Corina Avram skrifaði:
Hi! Please help me understand this part "Row 1 (= WS): P all sts. Insert 1 marker 8-8-8-8-6-6 sts in from each side (= 8-8-8-8-6-6 sts on sleeve in each side, 32-34-36-36-40-46 sts on back piece between markers)". What exactly happends after casting on and Purling one time? Thanks a lot!
30.01.2024 - 13:40DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Avram, after you have cast on all stitches, just purl all stitches, this will be the first row from wrong side, at the same time, insert markers to mark each part of the jumper. Happy knitting!
31.01.2024 - 08:12
Stefania skrifaði:
Buongiorno, non riesco a capire la spiegazione per eseguire il raglan. ci sono 6 maglie aumentate ma non riesco a capire come vanno aumentate e i segni dove vanno inseriti. grazie per la vostra risposta. Non è il primo modello che eseguo, ma con questo proprio non riesco a capire.
08.02.2023 - 16:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Stefania, nelle spiegazioni del ferro 2 viene indicato il punto in cui eseguire gli aumenti; per lavorare gli aumenti deve seguire le indicazioni riportate nel paragrafo apposito. Buon lavoro!
11.02.2023 - 00:05
Patricia skrifaði:
Bonjour, j'ai relevé les mailles pour faire le col et je ne comprends pas comment relever la maille supplémentaire dans chaque première maille relevée. Est ce que je dois faire ressortir une maille de la maille relevée ? Merci pour votre réponse.
23.11.2022 - 12:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, relevez ces 2 mailles derrière chacune des 2 premières mailles du tour, comme on le montre au time code 01:00 dans cette vidéo pour un col châle. Ainsi, les 2 premières mailles et les 2 dernières mailles du tour se chevauchent un tout petit peu. Bon tricot!
23.11.2022 - 15:59
LUCQUIN Corinne skrifaði:
Où trouver le fil conseillé, à savoir drops you"4? Est-ce du coton ou de la laine, et par quoi le remplacer s'il vous plaît? merci...
14.03.2021 - 13:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Corinne, vous pouvez utiliser la laine DROPSLovesYou 8, DROPS Nepal ou chaque laine du group C. Bon tricot!
14.03.2021 - 18:49
Louise skrifaði:
Bonjour, je tricote ce modèle en taille M. Je ne comprends pas comment réaliser le col. Comment fait-on pour relever 90 à 110 mailles (et combien exactement ?) alors qu'il n'y a que 50 mailles de montées au départ ? J'ai regardé la vidéo mais il y a le même nombre de mailles. Également, si l'on tricote en aller-retour, il y aura une couture pour finir ou bien c'est l'ouverture à l'avant indiquée dans les explications qui fait office ? Merci d'avance.
22.05.2019 - 07:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Louise, au début de ce pull, on tricote en allers et retours et on va augmenter pour le raglan mais également pour l'encolure devant = 4 m à la fin des rangs 2 à 5 puis 12 m à la fin des rangs 6 et 7. L'ouvrage se tricote en rond seulement après le 7ème rang. On aura donc suffisamment de mailles pour relever celles du col tout autour des mailles montées au début + celles montées de chaque côté pour l'encolure devant. Bon tricot!
22.05.2019 - 09:29
Patricia Mendler skrifaði:
Liebes Drops Team, Ich habe noch nie eine solche gebogene Nähnadel gesehen. Und finde sie aber genial. Könnt Ihr mir sagen, wo ich eine solche Nadel bekommen kann. Hat sie einen spezielle Bezeichnung. Vielen Dank schon einmal Herzliche Grüße Patricia
12.02.2019 - 19:08DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mendler, sicher kann Ihnen Ihr DROPS Laden weiterhelfen, nehmen Sie bitte Kontakt mit ihm - auch telefonisch oder per Email auf. Viel Spaß beim stricken!
13.02.2019 - 09:03
Meike skrifaði:
Ich verstehe die 2. Reihe nicht. Auch weiß ich nicht was das * bedeutet. Wäre schön wenn sie mir das erklären könnten. Dankeschön
16.09.2018 - 04:26DROPS Design svaraði:
Liebe Meike, die 2. Reihe wird einfach so gestrickt, wie beschrieben. Die * werden bei den nächsten Hinreihen gestrickt - siehe z.B. Reihe 4: man muss dann von *bis* der 2. Reihe stricken. Viel Spaß beim stricken!
