ANAIS Daniella 066609690 skrifaði:
Très beau, raffiné, j'aime beaucoup
19.12.2012 - 22:36
Isabelle skrifaði:
Raffiné !
19.12.2012 - 21:57
Corrie skrifaði:
Heel erg mooi
19.12.2012 - 21:12
Marianne skrifaði:
Rigtig sød
19.12.2012 - 16:44
Anita skrifaði:
Mooi vestje om in alle zomerkleuren te hebben.
19.12.2012 - 08:05
Anne-françoise skrifaði:
Jolie veste
17.12.2012 - 16:58
Babette Godey skrifaði:
C'est le petit gilet que l'on aime porter.
16.12.2012 - 23:40
Lecoq skrifaði:
Une pièce noblez tant par la couleur que la forme et/ou le point!
16.12.2012 - 21:34
Schwarz,Ellen skrifaði:
Sehr gut gelungener Schnitt und tolle Farbe und Muster
16.12.2012 - 18:00
Bolé Marie-Berthe skrifaði:
Petite veste ajourée, légère et jolie pleine de fraîcheur pourrait se nommer : "rosier Anglais"
16.12.2012 - 12:41
Cutie#cutiecardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð ermalaus peysa úr DROPS Vivaldi með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 147-12 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 29 og 35 cm STÆRÐ M: 31 og 37 cm STÆRÐ L: 32 og 39 cm STÆRÐ XL: 32 og 39 cm STÆRÐ XXL: 33 og 41 cm STÆRÐ XXXL: 35 og 43 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Leggið hringprjóna nr 4 og 5 saman. Fitjið upp 54-58-64-70-78-86 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) yfir báða hringprjónana með Vivaldi. Dragið hringprjóninn nr 4 frá og prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, á hringprjóna nr 5 (þetta er gert til þess að uppfitjunarkanturinn verði ekki of stífur). Í næstu umf á eftir garðaprjóni (= rétta) prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar í lok hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 2 l 3-3-3-3-4-5 sinnum, 4 l 2-2-2-2-1-0 sinnum og síðan 10-8-8-6-6-6 l 1 sinnum = 102-102-108-110-114-118 l í umf – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með mynstur eins og áður, en síðustu 5 l í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur á ermar). Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm – passið uppá að næsta umf er prjónuð frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út í 1. umf (= rétta) 46-50-50-52-52-54 l jafnt yfir = 148-152-158-162-166-172 l. Þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm eru felldar af miðju 34-34-36-36-38-38 l fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af 2 l í næstu umf frá hálsi = 55-57-59-61-62-65 l eftir á öxl. Fellið laust af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Leggið hringprjóna nr 4 og 5 saman og fitjið upp 34-36-40-42-46-52 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkja í hlið) yfir báða hringprjónana. Dragið hringprjón nr 4 frá og prjónið 4 umf garðaprjón á hringprjón nr 5 (1. umf = rétta). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynstur A.2 (= 16 l), prjónið nú mynstur eftir A.1 þar til 1 l er eftir á prjóni, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok hverrar umf í hlið, eins og á bakstykki = 58-58-62-62-64-68 l – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með mynstur eins og áður, en síðustu 5 l í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur á ermum). Munið eftir HNAPPAGAT i kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í fyrstu umf frá réttu eftir síðasta hnappagatið eru fyrstu 11-11-11-11-13-15 l í byrjun umf settar á þráð fyrir hálsmáli (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn). Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 38-38-42-42-42-44 l eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni við hálsmál og 5 l garðaprjón við handveg. Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út um 17-19-17-19-20-22 l jafnt yfir í 1. umf = 55-57-59-61-62-66 l. Fellið laust af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið 4 umf garðaprjón á sama hátt og hægra framstykki. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 21 l er eftir, prjónið A.3 (= 16 l) og endið á 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. ATH: Fellið ekki af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki, þ.e.a.s. setjið lykkjur á þráð fyrir hálsmáli þegar stykkið mælist 36-38-40-40-42-44 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma innan við affellingarkantinn. Saumið sauma undir ermi og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 105-115 l í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan), á hringprjóna nr 4 með Vivaldi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og 1 umf slétt frá réttu. Fellið laust af með sl frá röngu. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cutiecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.