Bente Villadsen skrifaði:
Hej Jeg er ved at strikke 161-31 og har meget svært ved at få indtagningerne med 5 masker pæne. kan i ikke lave en video der viser hvordan man strikker 5 masker sammen, både ret og især drejet ret, på den måde som det er skrevet i opskriften
05.02.2015 - 09:32DROPS Design svaraði:
Hej Bente, Vi skal se at få lavet en video. Men sålænge henviser vi til forklaringen: " STRIKKETIPS: Strik 5 m ret sammen således: Strik 5 m ret, løft den næst sidste m som blev strikket over den sidste, så den ligger rundt om den sidste m, gentag til alle 4 m er løftet over (= 4 m taget ind). Strik 5 m drejet ret sammen således: Strik 5 m ret, løft dem tilbage på venstre p, løft den næst yderste m over den yderste, så den ligger rundt om den sidste m, gentag til alle 4 m er løftet over (= 4 m taget ind), løft den sidste strikkede m tilbage på højre p." God fornøjelse!
05.02.2015 - 14:06
Elena skrifaði:
Grazie per i bellissimi modelli che proponete..io li adoro tutti e adoro tutti voi che lavorate per la mia passione della maglia e dell'uncinetto!!!Ma vorrei che gli schemi fossero piu'semplici da capire....a me a volte gira la testa nel tentativo di decifrarli!!!Grazie e un bacio affettuoso a tutto lo staff!!! Elena
03.02.2015 - 16:17DROPS Design svaraði:
Buonasera Elena, i modelli DROPS sono tutti impostati nello stesso modo ed è molto più semplice se si inizia a lavorare senza cercare di decifrare tutte le spiegazioni, sarà molto più facile lavorare passo passo con il lavoro in mano. In ogni caso siamo sempre disponibili per qualsiasi delucidazione. Buon lavoro!
03.02.2015 - 16:28
Danielle skrifaði:
Pourquoi dans les symboles des diagrammes le carré blanc = 1 m end sur l'endroit, env sur l'envers en naturel et le carré blanc avec un rond noir à l'intérieur sont à tricoter de la même façon ?
27.01.2015 - 12:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Danielle, la légende du 3e symbole a été modifiée, il fallait lire 1 m end sur l'envers, env sur l'endroit. Merci, bon tricot!
27.01.2015 - 13:42
CALLAUDAUX Annie skrifaði:
Ce modèle style marin est très flatteur. les points ajourés sont superbes. il donne envie de le faire et bien sûr de le porter
06.01.2015 - 10:27
YANN skrifaði:
Un classique revu de façon originale, très moderne, à avoir sur soi cet été sans aucun doute ! Bravo!
02.01.2015 - 08:28
Corinne skrifaði:
Toujours actuel La marinière ! celle-ci est originale!
28.12.2014 - 09:54
Birgit skrifaði:
Schönes Sommerteil für den lauen Sommerabend..Ich träume schon vom nächsten Urlaub!
26.12.2014 - 13:23
Elisabeth Thykjær skrifaði:
Synes den er rigtig flot vil jeg gerne lave
17.12.2014 - 10:41
Jacqueline skrifaði:
Je trouve cette marinière très belle et très originale
14.12.2014 - 19:32
Tina Samstrand skrifaði:
Så fin, kommer att sticka den så fort mönstret finns ute.
