Petra Fink skrifaði:
So schön,vielen Dank das du dieses schöne Häkelmuster mit uns teilst
05.02.2025 - 07:10
Ineke Hage skrifaði:
Heb nog een zelfde gehaakt en er tegen aan genaaid zodat het niet uitmaakt hoe je het kuiken in de paastak ophangt. En zo ook alle draadjes weggewerkt worden.
17.02.2023 - 19:54
Ineke Hage skrifaði:
Heb nog een zelfde gehaakt en er tegen aan genaaid zodat het niet uitmaakt hoe je het kuiken in de paastak ophangt. En zo ook alle draadjes weggewerkt worden.
17.02.2023 - 17:24
Mevr Bakker skrifaði:
Toer 3 klopt niet, moet geen 1 vaste overgeslagen worden volgens mij anders kom je niet uit
28.03.2018 - 20:16
Marcin skrifaði:
Nice pattern!
07.02.2017 - 22:54
Monika Opočenská skrifaði:
Moc krásné kuřátko, hned jsem ho musela udělat :-)
27.03.2015 - 23:05DROPS Design svaraði:
:-) A povedlo se? Nemělo by zůstat osamělé! Krásné jarní (za)háčkování!
28.03.2015 - 08:47
Chicken Vanes#dropschickenvanes |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaðir páskaungar / páskaskraut úr DROPS Safran. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-1097 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir mynstur séð frá réttu. LITIR: Páskaungi með kanti í litnum ísblár/ferskja: Uppfitjun og UMFERÐ 1: natur/ferskja UMFERÐ 2: skærgulur/dökk vínrauður UMFERÐ 3: ferskja/ísblár UMFERÐ 4: natur/natur UMFERÐ 5: dökk vínrauður/skærgulur UMFERÐ 6: vanillugulur/natur UMFERÐ 7: natur/vanillugulur UMFERÐ 8: ísblár/ferskja HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með fl, skiptið út fyrstu fl með 1 ll. Umf endar á 1 kl í ll frá byrjun umf. Í byrjun hverrar umf með hst, skiptið fyrstu hst með 2 ll. Umf endar á 1 kl í fyrsta hst frá byrjun umf. HEKLIÐ 2 HST SAMAN: 2 hst heklaðir í 1 hst þannig: Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í næstu l, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í sömu l, sækið þráðinn, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 5 l á heklunálinni. LITASKIPTI-1: Til þess að fá falleg litaskipti er síðasta kl í umf hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í 1./2. ll frá byrjun umf, sækið þráðinn með nýja litnum, bregðið þræðinum um heklunálina með nýa litnum og dragið í gegnum l á heklunálinni. LITASKIPTI-2: Festið endana eftir hver litaskipti með því að láta þráðinn frá fyrri umf fylgja með smá stund í stykkinu áður en klippt er frá (heklað er þá með nýja litnum í kringum fyrri lit). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PÁSKAUNGI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. PÁSKAUNGI: Heklið eftir mynstri A.1, þ.e.a.s. heklið nú þannig: Heklið 4 ll með heklunál nr 3 – LESIÐ LITIR og tengið saman í 1 hring með 1 kl í 1. ll – LESIÐ LITASKIPTI-1 og -2. UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 6 fl um hringinn. UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl umf hringinn = 12 fl. UMFERÐ 3: HEKLIÐ 2 HST SAMAN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu fl, 1 ll, 2 hst saman í sömu fl, 1 ll, hoppið yfir 1 fl, * 2 hst saman í næstu fl, 1 ll, 2 hst saman í sömu fl, 1 fl, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 hst-hópar og 12 ll. UMFERÐ 4: 3 fl um hvern ll-boga umf hringinn = 36 fl. UMFERÐ 5: 1 fl í hverja fl umf hringinn. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 6: 1 fl í hvora af fyrstu 2 fl, 2 ll, hoppið yfir 1 fl, * 1 fl í hvora af næstu 2 fl, 2 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl og 12 ll-bogar. UMFERÐ 7: 2 fl um fyrsta ll-boga, 2 ll, 2 fl um sama ll-boga, * 2 fl um næsta ll-boga, 2 ll, 2 fl um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl-bogar með ll-bogar á milli. UMFERÐ MEÐ LYKKJU OG HÖFÐI: UMFERÐ 8: Hoppið yfir 2 fl, 6 fl um fyrsta ll-boga, * hoppið yfir 2 fl, 1 fl um bilið á milli næstu 2 fl, 6 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* 7 sinnum til viðbótar, hoppið yfir 2 fl, 1 fl um bilið á milli á undan næstu 2 fl, 3 fl um næsta ll-boga, 30 ll fyrir lykkju, festið með 1 kl í fyrstu af 30 ll, 3 fl um sama ll-boga, hoppið yfir 2 fl, skiptið yfir í natur með 1 kl um bilið á milli á undan næstu 2 fl, síðan er höfuðið heklað þannig: hoppið yfir 2 fl + 1 ll-boga + 2 fl, heklið 11 tbst um bilið á milli á undan næstu 2 fl, hoppið yfir 2 fl + 2 ll-bogi + 2 fl, heklið 1 fl um bilið á milli á undan næstu 2 fl. Klippið frá og festið enda. KAMBUR OG GOGGUR: UMFERÐ 9: Heklið kambinn með litnum dökk vínrauður þannig: 1 kl í síðustu fl með litnum ísblár/ferskja frá umf 8, heklið 1 picot (= 3 ll, 1 hst í fyrstu ll), * hoppið yfir 1 tbst, 1 fl í næsta tbst, 1 picot *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, hoppið yfir 1 tbst, 1 kl í næsta tbst. Klippið frá og festið enda. Heklið gogginn með litnum skærgulur þannig: 1 kl í næsta tbst, hoppið yfir 1 tbst, í næsta tbst er heklað 3 hst + 1 ll + 3 hst, hoppið yfir 1 tbst, 1 kl í næsta tbst. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið út augað með afgang af litnum brúnn með 3 lykkjusporum í gegnum 2 tbst mitt á milli kambs og goggs. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropschickenvanes eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1097
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.