17.09.2018 - 09:02
Caroline skrifaði:
I would like to download/print this pattern 0-937 but the pdf is missing details on the righthand side of each page - it is not sizing correctly. Hope you can help ... Regards, Caroline
17.12.2016 - 18:32DROPS Design svaraði:
Dear Caroline, we tested printing successfully to this pattern, make sure to check your printer's settings, try to refresh and empty your browser's cache - your DROPS store will be also able to help you. Happy knitting!
19.12.2016 - 09:13
Cecilia Fernandez Perez skrifaði:
Me pueden aclarar la parte en la que dice "despues aum 8 pts en la vuelta de la misna manera a cada 2 vtas (en mi caso) 17 veces mas y que despues a cada 4° vta 1 veces. Y que deveria tener 264 pts en la aguja. Me e perdido en esta parte. Muchas gracias
22.03.2015 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hola Cecilia. Comenzamos con los aum cuando hay 112 pts para tu talla , ahora aum 144 pts (8 pts en la vta x un total de 18 vcs, cada 2ª vta) + 8 pts (8pts en la vta x 1 vez cada 4ª vta) = 112 + 144 + 8 = 264 pts.
26.03.2015 - 09:52
Claudia skrifaði:
Wo genau befindet sich der Rundenbeginn nachdem ich zur Runde geschlossen habe? Eigentlich müsste die Runde in der Mitte des Vorderteils anfangen, jedoch heißt es bei der Einteilung für den Rumpf, dass bei Rundenbeginn ALLE Maschen des Vorderteils gestrickt werden.
29.01.2015 - 21:17DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, wo genau Sie die Rd beginnen, ist bei diesem Modell nicht so wichtig, Hauptsache, Sie kommen bei den Raglanzunahmen nicht durcheinander und beenden jede Runde. Da noch eine Halsblende angestrickt wird und nur glatt re gestrickt wird, ist der Rd-Beginn am Vorderteil hinterher nicht mehr sichtbar. Wenn Ihnen das lieber ist, können Sie den Faden aber auch neu ansetzen, am besten am Beginn des Vorderteils.
30.01.2015 - 10:04
Autumn Love |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS ♥ YOU #4 eða DROPS Nepal, prjónuð ofan frá og niður og með laskalínu, gataumferðum og snúru. Stærð S - XXXL
DROPS Extra 0-937 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Prjónað fram og til baka: Aukið út um 1 l frá réttu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br. Prjónað í hring: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn sl. ÚRTAKA: Fækkað er um 1 l hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, 2 l sl (prjónamerkið er staðsett á milli þessa l), prjónið næstu 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er prjónað fram og til baka þar til fitjað er upp fyrir framstykki, síðan er prjónað í hring. BERUSTYKKI: Fitjið upp 48-50-52-52-52-58 l á hringprjóna nr 5,5 með litnum appelsínugulur. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið allar l br. Setjið 1 prjónamerki 8-8-8-8-6-6 l inn frá hvorri hlið (= 8-8-8-8-6-6 l á ermi í hvorri hlið, 32-34-36-36-40-46 l á bakstykki á milli prjónamerkja). Látið prjónamerkin fylgja með stykkinu. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 l sl, * aukið út um 1 l – LESIÐ ÚTAUKNING, prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan næsta prjónamerki, aukið út um 1 l, prjónið 4 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa l), aukið út um 1 l, prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan næsta prjónamerki, aukið út um 1 l, prjónið 4 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa l), aukið út um 1 l *, prjónið sl þar til 2 l eru eftir á prjóni, aukið út um 1 l, prjónið 2 l sl = 6 l fleiri. Fitjið nú upp 4 l á prjóninn fyrir framstykki = 58-60-62-62-62-68 l á prjóni. UMFERÐ 3: Prjónið br, í lok umf eru fitjaðar upp 4 l = 62-64-66-66-66-72 l. Setjið 1 nýtt prjónamerki 4 l inn frá hvorri hlið (= 4 l á framstykki í hvorri hlið, alls 4 prjónamerki í stykkinu). UMFERÐ 4: Prjónið 6 l sl, (1. prjónamerki er staðsett á eftir 4 fyrstu l), endurtakið frá *-* frá 2. umf, prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan síðasta prjónamerki, aukið út um 1 l, prjónið 6 l sl (síðasta prjónamerki er staðsett á undan 4 síðustu l)= 6 l fleiri. Fitjið upp 4 l = 72-74-76-76-76-82 l á prjóni. UMFERÐ 5: Prjónið allar l br, í lok umf eru fitjaðar upp 4 l = 76-78-80-80-80-86 l (= 8 l á framstykki í hvorri hlið). UMFERÐ 6: Prjónið 10 l sl, (1. prjónamerki er staðsett á eftir 8 fyrstu l), endurtakið frá *-* frá 2. umf, prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan síðasta prjónamerki, aukið út um 1 l, prjónið 10 l sl = 6 l fleiri (síðasta prjónamerki er staðsett á undan 8 síðustu l). Fitjið upp 11-12-13-13-15-18 l = 93-96-99-101-110 l á prjóni. UMFERÐ 7: Prjónið br, í lok umf eru fitjaðar upp 11-12-13-13-15-18 l = 104-108-112-112-116-128 l á prjóni (= 19-20-21-21-23-26 l á framstykki í hvorri hlið, 38-40-42-42-46-51 l á bakstykki og 14-14-14-14-12-12 l á hvorri ermi). