Sandra skrifaði:
I don't understand what to do on the front when we get to this point..."while at the same time on 1st row casting/binding off the middle 4 sts for neck and finish each shoulder separately" I don't understand the casting/binding part. Please help!!
08.02.2012 - 04:24Drops Design skrifaði:
Sandra, For Large you start at the arrow on chart M.3, and work pattern over 116 sts (+ 1 edge st in garter each side). M.3 has 18 sts. When starting at arrow for Large you work 13 sts, then the 18 sts 5 times, and then end with 13 sts. The pattern will now have 13 sts each side and is then centered. I.e: K1, 13+18x5+13, K1 = 118 sts.
26.01.2012 - 23:55Sandra skrifaði:
The m-3 pattern does not fit over the large size with 118 stitches.....had to reduce the start of patter from 6 stitches from the end to 4. How does the pattern continue if you start each row from that size indication?
26.01.2012 - 23:42
Nasy skrifaði:
For your information the quantity of yarn for this pattern is wrong.. for size M used needles size 4mm, 700g yarns is not enough... now I have to other more... :(
19.10.2011 - 21:35
DROPS Design NL skrifaði:
Hoi. Ja, u heeft gelijk. Wij werken aan een aanpassing, die zo snel mogelijk wordt geplaatst.
15.09.2011 - 10:52
Tilly Nijholt skrifaði:
Er wordt aangegeven dat M1 24 steken is maar dat klopt niet het zijn er23,dus je komt niet goed uit
15.09.2011 - 10:43
Berit skrifaði:
I diagram M.1 fattas en maska.Det ska vara 24 m på bredden som det också så riktigt står i beskrivningen.
12.09.2011 - 16:44
Sir Lancelot#sirlancelotsweater |
||||||||||
|
|
||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með mynsturáferð og v-hálsmáli úr DROPS Karisma. Stærð S- XXXL
DROPS 135-36 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3 – allar umf í mynsturteikningu sýnir mynstrið séð frá réttu. M.1 = 24 l á breidd, M.2 = 12 l á breidd og M.3 = 18 l á breidd. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 110-122-134-146-158-170 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3 með Karisma. Prjónið stroff (séð frá réttu) þannig: Prjonið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist ca 5 cm (passið uppá að næsta umf er prjónuð frá röngu), skiptið yfir á prjóna nr 4. Prjónið 1 umf brugðið frá röngu jafnframt sem fækkað er um 12 l jafnt yfir = 98-110-122-134-146-158 l. Næsta umf er prjónuð (frá réttu) þannig: STÆRÐ S: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1 og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ M: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 6 l í sléttprjóni, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1, 6 l í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ L: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2 og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ XL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 6 l í sléttprjóni, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2, 6 l í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ XXL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 12 l af M.1 – byrjið í 13. l hægra megin í mynstri, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2 og 12 l af M.1 – byrjið í fyrstu l í mynstri – og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ XXXL: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 18 l af M.1 – byrjið í 7. l hægra megin í mynstri, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2, M.1, M.2 og 18 l af M.1 – byrjið í fyrstu l í mynstri – og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ALLAR STÆRÐIR. Prjónið nú svona þar til stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fellið af 1-2-2-3-4-5 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellt er af í byrjun á 2 næstu umf) = 96-106-118-128-138-148 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm (stillið af eftir 1 hálfa eða 1 heila mynstureiningu af M.1 og M.2 á hæðina), prjónið 2 umf í sléttprjóni, haldið nú áfram með M.3 yfir allar l (nema kantlykkju) – sjá ör í þinni stærð, þetta merkir hvar byrja á í mynstri JAFNFRAMT þegar 4 umf eru eftir af M.3 fellið af miðju 36-38-40-42-44-46 l af fyrir hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af 2 l í næstu umf frá hálsi = 28-32-37-41-45-49 l eftir á öxl. Þegar M.3 er lokið er prjónað ca 1 cm sléttprjón, fellið nú af. Stykkið mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Fellið af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki og prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm. Prjónið nú 2 umf í sléttprjóni – jafnframt í umf 1 eru felldar af miðju 4 l af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið nú mynstur eins og á bakstykki (passið uppá að M.3 verði eins hvoru megin við hálsmál) – JAFNFRAMT er fellt af í hverri umf frá hálsmáli: 2 l 5-6-7-8-9-10 sinnum og síðan 1 l 8-7-6-5-4-3 sinnum = 28-32-37-41-45-49 l eftir á öxl. Fellið af þegar prjónað hefur verið jafn langt og á bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 62 l í öllum stærðum (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3 með Karisma. Prjónið stroff (séð frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist ca 5 cm (passið uppá að næsta umf er prjónuð frá röngu), skiptið yfir á prjóna nr 4. Prjónið 1 umf brugðið frá röngu. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, M.1, M.2, M.1 og 1 kantlykkja í garðaprjóni, haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 9 cm, er aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 9-8-6-5-4-4 umf millibili alls 12-14-16-18-20-21 sinnum – útauknu l eru prjónaðar í sléttprjóni = 86-90-94-98-102-104 l. Þegar stykkið mælist ca 46-46-44-42-40-39 cm (stillið af eftir heila eða hálfa mynstureiningu af M.1 og M.2 á hæðina, útaukning ætti nú að vera lokið), prjónið 2 umf í sléttprjóni, haldið nú áfram með M.3 – byrjið í fyrstu l hægra megin í mynstri (mynstrið kemur ekki til með að ganga upp í lok umf). Eftir M.3 er prjónað (ef það er pláss), sléttprjón þar til stykkið mælist 56-56-54-52-50-49 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 119 til 139 l (deilanlegt með 4 + 3) í kringum hálsmál á hringprjóna nr 3 með Karisma – byrjið við miðju að framan. Prjónið nú fram og til baka frá miðju að framan. Fyrsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 l br, 3 l sl *, endurtakið frá *-* og endið með 1 l br og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br og kantlykkju í garðaprjóni þar til hálsmálið mælist ca 6 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. Leggið kantana yfir hvorn annan við miðju að framan, vinstri hlið yfir hægri, saumið niður bæði frá réttu og frá röngu. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sirlancelotsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 135-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.