Sylvie skrifaði:
Tolles Kombistück für ein Kleid
23.12.2012 - 11:20
Ines skrifaði:
Meraviglioso! Non vedo l'ora di vedere il modello per realizzarlo!!
20.12.2012 - 14:48
Isabelle skrifaði:
Un boléro bien pratique qui couvre bien les bras avec ses manches longues et un joli point dentelle !
19.12.2012 - 21:35
Regina skrifaði:
Wunderschön mit weißer Bluse und Jeans; sehr edel!
19.12.2012 - 07:36
Sousou skrifaði:
Je vote
18.12.2012 - 13:05
Ela skrifaði:
Dit is nou eens echt een leuke bolero!
17.12.2012 - 23:50Leticia Flores skrifaði:
Delicada y sútil
17.12.2012 - 23:02
Brit skrifaði:
Ganz toll für den Sommer
17.12.2012 - 11:53
Silja Cardel skrifaði:
Sødt mønster. Kan godt lide at den har lange ærmer og at den går ned til taljen i stedet for at slutte højere oppe som mange gør.
17.12.2012 - 01:59
G.hutten skrifaði:
Mooi patroon
16.12.2012 - 13:27
Romantic#romanticbolero |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður bolero úr DROPS BabyAlpaca Silk prjónaður frá hlið með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 146-3 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BOLERO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í 2 hlutum og er saumað saman við miðju að aftan. Síðan er prjónaður upp kantur með stroffprjóni í kringum op á bolero. HÆGRI HLIÐ: Fitjið upp 110-110-110-119-119-119 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk – prjónið fram og til baka. Prjónið 1 umf brugðið frá röngu. Prjónið nú stroff (= 1 l sl, 2 l br) með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓNI – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stroffið mælist 4 cm er fækkað í næstu umf frá réttu, allar 2 l br verða 1 l br = 74-74-74-80-80-80 l. Skiptið yfir á prjóna nr 3 og prjónið 1 umf brugðið frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 24-24-22-26-23-23 l jafnt yfir = 50-50-52-54-57-57 l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 2-2-3-4-0-0 l sléttprjón, prjónið mynstur eftir A.1 þar til eftir eru 3-3-4-5-1-1 l, endið á 2-2-3-4-0-0 l sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-8-9-9-11 cm aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 9-7-7-6-6-5 umf millibili, 12-14-15-16-16-18 sinnum til viðbótar = 76-80-84-88-91-95 l – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur, þær l sem ekki ganga upp í mynstur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 43 cm í öllum stærðum er sett 1 prjónamerki í hvorri hlið – héðan er nú mælt! Fellið nú af í annarri hliðinni á stykkinu (= framstykki) JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l í hinni hliðinni á stykkinu (= við bakstykki) þannig: FRAMSTYKKI: Fellið af í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í byrjun hverrar umf frá réttu): Fellið af 4 l 3 sinnum, 3 l 2 sinnum, 2 l 4-4-5-6-7-8 sinnum og 1 l 6-8-8-9-7-7 sinnum, fellið nú af í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í byrjun á annarri hverri umf frá réttu): Fellið af 1 l 6-6-6-5-7-7 sinnum. BAKSTYKKI: Fitjið upp nýjar l í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í lok hverrar umf frá réttu): Fellið af 2 l 4-5-6-6-7-7 sinnum og 1 l 8-8-8-10-11-13 sinnum, síðan í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í lok annarrar hverrar umf frá réttu): Fellið af 1 l 2 sinnum. Eftir úrtöku og útaukningu eru 56-60-64-68-72-76 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm eru settar 9 l alls 5 sinnum á þráð neðst niðri á bakstykki og upp við hnakka í annarri hverri umf (þ.e.a.s í byrjun hverrar umf frá röngu – l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráð) = 11-15-19-23-27-31 l eftir á prjóni. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og setjið til baka allar l frá þræði á prjóninn jafnframt er umf prjónuðu út frá réttu = 56-60-64-68-72-76 l. Prjónið 1 umf brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 12-12-12-14-14-16 l jafnt yfir = 68-72-76-82-86-92 l. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l og fellið af. Jakkinn hefur nú verið prjónaður að miðju baki, þ.e.a.s. hálfa leið. VINSTRI HLIÐ: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægri hlið, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. að fellt er af á framstykki í byrjun umf frá röngu (í stað frá réttu). Fitjaðar eru upp nýjar l við bakstykki í lok umf frá röngu (í stað frá réttu) og lykkjur eru settar á þráð á bakstykki í byrjun hverrar umf frá réttu (í stað frá röngu). FRÁGANGUR: Saumið stykkin tvö saman fyrir miðju að aftan. Saumið ermasauma innan við 1 kantlykkju upp að prjónamerki. Prjónið upp l meðfram opi á jakkanum – þ.e.a.s. upp meðfram hægra framstykki, aftan við hnakka, niður meðfram vinstra framstykki og síðan meðfram bakstykki þannig: Prjónið upp frá réttu ca 250-330 l á hringprjóna nr 2,5 og prjónið í hring þannig: Prjónið 1 umf brugðið, prjónið nú 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir að 279-288-297-315-333-351 l. Prjónið nú stroff (= 1 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 2 cm er aukið út þriðja hver br mynstureining að 3 l br = 310-320-330-350-370-390 l. Endurtakið útaukningu þegar kanturinn mælist 6 og 9 cm, en færið til útaukninguna þannig að næsta br mynstureining eykst í 3 l br = 372-384-396-420-444-468 l. Eftir síðustu umf með útaukningu er 1 l sl, 3 l br allan hringinn. Fellið nú laust af með sl yfir sl og br yfir br – ATH: Til þess að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 8. hverja eða 12. hverja lykkju, uppslátturinn er felldur af eins og lykkja. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #romanticbolero eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.