Brigitte skrifaði:
Bonjour, peut-on recevoir les explications en français ? Merci pour votre réponse, cordialement.
12.08.2023 - 16:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, vous pouvez volontiers modifier la langue de tous nos modèles, ils sont tous disponibles en français: cliquez sur le menu déroulant sous la photo et choisissez "français". Bon tricot!
14.08.2023 - 09:13
Sigrid Majchrzak skrifaði:
Hallo, ich möchte gerne Cutie Stricken. Mein Problem ist das ich keine Wolle oder Alpaka Mohair usw. vertrage. Es geht nur Baumwolle. Können Sie mir helfen. Vielen Dank und bleiben Sie gesund Sigrid Majchrzak
17.01.2022 - 11:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Majchrzak, Vivaldi war Garngruppe C; Sie können dann eine Baumwolle von dieser Gruppe benutzen oder 2 Garne der Gruppe A - hier lesen Sie mehr; bitte nur beachten, daß das Ergbenis etwas unterschiedlich aussehen wird, da die beide Garne unsterschiedlich sind. Viel Spaß beim stricken!
17.01.2022 - 15:23
Beena Dahal skrifaði:
Do you have a video for this pattern pls 😀
26.12.2020 - 06:03DROPS Design svaraði:
Dear Beena. This pattern doesn’t have a step by step video. You can see below the pattern videos that may help you while making this piece. Happy knitting!
02.01.2021 - 18:07
Roberta skrifaði:
I would like to make this in a light cotton or synthetic yarn for summer rather than a wool mohair type yarn. Since it calls for a "c" weight yarn, it looks like it would not look lacy in the alternatives since they are thicker yarns. What yarn would you recommend? Thanks.
14.05.2016 - 18:13DROPS Design svaraði:
Dear Roberta, for any further personnal assistance choosing an alternative you are welcome to contact your DROPS Store even per telephone or per mail, they will provide you individual assistance. Happy knitting!
17.05.2016 - 09:19
Catherine skrifaði:
Bonjour, A quelle hauteur faut-il commencer les diminutions pour l'encolure de devant ? cordialement Catherine
31.10.2013 - 17:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, au 1er rang sur l'end après la dernière boutonnière, vous mettez en attente pour l'encolure les 11-15 premières m (cf taille) et rabattez ensuite 3x 2 m et 3x 1 m pour l'encolure. Bon tricot!
31.10.2013 - 17:59Vee skrifaði:
Cutie by DROPS Design Knitted DROPS jacket with lace pattern in ”Vivaldi”. Size: S - XXXL.Materials: DROPS VIVALDI from Garnstudio 100-100-100-100-150-150 g It says i only need 150 gms for the large size.this can't be right
01.08.2013 - 01:40DROPS Design svaraði:
Dear Vee, on the basis of the indicated tension, you should need 150 g Vivaldi in largest size, DROPS Vivaldi is 50 g/280 m approx. Happy knitting!
01.08.2013 - 10:20Nashwa Ahmed skrifaði:
I am sorry but diagram A.1 is only 8 sts not 13 i can't figure it out
23.06.2013 - 12:07DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Nasha Ahmed, A.1 can be repeated on how many sts you'll need, you just need an even number of sts to cast on, eg 14 sts + 1 edge st each side. Happy knitting!
24.06.2013 - 09:15Nashwa Ahmed skrifaði:
How to check gauge for this pattern ?
21.06.2013 - 18:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Nasha Ahmed, you have to work a swatch in A.1 and then get 13 sts = 10 cm in width + 1 time diagrams A.2/A.3 should be 10 cm in width. Happy knitting!
22.06.2013 - 09:47
Delattre skrifaði:
Je ne comprends pas l'explication du devant droit. Commence-t-on les boutonnières directement après les augmentations de la manche? Si oui, combien de mailles et comment?
17.06.2013 - 10:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Delattre, toutes les indications pour les boutonnières figurent au début des explications, ainsi la 1ère se situe entre 29 et 35 cm en fonction de la taille choisie. Bon tricot!
17.06.2013 - 10:40Francesca skrifaði:
I am working the back and have reached the sleeve increases but I find that both sides are sloped - in opposite directions. Is this right and to be remedied when I block the piece or have a made some kind of mistake?
12.06.2013 - 01:26DROPS Design svaraði:
Dear Francesca, maybe some yos have been missed or added after casting on for sleeves ? It is very easy to go wrong with yo when increasing at the same time. Make sure you have always the same amount of 2 tog and yo + inc and keep no of sts right. Happy knitting!
13.06.2013 - 08:49
Cutie#cutiecardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð ermalaus peysa úr DROPS Vivaldi með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 147-12 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 29 og 35 cm STÆRÐ M: 31 og 37 cm STÆRÐ L: 32 og 39 cm STÆRÐ XL: 32 og 39 cm STÆRÐ XXL: 33 og 41 cm STÆRÐ XXXL: 35 og 43 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Leggið hringprjóna nr 4 og 5 saman. Fitjið upp 54-58-64-70-78-86 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) yfir báða hringprjónana með Vivaldi. Dragið hringprjóninn nr 4 frá og prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, á hringprjóna nr 5 (þetta er gert til þess að uppfitjunarkanturinn verði ekki of stífur). Í næstu umf á eftir garðaprjóni (= rétta) prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar í lok hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 2 l 3-3-3-3-4-5 sinnum, 4 l 2-2-2-2-1-0 sinnum og síðan 10-8-8-6-6-6 l 1 sinnum = 102-102-108-110-114-118 l í umf – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með mynstur eins og áður, en síðustu 5 l í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur á ermar). Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm – passið uppá að næsta umf er prjónuð frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út í 1. umf (= rétta) 46-50-50-52-52-54 l jafnt yfir = 148-152-158-162-166-172 l. Þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm eru felldar af miðju 34-34-36-36-38-38 l fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af 2 l í næstu umf frá hálsi = 55-57-59-61-62-65 l eftir á öxl. Fellið laust af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Leggið hringprjóna nr 4 og 5 saman og fitjið upp 34-36-40-42-46-52 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkja í hlið) yfir báða hringprjónana. Dragið hringprjón nr 4 frá og prjónið 4 umf garðaprjón á hringprjón nr 5 (1. umf = rétta). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynstur A.2 (= 16 l), prjónið nú mynstur eftir A.1 þar til 1 l er eftir á prjóni, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok hverrar umf í hlið, eins og á bakstykki = 58-58-62-62-64-68 l – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með mynstur eins og áður, en síðustu 5 l í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur á ermum). Munið eftir HNAPPAGAT i kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í fyrstu umf frá réttu eftir síðasta hnappagatið eru fyrstu 11-11-11-11-13-15 l í byrjun umf settar á þráð fyrir hálsmáli (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn). Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 38-38-42-42-42-44 l eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni við hálsmál og 5 l garðaprjón við handveg. Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út um 17-19-17-19-20-22 l jafnt yfir í 1. umf = 55-57-59-61-62-66 l. Fellið laust af þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið 4 umf garðaprjón á sama hátt og hægra framstykki. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 21 l er eftir, prjónið A.3 (= 16 l) og endið á 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. ATH: Fellið ekki af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki, þ.e.a.s. setjið lykkjur á þráð fyrir hálsmáli þegar stykkið mælist 36-38-40-40-42-44 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma innan við affellingarkantinn. Saumið sauma undir ermi og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 105-115 l í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan), á hringprjóna nr 4 með Vivaldi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og 1 umf slétt frá réttu. Fellið laust af með sl frá röngu. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cutiecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.