í umf og endið með 2 l sl og 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið og fækkið l eftir mynstri A.6 (= 32 l sem fækka til 30 l), prjónið br yfir næstu 20 l og fækkið JAFNFRAMT um 3 l jafnt yfir þessar l, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l og fækkið JAFNFRAMT um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 62-65-67-71-75-78 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.6 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.6. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: prjónið A.7 (= 30 l), 17 l br, 12-15-17-21-25-28 l sl og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 10-10-10-11-11-11 cm byrjar úrtaka í hlið og fækkið l eins og á bakstykki = 55-58-60-63-67-70 l. Þegar stykkið mælist 60-61-62-63-64-65 cm byrjar affelling fyrir handveg og fellt er af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 52-53-54-54-55-56 l eftir á prjóni. Haldið áfram með 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg þar til stykkið mælist 74-76-77-79-80-82 cm. Fellið nú af síðustu 32-32-33-33-34-34 l í byrjun umf frá miðju að framan fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá miðju að framan þannig: Fellið af 2 l 1 sinni og 1 l 3 sinnum = 15-16-16-16-16-17 l eftir á prjóni. Prjónið síðan með sl yfir sl og br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm og fellið af (passið að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og á hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. í byrjun á stykki er prjónuð 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 7-8-8-9-10-11 sinnum, prjónið 2 l sl og endið með stroff á eftir mynstri A.8 (= 32 l). Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l og fækkið l JAFNFRAMT 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l, prjónið br yfir næstu 20 l og fækkið JAFNFRAMT 3 l jafnt yfir þessar l og prjónið og fækkið l eftir mynstri A.9 (= 32 l sem fækka til 30 l) = 62-65-67-71-75-78 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með sl yfir sl, br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón, en l í A.9 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.9. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sl, 17 l br og A.10 yfir síðustu 30 l. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki. ERMI: Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 35-35-35-35-40-40 l á sokkaprjóna nr 7 með Melody. Prjónið 1 umf slétt, síðan er prjónað stroff hringinn (= 2 l sl, 3 l br). Þegar stroffið mælist 10-10-10-12-12-12 cm prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 11-9-7-7-10-8 l jafnt yfir = 24-26-28-28-30-32 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 13 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3½-3- 2½-2½ cm millibili alls 9-10-10-12-13-13 sinnum = 42-46-48-52-56-58 l. Þegar stykkið mælist 49-48-47-47-45-44 cm fellið af miðju 6 l mitt undir ermi og ermakúpan er prjónuð til loka fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram í sléttprjóni og fækkið lykkjum í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: Fækkið um 2 l 1-2-2-2-3-3 sinnum og 1 l 1 sinni, síðan er fækkað um 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 55-55-55-56-56-56 cm áður en fækkað er um 3 l 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 56-56-56-57-57-57 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. HETTA: Prjónið upp frá réttu ca 90 til 100 l í kringum hálsmál á hringprjóna nr 8. Prjónið 1 umf br frá röngu og aukið er jafnt út til 120-122-124-126-128-130 l – ATH: Þessar 2 síðustu l í hvorri hlið eru prjónaðar slétt og ekki er aukið út yfir þessar l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eftir A.7 (= 30 l – haldið áfram með mynstureiningu þar sem endað var eftir affellingu í hálsmáli), prjónið sléttprjón þar til 30 l eru eftir og endið með mynstri eftir A.10 (= 30 l – haldið áfram með mynstureiningu þar sem endað var eftir affellingu). Haldið áfram fram og til baka þar til hettan mælist ca 34-35-36-37-38-39 cm. Í næstu umf frá réttu eru prjónaðar l í köðlum saman tvær og tvær (= 12 l færri á hvorri hlið = 96-98-100-102-104-106 l eftir á prjóni). Í næstu umf eru allar l felldar af (passið að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). Leggið hettuna saman tvöfalda og saumið saman með lykkjuspori efst uppi. SNÚRA: Klippið 1 þráð Melody ca 1 metra, tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið einn hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum kaðalinn yst á hægra framstykki ca 34-36-38-40-42-44 cm frá öxl og niður (eða að óskaðri hæð). Gerið alveg eins með snúruna sem er fest á sama hátt á vinstra framstykki. Peysan er lokuð með því að hnýta saman þessar tvær snúrur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #melodyofsnowcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 172-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.