Mathieu skrifaði:
Que signifie: trempé,étiré et bloqué. salutations Dominique Mathieu
25.03.2013 - 09:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Mathieu, cela signifie quand le châle a été mis en forme "bloqué" selon les instructions figurant sous "assemblage". Bon tricot !
25.03.2013 - 12:10
Marion Kemper skrifaði:
Hallo, mir fehlen in der Anleitung die Diagramme. Werden diese noch nachgeliefert? Vielen Dank für die schönen Inspirationen Marion Kemper
05.02.2013 - 14:49DROPS Design svaraði:
Danke für den Hinweis, jetzt sollte alles stimmen!
05.02.2013 - 15:07
Benedikta skrifaði:
Flott sjal. Hlakka til að sjá uppskriftina.
27.01.2013 - 12:40
R.Jeßberger skrifaði:
Namensvorschlag:Windhauch
05.01.2013 - 16:48
Biggi skrifaði:
Ein wunderschönes Tuch. Ich als "Tücherbesessene" würde es gerne nacharbeiten.
01.01.2013 - 18:25
LIll Turid Østli skrifaði:
Ett nydelig sjal, ønsker meg flere oppskrifter på sjal i kunststrikk og duker i kunststrikk. Dette er en gammel teknik som er på vei tilbake :) . Takk for en kjempe fin side, og gratis oppskrifter. Her kan vi strikke elskere drømme oss bort i timesvis.
31.12.2012 - 00:03
R.Jeßberger skrifaði:
Da freue ich mich aufs Nacharbeiten
28.12.2012 - 22:09
Laetitia skrifaði:
Tant de délicatesse, un bonheur à contempler
28.12.2012 - 20:44
Francesca skrifaði:
Questo lo chiamerei nuvola è bellissimo
27.12.2012 - 18:07
Lucy skrifaði:
Ein Traum
27.12.2012 - 11:17
Lisa#lisashawl |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Lace með gatamynstri
DROPS 146-15 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í hverri umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A. 7. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar lykkjur. SJAL: Fitjið upp 7 l á hringprjóna nr 3,5 með Lace. Setjið 1 prjónamerki í 4. l og látið það fylgja með stykkinu (= miðjulykkja, merkir miðju að aftan á sjalinu). Prjónið nú (1. umf = rétta) þannig: Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, mynstur A.1 og 3 l garðaprjón. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður brugðið, svo að það myndist gat = 9 l. Haldið áfram að prjóna eftir mynstri A.1 með 3 l garðaprjón í hvorri hlið, þegar mynstur A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 37 l á prjóni. Nú er prjónað áfram þannig: Prjónið 3 l garðaprjón, mynstur A.2/A.3/A.4 og 1 l slétt (= miðjulykkja), mynstur A.2/A.3/A.4 og 3 l garðaprjón. Þegar mynstur hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (= 85 l) er það endurtekið frá byrjun, nú er pláss fyrir 3 mynstureiningar af A.3 á milli A.2 og A.4. Prjónið mynstur alls 4 sinnum á hæðina, í hvert skipti sem byrjað er frá byrjun er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.3 á milli A.2 og A.4. Þegar mynstur hefur verið prjónað 4 sinnum á hæðina eru = 229 l á prjóni. Stykkið mælist nú ca 37 cm, mælt í prjónastefnu frá uppfitjunarkanti að prjóni. Prjónið nú áfram þannig: Prjónið 3 l garðaprjón, A.5, A.6 yfir næstu 108 l, prjónið þar til 2 l eru eftir á undan miðjulykkja, prjónið A.7, 1 l slétt (miðjulykkja), A.5, A.6 yfir næstu 108 l þar til 5 l eru eftir, prjónið A.7 og 3 l garðaprjón. Haldið áfram að prjóna eftir A.5/A.6/A.7 þar til mynstrið hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina. Fyrir hvert skipti sem A.5/A.6/A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar af A.6 á milli A.5 og A.7 hvoru megin við miðju-l JAFNFRAMT í síðustu umf á síðustu mynstureiningunni (= ranga) er aukið út um 8 l jafnt yfir með því að prjóna 2 l í 1 l = 301 l. Stykkið mælist ca 48 cm, mælt í prjónastefnu. Prjónið nú áfram þannig: Prjónið 3 l garðaprjón, A.2, A.3 yfir næstu 144 l, nú eru eftir 2 l á undan miðju-l prjónið A.4, 1 l slétt (= miðjulykkja), A.2, A.3 yfir næstu 144 l, nú eru 5 l eftir og prjónið A.4 og 3 l garðaprjón. Haldið áfram að prjóna eftir mynstri A.2/A.3/A.4 þar til mynstrið hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina = 349 l. Í næstu umf frá réttu er fellt laust af svona – ATH: Mjög mikilvægt er að fella mjög LAUST af, annars er ekki hægt að strekkja sjalið til að það verði oddlaga: Fellið af 3 kantlykkjur (dragið aðeins í l á meðan prjónað er og fellið af svo að þær verði lausar), * sláið 1 sinni mjög laust uppá hægri prjón, fellið uppsláttinn af, fellið af 2 l (dragið aðeins í l á meðan prjónað er og fellt af svo að þær verði lausar) *, endurtakið frá *-* út umf. STREKKING: Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið varlega vatnið úr sjalinu – það má ekki vinda það. Sjalinu er nú rúllað inn í handklæði og pressað til þess að ná enn meira vatni úr sjalinu – sjalið á nú að vera aðeins rakt. Leggið sjalið á mottu eða dýnu – dragið það varlega út í rétta stærð í fínan þríhyrning og notið nálar til þess að festa það með. ATH: Fyrsta nálin fer í ystu líá hvorri hlið á sjalinu, meðfram báðum aflíðandi hliðunum er sett 1 nál í miðjuna á hverri mynstureiningu og 1 nál í miðjulykkju (= neðst niðri í horninu á sjalinu), dragið aðeins í þegar nálin er sett svo að kanturinn verði oddlaga. Látið sjalið þorna svona. Endurtakið þetta í hvert sinn sem sjalið er þvegið. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lisashawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.