Marie skrifaði:
Hallo, Ik begrijp niet hoe ik het patroon A1 moet breien voor de vierde steek. Wat moet ik doen nadat ik het patroon heb afgewerkt, hetzelfde terug opnieuw doen?
28.10.2014 - 18:55DROPS Design svaraði:
De uitleg van het patroon staat erboven. U breit de 4e en 5e st recht samen en dan maakt u een omslag. De volgende naald, dus terugbreien, dat zijn de vakjes erboven - de 2e naald bestaat uit rechte en averechte steken.
28.10.2014 - 20:26
Heidi skrifaði:
Hej! Jag har länge tänkt på att sticka en pläd. Detta mönster ser helt otroligt häftigt ut! Can´t wait to start. Men en fråga eftersom jag är fortfarande en nybörjare... Vad ska jag använda diagA1 till? Jag trodde det var straight forward att sticka de olika rutorna och sedan sy dom samman... Hjälp!
06.10.2014 - 00:50DROPS Design svaraði:
Hej Heidi. Du bruger diagram 1 naar du strikker rute 4
07.10.2014 - 16:55
DROPS Design skrifaði:
Hej Britta. Vi har nu publiceret mönstre til baade vaffelmønster og stjernemønster. Se under videoer.
14.08.2014 - 13:23
Camilla skrifaði:
Hej Jeg har svært ved at forstå hvordan jeg skal strikke ruden med stribet mønster efter diagram A.1 på ret og vrang siden? Den er meget forvirrende. Skal jeg strikke alle 5 rækker i diagrammet på en pind? Og når der dtår at jeg skal strikke ret fra vrangen, hvordan gør jeg det så på ret-siden? Håber i kan hjælpe mig!
14.08.2014 - 12:39DROPS Design svaraði:
Hej Camilla. Du strikker diagrammet over de 30 masker i bredden: 6 gentagelser i bredden. Förste raekke er retten og strikkes fra höjre mod venstre. Anden raekke er vrangen og strikkes fra venstre mod höjre. Osv, osv. Beskrivelsen af symbolerne staar ogsaa nederst i mönstret lige over A.1. Se ogsaa her hvordan du skal laese vores diagrammer
14.08.2014 - 16:10
Britta Rasmussen skrifaði:
Hej. Jeg forstår ikke hvordan man strikker det stjernemønster der er i opskriften. Mvh. Britta.
23.07.2014 - 14:02DROPS Design svaraði:
Hej Britta. Vi arbejder på at få lavet en video med stjerne- og vaffelmønstret hurtigst muligt. Men indtil da kan du måske fortælle hvad du ikke forstår og jeg skal prøve at hjælpe dig videre på skrift.
25.07.2014 - 11:47
Geraldine skrifaði:
J'attends les explications avec bcp d'impatience .. j'ai déjà la laine ..
03.07.2014 - 10:29
Brigitte skrifaði:
Ich habe lange nicht gestrickt. Um wieder rein zu kommen, wär diese Decke vielleicht genau richtig. Ich glaube, meine Stubentigerin hätte auch ihre Freude dran! :-)
26.06.2014 - 15:35
Elin Andreassen skrifaði:
Gleder meg veldig til mønsteret kommer. Dette var knallfint! :)
26.06.2014 - 11:26Ellis skrifaði:
Weliswaar niet op gestemd omdat het een te eenvoudig concept is maar wel erg mooi. Ik vind het daarom erg leuk als er veel verschillende steken op de site staan dan is deze makkelijk zelf samen te stellen.
