Linda Mortensen skrifaði:
Meget stram på ærmerne
20.11.2024 - 12:34
LELIEVRE Brigitte skrifaði:
Merci, je n'avais pas vu
22.03.2023 - 11:30
LELIEVRE Brigitte skrifaði:
Bonjour, Serait-il possible d\'avoir les explications en français ?
21.03.2023 - 17:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lelievre, bien volontiers, cliquez sur le menu déroulant sous la photo et sélectionnez "français" pour basculer les explications en français. Bon tricot!
22.03.2023 - 08:38
Annicka Andréasson skrifaði:
Om jag väljer 2 trådigt i grupp B ska jag alltså ha 2 nystan? och stickor nr 8?
08.12.2021 - 15:07DROPS Design svaraði:
Hej Annicka, Ja du skall ha 2 nystan från garngrupp B och du skall få 12 maskor på 10 cm, testa med sticka 7 eller 8 :)
09.12.2021 - 09:22
Annicka Andréasson skrifaði:
Hej, vilket annat garn kan jag använda istället för Melody, jag vill inte ha något mohair i garnet.
08.12.2021 - 12:16DROPS Design svaraði:
Hej Annicka. Du kan antingen sticka den i 3 trådar av ett garn som tillhör garngrupp A eller 2 trådar av ett garn som tillhör garngrupp B. Se bara till att få den stickfasthet som uppges i mönstret. Mvh DROPS Design
08.12.2021 - 14:18
Grace Williams skrifaði:
Can i use ordinary needles instead of circular
12.04.2021 - 16:04DROPS Design svaraði:
Dear Grace, while it is possible to knit the body of this sweater on straight needles, the number of stitches might make it somewhat uncomfortable. If you are willing to deal with a lot of stitches on a relatively short needle then go ahead. Happy Knitting!
12.04.2021 - 16:14
Thea skrifaði:
Is het niet handiger om eerst de capuchon te maken en dan pas de mouwen erin te naaien? Scheelt nogal wat gewicht met breien
23.01.2021 - 11:52
Maillet skrifaði:
Bonjour je n arrive pas a comprendre le dessin de la capuche du numéro 172
22.01.2021 - 01:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Maillet, pour la capuche, vous allez relever les mailles tout autour de l'encolure et tricoter (= continuer) les torsades A.7 et A.10 de chaque côté, avec 2 mailles point mousse de chaque côté et les mailles restantes en jersey. À la hauteur requise, vous diminuerez les mailles des torsades (pour conserver la bonne largeur) et rabattrez toutes les mailles. Cette vidéo montre l'assemblage de la capuche. Bon tricot!
22.01.2021 - 08:19
Rosanna skrifaði:
Vorrei realizzare questo cardigan con il filato drops fabel potete darmi la quantità x una taglia M e per una taglia XL Grazie così poi posso ordinare
18.01.2021 - 11:02DROPS Design svaraði:
Buonasera Rosanna, per una taglia M servono circa 1260m di filato Melody, che corrispondono a 18 gomitoli di Fabel lavorato a 3 capi. Per una taglia XL serviranno circa 23 gomitoli. Buon lavoro!
18.01.2021 - 19:10
Hope skrifaði:
In working the back piece, I find the directions about binding off for the armholes a little unclear. Do we bind off the three stitches on one row, two stitches on the next and one stitch on the next? Or do we bind off the three two and one stitches all on the same row? Is there a specific technique used for binding off more than one stitch at once? Or are these bound off in groups per row and not one group after the other? Help please? I can't wait to wear my new sweater! :)
14.12.2020 - 21:42DROPS Design svaraði:
Hi hope, Yes, the bound off stitches are at the beginning of all rows (which means every other row on each side),. So 3 stitches at the beginning of 2 rows (for both armholes, then 2 stitches at the beginning of 2 rows etc. You are binding off not decreasing, so bind off in the same way as binding off at the end of the piece (one stitch after the other). Happy knitting!
15.12.2020 - 07:01
Melody of Snow#melodyofsnowcardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody með köðlum og hettu. Stærð XS/S - XXXL.
