Lienka skrifaði:
Dobrý deň, chcem sa spýtať ako postupovať v prípade zmeny priadze Karisma na Fabel. Skúšala som prevodník ale tam mi Fabel neukáže. Prípadne koľko očiek by bolo treba nahodiť naviac pre konkrétne veľkosti. Poprosím vás o odpoveď. Ďakujem.
17.07.2023 - 06:27
Minna Jokinen skrifaði:
Hei, teen sukkia isoimmassa koossa ja mielestäni kantapäänohjeessa on väärä määrä silmukoita nostettavaksi kantapään reunasta. Silmukoita pitäisi ohjeen mukaan nostaa 10, vaikka mieleatäni oikea määrä olisi 15 silmukkaa 😊👍
16.12.2022 - 10:03
Grace Ward skrifaði:
Love this pattern!
06.10.2019 - 02:45
Annette skrifaði:
Hei! Jeg strikker disse i størrelse 37/39. Tenker også å strikke i str 32/34. Hva gjør jeg da - siden maskeantallet etter vrangbord uansett blir 48 masker?? Jeg er amatør:)
29.10.2018 - 14:39DROPS Design svaraði:
Hei Annette, Begge størrelsene har samme antall masker til å begynne med, men lengden av skaftet og foten blir forskjellig. God fornøyelse!
30.10.2018 - 07:52
BETTY skrifaði:
I did not see the chart for the Santa. Is there a link?
15.06.2015 - 01:51DROPS Design svaraði:
Dear Betty, you will find the diagram for the Santas at the very bottom of the page (diagram M.1). Happy knitting!
15.06.2015 - 10:48Irina Lapko skrifaði:
Hello, I'm thinking of ordering Karisma yarn for these socks. Just looking at the photo, I see that there is an error in yarn. It should be 100g for light grey and 50g for dark. Regards, Irina
18.09.2013 - 08:02
Anita skrifaði:
Hejsan! Är novis om detta m mönsterstickning, men jag tänkte göra ett försök m dessa. Men när jag ser på mönstret så visas det upponer tycker jag! Tänker jag fel elle?
05.12.2012 - 10:57DROPS Design svaraði:
Du börjar sticka nederst i diagrammet från höger mot vänster. Det är då samma som överst på skaftet och ner mot foten. Se även vår video om mönsterstickning. Lycka till!
05.12.2012 - 14:16
Garnnetto skrifaði:
Har stickat ett par i storlek 38-40, och det räckte med ett nystan av varje färg - det ljusgrå, som enl mönstret ska gå åt ett nystan gick verkligen hela nystanet åt, ca 1 dm kvar. Det röda och det mörkgrå, som ska gå åt två nystan av varje hade jag ca 10 gram kvar på varje nystan. Fler som har samma erfarenhet?
14.11.2011 - 08:53
Dancing Elves#dancingelvessocks |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaðir sokkar fyrir börn og fullorðna úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með mynstri með jólasveinum, röndum og hjörtum. Stærð 32-43. Þema: Jól
DROPS Extra 0-722 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. HÆLÚRTAKA: Hælúrtaka er prjónuð í sléttprjóni þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 9-9-9-11 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 9-9-9-11 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8-8-8-10 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 8-8-8-10 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 8-8-10-10 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 52-52-56-64 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum rauður DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar stroffið mælist 4-5-5-6 cm prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 4-4-8-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-48-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð slétt með litnum rauður. Prjónið síðan M.1 yfir allar lykkjur (= 4-4-4-5 sinnum). Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni er haldið eftir fyrstu 12-12-13-15 lykkjum á prjóni, setjið næstu 24-24-22-30 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 12-12-13-15 lykkjum á prjóni = 24-24-26-30 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum dökk grár í 4½-5-5½-6 cm. Setjið eitt merki. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-10-12-10 lykkjur með litnum dökk grár hvoru megin við hæl og 24-24-22-30 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 52-52-56-60 lykkjur. Setjið eitt merki hvoru megin við 24-24-24-32 lykkjur mitt á fæti. Haldið áfram hringinn með M.2. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir 24-24-24-32 lykkjum á fæti slétt saman og 2 síðustu lykkjur á undan 24-24-24-32 lykkjum á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 44-44-48-52 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 16-18-20-22 cm frá merki á hæl (= ca 4-4-4-5 cm að loka máli, eftir 3 umferðir með litnum ljós grár) er prjónuð 1 umferð slétt með litnum dökk grár yfir allar lykkjur. Setjið síðan merki í hvora hlið þannig að það verða 22-22-24-26 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni með litnum dökk grár yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin þannig: 3 lykkjur á undan merki: 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 3-3-3-4 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-6-7-7 sinnum = 8 lykkjur eftir á prjóni. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Saumið tvö smá spor upp og niður með litnum dökk grár fyrir augu í hvern af jólasveinunum í mynstri. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dancingelvessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-722
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.