Intehinna skrifaði:
Hello. And Bye.
09.08.2012 - 03:59
Coco skrifaði:
Hi,I am working on this sweater now,I have a question about what kind of needdle I should use on the sleeve,because in pattern it says DROPS staright needdle,I do not know it means double point needdle or single point? Cause I knit another sweater it says double point needle for the sleeve,so please tell me what's the right needdle i should use?
30.03.2012 - 00:58DROPS Design svaraði:
As the pattern say, the sleeves are "Worked back and forth on needle". So you can use straight single point needles, or you can work back and forth on circular needles, which ever you prefer. But pattern is not written to be worked in the round on double pointed needles.
30.03.2012 - 23:25
Drops Design skrifaði:
Starting the Pattern in diagram: Not including 20 edge sts in garter st each side (place a marker each side inside 20 sts to make this selection more clear): 1 st row from RS: *K1, P1, K1* repeat *-* and and end with K1, P1, K1, K1. 2nd row from WS: P1, K1, K1, P1, *K2, P1* repeat *-*. Repeat row 1 and 2 with 20 sts in garter each side.
19.11.2011 - 01:08
Mette skrifaði:
Hej Helle, diagrammet findes i trekanten mellem ærme og krop i diagremmet. Det er kin et lille diagram. Held og lykke med projektet.
10.10.2011 - 09:23
Helle Rosenbæk skrifaði:
Jeg skal til at strikke model 135-20, men hvor finder jeg diagrammet? 'Forklaring til diagrammet' er sat sammen med måleskemaet, men selve diagrammet mangler.
10.10.2011 - 06:02
Cantin skrifaði:
Veste assez simple nos hommes vont être content
05.09.2011 - 11:32
Lewis#lewisjacket |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með breiðum kanti að framan og sjalkraga úr DROPS Kid-Silk. Stærð S til XXXL.
DROPS 135-20 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 – mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir 5 hnappagötum frá réttu í vinstri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af fimmtu l frá miðju að framan og fitjið upp 1 nýja l yfir hana í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 14, 22, 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ M: 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 16, 24, 32, 40 og 48 cm. STÆRÐ XL: 17, 25, 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ XXL: 18, 26, 34, 42 og 50 cm. STÆRÐ XXXL: 19, 27, 35, 43 og 51 cm. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkum frá réttu að innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum Á EFTIR 1. l þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum Á UNDAN 1. l þannig: Prjónið 2 l sl saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 176-200-212-227-248-263 l (meðtaldar eru 20 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á prjóna nr 4,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið stroff (séð frá réttu)þannig: Prjónið 20 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 21 l er eftir, prjónið 1 l sl og 20 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br og kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á prjóna nr 5,5. Haldið áfram með M.1 og kantlykkjum í garðaprjóni – M.1 byrjar og endar með 1 l sl (séð frá réttu). Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT í vinstri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm, prjónið næstu umf þannig: Fellið af fyrstu 19 l, setjið 1 prjónamerki (það sýnir hvar byrjað er á að prjóna upp kraga), prjónið 27-33-36-39-45-48 l (= hægra framstykki), fellið af 6 l fyrir handveg, prjónið 72-84-90-99-108-117 l (= bakstykki), fellið af 6 l fyrir handveg og prjónið út umf (= 46-52-55-58-64-67 l á vinstra framstykki). Snúið og fellið af fyrstu 19 l, setjið prjónamerki (prjónamerkið sýnir hvar endað er að prjóna upp kraga), prjónið út umf = 27-33-36-39-45-48 l. Hvort stykkið er nú prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 27-33-36-39-45-48 l. Haldið áfram með M.1 eins og áður og síðasta l við miðju að framan í garðaprjóni. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá réttu: 2 l 0-2-2-3-4-5 sinnum og 1 l 0-2-2-3-4-5 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 49-50-51-52-53-54 cm, er fækkað um 1 l við hálsmál – SJÁ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með 5-5-5-5-3-4 cm millibili alls 3-3-4-3-5-4 sinnum. Eftir allar úrtöku eru 24-24-26-27-28-29 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd. BAKSTYKKI: = 72-84-90-99-108-117 l. Haldið áfram með M.1 jafnframt er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið eins og á framstykki = 72-72-78-81-84-87 l. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, fellið af miðju 22-22-24-25-26-27 l af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í byrjun næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 24-24-26-27-28-29 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 50-53-53-56-56-59 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 4,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið (séð frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á prjóna nr 5,5. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju í hvorri hlið í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10 cm, aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 5-5-3½-3-2½-2½ cm millibili alls 9-9-12-12-15-15 sinnum = 68-71-77-80-86-89 l – úrauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í M.1. Þegar stykkið mælist 53-52-51-50-49-48 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla) fellið af í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 4 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 1-2-4-5-7-8 sinnum. Fellið nú af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 59 cm, að lokum fellið af 3 lykkjur1 sinni í hvorri hlið. Fellið af, stykkið mælist ca 60 cm í öllum stærðum. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. SJALKRAGI: Prjónið upp lykkjur (innan við 1 kantlykkju) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði af hvorri tegund – byrjið við miðju að framan við prjónamerki á hægra framstykki: Prjónið upp ca 40 til 50 l upp að öxl, síðan 26 til 32 l meðfram hnakka, nú 40 til 50 l niður meðfram vinstra framstykki að prjónamerki = 106 til 132 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu JAFNFRAMT sem lykkjufjöldinn er aukinn til 132-138-144-150-156-162 l. Prjónið nú stroff séð frá réttu) þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 l sl og 1 l garðaprjón. Haldið áfram þar til kraginn mælist ca 5 cm. Aukið nú út um 1 l í hverja af miðju 12 br einingunum, séð frá réttu (= aftan við hnakka) = 144-150-156-162-168-174 l. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til kraginn mælist ca 10 cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá röngu. Prjónið 3 umf slétt yfir allar l, fellið nú af með sl frá réttu. Saumið kragann fastan neðst í hvorri hlið við kant að framan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. MEIRI FRÁGANGUR: Saumið ermar í og tölur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lewisjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 135-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.