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú stykkið í hring þannig: UMFERÐ 1: * Prjónið sl þar til 2 l eru eftir á undan næsta prjónamerki, aukið út um 1 l, prjónið 4 sl l (prjónamerkið er staðsett á milli þessa l), aukið út um 1 l *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 sinnum), prjónið þær l sem eftir eru slétt = 8 fleiri l. UMFERÐ 2: Prjónið slétt. Aukið nú út um 8 l í umf á sama hátt – þ.e.a.s. aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki – í annarri hverri umf 10-11-12-17-20-21 sinnum til viðbótar (= alls 11-12-13-18-21-22 útaukningar á framstykki), síðan í 4. hverri umf alls 3-3-3-1-0-0 sinnum. Þegar útaukningu er lokin eru 216-228-240-264-284-304 l á prjóni (= 66-70-74-80-88-96 l á framstykki og á bakstykki, 42-44-46-52-54-56 l á hvorri ermi). ATH! Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju á framstykki (merkir framstykki sem hefur styttri búklengd). FRAM- OG BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað í hring. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 66-70-74-80-88-96 l á framstykki, * setjið næstu 42-44-46-52-54-56 l (= ermi) á þráð. Fitjið upp 6-8-10-12-14-16 l fyrir handveg *, prjónið næstu 66-70-74-80-88-96 l á bakstykki, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar = 144-156-168-184-204-224 l á prjóni. Prjónið nú sléttprjón yfir allar l. Þegar stykkið mælist 57-59-60-62-64-66 cm alls á hæðina (mælt á bakstykki) skiptið yfir á hringprjóna nr 5. prjónið 1 umf br, 1 umf sl, 1 umf br og fellið af með sl í næstu umf. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna nr 5,5. Fitjið upp 3-4-5-6-7-8 l á sokkaprjóna með litnum appelsínugulur, prjónið upp 42-44-46-52-54-56 l af þræði frá annarri erminni. Fitjið upp 3-4-5-6-7-8 l á sokkaprjóna = 48-52-56-64-68-72 l alls (= 6-8-10-12-14-16 l fyrir handveg). Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja undir ermi). ATH: Stykkið er nú mælt héðan. Prjónið nú sléttprjón hringinn í 3 cm. Í næstu umf er fækkað um 1 l – LESIÐ ÚRTAKA – hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið úrtöku með 5½-5-4-2½-2½-2 cm millibili 6-7-8-12-13-14 sinnum til viðbótar (alls 7-8-9-13-14-15 sinnum) = 34-36-38-38-40-42 l. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 41-40-40-39-39-38 cm. Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 5, prjónið sl – JAFNFRAMT er aukið út um 10-8-10-10-12-10 l jafnt yfir í umf = 44-44-48-48-52-52 l. Prjónið nú stroff þannig: * Prjónið 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* umf hringinn. Þegar stroffið mælist 5 cm, fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br, ermin mælist ca 46-45-45-44-44-43 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðara axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan. Byrjið við miðju að framan og takið upp frá réttu ca 90-110 l á hringprjóna nr 5,5 í kringum hálsmál. Prjónið að auki upp 1 lykkju til viðbótar í hvora af fyrstu 2 lykkjum sem voru prjónaðar upp. Með þessu kemur kanturinn við hálsmálið að skarast og opið við miðju að framan verður fallegra. Snúið við og prjónið sl til baka frá röngu. Snúið við og prjónið 2 fyrstu l slétt saman frá réttu, prjónið sl út umf. Snúið við og prjónið 2 fyrstu l br saman, prjónið br út umf. Snúið við og prjónið 2 fyrstu l slétt saman, 1 l sl, * 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 3 l sl. Snúið við og prjónið allar l og uppsláttinn slétt frá röngu. Fellið af með sl frá réttu. Hálsmálið mælist ca 3 cm. SNÚRA: Klippið 2 þræði ca 3 metra. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá tvinnar hún sig aftur saman. Hnýtið hnút í hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum gataumferðirnar. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-937
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.