DROPS 172-4 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 l innan við 3 kantlykkjur í garðarpjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á undan 3 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 l á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum. Ermarr eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stutta hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 86-96-96-106-116-126 l á hringprjóna nr 7 með Melody. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 3-4-4-5-6-7 sinnum, 2 l sl, prjónið stroff eftir mynstri A.1 (= 46 l), * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 3-4-4-5-6-7 sinnum og endið með 2 l sl og 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l JAFNFRAMT er fækkað um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l, prjónið og fækkið l eftir mynstri A.2 (= 46 l sem fækkar til 38 l), prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l JAFNFRAMT er fækkað um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 68-74-78-86-94-100 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.2 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.2. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón, prjónið og aukið út eftir mynstri A.3 (= 38 l sem eru auknar út til 46 l), 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón og 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 76-82-86-94-102-108 l. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.3 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.3. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sléttprjóni, A.4 (= 46 l), 12-15-17-21-25-28 l sléttprjón og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10-10-10-11-11-11 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið l svona með 6-6-6-5-5-5 cm millibili alls 7-7-7-8-8-8 sinnum í hvorri hlið = 62-68-72-78-86-92 l. Þegar stykkið mælist 60-61-62-63-64-65 cm fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 0-0-1-1-2-2 sinnum, 2 l 1-1-1-1-2-2 sinnum og 1 l 1-3-1-4-2-4 sinnum = 56-58-60-60-62-64 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til 1 umf er eftir þar til stykkið mælist 78-80-82-84-86-88 cm. Í næstu umf eru prjónaðar l í hverjum kaðli slétt saman 2 og 2 (frá réttu = 12 l færri) = 44-46-48-48-50-52 l eftir á prjóni. Fellið síðan af miðju 12-12-14-14-16-16 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur og fellið af 1 l í næstu umf frá hálsi = 15-16-16-16-16-17 l eftir á öxl. Prjónið síða með sl yfir sl, br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm og fellið af (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 72-77-77-82-87-92 l á hringprjóna nr 7 og prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið stroff eftir mynstri A.5 (= 32 l), * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* þar til 5 l eru eftir í umf og endið með 2 l sl og 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið og fækkið l eftir mynstri A.6 (= 32 l sem fækka til 30 l), prjónið br yfir næstu 20 l og fækkið JAFNFRAMT um 3 l jafnt yfir þessar l, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l og fækkið JAFNFRAMT um 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni = 62-65-67-71-75-78 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, sl yfir sl og br yfir br, en l í A.6 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.6. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: prjónið A.7 (= 30 l), 17 l br, 12-15-17-21-25-28 l sl og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 10-10-10-11-11-11 cm byrjar úrtaka í hlið og fækkið l eins og á bakstykki = 55-58-60-63-67-70 l. Þegar stykkið mælist 60-61-62-63-64-65 cm byrjar affelling fyrir handveg og fellt er af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 52-53-54-54-55-56 l eftir á prjóni. Haldið áfram með 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg þar til stykkið mælist 74-76-77-79-80-82 cm. Fellið nú af síðustu 32-32-33-33-34-34 l í byrjun umf frá miðju að framan fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá miðju að framan þannig: Fellið af 2 l 1 sinni og 1 l 3 sinnum = 15-16-16-16-16-17 l eftir á prjóni. Prjónið síðan með sl yfir sl og br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm og fellið af (passið að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og á hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. í byrjun á stykki er prjónuð 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 7-8-8-9-10-11 sinnum, prjónið 2 l sl og endið með stroff á eftir mynstri A.8 (= 32 l). Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sl yfir næstu 17-22-22-27-32-37 l og fækkið l JAFNFRAMT 5-7-5-6-7-9 l jafnt yfir þessar l, prjónið br yfir næstu 20 l og fækkið JAFNFRAMT 3 l jafnt yfir þessar l og prjónið og fækkið l eftir mynstri A.9 (= 32 l sem fækka til 30 l) = 62-65-67-71-75-78 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið til baka frá röngu með sl yfir sl, br yfir br og garðaprjón yfir garðaprjón, en l í A.9 eru prjónaðar eins og útskýrt er í mynstri A.9. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 12-15-17-21-25-28 l sl, 17 l br og A.10 yfir síðustu 30 l. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki. ERMI: Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 35-35-35-35-40-40 l á sokkaprjóna nr 7 með Melody. Prjónið 1 umf slétt, síðan er prjónað stroff hringinn (= 2 l sl, 3 l br). Þegar stroffið mælist 10-10-10-12-12-12 cm prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 11-9-7-7-10-8 l jafnt yfir = 24-26-28-28-30-32 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 13 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3½-3- 2½-2½ cm millibili alls 9-10-10-12-13-13 sinnum = 42-46-48-52-56-58 l. Þegar stykkið mælist 49-48-47-47-45-44 cm fellið af miðju 6 l mitt undir ermi og ermakúpan er prjónuð til loka fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram í sléttprjóni og fækkið lykkjum í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: Fækkið um 2 l 1-2-2-2-3-3 sinnum og 1 l 1 sinni, síðan er fækkað um 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 55-55-55-56-56-56 cm áður en fækkað er um 3 l 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 56-56-56-57-57-57 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. HETTA: Prjónið upp frá réttu ca 90 til 100 l í kringum hálsmál á hringprjóna nr 8. Prjónið 1 umf br frá röngu og aukið er jafnt út til 120-122-124-126-128-130 l – ATH: Þessar 2 síðustu l í hvorri hlið eru prjónaðar slétt og ekki er aukið út yfir þessar l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eftir A.7 (= 30 l – haldið áfram með mynstureiningu þar sem endað var eftir affellingu í hálsmáli), prjónið sléttprjón þar til 30 l eru eftir og endið með mynstri eftir A.10 (= 30 l – haldið áfram með mynstureiningu þar sem endað var eftir affellingu). Haldið áfram fram og til baka þar til hettan mælist ca 34-35-36-37-38-39 cm. Í næstu umf frá réttu eru prjónaðar l í köðlum saman tvær og tvær (= 12 l færri á hvorri hlið = 96-98-100-102-104-106 l eftir á prjóni). Í næstu umf eru allar l felldar af (passið að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). Leggið hettuna saman tvöfalda og saumið saman með lykkjuspori efst uppi. SNÚRA: Klippið 1 þráð Melody ca 1 metra, tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið einn hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum kaðalinn yst á hægra framstykki ca 34-36-38-40-42-44 cm frá öxl og niður (eða að óskaðri hæð). Gerið alveg eins með snúruna sem er fest á sama hátt á vinstra framstykki. Peysan er lokuð með því að hnýta saman þessar tvær snúrur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #melodyofsnowcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 172-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.