22.06.2014 - 15:12Denise skrifaði:
Country: Brasil
10.06.2014 - 14:22
A Patch of Comfort#apatchofcomfortblanket |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónað teppi með ferningum og garðaprjóni, stjörnumynstri, klukkuprjóni, röndum, vöfflumynstri og bambusmynstri úr DROPS Nepal
DROPS 157-21 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITIR Á FERNINGUM: Ferningur 1 (Garðaprjón): 1 beige, 1 ljós beige, 1 ljós grár, 3 natur. Ferningur 2 (Stjörumynstur): 1 beige, 1 ljós beige, 2 ljós grár. Ferningur 3 (Klukkuprjón): 2 beige, 1 ljós beige, 1 ljós grár, 1 natur. Ferningur 4 (Rendur): 1 beige, 2 ljós beige, 1 ljós grár, 1 natur. Ferningur 5 (Vöfflumynstur): 1 beige, 1 ljós beige, 1 ljós grár, 1 natur. Ferningur 6 (Bambusmynstur): 1 beige, 1 ljós beige, 1 ljós grár, 1 natur. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu A.2 fyrir frágang á ferningum. LEIÐBEININGAR UM MYNSTUR: Mynsturteikning A.1 passar ekki yfir hverja aðra á hæðina þegar það er endurtekið, en gataumferðin heldur áfram á ská upp úr eins og áður. FRÁGANGUR Á FERNINGUM: Tölurnar merkja hvaða mynsturferning á við, bókstafirnir segja til um mynsturlit: A = beige B = ljós beige C = ljós grár D = natur ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Ferningarnir eru prjónaðir stakir og saumaðir saman í lokin. Hver ferningur er prjónaður fram og til baka. Mismunandi fjöldi ferninga er prjónaður og með mismunandi litum – sjá LITIR Á FERNINGUM að ofan = alls 28 ferningar. 1 ferningur mælist 22 x 22 cm. FERNINGUR 1 (GARÐAPRJÓN): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fellið af þegar stykkið mælist 22 cm. FERNINGUR 2 (STJÖRNUMYNSTUR): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið 3 umf slétt. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 4 l jafnt yfir = 37 l. Prjónið nú STJÖRNUMYNSTUR þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 umf slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 l sl, * 3 l br saman án þess að taka þær af prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 l br saman í sömu 3 l og sleppið þeim niður af prjóni, 1 l sl *, endurtakið frá *-* út umf. UMFERÐ 3 (= rétta): 1 umf slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): 3 l sl, * 3 l br saman án þess að taka þær af prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 l br saman í sömu 3 l og sleppið þeim af prjóni, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, endið á 2 l sl. Endurtakið umf 1-4. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20½ cm prjónið 1 umf slétt – JAFNFRAMT er fækkað um 4 l jafnt yfir = 33 l. Prjónið 3 l slétt, fellið af. FERNINGUR 3 (KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið 3 umf slétt. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 6 l jafnt yfir = 27 l. Prjónið nú KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI þannig: UMFERÐ 1: 2 l sl, * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, endið á 3 l sl. UMFERÐ 2: 2 l sl, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, endið á því að slá 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 2 l sl. UMFERÐ 3: 2 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, 2 l sl. Endurtakið umf 2 og 3. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20 cm – passið uppá að enda á eftir umf 2 og prjónið næstu umf þannig: 2 l sl, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, 2 l sl. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 6 l jafnt yfir = 33 l. Prjónið 3 umf slétt, fellið af. FERNINGUR 4 (RENDUR): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið 3 umf slétt. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 1 l = 34 l. Prjónið nú 2 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, mynstur eftir A.1 (1. umf = rétta) yfir næstu 30 l, endið á 3 l garðaprjón – lesið LEIÐBEININGAR UM MYNSTUR. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20½ cm – prjónið 1 umf slétt – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l = 33 l. Prjónið 3 umf slétt, fellið af. FERNINGUR 5 (VÖFFLUMYNSTUR): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið 3 umf slétt. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 7 l jafnt yfir = 26 l. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú VÖFLUMYNSTUR þannig: UMFERÐ 1 ( ranga): sl fá röngu. UMFERÐ 2 (rétta): 2 l sl, * prjónið 1 l sl í l frá fyrri umf og sleppið niður l af vinstri prjóni, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l sl. UMFERÐ 3 (ranga): 2 l sl, * prjónið 1 l sl, takið upp lykkjuna sem liggur í kringum l og prjónið þá l slétt saman með l af prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l sl. UMFERÐ 4 (rétta): 2 l sl, * 1 l sl, prjónið 1 l sl í l frá fyrri umf og sleppið síðan niður l af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l sl. UMFERÐ 5 (ranga): 2 l sl, * takið upp lykkjuna sem liggur í kringum l og prjónið hana slétt saman með l á prjóni, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni, 2 l sl. Endurtakið umf 2-5. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20 cm – stillið af að næsta umf sé umf nr 3 – prjónið næstu umf samkvæmt útskýringu, en l innan við l með garðaprjóni er prjónað br í stað sl. Prjónið 1 umf slétt – JAFNFRAMT er aukið út um 7 l jafnt yfir = 33 l, prjónið 3 umf slétt saman, fellið af. FERNINGUR 6 (BAMBUSMYNSTUR): Fitjið upp 33 l á prjóna nr 6. Prjónið 3 umf slétt. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 3 l jafnt yfir = 36 l. Prjónið nú BAMBUSMYNSTUR þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 l sl, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl, steypið uppslættinum yfir 2 l sl *, endurtakið frá *-*, 1 l sl. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 l sl, prjónið br þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl. Endurtakið umf 1-2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20½ cm prjónið 1 umf slétt – JAFNFRAMT er fækkað um 3 l jafnt yfir = 33 l. Prjónið 3 umf slétt, fellið af. FRÁGANGUR: Gangið frá endum á hverjum ferningi. Saumið alla ferningana saman með litnum ljós beige eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2 – Lesið FRÁGANGUR Á FERNINGUM að ofan. Saumið saman kant í kant yst í lykkjubogann svo að kantarnir verði ekki of þykkir. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #apatchofcomfortblanket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.