14.12.2014 - 10:18
Nautical Waves#nauticalwavessweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Light með gatamynstri og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 161-31 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.16. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Prjónið 5 l snúnar slétt saman þannig: Prjónið 5 l sl, steypið næst síðustu l sem prjónuð var yfir síðustu l, þannig að þessi l liggur utan um síðustu l, endurtakið þar til allar 4 l hafa verið steyptar yfir (= 4 l færri). Prjónið 5 l slétt saman þannig: Prjónið 5 l sl, setjið þær til baka aftur á vinstri prjón, steypið næst síðustu l yfir síðustu l þannig að þessi l liggur utan um síðustu l, endurtakið þar til allar 4 l hafa verið steyptar yfir (= 4 l færri), setjið til baka síðustu prjónuðu l á hægri prjón. ÚTAUKNING: Prjónið fram að 1 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl (prjónamerki er á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 l fleiri. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 273-315-336-378-399-462 l á hringprjóna nr 4 með litnum natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5. Prjónið A.1 (= 21 l) alls 13-15-16-18-19-22 sinnum. Eftir A.1 eru 221-255-272-306-323-374 l á prjóni. Prjónið nú A.2 (= 17 l) yfir A.1. Endurtakið A.2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum á hæðina. Prjónið A.3 yfir A.2. Eftir fyrstu umf með A.3 eru 195-225-240-270-285-330 l á prjóni. Í síðustu umf í A.3 (sjá stjörnu í mynstri) er lykkjum fækkað og aukið út misjafnt eftir stærðum: Stærð S og XXL: Aukið út um 4 l jafnt yfir = 199-289 l. Stærð M-L-XL-XXXL: Fækkið um 2-5-5-5 l jafnt yfir = 223-235-265-325 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú þannig: A.4 (= 6 l) alls 33-37-39-44-48-54 sinnum, endið á 1. l í mynstri. Endurtakið A.4 alls 3-3-3-3-4-4 sinnum á hæðina. Prjónið nú A.5 1 sinni á hæðina. Í síðustu umf í A.5 (sjá stjörnu í mynstri) er fækkað um 3-3-1-1-3-5 l jafnt yfir = 196-220-234-264-286-320 l. Eftir síðustu umf í A.5 er haldið áfram þannig: 4-10-6-6-4-5 l sléttprjón, A.6 6-6-7-8-9-10 sinnum á breiddina, 8-20-12-12-8-10 l sléttprjón, A.6 6-6-7-8-9-10 sinnum á breiddina, 4-10-6-6-4-5 l sléttprjón. ATH: Sléttprjónuðu l í hlið eru prjónaðar br þegar prjónað er brugðið í A.6. Eftir A.6 eru 220-244-262-296-322-360 l á prjóni. Prjónið A.2 yfir A.6, sléttprjónuðu l eru prjónaðar br þegar prjónað er br í A.2. Endurtakið A.2 alls 5-5-6-5-5-6 sinnum á hæðina. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 2-3-1-2-2-2 l, 2-7-5-4-2-3 l sléttprjón, A.2 6-6-7-8-9-10 sinnum á breiddina eins og áður, 2-7-5-4-2-3 l sléttprjón, fellið af næstu 4-6-2-4-4-4 l, 2-7-5-4-2-3 l sléttprjón, A.2 6-6-7-8-9-10 sinnum á breiddina eins og áður, 2-7-5-4-2-3 l sléttprjón, fellið af síðustu 2-3-1-2-2-2 l = 106-116-129-144-157-176 l á framstykki og 106-116-129-144-157-176 l á bakstykki. Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Klippið frá og festið enda. BAKSTYKKI: = 106-116-129-144-157-176 l. Þegar A.2 hefur verið prjónað 5-5-6-5-5-6 sinnum á hæðina er A.3 prjónað yfir A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 94-104-115-128-139-156 l á prjóni. Prjónið nú frá réttu þannig: 2-1-5-1-2-3 l sléttprjón, A.4 alls 6-7-7-9-9-11 sinnum, 18-18-21-18-27-18 l sléttprjón, A.13 alls 6-7-7-9-9-11 sinnum, 2-1-5-1-2-3 l sléttprjón. Þegar fyrstu 4 umf af A.4/A.13 hafa verið prjónaðar setjið miðju 12-12-13-14-15-16 l á þráð fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (= 41-46-51-57-62-70 l). Fellið nú af fyrir hálsmáli í hverri umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 l 1 sinni, 2 l 2 sinnum, 1 l 4-4-5-4-5-4 sinnum = 30-35-39-46-50-59 l eftir fyrir öxl. Þegar A.4/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru stykkið prjónað áfram með litnum natur til loka. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l þar til stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama háttog bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 63-63-63-69-69-69 l á sokkaprjóna nr 4 með litnum natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5. Prjónið A.14 (= 3 sinnum á breiddina) – sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Prjónið A.15 yfir A.14 alls 5 sinnum. Prjónið síðan A.16 yfir A.15. Þegar A.16 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 45-45-45-51-51-51 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: 2 l sl, A.13 alls 7-7-7-8-8-8 sinnum á breiddina, endið á 1 l sl. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-10-10-10-10-10 cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2-1½ cm millibili 10-12-14-13-16-18 sinnum til viðbótar = 67-71-75-79-85-89 l. Þegar A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með litnum natur til loka. Fellið af þegar stykkið mælist 51-49-48-46-44-42 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju, saumið sauma undir ermum. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna nr 4 með litnum natur, prjónið upp 100-120 l í kringum allt hálsmálið meðtaldar l af þræði. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nauticalwavessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 161-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.