DROPS Extra / 0-1453

Hoppity Hop by DROPS Design

Hekluð kanína eða páskahéri úr DROPS Merino Extra Fine. Þema: Páskar.

Leitarorð: borðbúnaður, dýr, páskar, skraut,

DROPS Design: Mynstur me-179
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ: Stykkið mælist ca: Breidd = 5 cm. Lengd = 10 cm

EFNI:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g litur 08, ljós beige
eða
50 g litur 01, natur
eða
50 g litur 16, ljós bleikur

HEKLFESTA:
22 stuðlar á breidd og 22 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (6)

100% Ull
frá 486.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 486kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PÁSKAHÉRI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað frá miðju og út – allt stykkið er heklað án þess að klippa þráðinn frá.

STÍFING:
Til að páskahérinn hangi fallega og verði aðeins stífur – þá er hægt að dýfa honum í sykurvatn eða litlausan gosdrykk og leggja flatan til að þorna.

PÁSKAHÉRI:
Stykkið er heklað með heklunál 3. Fylgið mynsturteikningu A.1, byrjið með tákn í miðju – þ.e.a.s. heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – fylgið síðan mynsturteikningu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA.
Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka, klippið frá og dragið bandið í gegn. Ef þú vilt hafa páskahérann aðeins stífan, sjá STÍFING – sjá útskýringu að ofan.

Mynstur

= 5 loftlykkjur tengdar saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju, byrjið næstu umferð með 3 loftlykkjum (eins og útskýrt er í mynsturteikningu)
= 1 loftlykkja
= 1 stuðull um loftlykkjuhring
= 1 hálfur stuðull í lykkju
= 1 fastalykkja í lykkju
= 1 stuðull í loftlykkju
= eftirfarandi er heklað í sömu lykkju: 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 3 tvíbrugðnir stuðlar, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja
= 2 hálfir stuðlar í lykkju
= 1 keðjulykkja í lykkju
= eftirfarandi er heklað í sömu lykkju: 1 loftlykkja, 1 stuðull, 1 loftlykkja, 1 stuðull, 1 loftlykkja
= 6 tvíbrugðnir stuðlar í lykkju
= 1 keðjulykkja er hekluð þannig: Stingið heklunálinni í toppinn á síðasta tvíbrugðna stuðul og síðan niður í gegnum efsta lykkjubogann á sama tvíbrugðna stuðul (= 2 lykkjur um heklunálina), sækið bandið og dragið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni.

Anne-Beate Dokken 18.04.2019 - 15:00:

Her er det 4 symboler som mangler. Håper det snart blir rettet opp.🐣

DROPS Design 25.04.2019 kl. 11:49:

Hei Anne-Beate. Vi har nå sjekket, og alle symbolene i diagrammet er forklart i symbolforklaringen. Hvilke symboler er det som eventuelt mangler? Hilsen DROPS

Wia 06.04.2019 - 19:07:

Leuk patroon en snel klaar. Ik heb een fijner haaknaald gebruikt zodat het haasje al stevig is en de oren krullen een beetje, groot succes

Suzanne 31.03.2019 - 21:26:

What does the symbol for the head mean? It is not listed in the stitch list. Wat betekend het symbool voor de kop? Het staat niet in de stekenlijst.

DROPS Design 01.04.2019 kl. 14:13:

Dear Suzanne, the symbol for the head is the small triangle you can find listed on 11th place under diagram text. Happy crocheting!

Ilaria 28.03.2019 - 23:21:

Non capisco la procedura per lavorare le orecchie, dopo la testa come si continua?

DROPS Design 29.03.2019 kl. 12:23:

Buongiorno Ilaria. Le alleghiamo il video che illustra come lavorare il coniglietto. Buon lavoro!

Susi 28.03.2019 - 08:50:

Ich versteh es nicht wie es nach den festen Maschen weiter geht. Mfg

Birgit 27.03.2019 - 19:03:

Das grosse Dreiecksymbol für den Kopf ist nicht erklärt. Am Foto sieht es so aus, dass man 3 Luftmaschen, 6 Doppelstäbchen häkelt. Ist das richtig?

DROPS Design 01.04.2019 kl. 09:05:

Liebe Birgit, danke für den Hinweis, hier sollen Sie 6 Doppestäbchen in die häkeln - siehe 11. Symbol. Viel Spaß beim häkeln!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1453

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.