Ines skrifaði:
Gracias por la respuesta pero al levantar esos puntos tal y como lo explicais no quedaría mas elevado un lado del cuello que otro al hacer vueltas cortas en un lado y en el otro no? Podríais aclaro ello ? Gracias
03.01.2015 - 17:21
Ines skrifaði:
Podríais publicar videos con las técnicas del top donw especialmente en los jerseys de cuello alto? Gracias
31.12.2014 - 17:46DROPS Design svaraði:
Hola Ines. Cada patrón tiene su apartado de vídeos correspondiente para realizar la labor junto a las pestañas de materiales y lanas alternativas. Puedes ver los vídeos nuevos en el apartado "Videos Tutoriales"
07.01.2015 - 23:32
Ines skrifaði:
No acabo de comprender las vueltas cortas cuando en las instrucciones decís que "levantar puntos" desde el centro de la espalda. ¿Se hacen solo en uno de los lados? (ilógico) Entoces, cual es la referencia para levantar correctamente los puntos que se suponen es para hacer la forma del cuello de la espalda? Gracias
31.12.2014 - 17:43DROPS Design svaraði:
Hola Inés. No hay que "levantar puntos", simplemente tejer desde el centro 7 pts hacia un lado y girar, 14 hacia el otro lado y girar, etc...Se le llama elevación porque queda más alto en esa parte que el resto del cuello.
01.01.2015 - 11:56
Gertrud Juul skrifaði:
Der må mangle noget heli i starten af RYG/FORSTYKafsnittet. Skal man ikke starte med pind 3 af mønster a2 og derefter fortsætte i glat?
19.10.2014 - 13:11DROPS Design svaraði:
Hej Gertrud, nej nu er mønsteret færdig på ryg og forstykke, men det fortsætter på ærmet. God fornøjelse!
23.10.2014 - 12:04
Grethe Eide Sundal skrifaði:
Kjempe flott genser. Hvilken bomullstråd kan eg strikke denne i?
19.10.2014 - 09:54DROPS Design svaraði:
Hei Grethe. Se under garnalternativer paa mönstret. Du kan evt ogsaa erstatte med to traader fra garnkategori A. God fornöjelse.
20.10.2014 - 14:47
Tina Gosvig Bonde skrifaði:
Er det muligt at jeg laver denne model med korte ærmer, altså jeg vil gerne starte ved mønstret, men hvordan gør jeg det ?
13.10.2014 - 08:30DROPS Design svaraði:
Hej Tina, ja men det er jo enkelt i og med at du strikker den ovenfra og ned. Da er det bare at strikke en kant og lukke af istedet for at strikke ærmet. God fornøjelse!
17.10.2014 - 15:56
Betina skrifaði:
Ich warte sehnsüchtig auf die Anleitung
07.07.2014 - 20:46
Betina skrifaði:
Ich warte sehnsüchtig auf die Anleitung
07.07.2014 - 20:40
Diana Lovatt skrifaði:
Verkligen vacker! Kommer troligtvis göra den själv men ej i vitt.
