Susanne skrifaði:
I plan to make the A3 sock, however, the design repeat is 8 stitches and the number of stitches on the needles (cast on number minus the decreases to get the design area) is not divisible by 8. How does the design match up if I'm working on 56 stitches with an 8 stitch repeat?
19.03.2017 - 21:28DROPS Design svaraði:
Dear Suzanne, working A.3 on 56 sts, you will repeat A.3 a total of 7 times in width: 8 sts x 7 = 56 sts. Happy knitting!
20.03.2017 - 10:07
Susan skrifaði:
Which is sock 1,2,3 or 4? It's not left to right in the photos since sock 1 directions call for more grey yarn than red, and that sock is mostly red. I'm looking to make the sock on the left in the first photo (mostly red with the design just on the top) thanks.
24.06.2016 - 16:36DROPS Design svaraði:
Dear Susan, you will find details for each socks under written pattern, ie "SOCK 1 (gray with dots)", "SOCK 2 (wine red and off white stripes)" etc. Happy knitting!
24.06.2016 - 17:18Sam skrifaði:
Is the yarn requirement per sock, or per pair of socks?
29.10.2014 - 17:59DROPS Design svaraði:
Dear Sam, yarn requirement to each sock is for a pair in each of the colours. Happy knitting!
30.10.2014 - 09:43Tammy skrifaði:
I'm doing sock 3 and I'm confused about the part where it says "Insert marker". It's so vague. Insert it where? For what purpose? If I was using circular needles I'd understand the need for it, but if I put it on DPN's it just falls off the end. Is it mean to go on a stitch to mark a certain spot on the sock rather than on the needle to mark a spot in the stitches?
27.12.2013 - 23:08DROPS Design svaraði:
Dear Tammy, you insert a marker on row after decrease for heel, and you then measure from marker to check length for foot. Happy knitting!
30.12.2013 - 15:18
Twinkle Toes#twinkletoessocks |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaðir sokkar fyrir börn og fullorðna úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri. Stærð 22 - 43. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-865 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1 til A-4. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið lykkjum á undan merki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (6-6-6-7-7) 8-9-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (6-6-6-7-7) 8-9-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (5-5-5-6-6) 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (5-5-5-6-6) 7-8-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til (8-10-10-10-10) 10-10-12 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Allir sokkarnir eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR 1 (grár með doppum): Fitjið upp (40-44-44-48-48) 52-56-60 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum vínrauður DROPS Karisma. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff = 2 l br, 2 l sl. Prjónið stroff í (3-3-3-3-3) 4-4-4 cm, skiptið nú yfir í litinn ljós grár og prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = (36-40-40-40-44-44) 48-52-56 l. Prjónið nú mynstur A-1. Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-13 (14-15-15) cm er haldið eftir fyrstu (18-20-20-22-22) 24-26-28 l á prjóni fyrir hæl og þær l sem eftir eru (18-20-20-22-22) 24-26-28 l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum vínrauður í (4-4½-4½-5-5) 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp (9-9-10-10-10) 10-11-11 l hvoru megin við hæl með litnum ljós grár og (18-20-20-22-22) 24-26-28 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = (44-48-50-52-52) 54-58-62 l. Prjónið áfram í sléttprjóni hringinn og A-1 – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti sléttar saman og síðustu 2 lykkjur á undan (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 3 sinnum til viðbótar = (36-40-42-44-44) 46-50-54 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (10-11-13-14-16) 18-20-22 cm frá merki á hæl (= ca (3-4-4-4-4) 4-4-5 cm að loka máli). Nú er sett 1 merki í hvora hlið þannig að það verða (18-20-21-22-22) 23-25-27 l bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni með litnum vínrauður – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merki fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (2-3-3-2-2) 3-3-4 sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf alls (2-2-2-4-4) 5-6-6 sinnum = (16-16-18-16-16) 10-10-10 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum l sem eftir eru, herðið að og festið vel. SOKKUR 2 (vínrauður/natur með röndum): Fitjið upp (40-44-44-48-48) 52-56-60 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum ljós grár DROPS Karisma. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff = 2 l br, 2 l sl. Prjónið stroff í (3-3-3-3-3) 4-4-4 cm, prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = (36-40-40-40-44-44) 48-52-56 l. Prjónið nú mynstur A-2. Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-13 (14-15-15) cm (endið með 3 umf með litnum vínrauður), haldið eftir fyrstu (18-20-20-22-22) 24-26-28 l á prjóni fyrir hæl og þær l sem eftir eru (18-20-20-22-22) 24-26-28 l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum ljós grár í (4-4½-4½-5-5) 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp (9-9-10-10-10) 10-11-11 l með litnum natur hvoru megin við hæl og (18-20-20-22-22) 24-26-28 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = (44-48-50-52-52) 54-58-62 l. Prjónið áfram í sléttprjóni hringinn og A-2 – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti sléttar saman og síðustu 2 lykkjur á undan (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 3 sinnum til viðbótar = (36-40-42-44-44) 46-50-54 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (10-11-13-14-16) 18-20-22 cm frá merki á hæl (= ca (3-4-4-4-4) 4-4-5 cm að loka máli). Nú er sett 1 merki í hvora hlið þannig að það verða (18-20-21-22-22) 23-25-27 l bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjón með litnum ljós grár – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (2-3-3-2-2) 3-3-4 sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf alls (2-2-2-4-4) 5-6-6 sinnum = (16-16-18-16-16) 10-10-10 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum l sem eftir eru, herðið að og festið vel. SOKKUR 3 (vínrauður með mynstri á leggnum): Fitjið upp (40-44-44-48-48) 52-56-60 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum natur DROPS Karisma. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff = 2 l br, 2 l sl. Prjónið stroff í (3-3-3-3-3) 4-4-4 cm, prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = (36-40-40-40-44-44) 48-52-56 l. Prjónið nú mynstur A-3. Þegar A-3 hefur verið prjónað er sokkurinn prjónaður til loka með litnum vínrauður. Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-13 (14-15-15) cm, haldið eftir fyrstu (18-20-20-22-22) 24-26-28 l á prjóni fyrir hæl og þær l sem eftir eru (18-20-20-22-22) 24-26-28 l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í (4-4½-4½-5-5) 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp (9-9-10-10-10) 10-11-11 l hvoru megin við hæl og (18-20-20-22-22) 24-26-28 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = (44-48-50-52-52) 54-58-62 l. Prjónið áfram í sléttprjóni hringinn – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti sléttar saman og síðustu 2 lykkjur á undan (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 3 sinnum til viðbótar = (36-40-42-44-44) 46-50-54 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (10-11-13-14-16) 18-20-22 cm frá merki á hæl (= ca (3-4-4-4-4) 4-4-5 cm að loka máli). Nú er sett 1 merki í hvora hlið þannig að það verða (18-20-21-22-22) 23-25-27 l bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjón – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merki fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (2-3-3-2-2) 3-3-4 sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf alls (2-2-2-4-4) 5-6-6 sinnum = (16-16-18-16-16) 10-10-10 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum l sem eftir eru, herðið að og festið vel. SOKKUR 4 (grár með mynstri á leggnum): Fitjið upp (40-44-44-48-48) 52-56-60 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum vínrauður DROPS Karisma. Prjónið 1 umf slétt, haldið áfram með stroff = 2 l br, 2 l sl. Prjónið stroff í (3-3-3-3-3) 4-4-4 cm, prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = (36-40-40-40-44-44) 48-52-56 l. Prjónið nú mynstur A-4. Þegar A-4 hefur verið prjónað er haldið áfram með litnum ljós grár, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til (36-40-40-44-44) 48-52-56 l. Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-13 (14-15-15) cm, haldið eftir fyrstu (18-20-20-22-22) 24-26-28 l á prjóni fyrir hæl og þær l sem eftir eru (18-20-20-22-22) 24-26-28 l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum vínrauður í (4-4½-4½-5-5) 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp (9-9-10-10-10) 10-11-11 l hvoru megin við hæl með liltnum ljós grár og þær (18-20-20-22-22) 24-26-28 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = (44-48-50-52-52) 54-58-62 l. Prjónið áfram í sléttprjóni hringinn með litnum ljós grár – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti slétt saman og síðustu 2 lykkjur á undan (18-20-20-22-22) 24-26-28 l ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 3 sinnum til viðbótar = (36-40-42-44-44) 46-50-54 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist (10-11-13-14-16) 18-20-22 cm frá merki á hæl (= ca (3-4-4-4-4) 4-4-5 cm að loka máli). Nú er sett 1 merki í hvora hlið þannig að það verða (18-20-21-22-22) 23-25-27 l bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjón – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (2-3-3-2-2) 3-3-4 sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf alls (2-2-2-4-4) 5-6-6 sinnum = (16-16-18-16-16) 10-10-10 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum l sem eftir eru, herðið að og festið vel. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #twinkletoessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-865
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.