07.07.2014 - 15:00
Ervena skrifaði:
Piekna kremowa tunika
28.06.2014 - 12:21
Elinor Dashwood#elinordashwoodsweater |
||||||||||
|
||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alaska með áferðamynstri og hringlaga berustykki, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 157-5 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): * 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1- A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING 1 (á við berustykki): Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ÚTAUKNING 2: Prjónið fram að 1 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl (prjónamerkið er á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (prjónað aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA (á við um aðsnið + ermi): Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 2 l á undan prjónamerki: 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 69-76-80-84-87-91 l á hringprjóna nr 4 með Alaska. Prjónið 9 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = miðja að aftan. Skiptið nú yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið sléttprjón JAFNFRAMT er aukið út um 41-45-52-59-67-85 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING 1! Nú eru 110-121-132-143-154-176 l í umf. Prjónið nú upphækkun í hnakka fram og til baka frá miðju að aftan þannig: Prjónið 9-10-11-12-13-14 l sl, snúið við og prjónið 18-20-22-24-26-28 l br til baka. Snúið við, prjónið 27-29-31-33-35-37 l sl, snúið við og prjónið 36-38-40-42-44-46 l br til baka. Snúið við og prjónið 45-47-49-51-53-55 l sl, snúið við og prjónið 54-56-58-60-62-64 l br til baka. Snúið við og prjónið til baka yfir allar l að prjónamerki. Í næstu um er prjónað og aukið út eftir mynstri A.1 – veljið mynstur fyrir rétta stærð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allt A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 220-242-264-286-308-352 l á prjóni. Í næstu umf er prjónuð 1. umf í A.2, JAFNFRAMT er aukið út um 8-8-8-10-16-0 l jafnt yfir = 228-250-272-296-324-352 l. Næsta umf er prjónuð þannig: 2. umf í A.2 yfir næstu 31-35-39-43-48-53 l, setjið næstu 51-55-57-61-65-69 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar l (= undir ermi), haldið áfram með A.2 yfir næstu 64-70-80-88-98-108 l (= framstykki), setjið næstu 51-55-57-61-65-69 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar l undir ermi, A.2 yfir næstu 31-35-39-43-48-53 l. Nú eru 142-156-174-190-210-230 l fyrir fram- og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið síðan áfram í hring í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá nýju l undir ermum, setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: 17-20-23-25-28-31 l sléttprjón, setjið prjónamerki, 36-38-40-42-48-52 l sléttprjón, setjið prjónamerki, 36-40-48-52-58-64 l sléttprjón, setjið prjónamerki, 36-38-40-42-48-52 l sléttprjón, setjið prjónamerki, 17-20-23-25-28-31 l sléttprjón. Nú byrjar úrtaka – LESIÐ ÚRTAKA! Fækkið um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki og 1 l á eftir 2. og 4. prjónamerki (ATH! 1. prjónamerki er 1. prjónamerki í umf frá réttu). Endurtakið úrtöku með 1-1-1½-2-3½-3½ cm millibili alls 4-4-4-3-2-2 sinnum = 126-140-158-178-202-222 l. Setjið nú prjónamerki mitt á milli 36-38-40-42-48-52 l í hvorri hlið (þ.e.a.s. á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) = 5. og 6. prjónamerkis. Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá nýju l undir ermum byrjar útaukning – munið eftir ÚTAUKNING 1! Aukið út á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerkis. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 4 sinnum til viðbótar, JAFNFRAMT 2., 3. og 4. skiptis sem aukið er út, aukið út um 1 l hvoru megin við 5. og 6. prjónamerkis (= hliðar) – LESIÐ ÚTAUKNING 2! Þegar útaukningu er lokið eru 158-172-190-210-234-254 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm frá nýjum lykkjum undir ermi er aukið út um 4-2-2-0-0-4 l jafnt yfir = 162-174-192-210-234-258 l. Prjónið síðan A.3 yfir allar l. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru auknar út 42-45-51-66-78-90 l jafnt yfir = 204-219-243-276-312-348 l. Prjónið 1 umf í sléttprjóni. Skiptið nú yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið stroff þannig: * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* Haldið áfram þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna/hringprjóna. Setjið til baka 51-55-57-61-65-69 l af þræði á sokkaprjóna nr 5. Prjónið 2. umf í A.2, fitjið upp 8 nýjar l undir ermi í lok umf = 59-63-65-69-73-77 l. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýju 8 l (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við prjónamerki). Prjónið síðan í hring. Haldið áfram með mynstur eftir A.2 – ATH: Stillið mynstrið af eftir miðju, ör í mynstri merkir miðju-l ofan á ermi, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki byrjar úrtaka – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með 2-1½-1½-1½.-1½-1 cm millibili 8-10-11-10-12-14 sinnum til viðbótar = 41-41-41-47-47-47 l eftir. Þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l = 42-42-42-48-48-48 l. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru auknar út 3 l jafnt yfir = 45-45-45-51-51-51 l. Skiptið nú yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið stroff (1 l sl, 2 l br). Fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar stroffið mælist 8 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elinordashwoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.